Morgunblaðið - 28.05.2002, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 28.05.2002, Qupperneq 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ „ÞETTA er mikill heiður fyrir mig en þó ekki aðeins mig heldur einnig pólsku þjóðina sem á stóran hluta í myndinni,“ sagði hinn pólski Rom- an Polanski, leikstjóri myndarinnar Píanistinn, sem á sunnudagskvöld var veittur Gullpálminn, æðstu verðlaun aðalkeppni Kvik- myndahátíðarinnar í Cannes. Þetta er í fyrsta sinn sem Pol- anski, sem búsettur hefur verið í Frakklandi undanfarna áratugi, hlýtur þessi virtu verðlaun en hann hefur einungis einu sinni áður átt mynd í aðalkeppni á Cannes, það var árið 1976 sem The Tenant varð af verðlaununum. Í þakkarræðu sinni þakkaði Polanski einum manni framar öðrum fyrir að hafa stuðlað að því að hann gerði Pían- istann, manninum sem vakti athygli hans á bókinni sem handrit Ronalds Harwoods var byggt á, og á blaða- mannafundinum á eftir upplýsti Polanski að sá maður væri lögfræð- ingur sinn til margra ára. Píanist- inn gerist í seinni heimsstyrjöldinni í Varsjá í Póllandi og segir sanna sögu ungs gyðings, píanósnillings- ins Wladislaws Szpilmans, sem tekst með naumindum að fela sig í borgarrústunum þegar nasistar flytja gyðinga úr borginni í útrým- ingarbúðir, og neyðist hann til þess að vera þar í leynum og líða hungur og örbirgð svo mánuðum og árum skiptir. Með aðstoð góðviljaðs nas- istaforingja tekst honum að halda lífi. Píanistinn er leikinn af banda- ríska leikaranum Adrien Brody sem hlotið hefur lof fyrir frammi- stöðu sína. Á blaðamannafundi sem Polanski hélt á föstudag fyrir frum- sýningu myndarinnar sagði hann myndina vera þá mikilvægustu á sínum ferli, mynd sem hann hefði þurft að gera fyrr eða síðar, en Pol- anski ólst upp í Varsjá og upplifði sjálfur ofsóknir nasista. Lífstíðarsamningur Watsons Finninn Aki Kaurismäki fékk næstæðstu Grand Prix-verðlaunin fyrir mynd sína Mies Vailla Mennei- syyttä eða Maður án fortíðar og var þakkarræða hans stutt og einföld: „Ég þakka þennan heiður aðeins einum manni – mér – jú og reyndar dómnefndinni líka.“ Á leið sinni út af sviðinu gekk hann til dómnefnd- arinnar, sem valdi sigurvegara kvöldsins, tók í hönd formannsins, Davids Lynch, og hvíslaði einhverju í eyra hans. Kaurismäki var því vitaskuld spurður á blaðamanna- fundinum á eftir hvað hann hefði sagt við Lynch og prakkaralegt svarið kom um hæl: „Ég sagði það sama og Hitchcock sagði einu sinni við Connery: „Hver ert þú?“.“ Og svo velti Kaurismäki upp spurningu sem fékk flesta við- stadda til að hlæja en um leið klóra sér í höfðinu: „Hvers vegna gera kvik- myndagerðarmenn kvik- myndir?“ Aðalleikkonan í mynd Kaurismäkis, Kati Out- inen, var valin besta leik- konan á Cannes. Outinen hefur leikið í fjölmörg- um myndum finnska leikstjórans og hún sagði verðlaun sín honum fyrst og síðast að þakka. „Hann er sá eini sem ég hika ekki við að leika fyrir og ég segi já við hann áður en hann er bú- inn svo mikið sem skrifa handritið.