Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 12
Skautbúningar úr silki (t.v.) og klæði (t.h.). Samfellurnar eru saumaðar að neðan með blómst- ursaumi. Skauttreyjurnar eru lagðar flaueli með vírbaldýringu og sams konar skreyting er fram- an á ermum. Flauelsleggingar bryddar vírkniplingum eru á baki og í handvegi. Blúnda er í háls- máli og framan á ermum, og sér í peysubrjóst líkt og á peysufötum. Stokkabelti er með sprota og brjóstnæla í hálsmáli. Ljósmyndir: Brynjólfur Jónsson. Myndirnar eru af pósikortum HeimilisiðnaSarfélags [slands. Þrjár konur á faldbúningum 18. og 19. aldar. Konurnar til vinstri og til hægri eru með spaða- falda, en konan fyrir miðju með krókfald. ÞJÓÐBÚNINGAR - ÍSLENSKUR MENNINGARARFUR EFTIR ÁSDÍSI BIRGISDÓTTUR OG DÓRU JÓNSDÓTTUR Að þekkja og varðveita þjóðbúninga er hverri þjóð þýðingarmikið. Þjóðbúningar íslenskra kvenna eru faldbúningar, peysuföt, i jpphlutur, skautbúningur og kyrtill. Peysufötvoru 1 Fyrst nefn< d um 1790 og | þau eru elst þeirra i búninga sem \ oekktir eru í dag. Upphlutur- inn var hh jti af gamla faldbúningnum og þróaðist fró því að vera undirfatnaður og vinnufatnaður. s Ahugi fólks á 19. öldinni og lifnaðarháttum fyrri tíma hefur farið vaxandi. Meðal þess sem áhuginn beinist að eru þjóðbúningarnir og notkun þeirra. Búningarn- ir voru í samfelldri notkun um aldir, en tóku einhverj- um breytingum á löngum tíma. Tískan hefur haft áhrif á búningana, en tískusveiflur voru ekki eins örar áður fyrr og þær eru nú. Fyrr á öldum klæddist fólk fatnaði, sem er talinn hafa verið keimlíkur alls staðar; mið- aldaklæðnaður, sem smám saman breyttist í hverju landi fyrir sig og fékk sín þjóðarein- kenni. Hægt er að tala um þjóðbúning, þegar ýmis einkenni búninganna hafa haldist um langt skeið. í handritum frá 16. öld sjást konur bera vöf (fald), strók, sem var vafinn úr ljósum dúk og helst þetta einkenni kvenbúninganna jrframáþessaöld. Faldbúningar Búningarnir í byijun 18. aldar (og fyrr) voru oftast kallaðir faldbúningar og drógu nafn af þeim höfuðbúnaði, sem einkenndi þá. Beinu faldamir, vöfin, höfðu á 17. öld breyst úr strók- um í krókfalda sem vafðir voru úr tröfum, nældum saman með títuprjónum á líkan hátt, en mjókkuðu upp, voru teknir saman efst og sveigðir fram á við. Um og uppúr aldamótun- um 1700 urðu þeir mjög háir. Þótti ýmsum nóg um og ortu drápur um fyrirbærið. Hlutar fald- búningsins á 18. öld voru pils (niðurhlutur), svunta, skyrta, upphlutur, treyja, kragi og faldur, einnig hálsklútur, höfuðklútur og hand- lína. Skart, kvensilfur, báru konur við búning- ana og fór það eftir efnum og ástæðum. M.a. hálsfestar, herðafestar, ermahnappar, svunt- uhnappar, millur og skraut á belti. Tók fald- búningurinn ýmsum breytingum frarn á 19. öld. Krókfaldurinn breyttist smám saman í spaðafald, munstur neðan á pilsi og svuntu tók breytingum og svuntan var felld saman við pilsið og kallaðist þá samfella. A fyrri hluta 19. aldarinnar dregur úr notkun faldbúninga, en peysuföt komu í staðinn, bæði sem hversdags- og sparifatnaður. Peysuföt Peysufötin eru fyrst nefnd um 1790 og eru því elst þeirra búninga, sem við þekkjum í dag. Þrjár stúlkur á 20. aldar upphlutum. Grunnar skotthúfur með svörtum skúfum. Borðar á stúlkunum t.v. og t.h. með vírbaldýringu eða víravirki (stúlka fyrir miðju). Silkisvuntur. Áður fyrr voru þau einnig nefnd húfubúningur, vegna þess, að konur fóru að bera húfu, líka þeirri sem karlmenn báru. Peysan var upp- haflega prjónuð og því hefur heitið peysuföt náð að festast í sessi, sennilega eftir að farið var að nota annan búning, upphlutinn, sem einnig var notuð húfa við. Við eldri peysufötin var upphaflega pils úr vaðmáli og ofin svunta, svokölluð dúksvunta. Silkiklútur var hafður um hálsinn, en peysan náði upp í háls. Klútur- inn var brotinn í þríhyrning, vafinn saman, lagður um hálsinn og hnýttur í slaufu. Skott- húfan var djúp, prjónuð og með stuttum ullar- skúf, sem oftast var mislitur, gjarnan rauður, annars blár eða grænn. Á skotthúfunni hefur alltaf verið hafður hólkur, sem nefnist skúf- Kyrtlar. Hvíti kyrtillinn er saumaður með steypilykkju og við hann borinn skautafaldur. Spöngin er úr víravirki eins og stokkabeltið. Blái kyrtillinn er með silkileggingum, spöngin er slétt og beltið steypt stokkabelti. hólkur. Á svuntunni er ýmist hafður svunt- uhnappur eða svuntupör. Við peysufötin er notað peysubrjóst, sem sést í opinu, sem myndast milli treyjubarmanna. Þetta er hvítt stífað spjald, saumað úr lérefti með blúndu efst og hekluðu eða útsaumuðu munstri eftir endi- löngu. Fremst á ermunum er algengast að hafa blúndu, sem gjarnan er orkeruð, svört eða hvít. Neðst á baki peysunnar er stakkur (eða stokk- ur). Á gömlu prjónpeysunum var hann prjón- aður með sérstökum úrtökum, sem gerðu í hann fellingar. Á saumuðu peysunum er hann felldur þétt saman. Af þessu hefur peysan fengið fleiri nöfn og ýmist kölluð stakkpeysa eða stokkapeysa. Stakkurinn kemur alltaf ut- anyfir pilsið. Dagtreyju notuðu konur einnig 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. APRÍL 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.