Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SKIPULAGSSTOFNUN hefur fall- ist á fyrirhugaða stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga. Í úr- skurði stofnunarinnar segir að með framleiðsluaukningu Norðuráls í allt að 300.000 tonn á ári, þurrhreinsun og vothreinsun á útblástur frá ál- verinu og förgun um 5.600 tonna af kerbrotum á ári í flæðigryfju muni mengun lofts, lands og sjávar aukast í Hvalfirði, sérstaklega á þynningarsvæðum verksmiðjunnar. Skipulagsstofnun telur að Norð- urál hafi sýnt fram á að þrátt fyrir að um verulega stækkun álversins verði að ræða séu áætluð útblást- ursmörk fyrirtækisins raunhæf for- senda fyrir afmörkun þynningar- svæðis, þ.e. að núverandi þynningarsvæði verði óbreytt eftir framleiðsluaukninguna. Þetta bygg- ist á framlögðum gögnum og reynslu sem hefur fengist af rekstri fyrirtækisins og vöktun á styrk mengunarefna frá verksmiðjunni. Stofnunin telur hins vegar ljóst af framlögðum gögnum að þær að- stæður geti skapast í rekstri álvers Norðuráls að við hámarksfram- leiðslu í álverinu og verksmiðju Ís- lenska járnblendifélagsins geti styrkur brennisteinsdíoxíðs farið yf- ir viðmiðunarmörk utan þynningar- svæðisins. Leggi af heyskap Skipulagsstofnun telur að leggja eigi af heyskap og beit innan þynn- ingarsvæðis verksmiðjunnar á því svæði þar sem styrkur loftborins flúoríðs getur farið yfir loftgæða- mörk til að lágmarka áhrif flúors á búfé og að taka verði mið af því við gerð starfsleyfis. Skipulagsstofnun telur að ekki sé ljóst hver áhrif kunni að verða á líf- ríki sjávar af völdum mengunarefna frá kerbrotagryfju þar sem stutt er síðan farið var að urða kerbrot í flæðigryfju á Grundartanga og vökt- un á styrk og áhrifum mengunar- efna frá gryfjunni hófst. Hægt er að kæra úrskurð Skipu- lagsstofnunar til umhverfisráð- herra. Kærufrestur er til 3. júlí 2002. Skipulagsstofnun fellst á stækkun Norðuráls VIÐRÆÐUR um myndun meiri- hluta í sveitarstjórnum eru hafnar um allt land í kjölfar kosninganna sem fram fóru á laugardag. Óljóst er hvort sjálfstæðismenn og framsókn- armenn halda áfram samstarfi í Kópavogi, en hins vegar eru taldar mestar líkur á að þessir flokkar myndi nýjan meirihluta á Akureyri þar sem meirihlutinn féll. Forystumenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í Kópavogi áttu óformlegar viðræður á sunnudag, en Gunnar Birgisson, oddviti sjálfstæð- ismanna, sagði í gær að flokkurinn myndi byrja á að ræða við Fram- sóknarflokkinn. Hugsanlegt er talið að það skýrist í dag hvort viðræð- urnar leiði til þess að flokkarnir haldi áfram að starfa saman eða hvort við- ræður hefjist milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Framsóknarflokk- urinn bætti við sig manni í kosning- unum, en Sjálfstæðisflokkur og Samfylking töpuðu fylgi. Viðræður Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins á Akureyri eru langt komnar og flest bendir til þess að flokkarnir nái saman um myndun nýs meirihluta. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Akureyrarlista féll í kosningunum. Í Hveragerði, Árborg og Vest- mannaeyjum bendir flest til þess að Framsóknarflokkurinn og Samfylk- ing starfi saman í sveitarstjórn. Í þessum þremur sveitarfélögum töp- uðu sjálfstæðismenn fylgi. Í Hvera- gerði hafa þessir flokkar náð saman um öll grundvallaratriði. Í Árborg standa viðræður yfir og segir oddviti framsóknarmanna líklegt að flokk- arnir nái saman. Vestmannaeyjalist- inn hefur óskað eftir viðræðum við Framsóknarflokkinn í Eyjum um myndun nýs meirihluta. Á Ísafirði bendir flest til þess að sjálfstæðismenn og framsóknar- menn haldi áfram samstarfi. Í Dal- víkurbyggð hafa þessir tveir flokkar ákveðið að hefja viðræður um mynd- un meirihluta, en sjálfstæðismenn störfuðu með I-listanum á síðasta kjörtímabili. Meirihlutaviðræður að komast á fullan skrið  Kosningar/6, 10, 11, 14, 15, 30 og B-blað 1–16. ÞAÐ var sannkölluð hátíð- arstemmning í Viðey á laug- ardaginn en þá fermdust fjór- burasysturnar Diljá (lengst til vinstri), Alexandra, Brynhildur og Elín Guðjónsdætur. Það var séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, sem fermdi. Pétur er þekktur húmoristi en að þessu sinni þurfti hann ekki að segja brandara til að fá systurnar til að brosa. Þær brostu sínu blíð- asta í góða veðrinu og fögnuðu þessum tímamótum með fjöl- skyldu sinni og fjölmörgum gest- um sem lögðu leið sína út í Viðey þennan fagra sumardag. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Fjórbura- ferming í Viðey ÍSLENSK feðgin lét- ust í bílslysi í Banda- ríkjunum aðfaranótt föstudags. Þau voru í fólksbíl sem skall framan á öðrum bíl skammt frá þjóðgarð- inum í Miklagljúfri og létust þau samstundis. Hin látnu hétu Elín Rut Kristinsdóttir og Kristinn Þór Hansson. Elín Rut var 21 árs, fædd 27. mars 1981, til heimilis í Tunguseli 7 í Reykjavík. Kristinn Þór var 42 ára, fæddur 1. febrúar 1960. Hann var búsettur í Mesa í Arizona-ríki og var Elín Rut í heimsókn hjá föður sínum þegar slysið varð. Kristinn lætur eftir sig tvö börn. Létust í bílslysi í Bandaríkjunum Elín Rut Kristinsdóttir Kristinn Þór Hansson SÍLDARVINNSLAN hf. í Nes- kaupstað og Samherji hf. á Akureyri eignuðust í gær samtals tæplega 42% hlut í SR-mjöli í umfangsmikl- um viðskiptum. Ætla má að alls hafi orðið viðskipti með hlutabréf í SR- mjöli fyrir um 2 milljarða króna í gær. Síldarvinnslan keypti í gær hluta- bréf í SR-mjöli hf. að nafnverði tæp- lega 298 milljónir króna. Er eignar- hlutur Síldarvinnslunnar í SR-mjöli nú 29% eða 358 milljónir króna að nafnvirði. Alls nemur verðmæti þess hlutar sem Síldarvinnslan keypti í gær um 1,5–1,6 milljörðum króna. Seljendur bréfanna eru m.a. Sunda- garðar ehf., Íslandsbanki hf., Berg- ur-Huginn ehf. í Vestmanneyjum og Magnús Kristinsson, framkvæmda- stjóri Bergs-Hugins. Þá keypti Samherji hf. í gær hlutabréf í SR-mjöli hf. að nafnverði kr. 97,3 milljónir króna. Eignarhlut- ur Samherja hf. er nú 12,86% eða 159 milljónir króna að nafnverði, en var áður 4,99%. Samanlagður hlutur Síldarvinnslunnar og Samherja í SR- mjöli er því 41,82%, en Samherji átti tæplega 12% hlut í Síldarvinnslunni um síðustu áramót. Eignast tæp 42% í SR-mjöli  Síldarvinnslan/18 SVN og Samherji
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.