Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 15
Monterosso, þorpið í Liguria þar sem Montale dvaldist oft. ÖRMJQIR ÞRÆÐIR LIFSINS Eugenio Montale var eitt kunnasta skáld Itala á tuttug- ustu öld og hlaut Nóbelsverðlaunin. ELENA MUSIT- ELLI skrifar um þennan landa sinn, líf hans og list. Montale þótti aldrei auðvelt skáld en vegur hans hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum. Með grein- inni fylgja nýjar þýðingar á Ijóðum eftir skáldið. EUGENIO Montale fæddist í Genúa 12. október 1896 og ólst þar upp. Faðir hans var kaupmaður og ungi Eugenio hóf þess vegna nám við verslunarskóla en hætti eftir stuttan tíma af heilsufarsástæð- um. Hann stundaði einnig söngnám en fyrst og fremst lagði hann sig eftir bókmenntum. Stór- an þátt í þessu átti systir hans, Marianna, sem veitti honum innsýn í forngrísku, latínu og heimspeki. Rithöfundar sem höfðu mest áhrif á menningarlega þróun Montales voru Ugo Foscolo, Giacomo Leopardi, Giovanni Pascoli, Gabriele D’Annunzio, Dino Campana, Vincenzo Cardarelli og Guido Gozzano meðal ítala en meðal útlendra rithöfunda má nefna Edgar All- an Poe, William Butler Yeats, Charles Bau- delaire, Paul Valery, Marcel Proust og Rainer Maria Rilke. Montale var auk þess mjög hrifinn af heimspeki Henry Louis Bergson, Henry James, Giovanni Gentile og Benedetto Croce en hann var skoðanabróðir Arthurs Schopenhau- ers hvað varðar kenninguna um „að lifa fyrir stundina". Frá 1905 til 1925 eyddi hann sumarfríinu á ströndinni í Monterosso, litlu frumstæðu þorpi í Liguria, við Miðjarðarhafið. I kvæðum hans má sjá minningar frá sjónum og flóru og fánu Miðjarðarhafsins og tíðar myndir eru t.d. tröllatré, yllir, eyðimerkurlilja, skræðskaði, gaukur og ugla. I Monterosso byrjaði hann einnig að mála en hann elskaði myndlist og hélt áfram að mála alla ævi. Hann var yfirmaður landhers meðan á fyrri heimsstyrjöldinni stóð en að henni lokinni lagði hann einungis rækt við bókmenntir. Hann vandi komur sínar á bókakaffi og sótti mjög oft bókasöfn, þar sem hann las sína uppáhaldshöf- unda: bresku skáldin, Stéphane Mallarmé, Jean Pellerin, Maurice de Guérin, Jules Lema- itre, Arturo Onofri, Étienne Boutroux, Miguel Cervantes og Alessandro Manzoni. Samtímis einbeitti hann sér einnig að erlendum tungum- álum; hann lærði ensku og spænsku og bætti frönskúkunnáttu sína. I júní 1922 birti mánaðartímaritið Prímo Tempo ljóðmælin Accordi (Samhljómar) og Ijóðið Riviere (Fjörur), þar sem koma fram í fyrsta skipti hin frægu „smokkfiskbein" (ossi di seppia), sem næstu ljóðmæli Montales voru kennd við. Hann vann að ljóðunum frá 1921 til 1925 en Gli ossi di seppia (Smokkfiskbeinin) komu út 1925, nokkrum dögum eftir fasíska valdaránið (3. janúar 1925). I þessum ljóðum tjáir Montale raunasögu heimsins og harmleik manna, vanmátt þeirra eftir að gömlu gildin hafa liðið undir lok. Á tímabili þar sem allt er úr sér gengið og eyðilagt, ekkert er eftir nema „flök“, á borð við hin táknrænu smokkfiskbein sem ljóðmælin eru til vitnis um. í mars 1927 ílutti hann til Flórens, þar sem hann vann fyrir útgefanda Bemporad og skrif- aði bókmenntagagnrýni fyrir blöð og tímarit. Hann var skipaður formaður Gabinetto Viess- eux-bókasafnsins en í desember 1938 var hann rekinn af því að hann var ekki félagi í fasista- flokknum. Hann hélt þó áfram að skrifa bók- menntagagnrýni og að yrkja og árið 1939 komu út næstu Ijóðmæli hans, Le occasioni (Tækifær- in). I þessum ljóðum kemur fram hugboð um myrka og vonlausa framtíð og teikn um ósköp styrjaldarinnar. Skáldið er hér sorgmætt en æðrulaust vitni að þessu hruni. í Flórens þekkti hann Drusilla Tazi Maran- goni og þau giftust eftir nokkui’ ár. Á þessu tímabili hélt hann uppi sambandi við gamla vini sína, Sergio Solmi, Italo Svevo, Piero Gobetti og Roberto Bazlen og seinna vingaðist hann við Umberto Saba, Elio Vittorini, Carlo Emilio Gadda, Vasco Pratolini, Thomas Stearns Eliot og Ezra Pound. Sumarið 1940 var hann aftur kallaður til vopna og var í hemum í tvö ár. í ársbyrjun 1942 orti hann 15 Ijóð sem komu út ári seinna í Lug- ano í Sviss af því að á Ítalíu höfðu þau ekki sloppið í gegnun ritskoðun fasistanna. I janúar 1948 flutti hann til Mílanó og var ráðinn til starfa sem ritstjóri blaðsins Corriere della sera og sem tónlistargagnrýnandi blaðs- ins Corriere d’informazione. I Mílanó byrjaði hann einnig að skrifa prósa um nokkra atburði í lífi sínu. Þetta undurfagra prósaverk, Farfalla di Dinard (Fiðrildi Din- ards), kom út árið 1956. 