Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 36
Kolefnisbinding með landgræðslu og skóg- rækt felst í því að um- breyta koltvísýringi, CO2, í lífræn efni sem geymd eru í gróðri og jarðvegi. Þessa leið er heimilt að nota til að mæta skuldbindingum vegna Kyoto-bókunar- innar, samhliða því að draga úr losun þeirra gastegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum. Koltvísýringur er þeirra veigamest. Við- miðunargrunnurinn er binding á svæðum sem hafa verið klædd skógi eða öðrum gróðri eftir 1990. Möguleikar til kolefnisbindingar á Íslandi Binding kolefnis fylgir sjálfkrafa öllu landgræðslu- og skógræktar- starfi. Við landgræðslu er unnið á svæðum sem hafa lágt kolefnisinni- hald í upphafi. Slík svæði geta því tekið við miklu magni kolefnis áður en jafnvægi kemst á milli bindingar og losunar, sem tekur marga áratugi. Stofnkostnaði má deila á mjög lang- an tíma, og árlegur kostnaður því lít- ill. Aðstæður til kolefnisbindingar með landgæðslu eru óvenju góðar hér á landi. Það stafar m.a. af því að: 1. Um 96% skóglendis og um 50% gróðurs hér á landi hafa eyðst frá landnámi ásamt mikl- um jarðvegi. Við það hafa tapast lífræn efni með kolefni sem jafn- gildir um 1.600 milljón- um tonna af CO2. Þessi tala samsvarar því að með kolefnisbindingu sé unnt að mæta allri losun gróðurhúsaloft- tegunda frá Íslandi í 500 ár. 2. Íslenski eldfjalla- jarðvegurinn getur bundið í sér mikið af kolefni og unnið er á ör- foka5 landi þar sem úrkoma er næg og uppgræðsluskilyrði góð, sem á sér fáar hliðstæður í heiminum. Niður- brot lífrænna efna er auk þess hægt. Magn kolefnis sem binst með land- græðslu er mjög breytilegt eftir að- stæðum og aðferðum. Í skýrslu Verkefnisstjórnar átaks í land- græðslu og skógrækt 1997–2000, Binding kolefnis í gróðri og jarðvegi (2000), kemur fram að samkvæmt þeim rannsóknum sem þá höfðu ver- ið gerðar var bindingin á bilinu 2–4 tonn af CO2 á hektara á ári, en að meðaltali 2,9 tonn/ha. Þetta er miklu meira en þekkist í landgræðslu í flestum öðrum löndum. Ljóst er að þarfir lands og lofts- lags fara mjög saman hér á landi. Brýnt er að skila kolefninu aftur til landsins, og bæta með því landkosti fyrir núverandi og komandi kynslóð- ir. Um leið geta Íslendingar lagt mik- ið af mörkum í loftslagsvernd. Hverjir græða landið? Áhugi á landgræðslu er mikill og almennur og margir þjóðfélagshópar taka því þátt í því að græða landið. Hið beina starf á vegum Land- græðslunnar miðast mikið við að stöðva jarðvegsrof, en samhliða er unnið í samstarfi við fjölmarga aðila að endurreisn landgæða. Þar má nefna bændur, áhugafólk, land- græðslufélög og sveitarfélög, sem leggja jafnframt mikið af mörkum. Bændur eru afkastamikill hópur í landbótum. Landgræðslan vinnur með um 600 bændum í verkefninu Bændur græða landið, og þar af tóku um 500 bændur þátt í uppgræðslu ar- ið 2001. Framlag þeirra við umbreyt- ingu koldíoxíðs í lífræn efni er mikið. Mynd 1 sýnir hina miklu fjölgun bænda í þessu verkefni frá því það hófst árið 1990, en þátttaka landnot- enda í gróðurvernd og landbótum er mikilvægur mælikvarði á árangur í landgræðslustarfi. Sjá mynd 1. Kolefnisbinding 1990–2000 Alþjóðleg krafa er gerð um gott „bókhald“ vegna kolefnisbindingar. Kyoto-bókunin veitir leiðsögn og nefnd sérfræðinga á vegum loftslags- sáttmálans – IPCC – setur leikregl- ur. Uppbygging gagnagrunns um landgræðslustarfið er langt komin. Honum er ætlað að halda utan um upplýsingar um m.a. framkvæmdir, stærðir, árangur starfsins og kolefn- isbindingu. Rannsóknir á bindingu eru komnar vel á veg og að þeim hafa m.a. unnið Landgræðslan, Skógrækt ríkisins, Rannóknastofnun landbún- aðarins og Náttúrufræðistofnun Ís- lands. Mikilvægt er að treysta enn betur faglegan grunn mælinga á kol- efnisbindingu. Mynd 2 sýnir árlega bindingu kol- díoxíðs á vegum Landgræðslunnar og samstarfsaðila stofnunarinnar á árunum 1990–2000. Þessar tölur geta hins vegar átt eftir að breytast í ljósi frekari rannsókna á bindingu og mælinga á stærðum uppgræðslu- svæða. Kolefnisbinding