Vísir - 18.05.1978, Blaðsíða 28

Vísir - 18.05.1978, Blaðsíða 28
4 Kojak í stað Serpico Akveðið hefur veriö aö hefja sýningar á mynda- flokknum um Kojak f sjónvarpinu. Aöcins eru eftir tveir þættir um lög- reglumanninn Serpico og mun hann kveöja sjón- varpsáhorfendur þriöju- daginn 30. mai. Leynilög- reglumaöurinn Kojak, sem leikinn er af Telly Savalas hefur notiö mikilla vinsælda erlendis. ormaö er að sýna fyrsta þáttinn um Kojak þriöjudaginn 6. júni. Kojak hefur veriö geysi- vinsæli bæöi vestan hafs og austan. Eins og Ser- pico starfar hann I lög- reglu New York. Hann þykir heldur ólikur þeirri mynd sem oft hefur veriö gefin af löggu. Sést hann oft meö sleikibrjostsykur á milli þess sem hann skýtur glæpamen'n. —JEG. „Viö vorum aö ná f bflinn úr viögerö. Hann lenti f árekstri, ekki viö annan bfl, heldur viö grindverk”, sögöu strák- arnir. sem Jens ljósmyndari hitti. Þeir heita Þorsteinn Jóhannsson, Eirikur Stephensen og Siguröur Sverrir Step- hensen. Þaö er eins gott aö fara varlega I umferöinni og keyra hvorki á aöra bila né grindverk. „Þetta er fyrsti viðræöu- fundurinn, þar sem rætt var um eitthvaö annaö en blákalt nei vinnuveitenda”, sagði Haukur Már Har- aldsson. blaöafulltrúi Al- þýöusambands tslands i morgun. A sáttafundinum i Reykjavík i gær miöaöi þannig aðeins I áttina i fyrsta sinn siðan við- ræðurnar hófust en ákveöiö var að halda næstu sátta- fundiá morgun.föstudag kl. i4, Þá verður einnig samn- ingafundur í Keflavfk i dag milli fulltrúa vinnuveit- enda og verkalýðsfélaga á Suðurnesjum, en sá fundur átti upphaflega að vera á mánudaginn var. —ESJ. Á stolnum bíl við innbrot Brotist var inn f Feröa- nesti viö Eyjafjaröar- braut á Akureyri i nótt. Er taliö aö þeir sem þar voru aö verki, hafi veriö á stolnum bfl. þegar þeir frömdu þjófnaöinn. Lög- reglan handtók tvo unga menn snemma f morgun, og voru þeir grunaöir um verknaöinn. Tvær rúöur voru brotnar I Feröa- nesti, og þaöan stoliö 20 þúsund krónum, ein- hverju af sigarettum i>k gosi. —EA Vesturbœrinn að lifna við — með aukinni afistoð til kaupa á gömlum íbúðum Húsnæðismálastjórn hefur samykkt að hækka*úr 600 þúsundum upp i eina milljón, hámarkslán til kaupa á eldri ibúðum. Lánin verða mismunandi há eftir þörfiríni. „Þetta er eitt af fram- lögum Húsnæðismála- stjórnar til byggðaþróun arinnar”, sagði Siguröur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóriji viötali við. Visi. „Okkar framlag og ým- issa annarra hefur orðið til þess að þaö er nú farið að lifna yfir gamla vest- urbænum aftur. Kaup á gömlum húsum og ibúö- um þar hafa aukist mikið á undanförnum árum og ungt fólk virðist’ mjög gjarnan vilja búa þar”. „Ég býst við aö það taki langan tima aö snúa al- veg við þróuninni, en þaö er byrjaö að taka fyrstu skrefin, Nú er ekki bara flutt úr vesturbænum, það er lika flutt i hann.” „Húsnæðismálastjórn stuðlar að þessu með öðr- um hætti en bara beinum lánum. Við lánum til dæmis stórfé til ibúöa- bygginga fyrir aldraða i dvalarheimilum hjá Reykjavikurborg. Margt af þessu aldraða fólki kemur úr gömlum ibúð- um í