Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 43
Óskar einn af frumherjum klúbbs- ins, enda reyndur og snjall veiðimað- ur. Á stefnuskránni var að fara að minnsta kosti eina veiðiferð vestur á land í sumar. Fjalla- og gönguferðir áttu líka hug Óskars og hjarta og hann var mikill göngugarpur. Ég minnist þess að þegar við ræddum um veiði- eða gönguferðir brá jafnan glampa fyrir í augum hans sem sýndi hve mjög hann unni íslenskri náttúru og því frelsi sem togaði hann til fjalla. Með ótímabæru fráfalli Óskars er stórt skarð höggvið í hóp starfs- manna Lyfju sem seint verður fyllt. Við sem kynntumst honum erum rík að hafa átt svo góðan starfsfélaga og vin. Við þökkum að leiðarlokum far- sælt samstarf á liðnum árum og kveðjum Óskar með virðingu og þökk. Fjölskyldu hans vottum við okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd starfsmanna Lyfju hf. Ingi Guðjónsson. Það var í ágúst 1973 sem lítill hóp- ur lyfjafræðinema lagði land undir fót og fór til Kaupmannahafnar til að leggja stund á lyfjafræðinám við Danmarks Farmaceutiske Højskole. Þremur okkar hafði ásamt mökum verið úthlutað íbúðum á nýbyggðum stúdentagarði, Øresundskollegiet, á Amager. Fjórða parið bættist síðan í hópinn í janúar á næsta ári. Við vorum flest nýflutt að heiman í fyrsta sinn og því mikil viðbrigði að þurfa að standa alveg á eigin fótum, án stuðnings fjölskyldu og vina. Það mynduðust þó fljótt sterk vináttu- bönd milli okkar félaganna á Øre- sunds. Við vorum öll á mjög svip- uðum aldri og þrjú okkar meira að segja fædd á fyrstu tveimur vikum janúarmánaðar 1951. Við héldum saman upp á afmæli, jól og áramót, svo söknuðurinn eftir fjölskyldunni heima varð ekki eins sár. Við gátum stutt hvert annað með ráðum og dáð í flestum málum, hvort sem um var að ræða matargerð, heilsufars- vandamál, skattamál eða annað það sem valdið gat óhörðnuðum íslensk- um ungmennum erfiðleikum og hug- arangri í framandi landi. Það var ekki hvað síst að þakka einstöku jafnaðargeði og jákvæðu hugarfari ljúflingsins Óskars hvað allt gekk vel og hve ánægjuleg dvölin í Kaup- mannahöfn var. Óskar hafði mjög notalega nær- veru. Hann var hrókur alls fagnaðar í hópi okkar félaganna, gleði hans á góðri stund átti sér fá takmörk en aldrei var farið yfir mörkin, enda sæmdi það ekki sannkölluðum „sel- skapsmönnum“ eins og Óskari. Hann naut sín afar vel í hlutverki gestgjafans en hann kunni svo sann- arlega líka að vera gestur. Þau hjón- in, Óskar og Dóra, voru höfðingjar heim að sækja á Øresundskollegiet. Um það geta margir borið. Hvort sem um var að ræða gestakomur frá Íslandi eða þá bara þegar nágrann- arnir í næstu íbúð komu til að fá lán- aðan tíkall fram að mánaðamótum þegar hart var á dalnum. Öllum var vel tekið. Óskar stundaði námið af kappi, en Dóra fékk strax vinnu í Landmands- banken, þar sem hún starfaði þau þrjú ár sem við dvöldumst í Dan- mörku. Hinn 7.5. ’75 fæddist þeim Óskari og Dóru frumburðurinn Mattías Þór – okkur hinum fannst við eiga svolítið í honum, a.m.k. fannst okkur eins og við værum eins konar frændur hans og frænkur. Öll lukum við námi sumarið 1976 og lá þá leiðin heim til Íslands. Dóra fór aftur í háskólann, en Óskar helg- aði sig lyfjafræðinni og var apótekið starfsvettvangur hans allar götur síðan. Hann réð sig að Apóteki Aust- urbæjar, þar sem hann starfaði í mörg ár, varð síðar yfirlyfjafræðing- ur í Borgar Apóteki og loks flutti hann sig um set í Kringluna, þar sem hann var lyfsali síðustu árin. Óskar var mjög virkur innan Lyfjafræð- ingafélags Íslands og gegndi hann þar mörgum trúnaðarstörfum. Öll sín störf rækti Óskar af kostgæfni, samviskusemi og nákvæmni, sem eru einmitt þeir kostir sem prýða góðan lyfjafræðing. Óskar var mað- ur dagfarsprúður og seinþreyttur til reiði. Var vart hægt að hugsa sér betri samstarfsmann. Óskar var mikill áhugamaður um útivist