Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 4
LÓAN ER KOMIN HEIÐLÓAN í ÍSLENSKRIOG ERLENDRI ÞJÓÐTRÚ EFTIR SIGURÐ ÆGISSON Að öllum líkindum er heiðlóan kærasti fugl okkar fs- lendi nga. Vinsældir hennar eru auðvitað f/rst og síð- ast til komnar vegna þeirrar næstu almennu trúar, að hún sé persónugervingur vors og sumars. Lóan er komin, lóan er komin,“ kalla bömin og hlaupa lafmóð inn í bæ að segja tíðindin. Jafnvel gamalmenni staulast út á hlað til að heyra gamalkunnan söng bernskunnar.“ Þannig ritar Guðmundur L. Frið- finnsson frá Egilsá i Skagafirði í I bókinni Þjóðlíf og þjóðhættir sem út kom árið 1991. Orðin lýsa vel þeim hug sem íslendingar báru til hins gulllitaða vaðfugls sem öðrum fremur boðaði þeim með komu sinni hingað upp, að brátt myndi vetur kon- ungur losa tök sín af móður jörð og gróandinn halda innreið sína um fjöll og dali og tún. Og nú, vorið 2000, er heiðlóunni enn fagnað i sveitum landsins og bæjum og svo mun ugg- laust verða áfram um ókomin ár, meðan þessi eyja norður í Dumbshafi er byggð lifandi fólki. Nafngiftin í bókinni Nöfn íslendinga, frá árinu 1991, kemur fram, að samkvæmt manntali árið 1910 báru tvær íslenskar konur nafnið Lóa; önnur í Snæfellssýslu, en hin í Dalasýslu. í þjóðskrá árið 1989 voru 76 konur skráðar með þessu nafni sem einnefni, eða fyrra nafni af tveimur, og 90 að síðara nafni. Hinn 1. desember 1999 voru þær 92, sem hétu þetta að aðalnafni. Ef- laust er þetta dregið af vorboðanum ljúfa, en fuglsheitið lóa er æði gamalt í málinu, kemur þegar fyrir í Snorra-Eddu (13. öld). Orðmynd- in heiðlóa er mun yngri, þekkist a.m.k. á 19. öld, og er er af ýmsum talin merkja „heiða- fuglinn sem barmar sér“. Einnig er sú hug- mynd til, að viðliðurinn sé hljóðnefni, myndað af kvakhljóði fuglsins: „lir-lir-lir-lo-la“ eða ein- hverju þesslags og hafi með tímanum verið dregin saman í „lo-la“ eða „ló-la“ og að end- ingu bara í „ló“. Og enn önnur tilgáta er sú, að lóan dragi nafn af orðinu ló (= ullarhnoðri, loðna á klæði) og að baki sé „mergð fugla á heiðum uppi“, er minni á ló á klæði. Þetta sé m.ö.o. safnheiti og hafi upphaflega verið „heiðaló". í bókinni Nöfn íslendinga er hvergi að finna kvenmannsnafnið Heiðlóa, en samt veit ég um eina; það að hennar er ekki getið á sér eðlileg- ar skýringar. Hún kom í þennan heim 28. mars árið 1972 og var gefið nafnið Heiður Lóa. Sjálf lét hún breyta því í Heiðlóa, árið 1992, og er eina konan, sem vitað er til að hefur borið það nafn. Hún býr núna í Reykjavík og er hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Önnur íslensk nöfn heiðlóunnar, flest ef ekki öll eldri en núverandi heiti, eru t.d. brok- fugl, heiða(r)lóa, heiðló(i), heiló(a), heyláfa, heyló(a) lava, láfa, láva, ló(a), lóva og þeyló. Einnig kölluðu sumir hana fyrrum lævirkja og turtildúfu. Leirfuglarnir Eftir því sem íslensk þjóðtrú fullyrðir, var heiðlóan ekki sköpuð með öðrum fuglum him- insins á fimmta degi, heldur var uppruni henn- ar á þessa leið: Einu sinni var Kristur að mynda fugla af leiri með öðrum börnum Gyðinga á sabbats- degi. Þegar börnin höfðu verið að þessari iðju um hríð, bar þar að einn af Sadúseum; hann var aldraður