Vesturbænum. Þangað flytur nú i staðjnn ungt fólk og ungu fólki fylgja börn. Vesturbær- inn er því sem betur fer að lifna við aftur”, sagði framkvæmdastjóri Hús- næðismálastofnunarinn- ar i morgun. —ÓT. Hér sést inn i einn af þroskunarklefunum fyrir banana sem Eggert Kristjánsson & Co hefur komið upp. Myndin er tekin-er fréttamönnum voru kynnt nokkur fyrirtæki viö Sundaborg. Rikifi heffur einkarótt á innfflutningi á ffersku grœnmeti „Getum aukið érvalið 09 „eff vifi ffúum innfflutningsheimild", seglr gfvmwlll Gisli V. Einarssen, fframkvqsmdast|óri ' „Viö höfum gert itrek- aöar tilraunir til aö fá aö auka úrvaiiö hér af fersku grænmeti, en þVI hefur veriö veriö synjaö”, sagöi GIsli V. Einarsson, fram- kvæmdastjóri hjá Eggert Kristjánsson & Co. Fyrirtækið flytur inn mikið af ávöxtum og hefur komið sér upp mjög full- komnum ávaxtaklefum með kæli- og rakabúnaði og sérstökum þroskunar- klefum fyrir grænmeti. Það hefur einnig haft áhuga á að flytja inn græn- meti. GIsli sagði að margar tegundir grænmetis væru mun meðfærilegri en ávextir og það væri mat forráðamanna fyrirtækis- ins aö þeir gætu komiö grænmetinu, t.d. kartöflum, I betra ástandi til neytandans, auk þess sem fjölbreytni myndi aukast og verð jafnvel lækka. Ríkisstjórnin hefur einkarétt á aö flytja til landsins kartöflur og nýtt grænmeti og hefur falið Grænmetisverslun land- búnaöarins að annast inn- flutning á kartöflum, en samkvæmt upplýsingum úr landbúnaðarráöuneytinu eru fleiri innflytjendur inni I myndinni varðandi inn- flutning á öðru grænmeti. —BA. Islenska Brautarholtsverksmiðjan gang í sumar w ff — heffur enga fyrirgreiðslu ffengifi eins og rlkisverksmifijurnar „Viö munum fara I gang I sumar þó aö viö höfum ekki fengiö neina fyrirgreiöslu eins og rikisfyrirtækin. Það er dýr- ara fyrir okkur aö stoppa en aö halda áfram rekstri þótt hann beri sig ekki og viö vonum I lengstu lög aö íslensk kjarnfóö- urframleiösla veröi ekki lögö I rúst”, sagöi Páll Ólafssonrannar eigenda graskögglaverksmiöj- unnar I Brautarholti. Eins og Vísir hefur skýrt frá stóð til aö graskögglaverk- smiðjur í eigu Landnáms ríkis- ins gætu ekki hafiö rekstur I sumar vegna rekstrarerfið- leika, en rikissjóður kom þá til og útvegaði lán. Páll sagði að það hefði veriö búið að hamra á þvf i allan vetur að niðurgreidd- ur fóðurbætir frá Efnahags- bandalagslöndunum væri að drepa niður Islenska fóðurfram- leiðslu, án þess að stjórnvöld hefðu nokkuð aðhafst. Hins vegar virtist sem þessar niðurgreiðslur hefðu eitthvað minnkað og sagðist Páll vona að þegar islensk fóðurframleiösla yrði verölögð I haust yrðum viö samkeppnisfærir við aðra um kjarnfóður. Páll sagöi að þeir væru aðeins að biðja um jafna samkeppnisaðstöðu bæði viö er- lenda og innlenda framleiðslu og það væri ekki sanngjarnt að veita rlkisfyrirtækjum hagstæð lán meðan einkareksturinn fengi enga fyrirgreiðslu við þessi skilyrði. —KS. 'X* VINNINGURINN ER 0 SIMCA 1307 VISIR Simi 86611 VISIR Simi 82260 VISIR Simi 86611 VISIR Simi 82260 VISIR Simi 86611 VISIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.