Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sólveig MagneaGuðjónsdóttir fæddist á Þúfu í Vest- ur-Landeyjum 18. ágúst 1918. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi sunnudaginn 19. maí síðastliðinn. Sólveig, eða Veiga á Hellu, var dóttir hjónanna Einhildar Sveinsdótt- ur frá Efri-Fljótum í Meðallandi og Guð- jóns Magnússonar frá Fagradal í Mýrdal. Systkini Veigu voru Þórhallur, d. 1986, Guðrún, d. 1962, og Sveinbjörg, d. 1985. Veiga vann við heimilið fram á unglingsár eða þar til hún fór í vist til Vestmannaeyja. Þar kynntist hún manni sínum, Jónasi Helga- syni frá Seljalandsseli, V-Eyjafjöll- um. Þau hófu búskap á Kirkjubóli í Vestmannaeyjum og bjuggu þar fram til 1947 er þau fluttu að Hellu á Rangárvöllum. Veiga og Jónas slitu samvistum 1959. Í Vest- mannaeyjum tóku þau í fóstur frændson Veigu, Tómas Guðjóns- son, f. 2. nóvember 1945, eftir and- lát móður hans. Kona Tómasar er Lilja Gísladóttir, f. 14. ágúst 1949. Börn þeirra eru Sólrún Edda, f. 29. des. 1971, og Kristjana Aðalheið- ur, f. 11. okt. 1975. Áður átti Lilja soninn, Hjalta Gíslason, f. 3. sept. 1968, og gekk Tómas honum í föður stað. Sonur Veigu og Jón- asar eru Hilmar Jón- asson, f. 26. júní 1950. Hann kvæntist Unni Daníelsdóttur, f. 19. mars 1947, en þau slitu samvistum. Börn hennar eru Jónína Unnur Gunn- arsdóttir, f. 26. feb. 1969, Sóley Björg Gunnarsdóttir, f. 27. okt. 1971, og Gunnar Vigfús Gunnarsson, f. 27. nóv. 1973. Til Veigu kom á unga aldri Þuríður J. Bjarnadóttir og gekk Veiga henni í móður stað. Þura giftist Baldvini Árnasyni, börn þeirra eru: Ingi- mar, f. 3. des. 1963, Eiður, f. 26. júní 1965, og Haukur, f. 20. okt. 1977. Þau slitu samvistum. Veiga vann ýmis störf hjá KF Þór á Hellu, þar helst í Hellubíói, sem aðstoðarstúlka á hótelinu og síðar sem matráðskona þar. 1969 fer Veiga að vinna inni á hálend- inu við virkjanir Landsvirkjunar og vann þar ýmist hjá Landsvirkj- un eða verktökum fram til 1973. Þá fer hún til Landsvirkjunar sem matráðskona og vann þar síðan fram til 1. apríl 1988. Útför Sólveigar Magneu verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Nú þegar ég neyðist til þess að kveðja þig, elsku frænka, þykir mér nauðsynlegt að hripa nokkur orð til þín. Þú varst mér ekki bara frænka, heldur einnig móðir í ákveðnum skilningi þess orðs. Þeir sem ætíð strá í kringum sig geislum ástúðar og kærleika eru gimsteinar mannlegs lífs. Þannig mótast menn oft mann fram af manni. Ég var ekki hár í loftinu, aðeins fjögurra ára, þegar ég var farinn að hanga í pilsfaldi þínum á Hótelinu á Hellu. Stakar myndir frá þeim tíma, misskýrar þó, koma upp í hugann og þannig lifa þær. Mér fannst oft á þeim tíma að við ættum hótelið saman, en eitt var þó alveg víst, ég átti einn sælgætishill- una, minnsta kosti stundum. Árin liðu og skólaganga hófst, þá flutt- um við á Freyvanginn. Þar ólstu áfram önn fyrir mér, alltaf boðin og búin að hýsa mig og láta mig bragða á einhverjum nýjungum í heimi matargerðarlistar. Ég man vel þá stund, þegar ég átti eftir ör- fá skref að útidyrahurðinni, ég stansaði og hugsaði, hvað er hún frænka að elda? Þvílík vond lykt. En áfram hugsaði ég, ég borða all- an mat sem frænka eldar. Þetta var saltaði fíllinn, manstu? Þetta kenndir þú mér að matbúa ásamt mörgu öðru, og oft, enn þann dag í dag, nýti ég mér þá þekkingu í starfi mínu sem matreiðslumeist- ari, það sem þú bæði kenndir mér og einnig fræddir mig um í eldun og bakstri. Síðan liðu skólaárin og ég varð stærri og stærri, þá varst þú farin til fjalla. Þetta var ekki nógu gott, þú alltof langt í burtu, þá var bara eitt í stöðunni, ég fór bara á eftir þér. Minning þess tíma er mjög skýr. Á fjöllum þekktu allir frænku og þá vissi ég, að þú varst drottn- ing fjallanna. Þá fyrst sá ég og fann að það voru fleiri en ég sem litu upp til þín og báru svo mikla virð- ingu fyrir þér, enda ekki að ástæðulausu. Svo líða árin og alltaf vorum við í nálægð hvort við annað, Sigölduvirkjun alla og einnig Hrauneyjafossvirkjun alla. Þá allt í einu söðlar þú um og ferð að stunda „bissnes“, já, nú var það Grillskál- inn. Auðvitað elti ég þig þangað, það voru skemmtilegir tímar hjá okkur saman. Það er svo margt, margt fleira sem hægt væri að rifja upp, en við gerum það bara seinna. Þú varst alltaf á undan, en ég elti. Á leiðarenda í þessari jarðvist vil ég kveðja þig, elsku frænka, hinstu kveðju, hafðu þökk fyrir allt, sjáumst seinna. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Höf. óþ.) Þráinn. SÓLVEIG MAGNEA GUÐJÓNSDÓTTIR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning 1     +0 =   0 % !BC "#$%&#   / 0   1    6     7  &+   % 2 ,=*& %*)   * %*)   &  &&*) -.            #    12000 9: 0  /#  8       2   8       -    &    %& +    *)   ($/ 1 *)  9 $) * 9&1  9 @9 ($/ *)   1  + D 0$1 *)  *)   %  ( (/  -.   *(     .  +0 'E4+0   #,(  8F +/* )    *    ' (  4   8      ' (   &%     %4  *+* *)  - ) )&+* *)     $) '&(A    *)  *)  $     " (/  -. (    +0 ( '0: 34 34 334 3  C "#$%&#      3   9,3   4       7       ,+ "*&17 *)    9  A) - 3'49: +G  9 (" H +/* )    *    ' ( )   %     !      ' (      % +   %% 1  !    -   & 9    &*)  =*   &      49:< 9 <  334 - A "    :0      &     7  0 -"  &9  **.  (      (     A 02 334 - # D    !+ !     ;    <   +    % ) 2 *)  0)  %    9  **)  '  %*)  A  3*)  ( (/  ( ( (/   !   (      (      '00'A  +G 334 &- B       / 0    =(0    &   .($/  +/*  ,  I$)-*)   7+/* 9  * +  -$/   $+/* 9"-9 9 $)  ' +/* G    +, .($/   ( (/ 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.