Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 5
Teikning: Jón Baldur Hlíðberg. Úr bókinni íslenskir fuglar, útg. Vaka-Helgafell 1999. Birt með leyfi höfundar. Heiðlóa - vorboðinn Ijúfi á flugi. , Teikning: Jón Baldur Hlíðberq. Ur bókinni Islenskir fuglar, útg. Vaka Helgafell, 199y. Birt með leyfi höfunaar. Lóan er íslendingum kærust allra fugla, koma hennar til landsins langþráð eins og vorkoman. ur síðastnefndum dæmum. Snorri Björnsson á Húsafelli vildi meina, að ef lóur hópuðu sig í fjöru boðaði það votviðri, en leituðu þær til fjalla merkti það kulda í vændum. Annar full- yrti, að ef lóur söfnuðust í tún í júlí eða fyrri hluta ágúst, vissi það á kuldaþræsing og þurr- viðri. En ef margar lóur hnöppuðu sig áður en þær byrjuðu flugæfingar á haustin, vissi það á brok, storm og úrfelli. Langa „dí“-hljóð þeirra á haustin er saknaðarsöngur, út af þvi að skilja við landið, upplýsir Sigfús Sigfússon þjóðsagnasafnari. I Mýrdalnum upplifði Einar H. Einarsson lóuna á eftirfarandi hátt, frá árinu 1950 og næstu tvo áratugi á eftir eða svo: Heiðlóan vissi... á hverju var von. Ef hún í björtu veðri safnaðist fyrri hluta dags að vatni og tók að baða sig, vissi það á rigningu. Væri hún á sífelldu fiökti og flygi með miklum þyt, vissi það á storm. Flygi hún upp í valllendið að kvöldi, er á sumar leið, boðaði það þurrka, og ræki hún upp eitt og eitt kvak stakt að kvöldi, átti ekki að bregðast þurrkur dag eftir. Lak- ara var, ef mikill kliður var í henni fyrri hluta dags í björtu veðri, því að þá mátti búast við skúr. Þegar komið var fram á haust, mátti búast við snjókomu, ef lóan var hnípin og hélt sig heiina við bæi. Annars er það að segja, að löngum var það talið ólánsmerki hér á landi að drepa heiðlóu, þótt í ferðabók Eggerts Olafssonar og Bjarna Pálssonar komi fram að menn virðist hafa nýtt sér fuglinn eitthvað til matar. En þar segir t.d. orðrétt á einum stað: „Heylóan er feit og ket hennar ljúffengt og egg sömuleiðis." Erlendis víða er þetta enn stundað. Og að lokum er þess að geta, að í sumum fuglum, og þó einna helst í lóunni, átti að finn- ast svokallað lukkubein. Eins og nafnið gefur til kynna átti mönnum að vera akkur í að finna það eða eiga. Erlend þjóðtrú Heiðlóan kemur einnig fyrir í þjóðtrú ann- arra landa, en er ekki jafn vinsæl þar og hér, a.m.k. ekki alls staðar. í Þýskalandi er t.d. sagt, að þegar Jesús leyndist undir ólívutrján- um í Getsemane, meðan rómversku varð- mennirnir leituðu hans, flaug heiðlóa upp og kallaði: „Hann leynist, hann leynist“, og kom þannig upp um hann. Samkvæmt alþýðutrú fornaldar gat heið- lóan (sem margir telja að leynist bak við fugls- heitið Caladrius) læknað gulu. Ef hún lítur á gulusjúkling læknast hann, má lesa hjá Þeóf- ilaktusi frá Simokatta (7. öld e. Kr). En sumir halda að hún loki augunum af öfund, bætir hann við. En síðgiiskur höfundur telur það vera rangt. Hann segir að hún loki augunum, af því að veikin fari yfír í hana sjálfa. fíessi