vegna breyt- inga á landnotkun, s.s. beitarfriðun, er heldur ekki talin með, en hún gæti verið veruleg. Árið 2000 nam binding með landgræðslu alls 91.700 tonnum af CO2. Sjá mynd 2. Andrés Arnalds Landgræðsla Binding kolefnis fylgir sjálfkrafa, segir Andrés Arnalds, öllu landgræðslu- og skógræktarstarfi. Höfundur er fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins. Mynd 2. Mynd 1. Binding koldí- oxíðs með land- græðslu á árun- um 1990–2000 Fjöldi virkra þátttakenda í samstarfsverkefninu Bændur græða landið 1990 til 2001. Heildarfjöldi er meiri. Árleg binding koldíoxíðs á landgræðslusvæðum sem grædd hafa verið frá 1990. UMRÆÐAN 36 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á góðum bíl í Danmörku Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Pantaðu AVIS bílinn þinn áður en þú ferðast – Það borgar sig Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. Flokkur A Opel Corsa kr. 3.500,- á dag (miðað við lágmarksleigu 7 daga) Flokkur A Opel Corsa kr. 4.700,- á dag (miðað við lágmarksleigu 3 daga) Einnig tilboð á öðrum tegundum bíla. Ef þú ert með farseðil til Kaupmanna- hafnar áttu möguleika á glaðningi. www.avis.is Við reynum betur FYRIR tveimur árum kynntist ég mjög hugrökkum talsmanni mann- réttinda frá Mexíkó. Hún hét Digna Ochoa y Plácido. Mér verður oft hugs- að til orða sem hún lét falla í viðtali: „Ég finn alltaf til reiði þegar ég horfi upp á þjáningar annarra. Í mín- um huga er reiðin orkulind, hún er kraftur… Óréttlæti hvetur okkur til dáða, fær okkur til að taka áhættu, því við vitum að aðgerðaleysi af okkar hálfu viðheldur stöðnun. Það er reið- in, sem hefur fengið okkur til að kljást við lögreglu og hermenn… Ég var líka hrædd, ég skalf innra með mér, en ef þú gengur ekki á hólm við þess- ar aðstæður, hvers virði er líf þitt þá?“ Það setti að mér mikla hryggð og hneykslun þegar ég frétti að Digno Ochoa hefði verið myrt föstudaginn 19. október 2001. Hún var skotin til bana á skrifstofu sinni í Mexíkóborg. Morðingjar hennar skildu eftir hót- unarbréf, þar sem starfssystkini hennar voru vöruð við að þeirra biði sams konar örlög ef þau héldu áfram mannréttindastarfi sínu. Digno Ochoa var í fararbroddi mannréttindalögfræðinga og hafði unnið til alþjóðaverðlauna fyrir störf sín. Hún hafði oft fengið morðhótanir vegna starfa sinna að mannréttindamálum, sem fengið höfðu mikla umfjöllun. Mörg málin tengdust ásökunum um pyntingar á hendur mexíkósku lögreglunni og hernum. Opinber rannsókn á dauða henn- ar hefur enn ekki skilað neinum niðurstöðum… Margir talsmenn mannréttinda búa við sömu kjör og Digno Ochoa. Þeir lifa í ótta, ótta við að verða hand- teknir að næturþeli og látnir þola á ný það sem þeir hafa þurft að þola áður, ótta við að þeirra eigin börn afneiti þeim eftir mánaðalangar fjarverur í varðhaldi, og ótta við að verða jafnvel drepnir vegna trúfestu sinnar við málstað mannréttinda. Meira en 25 talsmenn mannréttinda hafa verið myrtir í Kól- ombíu á síðustu fimm árum. Talsmenn mannréttinda eru allar þær konur og menn um heim allan, sem standa í fararbroddi baráttunnar fyrir mannréttindum. Flest þetta fólk er venjulegir einstaklingar, sem ekki heyrist hátt í á opinber- um vettvangi og ekki baðar sig í sviðsljósinu. Þetta fólk starfar í dagsins önn og á frið- samlegan hátt, oft við mjög erfiðar og önd- verðar kringumstæður, að því að vernda og efla grundvallarmannrétt- indi hverrar mann- eskju. Til þessa hóps til- heyra þeir, sem að for- dæma morð er her- menn, vopnaðir hópar og dauðasveitir fremja; þeir, sem að berjast gegn refsileysi, og vona að sú stund renni upp að morðingjar geti ekki gengið óhultir um strætin; þetta er fjölmiðlafólk, baráttumenn í stjórn- málum, verkalýðsleiðtogar og margir aðrir sem að ljá rödd sína til liðs þeim, sem enga rödd hafa. Þetta fólk þarf oft að gjalda hug- rekki sitt dýru verði. Það á í hættu á að verða fórnarlömb þeirra brota, sem það berst svo gegn. Amnesty Int- ernational fær reglulega fréttir um talsmenn mannréttinda, sem missa allt