og stundaði hann skíði, fjall- göngur og veiðiskap hvenær sem tækifæri gafst, fyrstu árin með föður sínum, sem einnig var mikill útivist- armaður. Óskar var mikill fjöl- skyldumaður og áttu þau Dóra barnaláni að fagna – eignuðust tvo syni og tvær dætur, sem bera for- eldrunum gott vitni. Óskar var vina- margur og ræktaði vináttuna við gamla skólafélaga bæði úr Mennta- skólanum í Reykjavík og frá há- skólaárum sínum. Við gömlu fé- lagarnir frá Øresundskollegiet hittumst því miður alltof sjaldan hin síðari ár, en vinaböndin hafa samt aldrei rofnað eins og glöggt má finna þegar leiðir okkar skerast. Skarð var höggvið í hópinn er Kjartan Að- alsteinsson féll frá aðeins fertugur að aldri, í desember 1991. Var það mikið áfall fyrir okkur öll. Annað stórt skarð er höggvið nú, er Óskar ferst af slysförum á besta aldri. Óskars er sárt saknað. Elsku Dóra, Matti Þór, Jón Arn- ar, Guðrún og Þórunn – við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi Guð styðja ykkur á þessum erfiðu tímum. Edda og Eyjólfur, Emma, Óli og Hlíf, Valdemar og Ingibjörg. Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. (Hannes Pétursson.) Ótímabært fráfall góðs vinar og nágranna kallar fram hugleiðingar um samspil lífs og dauða. Hugleið- ingar um æðri tilgang sem engin svör fást við. Því eru minningarnar huggun okkar sem eftir lifum. Þær eru ljóslifandi og það eitt mildar söknuðinn og sársaukann. Við hjónakornin kynntumst Ósk- ari haustið 1978 þegar Dóra kona hans byrjaði að kenna með okkur í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Kennarahópurinn var ungur og fjör- ugur, við hittumst oft utan skólatíma og Óskar blandaðist hópnum vel. Það var auðvelt að laðast að honum, hann var hæglátur og broshýr, tran- aði sér ekki fram en var alltaf með á nótunum. Hann tók virkan þátt í leikjum jafnt sem alvarlegum um- ræðum. Dóra var ekki aðeins nánasti samstarfsmaður okkar í skólanum heldur vorum við, þessi tvenn hjón, á sama stað í lífsbaráttunni sem á þessum hluta ævinnar snýst að veru- legu leyti um barneignir og húsnæð- isbasl. Örlögin höguðu því þannig að við fengum lóðir til byggingar á sama blettinum við Frostaskjól þar sem við byggðum og höfum búið í ein tuttugu ár. Óskar var traustur og það var sér- staklega gott að leita til hans. Hann var íhugull, hreinn og beinn og sér- staklega nákvæmur þegar kom að því að leita upplýsinga og miðla þeim. Þess nutum við nágrannar hans á byggingartímanum þegar allt snerist um efni, magn, verð og gæði. Við byggðum húsin okkar á sama tíma, höfðum sameiginlegan vinnu- skúr fyrir smiðina, áhöld og efni. Við keyptum saman inn, stundum fáir og stundum margir, og oftar en ekki var Óskar fenginn til að halda utan um hið sameiginlega. Það var æv- inlega þannig af hendi leyst að aldrei þurfti að leiða hugann að skipting- unni. Allir treystu Óskari. Greiðvikni var annar eðlisþáttur í fari hans sem blómstraði við þessar aðstæður okkar húsbyggjendanna í Frostaskjóli. Þegar okkur hina vant- aði áhöld eða efni var leitað til Ósk- ars sem bjargaði málunum með bros á vör. Og þannig var þetta alla tíð. Það er gott að biðja þá sem eiga auð- velt með að greiða götu annarra af heilum hug og þannig var Óskar. Glaðlyndi og notalegheit ein- kenndu Óskar. Það var alltaf svo gott að hitta hann. Hann var iðinn úti við og því hitti maður hann oft þegar leiðin lá hjá. Alltaf var hann brosandi og tilbúinn í spjall um heima og geima eða það sem lá fyrir að gera. Það var gott að leita ráða hjá honum og hann var ófeiminn við að spyrja um það sem honum lá á hjarta. Vináttu og hlýju stafaði frá þess- um nágranna okkar í öllum sam- skiptum hans við fólk. Hann var nat- inn við börnin og Anna Þórhildur dóttir okkar minntist Esjugöngunn- ar sem hún fór með Óskari og dætr- um hans fyrir fáeinum árum. „Við töluðum saman alveg upp á topp, það var svo gaman að tala við hann.