trú, sem meira að segja jóníska skáldið Hipponax (6. öld f. Kr.) minnist á, er ævaforn. Hún er til hjá ýmsum öðrum indógermönskum þjóðum. Strax í elstu Vedaritum stendur að væri ein- hver haldinn gulu, var þess óskað að veikin yf- irfærðist í fuglinn hari drava. Á markaðstorg- um Aþenu og einnig annarra borga sátu fuglasalar með heiðlóur, sem þeir höfðu náð, en gular fjaðrir þeirra höfðu þeir vandlega huldar, svo að hinir sjúku gætu ekki náð sér í ókeypis lækningu með því að horfa á þær. Þessi fugl átti einnig að geta læknað blindu, ýmist með driti sínu eða merg úr lærleggjum. Flestar sagnir um heiðlóuna tengjast þó veðri. í þýskri bók frá seinni hluta 19. aldar, segir t.d. um hana: Regnpípar nefnast á alþýðumáli... nokkrir farfuglar sem... gefa oft frá sér píphljóð í mollulegu þrumuveðurslofti og eru órórri en venjulega. Vilja þeir sem sé gefa til kynna að rigning sé í nánd. í kvæði Ruckerts „Til regn- pípisins" kemur þessi þjóðtrú greinilega fram: Regnpípir, píptu nú, því að jörðina okkar þyrstir, og svo unaðslega hljómaði henni aldrei söngur næturgalans eins og píp þitt hljómar, ogveitir henni von um rigningu. Þess má geta, að í þýsku útgáfunni er kvæð- ið rímað, en ekki prósi eins og hér að ofan. í Braunschweig-mállýskunni þýsku er heið- lóan einnig fugl, sem þoðar regn. Eftir kalli sínu nefnist hún á þessu svæði „Tút“. Þegar börn heyra í henni, spyrja þau: Tút, tút Wat vor’n wedder gift et hút? Þetta merkir, í klénni íslenskri þýðingu: Bí, bí; hvernig mun viðra í dag? Aðalheiti fuglsins í Þýskalandi er annars Goldregenpfeifer (hinn gullni regnpípir). Og eitt alþýðuheita fuglsins í Svíþjóð er regnpipare, sömu merkingar. Á la- tínu heitir fuglinn pluvialis apricaria. Ætt- kvíslarheitið (pluvialis) er komið af latneska orðinu „pluvia", sem merkir regn. Og þaðan er svo franska orðið yfir heiðlóu dregið (pluvier [doré]), sem og það enska ([golden] plover) og hollenska ([goud]plevier). Að eitthvað sé nefnt. í Danmörku er sagt, að þegar lóur hópi sig á akrana á sumrin, megi búast við regni og hvassviðri. í Noregi var hald manna, að segði lóan „plít, plít“, væri það fyrirboði um milt og gott veður, en „utíuh, utíuh“ vissi hins vegar á rigningu eða snjókomu. í Svíþjóð, eins og á íslandi, lásu menn ýmis persónuleg skilaboð úr hljóðum lóunnar. í Bergum á V-Gautlandi var hún t.d. um Krossmessuleytið talin syngja, þegar fóðurbrestur var mikill: „Kaup hey! Kaup hey! Svo að kýrin ekki deyi!“ Og svipað var upp á teningnum í Aberdeenhéraði í Skotlandi; þar kvað lóan á vorin eftirfarandi skilaboð til bóndans: „Sáðu vel, plægðu vel, herfaðu vel.