Morgunblaðið - 28.05.2002, Síða 21

Morgunblaðið - 28.05.2002, Síða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 21 STERKIR hafstraumar torvelduðu í gær leitina að flugritum Boeing 747- 200 þotu China Airlines sem fórst úti fyrir strönd Taívans á laugardag- inn með 225 manns. Rannsóknar- fulltrúar hafa tvisvar talið sig hafa greint merki frá flugritunum, en í hvorugt skiptið var í raun um þá að ræða. Sagði yfirmaður taívanska flugör- yggisráðsins að straumarnir kunni að hafa borið flugritana á brott frá þeim stað sem þeir voru taldir hafa verið á. Þá kunni merkin sem greindust að hafa komið frá ein- hverjum þeirra fjölmörgu skipa og báta sem taka þátt í leitinni að braki úr vélinni og líkum þeirra sem fór- ust. Flugritarnir, sem hafa að geyma tæknilegar upplýsingar um stjórn- tæki vélarinnar og segulbandsupp- töku úr stjórnklefa hennar, eru tald- ir munu veita bestu vísbendingarnar um hvað hafi valdið því að vélin, flug CI 611 frá Taipei til Hong Kong, brotnaði í fernt 20 mínútum eftir flugtak í góðu veðri. Á ratsjám mátti sjá að vélin brotnaði í fjóra hluta og þeyttist einn hlutinn hratt aftur á bak en hin- ir þrír héldu áfram í sömu stefnu og vélin hafði verið í. Þykir þetta benda til að sprenging hafi orðið um borð. Rannsóknarfulltrúar vilja ekkert segja um hugsanlegar orsakir, en ekkert þykir benda til að um hryðju- verk hafi verið að ræða, eða að þotan hafi orðið fyrir flugskeyti. Til greina þykir koma að málmþreyta hafi valdið því að vélin brotnaði. Hún var 22 ára gömul og ætlaði flugfélagið að taka hana úr notkun í næsta mánuði. Sprenging í eldsneytistanki? Einnig þykir mögulegt að spreng- ing hafi orðið í eldsneytistanki eða farangursrými vélarinnar. Haft er eftir flugmálasérfræðingum að lík- indi séu með þessu slysi og því þegar Boeing 747-100 þota bandaríska flugfélagsins TWA fórst úti fyrir New York 1996 og með henni 230 manns. Niðurstaða rannsóknar á því slysi var sú, að sprenging hafi orðið í eldsneytistanki með þeim afleiðing- um að vélin brotnaði á flugi. Enn hafa þó ekki fundist nein merki um bruna á þeim hlutum sem fundist hafa úr flaki taívönsku vél- arinnar. Sagði talsmaður flugörygg- isráðsins að þó væri of snemmt af hafna kenningunni um sprengingu, þar eð ekki væri búið að finna neina stóra hluta úr flakinu. Rannsóknarfulltrúar frá banda- ríska Samgönguöryggisráðinu komu til Taívans í gær og taka þátt í rann- sókninni, vegna þess að þotan var smíðuð í Bandaríkjunum. Fulltrúar Boeing-verksmiðjanna voru þegar komnir á staðinn. Í gær höfðu um 80 lík fundist. Um borð voru 206 far- þegar og 19 manna áhöfn. Vísbending um sprengingu um borð )*+ ,-,    !  !"# $"# %&'$&(     - #" ! # . ! /0/&112   #"   3 4  !5!    5!   #!    6 #    - #" (   "#$! % & & $'('  !)$ &$ &$( (* *   !( $    $ #! +#! - 7 %  8 -7% - 6!   9  :!  !  !!   , &$!   -! ..$( & $  $'/!( & # ..0!(  (! $'/!$1(' & 2!!* "   & & 2  (       $!  3 * $ 2!! %&  1 !! (( &! $ !  $  3  $/ &    !  ' )$#(  (! ($ &( $ %& !  3#$!!*   !  "#$ 4# !  3#$ & 5 6%!     (# & 7 (! %.  & 8 2$$  (#$ & &* %& #  9:;  3#$ & 6%! <#$% ! %.  '/!! # &/$   -# 88 $! ! ' ' %()  3#$ =5 %.  < > ?#( 8   - !!$!( .((* * +  ! , '( + ' )-+./+ '  0  @( 1$ $' -#$! 2!  & !$  )  * & $ %1 !(  1!' 9$!(   3       !   !    ; <! " 2    ## ! ; AP Brak úr þotunni flutt á land á Penghu-eyju í gær. Penghu á Taívan. AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.