sitt, lifibrauð sitt og flest annað í sínu lífi, vegna hollustu sinnar við málstað mannréttinda. Árið 1998, þegar ríki heimsins fögnuðu 50 ára afmæli Mannréttinda- yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, stóð Amnesty International, ásamt þremur öðrum óháðum mannrétt- indasamtökum, fyrir mjög mikilvægri heimsráðstefnu talsmanna mannrétt- inda. 350 talsmenn mannréttinda hvaðanæva úr heiminum komu þá saman á táknrænum stað, í Palais de Chaillot í París þar sem skrifað var undir Mannréttindayfirlýsinguna á sínum tíma. Sumar stundir í lífi manns lifa um aldur og ævi vegna þeirra tilfinninga, sem við þá upplifum. Þannig er um Parísarráðstefnuna í mínum huga. Hugrekki allra, sem þarna voru, ang- istarorðin, auðmýkingin og þjáning- arnar, sem fólk hafði þolað, og ég heyrði í frásögnum þeirra, snertu mig djúpt. Að lokinni þriggja daga ráð- stefnu gáfu þessir talsmenn út sína eigin yfirlýsingu, Parísaryfirlýs- inguna, sem að staðfesti enn á ný al- gildi mannréttinda, og hvatti einstak- linga til að gerast talsmenn með því að stuðla að mannréttindum „í sínu eigin lífi“, og bað ríkisstjórnir og aðra um hjálp. Ríkisstjórn Íslands lagði til París- arráðstefnunnar með því að veita styrk til að einn þessara talsmanna mannréttinda gæti sótt ráðstefnuna. Það var Khader Shkirat, forstöðu- maður LAW, Palestínufélagsins til verndar mannréttindum og umhverf- inu, sem sérhæfir sig í málum er varða eignartöku lands, niðurrif húsa og umhverfið. Um sama leyti gerðist það í New York, hinn 9. desember 1998, að Alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti yfirlýsingu, eftir þrettán ára erfiðar samningaviðræður, sem heitir „Yfirlýsing um réttindi og skyldur einstaklinga, hópa og samfélagsstofn- ana til að efla og vernda alþjóðlega viðurkennd mannréttindi og grund- vallarfrelsi“. Þessi yfirlýsing er betur þekkt sem Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna um talsmenn mannréttinda. Þessi yfirlýsing er mikilvæg fyrir talsmenn mannréttinda. Þarna hafa Sameinuðu þjóðirnar í fyrsta sinn við- urkennt mikilvægi og réttmæti þess starfs, sem talsmenn mannréttinda vinna, og þörfina á að þeir njóti betri verndar gegn ofbeldi. Yfirlýsingin staðfestir að allir hafi rétt, bæði sem einstaklingar og ásamt með öðrum, til að stuðla að mannréttindum og vernda mannréttindi á friðsamlegan hátt, bæði í eigin landi og á alþjóða- vettvangi. Hún greinir ennfremur í megindráttum frá skyldum ríkja gagnvart talsmönnum mannréttinda. Í ágúst 2000 skipaði Kofi Annan Hina Jilani frá Pakistan sérlegan sendifulltrúa, sem hafi það hlutverk að hrinda yfirlýsingunni í fram- kvæmd. Hún er lögfræðingur og tals- maður mannréttinda. Enn skilur þó mikið á milli Yfirlýs- ingarinnar sjálfrar um réttindi þess- ara talsmanna og þeirrar verndar sem þeir njóta heima fyrir, víðast hvar. Þó að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafi ítrekað mikinn stuðn- ing sinn við talsmenn mannréttinda stunda mörg ríki það enn að fangelsa þá, pynta og taka af lífi. Amnesty International hefur um margra ára skeið stutt talsmenn mannréttinda og réttmætt starf þeirra með ýmsum hætti. Samtökin hafa haft frumkvæði að aðgerðum, þrýst á stjórnvöld, staðið fyrir skyndi- aðgerðum, verndað talsmenn mann- réttinda með beinum hætti og stutt þá fjárhagslega til að þeir geti flúið bráð- ar hættur. Talsmenn mannréttinda þurfa á vernd að halda. Umkvörtunum þeirra fjölgar og sögur þeirra verða fleiri. En eins lengi og ríkisstjórnir heims láta sér annt um ímynd sína á alþjóða- vettvangi trúi ég að allur sá þrýst- ingur, sem við getum beitt, skili ár- angri og geri líf þeirra bærilegra. „Gættu þín – þú talar of mikið“ Delphine Roch Höfundur er lögfræðingur og yfirmaður þeirrar deildar Amnesty International í Frakklandi, sem fæst við málefni talsmanna mannréttinda. Mannréttindi Amnesty International hefur um margra ára skeið, segir Delphine Roch, stutt talsmenn mannréttinda og rétt- mætt starf þeirra með ýmsum hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.