Vísir - 18.05.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 18.05.1978, Blaðsíða 9
9 VtXLAR SPARILÁN INNHEIMTUR ERLENDAR INNHEIMTUR ERLENDIR INNHBMTUVÍXLAR iNNUENDtR INNHEIMTUVÍXLAR ÁBYRQENR ERLENDUR GJALDEYRIR FOREIGN EXCHANGE FERÐATÉKKAR ERUENDAR ÁVÍSANIR ERUEND MYNT GEYMSLUHÓLF (I KJALLARA) Sumir eru jafn- ari en aðrir Verslunarmaður hringdi: Fyrir nokkrum dögum hækkaði Seðlabankinn innheimtukostnað á vixlum. Þetta var gert þegjandi og hljóðalaust með að þvi er virðist einu pennastriki. Það litur út fyrir að bankanum leyfist þetta án þess að tilkynna það t.d. Verðlagseftirliti. Þeir eru ekki háðir neinum lögum i þessu efni eins og önnur fyrirtæki i land- inu. Þeir geta bara sett á það gjald, sem þeir sjálfir vilja. Þetta finnst mér ósanngjarnt, svo að ekki sé nú meira sagt. Þeir bera sjálfsagt við hækk- un á pósti og öðrum tilkostnaði. En eru þá ekki önnur fyrirtæki i landinu undir sama hatti?. Verða kannski ekki sömu hækkanir hjá þeim? Ekki fá þau að hækka sinar vörur eftir eigin geðþótta. Þau verða að sækja um leyfi til Verðlagsnefndar og biða langtimum saman eftir svari. Á meðan er varan seld með tapi. Þá er ég hræddur um að þessi hækkun komi illa við ýmis fyr- irtæki, sem selja vörur sinar með afborgunum. Tökum sem dæmi fyrirtæki sem hefur selt sófasett á vixlum. Þegar kaup- andi skrifar undir er um leið uppgefinn innheimtukostnaður og honum verður ekkert breytt. Það verður þvi fyrirtækið, em ber hinn aukna kostnað vegna hækkunar Seðlabankans. Það væri gaman að fá það á hreint, hvort allir megi bara ekki haga sér eins og aðalbanki landsins. Varahluta- þjónusta Þaft er heldur þröngt á þlngi á bilastcöum Landspitalans. Yfirfull bílastœði F.N. skrifar: Nú er nýlokið mjög veglegri bilasýningu. Þar voru bna- innflytjendur hver i kapp við ann- an að auglýsa bila sina. Þeir aug- lýstu hins vegar ekki þá raun- verulegu þjónustu, sem þeir veita bileigendum. Davið Sigurðsson h.f. var einn þeirra sem hafði bila á þessari sýningu. Fólki var sagt frá gæð- um FlATsins, en fólki var ekki sagt frá þvi að hér á islandi væri næstum útilokað að fá varahluti i hann. Fólki var heldur ekki sagt frá þvi að menn hefðu beðið i rúmar átta vikur eftir nauðsyn- legum varahlutum, og ef svo ein- kennilega vill til að eitthvað af varahlutum berst til landsins er hlutur landsbyggðarinnar illa fyrir borð borinn. FÍAT er vinsæll bill hér á landi og einn af mest seldu bilunum. Þess vegna hlýtur þaö að vera lágmarkskrafa að umboðið, Davið Sigurðsson h.f., haldi uppi sæmilegri varahlutaþjónustu, svo að ekki sé meira sagt. Að lokum langar mig til þess að varpa fram þeirri spurningu til Daviðs Sigurðssonar h.f. hvort þeir hafi hugsað sér að bæta vara- hlutaþjónustuna? „Tja, ætli ég taki ekki þennan”: (Mynd: Jens) Reykvikingur hringdi: Miglangaöitil þess að beina fyrirspurn til réttra aðila, hverjir svo sem þeir nú eru: Hvernig stendur á þvi að þeim sem vinna, hvort heldur er hjá einkaaðilum eða riki, liðst það að nota þau bilastæði sem næst eru fyrirtækinu. Rétt eftir að s t a r f s k r a f t a r þessara fyrirtækja hafa mætt i vinnu eru öll bilastæöi i næsta nágrenni orðin yfirfull. Það er hvergi hægtað komast að fyrir þá sem eiga erindi i viðkomandi fyrir- tæki. Eitt dæmiö er Landspitalinn. Þar er oftast nær vonlitiö að finna bilastæði nema þá i órafjarlægð frá inngöngudyrun- um. Ef maöur er t.d. að koma með gamalt fólk sem ætlar i heimsókn til ættingja þá verður að stoppa einhvers staðar langt frá og hjálpa þvi inn. Það er kannski óþarfi að taka eitt ákveðið dæmi, þetta er svo viða og ég held aö flestir kannist við þetta ástand. Þetta er orðið alltof algengt^hér i borg. Þetta er svolitið skritið fyrir þann sem á erindi i fyrirtæki og þarf að leggja langt i burtu. Manni fyndist nú að það væri einfaldara fyrir starfsmenn fyr- irtækisins að leggja einhvers staðar dálitinn spöl frá fyrir- tækinu og labba. Að maður tali nú ekki um þá sem hreyfa ekki bilinn allan daginn — fyrr en þá þegar þeir halda heim á leið aö kveldi. SOJA- BAUNA- KJÖT NUTANA PRO er sojakjöt (unnið úr sojabaunum). Það bragðast líkt og venjulegt kjöt en inniheldur minna af fitu og meira af eggjahvítu- einum. Fita: Kolvetni: Eggja- hvítuetni: NUTANA PRO 3% 38% 59% Uxakjöt 74% 0% 26% Svínakjöt 73% 0% 27% Venjulegur málsverður (um 150 gr.) af kjöti samsvarar um 410 hitaeiningum. Ef NUTANA PRO er notað í staðinn verður málsverðurinn aðeins 85 hitaeiningar! Góð keilsa ep gæfa kveps mai*Rs FAXAFEbb HF umboðsmanni ó Neskaupstað Upplýsingar í síma 28383 VÍSIR Rannsóknastofa landbúnaðarins óskar að ráða ritara. Góð vélritunar- og enskukunnátta nauð- synleg. Upplýsingar i sima 83320 fyrir 20. mai. Vatnagróður í fiskabúr nýkominn Margar tegundir Gullfiskabúðin Fischersundi Grjótaþorpi Talsimi '1757 Gullfiskabúðin Skolavörðustig 7.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.