Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 53 DAGBÓK STÓRSVEIT Norðurlands eystra vann Kjördæmamót BSÍ, sem fram fór á Egils- stöðum fyrir rúmri viku. Hvert kjördæmi tefldi fram fjórum liðum og voru spilað- ar sjö umfeðir af 16 spila leikjum. Norðurland eystra hlaut 471 stig, eða 16,82 stig að jafnaði úr leik. Reykvík- ingar uðru í öðru sæti, en Reyknesingar því þriðja. Átakaspil úr síðustu umferð- inni olli sveiflum í mörgum leikjum. Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 98753 ♥ K107653 ♦ – ♣106 Vestur Austur ♠ 104 ♠ – ♥ – ♥ Á9842 ♦ ÁK98432 ♦ DG65 ♣K943 ♣D875 Suður ♠ ÁKDG62 ♥ DG ♦ 107 ♣ÁG2 Sex spaðar vinnast í suður með tígulás út og sú varð nið- urstaðan á mörgum borðum, oft í dobluðu spili. Vilhjálmur Sigurðsson júníor, sem spil- aði fyrir hönd Reykjavíkur, fann þó hið banvæna laufút- spil gegn slemmunni, en hann hafði pata af því að blindur væri með eyðu í tígli. Fórnin í sjö tígla kostar ekki nema 500 og borgar sig því ef menn eru ekki á skotskón- um. Í viðureign Norðurlands eystra og Reykjaness á fyrsta borði, höfðu NS í lok- aða salnum látið sér nægja að spila spaðageim og skrif- uðu fyrir það 680 í eigin dálk. Tilþrifin voru meiri í opna salnum. Þar voru fyrir Reykjanes þeir Þröstur Ingimarsson og Erlendur Jónsson gegn Birni Þorláks- syni og Frímanni Stefáns- syni í sigurliðinu: Vestur Norður Austur Suður Frímann Þröstur Björn Erlendur – 2 tíglar Pass 2 grönd 3 tíglar 4 tíglar 5 tíglar 6 spaðar Pass Pass 7 tíglar Pass Pass Dobl Allir pass Þröstur hefur sagnir með norskri sagnvenju sem sýnir hálitina og veik spil. Erlend- ur krefur í geim með tveimur gröndum á móti og Frímann kemur tíglinum í leikinn. Sagnir stigmagnast svo upp í sex spaða, sem rúlla yfir til Björns í austur. Björn á vold- ugt varnarspil í hjartaásn- um, en sá jafnframt í hendi sér að sjö tíglar væru ódýr fórn og „tók af sér höggið“ – 500 í NS og 5 IMPar til Norðurlands eystra. Stefán Vilhjálmsson stýrði sigurliðinu og gerði það einn- ig í fyrra með sama árangri. Hann er þó alls ekki viss um að sér hlotnist sá heiður á næsta ári, því í ljósi síðustu frétta úr annarri íþrótta- grein hefur hann efasemdir um „starfsöryggi liðsstjóra í kjölfar velgengni“. Stefán orðar það svo í litlu versi: Til sigurs þó hafi ég lið okkar leitt, lítið það öryggi jók, því fyrir að vinna nú fæst bara eitt að fordæmi þeirra hjá Stoke. Í stórfyrirsögnina stefnir því greitt: Stebbi Vill pokann sinn tók. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert mjög sérstakur ein- staklingur. Þú ert skapandi og færð nýjar og frumlegar hugmyndir. Á þessu ári gæti nýtt upphaf beðið þín á ein- hverju sviði. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ómeðvitandi viðhorf úr fortíð- inni setja svip sinn daginn, sérstaklega á heimilinu. Þetta getur auðveldlega valdið óánægju þannig að þú ættir að reyna að sýna þolinmæði. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er að færast meiri hraði í líf þitt. Þú hefur mikla orku og þarft að gæta þess að sýna nærgætni í daglegum sam- skiptum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Af einhverjum ástæðum sam- samar þú þig eigum þínum þessa dagana. Gleymdu því ekki að þú ert ekki það sem þú átt. Þú ert þú sjálfur. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er mikið að gerast hjá þér. Þú þarft að leggja hart að þér til að koma ár þinni fyrir borð og vinna þig í álit hjá öðr- um. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Hunsaðu hugsanir og tilfinn- ingar sem gera þér gramt í geði. Þetta litla svarta ský mun fljótlega gufa upp enda hefur það litla þýðingu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Dagurinn hentar vel til að skilgreina takmök þín og vinna að þeim. Leggðu þig fram við vinnu þína í dag og þá muntu ná árangri á morgun. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú vilt helst ráða þér sjálfur þessa dagana. Þú átt auðvelt með að hafa árif á aðra svo framarlega sem þú ógnar ekki valdi þeirra. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú hefur þörf fyrr að vinna meira krefjandi og skapandi störf en þú ert vanur. Þú vilt örva huga þinn með því að læra eitthvað nýtt og spenn- andi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú gætir fundið upp á því að hefja umræðu um sameigin- legar eignir. Þú átt fullan rétt á því að það sé komið fram við þig af sanngirni í þessu máli. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú gætir fundið fyrir spennu á milli þín og þinna nánustu. Ef þú átt erfitt með að láta undan og miðla málum reyndu þá að halda aftur af þér og bíða betri tíma. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert tilbúinn að leggja þig allan fram við að koma hlut- unum í verk í dag. Það er sama hvað þú gerir, þú átt eft- ir að finna til stolts yfir afrek- um þínum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Láttu sjálfan þig vera í fyr- irrúmi í dag. Þú ert hlaðinn orku sem gerir að það verkum að þig langar til að hrópa Ég er! Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT ALÞINGISRÍMUR Söng í ránum, rumdi grimm Rán á óðum mari; löng í trjánum dundi dimm duna’ á góðu fari. Þvoði úðinn öldujó, eimvél rámri knúin gnoðin prúð um svalan sjó sveimaði’ und ámum lúin. 1. d4 f5 2. g3 Rf6 3. Bg2 g6 4. Rf3 Bg7 5. 0–0 0–0 6. c4 d6 7. Rc3 Ra6 8. d5 Bd7 9. Be3 c6 10. Hc1 Rg4 11. Bd2 e5 12. dxe6 Bxe6 13. b3 h6 14. Ra4 De7 15. Bc3 Re5 16. He1 Had8 17. Dc2 Df7 18. Rb2 Rc5 19. Rxe5 Bxe5 20. b4 Bxc3 21. Dxc3 Re4 22. De3 g5 23. a3 a6 24. Hed1 d5 25. cxd5 Bxd5 26. Db6 Hd6 27. Rd3 c5 Staðan kom upp á fyrsta bikarmóti FIDE sem haldið var í Dubai. Kiril Georgiev (2.655) hafði hvítt gegn Predrag Nikolic (2.653). 28. Dxd6! Rxd6 29. Re5 Dg7 30. Hxd5 cxb4 31. axb4 Re4 32. h3 He8 33. Bxe4! fxe4 34. Rg4 Menn hvíts vinna ákaflega vel saman og þrátt fyrir liðsmuninn er svarta staðan hartnær töp- uð. Framhaldið varð: 34. … e3 35. Rxe3 Db2 36. Hc7 Dxe2 37. Rg4 Df3 38. Rxh6+ Kh8 39. Rf7+ Kg8 40. Rh6+ Kh8 41. Rf7+ Kg8 42. Hxg5+ Kf8 43. Re5 Dd1+ 44. Kh2 Hxe5 45. Hxe5 Dd4 46. Hf5+ Ke8 47. Hxb7 De4 48. Hb8+ Ke7 49. Hf4 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Árnað heilla 70 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 28. maí, verður sjötug Þórunn K. Jónsdóttir. Þórunn og fjöl- skylda hennar taka á móti gestum í Félagsheimili KR við Frostaskjól, laugardag- inn 1. júní nk. á milli kl. 18 og 22. 50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 28. maí, er fimmtugur Gunnar Jóa- kimsson, Unnarbraut 30, Seltjarnarnesi. Af því tilefni taka Gunnar og Sólveig Þórhallsdóttir, eiginkona hans, á móti ættingjum og vinum á heimili sínu milli kl 17 og 19 í dag. Með morgunkaffinu Hann ætlar bara svindla, þessi. Umsóknarfrestur til 1. júní 2002 www.khi.is KENNARAHÁSKÓLI ÍSLANDS Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Mikið úrval Dragtir frá 5.900 • Blússur frá 2.900 Bolir • Buxur Verð kr. 39.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 12. júní, viku- ferð. Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.860. Verð kr. 49.950 M.v. 2 í íbúð, 12. júní, vikuferð. Flug og gisting, skattar. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.450. Verð kr. 49.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 12. júní, 2 vikur. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.360. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Benidorm þann 12. júní í eina eða tvær vikur. Sumarið er komið og yndislegt veður á þessum vinsælasta áfangastað Íslendinga. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Síðustu sætin Stökktu til Benidorm 12. júní frá 39.865 Góð fyrirtæki 1. Lítil efnalaug, vel staðsett á milli margra stórra fjölbýlishúsa á stór Reykjavíkursvæðinu. Góður vélakostur. Auðvelt að markaðs- setja sig betur. Mjög hagstætt verð 2. Gamall og þekktur söluturn með tveimur bílalúgum. Velta um 6-7 millj. á mán. og gefur góðar tekjur, lítill rekstrarkostnaður. Hægt að hafa opið á nóttunni um helgar ef vill. 40% af veltunni er skyndibiti sem framleiddur er á staðnum. 3. Lítill og snyrtilegur kaffi- og matsölustaður sem er aðeins opinn til kl. 5 á daginn, lokað laugardaga og sunnudaga. Gott eldhús fyrir veisluþjónustu ef vill. Bakað og eldað á staðnum. Er þetta ekki einmitt fyrirtækið sem þig hefur ætíð dreymt um? Hafðu samband strax áður en einhver rífur þetta frá þér. 4. Þægileg sólbaðstofa í þéttbýlu íbúðarhverfi í Reykjavík. 4 bekkir. Selst mjög ódýrt vegna veikinda. Mikið af nýinnkomnum fyrirtækjum af öllum gerðum.       ATVINNA mbl.is MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.