og siðavandur mjög og átaldi börnin fyrir þetta athæfi þeirra á sjálfum sabbatsdeginum. Hann lét sér þó ekki nægja ákúrurnar einar, heldurgekk hann að leirfugl- unum og braut þá alla fyrir börnunum. Þegar Kristur sá hvað verða vildi brá hann hendi sinni fyrir allar fuglamyndirnar, sem hann hafði búið til, og flugu þeir þegar upp lifandi. En það eru lóurnar, og því er kvak þeirra „dýrrin eða dýrrindi“ að þær syngja drottni sínum dýrð og lof fyrir lausnina frá ómildri hendi Sadúseans. Að öllum líkindum er heiðlóan kærasti fugl okkar íslendinga. Vinsældir hennar eru auð- vitað fyrst og síðast til komnar vegna þeirrar næstum almennu trúar, að hún sé persónu- gervingur vors og sumars. Um hana og tvo aðra vini þjóðarinnar segir í gamalli vísu: Heyló syngur sumarið inn, semur forlög gaukurinn, áður en vetrar úti er þraut aldrei spóinn vellir graut. Fyrr á öldum var talið að heiðlóan (og raun- ar aðrir smáfuglar líka, s.s. krían og steindep- illinn) færi aldrei af landi burt, heldur lægi í vetrardvala. Þetta var algeng trú með öðrum þjóðum líka, var í Danmörku t.d. sagt um vepjuna, gaukinn, landsvöluna og íleiri tegundir. Oddur Einarsson Skálholtsbiskup ritaði Islandslýsingu á latínu, að talið er árið 1588 eða 1589, þar sem hann m.a. segir: Sumir fullyrða, að lóur og spörfuglar leiti í hella og kúri í leynum eins og í dái til þess tíma, sem guð hefur ákveðið, en fljúgi þá það- an út hópum saman sem vaktirfrá dauðum. Þessi trú átti eftir að verða langlíf. Gísli Oddsson Skálholtsbiskup kannast við þessa sögn, enda sonur áðurnefnds Odds Einarsson- ar, og fer um hana nokkrum orðum, en Eggert Ólafsson er með nánari fróðleik um málið, þar sem hann er á ferð um Dalasýslu og Vestfirði á seinni hluta 18. aldar. Hann segir: Almennt álíta menn, að heylóan liggi í dvala á vetrum. Sagnir herma, að þær hafí fundizt sofandi í hellum ífjöllum uppi, en vaknað, þeg- ar þær voru bornar inn í hlý hús. Sagt er, að þær sofí með ungan birki- eða víðikvist í nef- inu. Ef hann hefír verið tekinn afeinni þeirra, en hinar látnar óáreittar, hefír sú lóa fundizt dauð á sama stað á vorin, þegar hinar voru flognar burt. Jónas Jónasson frá Hrafnagili vitnar í Egg- ert Ólafsson, en segir þetta jafnframt vera út- breidda sögn. Úfærsla hans er þessi: Lengi trúðu menn því, að lóan færi ekki af landi burt á haustin, heldur tækihún laufblað í nef sér eða birkiviðaranga, og svo svæfí hún í klettasprungum veturinn af, þangað til vor- hlýjan vekti hana. Eflaufblaðið er tekið burtu, deyrhún, en ef hún er tekin og borin inn íhlýtt hús, vaknar hún og vakir til vors. Og hér með er ekki allt sagt. Menn gátu nefnilega átt yfir höfði sér refsingu, ef þeir deyddu lóu með því að taka laufblaðið eða kvistinn úr nefi hennar, meðan hún lá í dá- svefninum. Sigfús Sigfússon þjóðsagnasafnari kann dæmi um það: Maður fann 7 lóur í klettasprungu sofandi með lauf ínefí eða undir tungu. Hann tók eitt og fór með það. Um vorið kom hann þar, og lá þá þar dauð eftir sú, er laufíð hafði misst. En það var lagt til gjalds, að börn hans skyldu fæðast með gráti, og svö öll börn síðan. Jón Arnason þjóðsagnasafnari er með álíka sögn, en minnist