“ Belginn Oliv- ier Gurmet var valinn besti leikarinn fyrir frammistöðu sína í Le Fils eða Syninum eftir bræðurna Luc og Jean-Pierre Dar- denne sem hlutu Gullpálmann 1999 fyrir myndina Rosetta. Útnefningin kom Gurmet í opna skjöldu en hann notaði tækifærið til þess að kvarta undan atvinnuskilyrðum belgískra leikara og hversu lítinn áhuga franskir kvikmyndagerðarmenn hefðu á þeim. Leikstjóraverðlaunin deildust á milli Bandaríkjamannsins Pauls Thomas Andersons fyrir léttrugl- uðu rómantísku gamanmyndina Punch-Drunk Love með Adam Sandler og Emily Watson í aðal- hlutverkum og Suður-Kóreumanns- ins Im Kwon-Taek fyrir hina ljóð- rænu Chihwaseon sem segir goðsagnakennda sögu af sögufræg- um kóreskum alþýðulistamanni. Kwon-Taek er margreyndur leik- stjóri og hefur gert nálægt hundrað myndum en aldrei hlotið verðlaun í Cannes áður en Anderson deildi aftur á móti með honum verðlaun- um fyrir þriðju mynd sína. Kwon- Taek viðurkenndi fúslega að hann öfundaði Anderson af að fá verð- laun svo snemma á ferlinum. And- erson sagðist djúpt snortinn yfir því að geta tekið þátt í alþjóðlegri kvik- myndaveislu á borð við Cannes og hljóta viðurkenningu fyrir. Er hann var spurður hvað tæki næst við sagðist hann ekki alveg vita það. „En Emily Watson verður að minnsta kosti í henni,“ sagði hann og endurtók nafn leikkonunnar bresku þrisvar til þess að tjá að- dáun sína á henni og sagðist vera búinn að gera við hana lífstíð- arsamning. Watson sat við hlið hans og fór hjá sér við hólið. Hún var heiðruð sérstaklega af Kvik- myndahátíðinni í Cannes fyrir framlag sitt til kvikmyndanna, og það þrátt fyrir að hafa einungis leikið í kvikmyndum í sex ár. Vel heppnuð hátíð Sérstök dómnefndarverðlaun féllu í skaut palestínska kvik- myndagerðarmanninum Elia Su- leiman fyrir myndina Yadon Ila- heyya eða Handleiðslu Guðs. Í þessari gamansömu mynd bregður hann upp hæðinni og í senn fárán- legri mynd af baráttu Palest- ínumanna fyrir tilverurétti sínum og samskiptum þeirra við Ísr- aelsmenn. Alþjóðasamtök gagnrýn- enda höfðu fyrir verðlaunaathöfn- ina útnefnt Handleiðslu Guðs bestu mynd aðalkeppninnar. Suleiman, sem búsettur hefur verið í New York í 14 ár, sagðist vona að mynd- in breytti á einhvern hátt viðhorfi hins almenna Bandaríkjamanns í garð Palestínumanna. „Í dag er ég útlægur New York-búi, sem er synd, því þar í borg býr frábært fólk og frábærir áhorfendur. Ég leit aldrei á mynd mína sem ein- hverja kennslustund en hún sýnir vonandi hversu fáránlegt ástandið er í Ísrael og Palestínu.“ Verðlaun fyrir besta handritið hlaut skoski lögfræðingurinn Paul Laverty fyrir handrit sitt að mynd Ken Loach Sweet Sixteen sem segir harmþrungna sögu 15 ára drengs sem reynir með eiturlyfjasölu að búa móður sinni – sem er við að losna úr fangelsi – og systur betra líf. Laverty þakkaði fjölda manna í ræðu sinni og skýrði frá því á eftir að annað væri ekki hægt því gerð kvikmyndar byggðist á hópvinnu. Bowling for Columbine, umdeild heimildamynd Bandaríkjamannsins Michaels Moores um vopnaeign og djúpstæða ofbeldismenningu í Bandaríkjunum, hlaut sérstök verð- laun sem veitt voru í tilefni af 55 ára afmæli Kvikmyndahátíðarinnar í Cannes og var Moore hylltur áber- andi mikið er hann tók við verð- launum sínum. Suleiman, handhafi dómnefndarverðlaunanna, benti á að lokinni verðlaunaathöfn að hann ætti í raun allt sitt Moore að þakka því hann hefði aðstoðað sig við gerð fyrstu myndar sinnar. „Ég vil síður ræða þetta,“ sagði Moore, „en jú, ég lét hann fá hluta af hagn- aðinum sem fyrsta mynd mín, Roger and Me, skil- aði en ég varði honum öllum í að aðstoða aðra kvikmyndagerðarmenn sem áttu í erfiðleikum með að fjármagna mynd- ir sínar vegna eldfims viðfangsefnis.