“ Hún fékk oft að fljóta með þegar Óskar brá sér af bæ með dætrunum til að skoða eitthvað eða vera við- staddur einhvers staðar þar sem for- vitnilegir hlutir voru að gerast. Óskar mun ávallt lifa í huga okk- ar. Minningin um samskiptin við hann er björt og við söknum hans sárt. Á þessari kveðjustundu er þó efst í huga samúð okkar með fjöl- skyldu hans sem hefur misst mest allra. Innilegar samúðarkveðjur til Dóru okkar, barnanna þeirra, móður Óskars og annarra ástvina. Megi himnasmiðurinn mikli leggja líkn með þraut á þessum erfiðu tímum. Ingibjörg og Sæmundur. Við vorum sjö ára stelpurnar þeg- ar við hittumst í Laugarnesskólan- um og stofnuðum saumaklúbbinn. Síðan höfum við haldið hópinn. Árin liðu og það bættust strákar í hópinn, Óskar var þeirra fyrstur. Þau Dóra fundu hvort annað í 5. bekk í MR. Það var spennandi að fylgjast með hvernig gekk hjá Dóru og Óskari þegar þau byrjuðu að búa í kjall- aranum á Hávallagötunni. Tískulit- urinn á þeim tíma var appelsínugul- ur og voru ótrúlegustu hlutir í þeim lit á heimili þeirra. Þau hafa alltaf átt myndarlegt heimili, hvort sem var á námsárunum í Danmörku eða í Frostaskjólinu, þar sem þau hafa síðan lengst af búið. Óskar átti mörg handtökin í því húsi og stöðugt var hann að dytta að og snyrta. Hann var mikill fjölskyldumaður og hafði gaman af að taka þátt í því sem börnin tóku sér fyrir hendur. Hvort heldur um var að ræða ballett, fótbolta, hjólaferðir, blaðburð eða standsetningu á fyrstu íbúð Matta Þórs. Óskar hafði mikla ánægju af að halda veislur og nutum við þess síð- ast þegar árshátíð saumaklúbbsins var haldin heima hjá þeim í febrúar síðastliðnum. Strákarnir sáu um eldamennskuna undir verkstjórn hans. Hann þekkti sitt eldhús og dró fram appelsínugulu sleifina frá fyrstu búskaparárunum. Óskar var mikið náttúrubarn og hafði yndi af ferðalögum og stang- veiði. Hann og Óskar svili hans náðu meðal annars mikilli leikni í dorg- veiði og komu sjaldan tómhentir heim. Saumaklúbburinn og fjölskyldur hafa farið margar ferðir saman. Þar má nefna gönguna frá Hveragerði yfir í Grámel við Þingvallavatn, þar sem fjölskylda Óskars á sumarbú- stað. Í slíkum ferðum kom í ljós næmi hans fyrir náttúrunni og ánægja hans af útiveru. Óskar var léttur á fæti og hljóp eins og fjallageit með myndbands- vélina til þess að fanga augnablikið í Samaria-gljúfrinu á Krít eins og við mörg önnur tækifæri sem við feng- um að njóta með honum. Að sigrast á Hvannadalshnjúki hafði lengi verið draumur Óskars. Sá draumur rættist í síðustu ferð hans, þá sá hann landið í sínum fegursta skrúða. Hugur okkar er hjá Dóru og börn- unum. Minningin lifir. Saumaklúbburinn og makar. Óskar var eini maðurinn í apótek- inu sem alltaf mátti vera að því að tala við mig og hann keypti líka af mér happdrættismiða, en nú er hann ekki lengur til staðar. Guð veri með þér, Óskar minn, og ég bið Guð að styrkja og blessa ætt- ingja þína. Stefán sendill.  Fleiri minningargreinar um Ósk- ar G. Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 43 Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar                   !! "#$%&#               !      "      $    %&& '(         )    )       !   *    '&()*)    " +    ,)*)    -  . * ) *) )*)      ( (/  ( ( (/   (      (        ' '0120 3345 6 -  7 &"  -   & ) 8+     !+ !    , !  ' !              '+     &%    %&& ) ,1 *)  9  *   9 $)1  )  *)  9  * 1  9 $)9  * : +$/ %*)       ( (/  ( ( (/  -.             29; 32 9:  -" % * (&$)  + % !!    / 0   1   %$          -      $    %&& 9 & 2+$/ *)  2 & 2 , $/ *&+$/ %*)  +$/ %2 ,2 & +  +$/ 2 &  22 &*)  2 &   2 &                 '4<=03>  ,     +$ & ? # "         2          3   )   4 +   %&5& '(        )    )      !   *      ')*)  =@ A)      &)*)  =  1    *)  /   ( (/  ( ( (/  við Nýbýlaveg, Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.