ekki á refsinguna. Misjaf nar væntingar Sumir trúðu því að ef farfuglar kæmu snemma boðaði það gott vor; það var t.a.m. álit bænda á miðhluta Fljótsdalshéraðs (í Fella- hreppi og Vallahreppi). Gömul trú í Aðaldal og Ljósavatnshreppi í S-Þingeyjarsýslu var að Teikning: Jón Baldur HlíSberg. Heiðlóa á vappi. í þéttbýlinu getur lóan orðið spök og virðist jafnvel vera forvitin. Inni á golfvell- inum f Grafarholti í Reykjavík hafa margar kynslóðir af lóum vaxið upp og vanist manninum. Þær horfa gjarnan á menn slá og vita að það er engin hætta þótt menn sveifli kylfum. eftir komu sumra farfugla kæmu vorhret. Þau voru nefnd eftir tegundinni. Þrjú voru oftast nefnd: lóuhret, spóahret og kríuhret. Stund- um brugðust hretin en stundum voru þau líka miklu fleiri og voru þá kennd við eitthvað ann- að. Talsvert var þó breytilegt hvort menn fögn- uðu lóunni, er hún kom til Islands eftir vetrar- dvöl ytra, og virðist þetta nokkuð hafa farið eftir landshlutum. A sunnan- og vestanyerðu landinu töldu margir að hún væri lítill spámað- ur, og ills viti ef hún kæmi mjög snemma, en norðan- og austanlands var henni fagnað sem vorboða. Arni Björnsson þjóðháttafræðingur (Saga daganna, 1993) telur, að skýringarinnar geti verið að leita í því, að heiðlóan „kemur yf- irleitt fyrr til suðurlandsins, þegar enn má búast við hretum, en færir sig norður yfir með sunnanvindi sem oftast veldur góðviðri á því svæði“. Virðist þetta speglast í alþekktum sumarvísum. Austfirðingurinn Páll Ólafsson yrki t.d. um lóuna meðan jörð er enn snævi þakin: Lóan er komin að kveða burt snjóinn... En Breiðfirðingurinn Jón Thoroddsen fagni lóunni hins vegar ekki fyrr en jörð er tekin að grænka: Vorið er komið og grundirnar gróa gilin og lælámir fossa af brún. Syngur í runni og senn kemur lóa... Eflaust er þetta rétt hjá Árna, að verulegu leyti a.m.k. Hitt er ljóst að undantekningar má finna beggja vegna. Ég á t.a.m. heimild um að í Mýrasýslu hafi lítið mark verið tekið á komu lóunnar þótt hún væri alltaf kærkominn gestur. Og í Helgafellssveit á Snæfellsnesi, hér og þar í Árnessýslu, og reyndar einnig á Jökuldal á Fljótsdalshéraði, þótti fremur ills viti ef lóan kom hingað til lands snemma á vor- in, t.d. í góulok (fyrir 20. mars eða svo) eða í einmánuði (en hann tók við af góu); slíkt boð- aði öruggt vorkast framundan, best þótti ef hún kom ekki fyrr en um sumarmál (19.-25. apríl). I A-Skaftafellssýslu, Borgarfirði syðri (Hálsasveit, Reykholtsdal) og í Súgandafirði tóku menn ekki eins djúpt í árinni, heldur leyfðu sér að vona að hlýindi væru framundan um leið og fuglinn birtist, þótt snemma væri. En sums staðar ó landinu var lóan hinn eini og sanni vorboði, m.a. í Strandasýslu (a.m.k. áttu stærri hret þá að vera yfirstaðin), A- Húnavatnssýslu, í Hörgárdal og í Breiðdal í S- Múlasýslu. Við Isafjarðardjúp og í Skagafirði töldu menn veturinn liðinn, þegar hún söng „dírðidí“ (ísafjarðardjúp) eða „dýrðin, dýrðin“ (Skagafjörður). Enginn farfugl kom jafn snemma í Borgarfjörð eysti og lóan. Er það gerðist „var því almennt trúað og treyst að vorið væri gengið í garð. Sérstaklega ef hún söng „dirrindí". Efi leyndist þó ef lóan aðeins kvakaði „bí, bí, bí.