“ Er Moore var spurður hvaða áhrif hann héldi að mynd hans hefði í Bandaríkjunum sagðist hann ekki vita það fyrir víst. Eitt þykist hann þó vita og það er að þrýst sé mjög á Charlton Heston, formann Lands- samtaka vopnaeigenda (NRS), um að hann reki hann úr samtökunum. „En ég er að velta fyrir mér að berjast fyrir því að halda félagsskírteini mínu og fara í framboð gegn Heston og ef ég vinn legg ég samtökin niður.“ Caméra D’or, verðlaun fyrir fyrstu mynd, hlaut Julien Lopes- Curval fyrir mynd sína Bord De Mer og Mexíkómaðurinn Carlos Reygadas var verðlaunaður sér- staklega fyrir fyrstu mynd sína, Japón. Fyrstu verðlaun í stutt- myndakeppninni hlaut Ungverjinn Péter Meszáros fyrir myndina Esó Után og í skólamyndakeppninni Cinéfondation féllu fyrstu verð- launin í skaut Brasilíumanninum Eduardo Valente fyrir myndina Um Sol Alaranjado. Árni Ólafur Ás- geirsson átti mynd í þeirri keppni sem heitir P.S. 55. kvikmyndahátíðin í Cannes var að flestra mati vel heppnuð, óvenjumargar sterkar myndir í boði og dómnefndin áréttaði hversu erfitt hefði verið að þurfa að velja á milli þeirra. Útnefning Polanskis hefur mælst vel fyrir, var tilfinn- ingaríkur viðburður í sögu hátíð- arinnar og ekki síst á stormasöm- um ferli þessa litríka Pólverja. Gullpálminn í greipar Polansk- is og Píanistans AP Polanski fagnaði innilega. AP Finnski leikstjórinn Aki Kaur- ismäki tók nett dansspor áður en mynd hans, Maður án fortíð- ar, var sýnd í Cannes. Reuters Paul T. Anderson ásamt Emily Watson. Hann deildi leikstjóra- verðlaununum með Suður-Kór- eubúanum Im Kwon-Taek. Cannes. Morgunblaðið. skarpi@mbl.is Cannes-hátíðinni að ljúka Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Kl. 4. Ísl tal. Vit 370  kvikmyndir.is  MBL Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 358Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.12. Vit 375. 150 kr. í boði VISA ef greitt er með VISA kreditkorti Sýnd kl. 4 og 6. Vit 379. Hasartryllir ársins. Sýnd kl. 8 og 10.10. B. i 16. Vit 377. kvikmyndir.is Sýnd á klukkustundarfresti. Kl. 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10 og 11. B.i. 12 ára Vit 382. 1/2 Kvikmyndir.is  Sánd  RadioX / i ir.i i Sýnd kl. 6 og 9. Vit 380. Einnig sýnd í lúxussal VIP Hvernig er hægt að flýja fortíð sem þú manst ekki eftir? FRÁ LEIKSTJÓRA THE SHAWSHANK REDEMPTION OG THE GREEN MILE Sýnd í lúxus kl. 7 og 10. B. i. 16. Vit nr. 380. 1/2kvikmyndir.is ÓHT Rás 2 Þ ri ð ju d ag sT ilb o ð á v ö ld u m m yn d u m ÞriðjudagsTilboð kr. 400 ÞriðjudagsTilboð kr. 400 ÞriðjudagsTilboð kr. 400 ÞriðjudagsTilboð kr. 400 J I M C A R R E Y T H E M A J E S T I C Sýnd kl. 7.30 og 10.15. Bi 16. HK DV HJ Mbl JOHN Q. Sýnd kl. 5.45 og 10.15. ALI G INDAHOUSE Hér er hinn nýkrýndi Óskarsverðlaunahafi Denzel Washington kominn með nýjan smell. Hér leikur hann JOHN Q, föður sem tekur málin í sínar hendur þegar sonur hans þarf á nýju hjarta að halda og öll sund virðast lokuð. Sýnd kl. 5. MULLHOLLAND DRIVE Kvikmyndir.com „Snilld“ HK DV Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.  ÓHT Rás 2 1/2HK DV HL Mbl Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6, 8 og 10. Ó.H.T Rás2 Strik.is SG. DV Treystu mér ÞriðjudagsT ilboð 2 FYRIR 1 ÞriðjudagsT ilboð 2 FYRIR 1 ÞriðjudagsT ilboð 2 FYRIR 1 ÞriðjudagsT ilboð 2 FYRIR 1 ÞriðjudagsT ilboð 2 FYRIR 1 1/2 Kvikmyndir.is  Sánd  RadioX / i i i i Sýnd kl. 5 og 9. B. i. 16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.