“ Á írlandi var sagt, að lóan framkallaði ákveðið hljóð með vængjum sínum á undan rigningu eða illviðri, hljóð sem minnti á jarm í lambi. Á Englandi boðaði ekki gott að vera peningalaus, þegar maður fyrst heyrði í lóunni á vorin; þá átti fjárhagurinn að verða slæmur það sem eftir lifði ársins. í Uckfield á SA- Englandi fullyrtu menn, að þegar lóan flygi hátt og lágt á víxl og kvakaði, mætti búast við góðu veðri. í Che-héraði á V-Englandi sögðu menn heiðlóur góðhjartaða fugla með ein- dæmum; að kvak þeirra hefði þann eina til- gang að gera sauðfénu viðvart, þegar hætta steðjaði að. Dregur heiðlóan af þvi nafn, og er kölluð þar „Leiðbeinandi sauðfjárins" (Sheep’s Guide). Á írlandi er að finna áþekka sögn, en þar er Brian Boru, sem var konungur íra á árunum 926-1014, sagður hafa flutt heiðlóuna til eyjar- innar (tegundin á sem sagt ekki að hafa verið á Irlandi fyrir þann tíma), beinlínis vegna þess eiginleika hennar að gera mönnum viðvart, er óvinir laumuðust að. Sums staðar varjíó lögð dýpri og enn verri merking í kvakið. I Lanca-héraði á NV-Eng- landi sögðu menn t.d. blístrandi lóur á flugi vera sálir þeirra gyðinga, sem tóku þátt í krossfestingu Jesú frá Nazaret, og hlutu fyrir bragðið þann dóm að vafra um að eilífu hér á jörð, í kvöl og pínu. I N-Wales kölluðu menn þessa fugla „blístrara“. Hljóð þeirra var feigð- arboði. Er þetta tengt nokkuð útbreiddri sögn í Evrópu um „Blístrarana sjö“ (The Seven Whistlers). í S-Shrop-héraði og Worcester- héraði á V-Englandi áttu þetta að vera sex fuglar, leitandi að þeim sjöunda, og heimsend- ir að verða, er þeir finna hann... Höfundurinn er guðfraeðingur og þjóðfraeðingur og vinnur að bók um íslenska fulga í þjóðtrúnni. Hann taeki því fagnandi ef lesendur gaetu bent hon- um ó nónari fróðleik, munnlegan eða ritaðan, um heiðlóuna og aðra fugla. Upplýsingum er haegt að koma til Lesbókar, Kringlunni 1, 103 Reykjavík, merkt FUGLAR. ÁGÚSTÍNA JÓNSDÓTTIR GULT Um sinubrennd tún að eyðiskaga yfír djúpar nætur enginn á sömu leið hlytur fallegri liljur í gulum kyrtlum þær steypa rökkri af stalli fram á ljósa daga ÁRDANSINN Hvítt tunglið dansar allar nætur meðpípuhatt ogstaf í takt við hrynjandi stjarnanna einhver taldi því trú um að dansinn væri því samofínn eins og þjóðtrúin sporin stefna öll tiljarðar þarsem menn stíga árdansinn ÞEGAR HÚMAR Milt vorið andar af kyrrð langt fram eftir sumrí leggstu á klöppina rótfasta sem hvílirþig best þegarhúmar sest éghjá þér með ilmríkt sólarlag yfír sindrandi öldum Höfundurinn er Ijóðskóld og kennari í Reykjavík. GUÐFINNA RAGNARSDÓTTIR VIÐ SÆNA- UTASEL Svanur í heiði syngur, sefurí eyði bærinn, heldur mér höndin þín. Grösin í varpa gróa, glittir á lyng ímóa. Ljúfust er minning mín. Leika um vatnið víða vindarnir hárra sala, skríður á himni ský. Aldanna ólgandi niður, öldunnar gjálfrandi kliður. Mund þín er mjúk og hlý. Himinsins bjarti blámi, blítt þú mig örmum vefur, gistum við gróðurlund. Lömbin sérleika oghoppa, ílautunum ærnarkroppa. Ört fíýgur unaðsstund. Mörg er af heiði minning mættu hér steinar tala, þúfur og heygarðshorn. Blærínn um brjóst mér strýkur, úr börðunum askan rýkur. Fegurðin ný og forn. Höfundurir.n er menntaskólakennari í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 15. APRÍL 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.