Vísir - 18.05.1978, Blaðsíða 13

Vísir - 18.05.1978, Blaðsíða 13
vism Fimmtudagur 18. maf 1978 13 íslensk fvrirfæki nú í Á hverju ári hefur magn upplýsinga í íslensk fyrirtæki aukist samhliða vaxandi þörf fyrir sífellt víðtækari og aðgengilegri uppsláttarrit. Þess vegna er íslensk fyrirtæki nú tölvuunnin — sem gerir bókina nákvæmari, alla flokkun ítarlegri og notkunina auðveldari. Víðtækustu upplýsingarnar í íslensk fyrirtæki er að finna víðtækustu upplýsingarnar og jafnframt þær aðgengilegustu sem til eru á einum stað um íslensk fyrirtæki, félög og stofnanir. Þar er að finna öll starfandi fyrirtæki — og ítarlegar upplýsingar um þau. Ú tbreiddust íslensk fyrirtæki er útbreiddasta uppsláttarbókin sem gefin er út hér á landi. Bókin sem notuð er af stjórnendum og starfsmönnum þúsunda íslenskra fyrirtækja. Enskur texti íslensk fyrirtæki birtir viðskiptalegar upplýsingar á ensku fyrir þá sem eiga eða hafa áhuga á viðskiptum við ísland. Þar er einnig að finna upplýsingar um útflutningsvörur og útflytjendur, innflytjendur og innflutningsvörur. Löng reynsla íslensk fyrirtæki er byggð á áralangri reynslu þeirra sem nota bókina sem daglegt uppsláttarrit eða þegar þeir þurfa á henni að halda hvar sem er á landinu. Með persónulegri vinnslu á öflun upplýsinga hefur bókin orðið nákvæmari - og um leið í samræmi við óskir og þarfir þeirra sem nota hana. Þess vegna eru sífellt meiri og ítarlegri upplýsingar í bókinni á hverju ári. Tölvuvinnsla íslensk fyrirtæki er nú unnin í eigin tölvu útgáfufyrirtækisins samkvæmt sérstöku forriti sem gert er sérstaklega fyrir íslensk fyrirtæki. Notkun IBM System 32 gerir flokkun upplýsinga hvort sem um er að ræða í fyrirtækjaskrá, umboðaskrá, söluskattsskrá, viðskipta- og þjónustuskrá eða nafnnúmeraskrá nákvæmari og upplýsingarnar verða skýrari og einfaldari í notkun. Hver selur hvað? íslensk fyrirtæki veitir upplýsingar um framleiðendur og seljendur vöru og þjónustu hvar sem er á landinu og vörurnar eru flokkaðar eftir vöru- og viðskiptagrein. í umboðaskrá er greint frá erlendum umboðum og umboðsmönnum hér á landi. Hver er hvað? íslensk fyrirtæki birtir upplýsingar um nöfn og stöður þúsunda stjórnenda og starfsmanna í íslenskum fyrirtækjum, hjá stofnunum og félagssamtökum og auk þess starfsmenn stjórnarráðsins og sveitarstjórnarmenn. Tilkynnið þátttöku? íslensk fyrirtæki kemur út á næstunni. Nánari upplýsingar og gögn á skrifstofunni. ISLENSK FYRIRTÆKI útgefandi: Frjálst framtak hf. Ármúla 18. 82300 og 82302

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.