Morgunblaðið - 28.05.2002, Síða 28

Morgunblaðið - 28.05.2002, Síða 28
UMRÆÐAN 28 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ STOFNUN Sigurðar Nordals hef- ur forgöngu um íslenskukennslu er- lendis, umsjón með kennslu sem studd er af íslenskum stjórnvöldum og annast þjónustu við íslenskukenn- ara við háskóla í öðrum löndum. Ís- lensk stjórnvöld hafa á undanförnum árum styrkt 14 lektorsstöður í ís- lensku við jafnmarga háskóla í Evr- ópu. Um er að ræða launaframlag til lektoranna, ferðastyrk til að sækja árlegan lektorafund og bókastyrk til kennarastólanna. Á síðasta fjárlaga- ári hafði stofnunin 3,7 milljónir til þessa málaflokks. Auk þess styrkti menntamálaráðuneytið íslensku- kennslu við University College Lond- on með um 2 milljón kr. framlagi. Stjórnvöld hér á landi hafa nýlega lagt fram umtalsvert fé til Manitoba- háskóla til að efla kennslu í íslensku og vestur-íslenskum fræðum þar og bæta aðstöðu bókasafnsins. Frá árs- byrjun 2002 verður íslenskukennsla við skólann studd með árlegu fram- lagi. Þá hefur verið skrifað undir samning um stuðning við íslenskukennslu við Humboldt-háskóla í Berlín og hefur lekt- orsstaðan verið auglýst laus til umsóknar. Vegna þessara tveggja samninga var fjárveit- ingin til íslensku- kennslu erlendis hækk- uð um 4 milljónir á þessu fjárlagaári. Stofnun Sigurðar Nor- dals hefur því nú 8,2 milljónir til ráðstöfunar til íslenskukennslu er- lendis. Á síðustu árum hef- ur verið óskað eftir frekari stuðningi við kennslu í nútímaíslensku í Aust- urríki, Ungverjalandi og Japan. Enn þá hefur ekki verið tekin afstaða til beiðna þessara enda er unnið að end- urskoðun á stuðningi við íslensku- kennslu erlendis í kjölfar þess að menntamálaráðuneytið lét gera út- tekt á kennslu í nútímaíslensku við er- lenda háskóla. Sumarnámskeið Skoða má sumarnámskeið í ís- lensku við Háskóla Íslands sem stuðning við íslenskukennslu erlendis því að þau sækja jafnt nemar sem hafa fengið byrjendakennslu erlendis og nýnemar sem ekki hafa átt kost á íslenskukennslu við sína heimaskóla. Heimspekideild og Stofnun Sigurðar Nordals bjóða upp á sumarnámskeið fyrir erlenda námsmenn í júlí ár hvert og verður það haldið í sextánda skipti nú í sumar. Menntamálaráðuneytið styrkir námskeiðshaldið fjárhags- lega. Aðsókn að þessum námskeiðum hefur verið miklu meiri en unnt hefur verið að sinna. Leitað hefur verið leiða til að auka framboð á sumarnám- skeiðum í íslensku til að koma til móts við eftir- spurn. Stofnun Sigurðar Nordals hélt snemm- sumars 2001 í fyrsta skipti sex vikna nám- skeið í íslensku í sam- vinnu við Minnesota-há- skóla, fóru fyrri þrjár vikur námskeiðsins fram í Minneapolis en síðari þrjár hér í Reykjavík. Námskeiðið tókst afar vel og verður það í boði aftur á þessu ári. Menntamálaráðuneytið styrkir námskeiðið. Fjarkennsla Í úttektinni á íslenskukennslu er- lendis, sem áður var vikið að, er lögð áhersla á að að koma á fjarkennslu í íslensku með samvinnu kennara í Há- skóla Íslands og sendikennara í ís- lensku erlendis. Eins og oft hefur ver- ið bent á háir kennsluefnisskortur kennslu í íslensku sem erlendu máli. Til að takast megi að fjarkenna út- lendingum íslensku þarf að búa til fjarkennsluefni á Netinu. Íslensku- skor heimspekideildar Háskóla Ís- lands, Stofnun Sigurðar Nordals og Norðurlandadeild Wisconsin-háskóla í Bandaríkjunum hafa tekið höndum saman um að búa til sjálfsnámsefni á Netinu sem síðar væri unnt að nota við fjarkennslu. Hefur fengist nokk- urt fjármagn hér á landi og fyrir vest- an til að hrinda verkinu af stað. Áki G. Karlsson BA var ráðinn fyrir tæpu ári til að hafa umsjón með gerð námsefn- isins og afla frekara fjár til verkefn- isins, sem kallast á ensku „Icelandic On-line“. Ritstjórn verkefnisins hér á landi skipa: Birna Arnbjörnsdóttir stundakennari í kennslufræði tungu- mála við Háskóla Íslands, Úlfar Bragason forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals og Þóra Björk Hjartardóttir dósent í íslensku. Námsefnið „Icelandic On-line“ á að geta samsvarað misserisnámi í ís- lensku fyrir erlenda stúdenta á há- skólastigi. Vonast er til að fyrsti hluti þess verði tilbúinn í haust ef nægilegt fjármagn fæst til að halda verkinu áfram. Áhugi útlendinga á að læra ís- lensku fer stöðugt vaxandi. Nú nema á annað þúsund stúdentar íslensku við erlenda háskóla árlega. Stöðugt fleiri skiptistúdentar koma hingað til lands og nema m.a. íslensku við Há- skóla Íslands. Sjálfsnámsefni á Net- inu og fjarkennsla í íslensku tengd því gæti í framtíðinni ekki aðeins orðið til að styðja við íslenskukennslu fyrir út- lendinga, sem þegar er stunduð hér og erlendis, heldur einnig komið að miklu gagni þeim fjölmörgu víða um heim sem hafa hingað til leitað sér að námsefni í íslensku án árangurs. Íslenskukennsla erlendis Úlfar Bragason Nám Á annað þúsund stúdentar, segir Úlfar Bragason, nema íslensku við erlenda háskóla árlega. Höfundur er forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals. fjörutíu prósent at- kvæða og bætti fjórtán prósentum við fylgi sameiginlegs framboðs frá síðustu kosningum. Þetta er stórbrotin ár- angur hjá nýju stjórn- málaafli og er ein mesta fylgisaukning á landinu hjá nokkrum flokki. Félagshyggju- frakkinn Mestu skiptir sigur- inn í höfuðborginni þar sem Reykjavíkurlistinn undir stjórn Ingibjarg- ar Sólrúnar sigraði í þriðja sinn og Sjálfstæðisflokkurinn liggur móður og sár í valnum. Fé- lagshyggjufrakkinn fór flokknum illa enda sáu kjósendur í gegnum tví- skinnunginn og höfnuðu honum. Sjálfstæðisflokkurinn stormaði inn á miðjuna og taldi sig trúverðugan val- kost við Reykjavíkurlistann með fé- lagslegum yfirboðum. Árangur flokksins í ríkisstjórn talar hins vegar sínu máli um hið sanna eðli hans og hver man ekki eftir hrottaskapnum í garð öryrkja þegar hinn frægi ör- yrkjadómur féll? Góður árangur Samfylkingarinnar gefur tóninn fyrir kosningarnar á næsta ári og sýna að sóknarfæri vinstrimanna eru mörg á næstunni. Styrkur nýju flokkanna hefur verið mældur og Samfylking er greinilega það sameiningarafl félagshyggjufólks sem að var stefnt og eini raunverulegi valkosturinn við Sjálfstæðisflokkinn. NÝAFSTAÐNAR sveitarstjórnarkosning- ar voru um margt sögu- legar. Samfylkingin sannaði sig sem nýtt og sigursælt forystuafl vinstra megin við miðju stjórnmálanna. Hreinn meirihluti í Hafnarfirði, fjörutíu prósent fylgi í Árborg og almennt góð útkoma þar sem flokk- urinn nýtur að jafnaði fylgis þriðjuungs þjóð- arinnar er glæsileg út- koma fyrir nýjan flokk. Samfylkingarsigrar Samfylkingin í Hafn- arfirði vann góðan sigur þar sem flokkurinn fékk hreinan meirihluta. Það er glæsilegur árangur enda ráku hafnfirskir jafnaðarmenn einhverja fagmannlegustu kosningabaráttu sem sögur fara af á sveitarstjórnar- stiginu. Í Árborg vann Samfylkingin stóran og sögulegan sigur. Fékk rúm Sögulegur kosningasigur Björgvin G. Sigurðsson Árborg Góður árangur Sam- fylkingarinnar, segir Björgvin G. Sigurðsson, gefur tóninn fyrir kosn- ingarnar á næsta ári. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar og kosningastjóri flokksins í Árborg. JARÐVATNSBARKAR Stærðir 50—100 mm Lengd rúllu 50 m Tilvalið þar sem ræsa þarf fram land. Vara sem vinnur með þér, auðveld í meðhöndlun. Ármúla 21, sími 533 2020 Stærðir 50—80 og 100 mm. Lengd rúllu 50 mtr. Tilvalið þar sem ræsa þarf fram land. Vara sem vinnur með þér, auðveld í meðhöndlun. • Jákvæða sjálfsmynd • Líf í kærleika og gleði • Að finna drauminn sinn og leiðir til að láta hann rætast • Heilun, hómópatía, hugleiðsla, slökun, hreyfing o.fl. • Gestafyrirlesari verður Edda Björgvins HAMINGJUHELGI 3 daga námskeið fyrir konur helgina 21.–23. júní í Sólheimum í Grímsnesi þar sem m.a. verður unnið með: fyrir konur Nánari upplýsingar: Sólbjört Guðmundsdóttir, reikimeistari og kristallaheilari, s. 862 4545 Martha Ernstdóttir, hómópati, sjúkraþjálfari, s. 863 8125 Guðrún Óladóttir, reikimeistari, ráðgjafi, s. 897 7747

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.