““ Jón Árnason nefnir álíka, að kveði lóan fyrst á vorin „dýrrin, dýrrin", viti það á gott, en heyri maður til hennar „óhú, óhú“, sé verra framundan. Stundum lásu menn önnur skilaboð og pers- ónulegri af kvaki lóunnar, eins og t.d. áður- nefndur Páll Ólafsson, sem yrkir: Hún hefur sagt mér til syndanna minna, ég sofi of mikið og vinni ekki hót. Hún hefir sagt mér að vakna og vinna, og vonglaður taka nú sumrinu mót. Lóan sem veðurviti Á íslandi var heiðlóan talin næstbestur söngfugla og því trúað að hún gerðist þögul á undan illviðrum á vorin, en syngi tveim rödd- um vissi hún sólbráð á næstu grösum. Eitt- hvað mun þessi trú samt hafa verið mismun- andi eftir landshlutum, eins og annað framannefnt. Á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð sögðu menn t.d. upp úr aldamótunum 1900 að lóur flygju hratt og með miklum vængjaþyt og kvökuðu „bí, bí“ á undan illviðri, en syngju „dýrðin, dýrðin" þegar nálgaðist veðurbata. Og maður einn í Hörgárdal, fæddur 1888, seg- ir, að þegar lóur hafi mjög látið til sín heyra að morgni dags, hafi mátt búast við regni eða þoku er á daginn leið. í Breiðdal í S-Múlasýslu sögðu menn, að talið væri að lóan „með kvaki sínu boðaði bæði góðviðri og rigningu. Þegar hún söng „dýrðin, dýrðin“ boðaði það góðviðri. En þegar hún söng „spítí, spítí“ boðaði það rigningu." Og Sigurður Þrólfsson getur þess loks í bók sinni Alþýðleg veðurfræði (1919), að syngi lóan „dirrin, dirrin“, verði þurrt næsta dag, en syngi hún „fú, fí“ boði það votviðri. Ekki boðaði það alltaf gott, ef lóur hópuðu sig. í lagi var ef það gerðist í móum eða aur- um, slíkt merkti góða tíð framundan, en ef ló- ur flykktust í slægju eða á tún yfirleitt, var það fyrirboði um hið gagnstæða. Þórður Tóm- asson ritar t.d. í einni bóka sinna, Veðurfræði Eyfellings (1979): Ég man, hve því var fagnað í rosatíð um sláttinn, er lóan hópaðist að kvöldi dags í aur- inn austan víð bæinn heima í Vallnatúni og söng þar sitt fjölraddaða „dýrðin, dýrðin". Þá var iangþráður þerrir á næsta leiti. En frá Jökuldal á Fljótsdalshéraði, nánar tiltekið Jökulsárhlíð, kemur um hitt eftirfar- andi frásögn: Það mátti mikið marka fuglana hvernig veð- ur yrði þann og þann daginn á sumrin. Þá miða ég nú helst við lóuna. Þó það væri til dæmis glaða sólskin og heiðskírt veður að morgni, ef hún kom heim á tún í stórum hóp- um og settist á túnið og söng þá var svolítið öðruvísi hljóð í henni, svona þunglamalegra og vælulegra, þá mátti nú vara sig á því að breiða mikið af heyi, þvíþað var hér um bil víst aðþað yrði komin rigning um miðjan dag. I Borgarhreppi í Suðursveit boðuðu margar lóur saman í heyflekk á sólskinsdegi rigningu næsta dag. Og þetta gekk eftir, er sagt. í Lónssveit í A-Skaftafellssýslu boðuðu þær einnig illviðri, kæmu þær í hópum á túnin, sér- staklega ef í þeim heyrðist „sjoytí“. í V- Skaftafellssýslu er haft fyrir satt, að flygju þær „lágt, með háu, einstöku kvaki“, væri það „órækur vottur um regn og jafnvel storm...“ Engin nákvæmari tímasetning fylgdi í tveim- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. APRÍL 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.