1956 birtust Ijóðmælin La bufera (Illviðrið). Montale leitar hér eftir sambandi á milli jarð- neska heimsins og andlegs veruleika. Þátttak- andi í þessari leit er „engil-kona“, sem er raun- veruleg menneskja en jafnframt njótandi dulspekilegrar ástar. í leitinni felst þó ekki lausn á persónulegum hannleik Montales; frelsun er einungis möguleg fyrir aðra en ekki hann sjálfan. Samtíminn býður eingöngu upp á sorglegar og neikvæðar myndir og trúin veitir ekkert traust. Þetta viðhorf endurspeglast í tungumálinu, sem er kalt, fjarlægt, fastmótað. Veigamikil ljóð í þessu Ijóðasafni eru Illviðr- ið, Um óskrifað bréf og Yftr Llobregat. í fyi’sta Ijóðinu kemur fram það álit að lífið sé illt í eðli sínu: því er líkt við illviðri sem ber í sér eyðingu, smell, myrkur, fordæmingu og í öðru Ijóði eru tóm aldan, flöskupósturinn og önnjóii’ þræðir lífsins tákn fyrir þjáningu og dauða. I síðastn- efnda ljóðinu, Yfir Llobregat, eru ljóðlínumar fáar en þýðingarmiklar. Skáldið upplifir fegurð náttúrunnar sem birtist í söng gauksins en ein- föld hreyfing nægir til að fegurðin hverfi snögg- lega. Þessi hreyfing er í huga Montales tákn fyrii’ kaldlyndi í ástarsamböndum nútímans. 20 óktóber 1963 dó Drusilla Tazi Marangoni, eiginkona hans. I minningu hennar orti Monta- le Ijóð sem birtust í Ijóðmælinum Xenia árið 1966. -A. j J J jivuy j/t-.. / 1 > IJUm ^ C*MAr0*\ . *v“\. 'Lw luCe i/om Eugenio Montale og Ijóð eftir hann skrifað með eigin hendi. Síðustu Ijóðmæli Montales, Satura (Mettuð), birtust í maí 1971. I þessum ljóðum eykst efa- hyggja Montales sem virðist hafa orðið sér enn- þá meðvitaðri um tilvistarlegan harmleik og lít- ur hverdagslega atburði á fjarlægari og írónískari hátt. Montale hafði hlotið bæði ítölsk og alþjóðleg bókmenntaverðlaun áður en hann andaðist í Mflanó 12. september 1981 en mikilvægust þeirra voru Nóbelsverðlaunin, sem honum voru veitt 23. október 1975. Þar að auki var hann sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við háskólana í Mílanó, Róm, Bern og Cambridge og skömmu síðar voru ljóð hans gefin út í enskum þýðingum bæði í Bretlandi (1965) og í Bandaríkjunum (1966). Árið 1967 útnefndi þáverandi forseti Italíu, Giuseppe Saragat, Montale heiðursþing- mann „í viðurkenningu fyrir árangursríkt starf á lista- og bókmenntasviði“. Áhrifa hans gætir. meðal yngri kynslóða ítalskra skálda og ná einnig á síðari tímum til hinna svokölluðu „til- raunaljóðskálda“. EUGENIO EUGENIO MONTALE MONTALE YFIR LLOBREGAT ILLVIÐRIÐ JÓHANN HJÁLMARSSON OG ELENA MUSITELLI ÞÝDDU UÓÐIN Frá órotnanlegi’i grænku kamfóru trésins bárust tværnótur, samhljómur dúr þríundar. Gaukurinn, ekki uglan, sagði ég við þig en á meðan hafðir þú skyndilega stigið fastar á bensíngjöfma. EUGENIO MONTALE UM ÓSKRIFAÐ BRÉF Vegna skara dagrenninga, vegna nokkurra örmjórra þráða sem slaufa lífsins festist við og verður að hálsbandi stunda og ára; er það vegna þess sem höfrungarnir stökkva yfír haffíötinn hlið við hlið meðungasína? Ég vildi að ég vissi ekkert um þig, að éggæti flúið glit augnhára þinna. Fleira hefur jörðin víst að bjóða. Horfíð get ég ekki, ekki snúið aftur, seinfær er ryðrauð smiðja næturinnar, kvöldin verða löng, bænin erþjáning og enn hefur ekki flöskupóstur hafsins náð til þín, milli rísandi sjávardranganna. Tóm brotnaraldan viðysta nes, við Finisterre. Les princes n'ont point d'yeux pour voir ces grand's merveilles, Leur mains ne servent plus qu' á nous persécuter... AGRIPPA D'AUBIGNÉ: A Dieu. Illviðríð sem lætur högl langra þruma marsmánaðar falla á hörð blöð magnolíutrésins, (kristaltónar koma þér að óvörum ínæturbyrgi þínu. Mást hefur gylling af húsgögnum, " af kjölum bókanna, enn logar dálítil sykurögn á skel augnloka þinna) eldingin sem skreytir veggi og tré og kemur þeim að óvörum á þessu andartaki eilífðar - marmarí manna og eyðing - eilífð meitluð íþig sem þú berð sem fordæmingu og sem sterkar en ástin bindur þig við mig, ó undarlega systir - ogsvo harkaiegur smellurinn, ómurinn frá trommunum yfír gi’uggugt síkið, stapp flamenkódansins ogfyrir ofan líkt og ósjálfráð viðbrögð — Nákvæmlega eins og þegar þú snerir þér við og með handahreyfíngu (ennið hreint af skýjaþykkni hársins) kvaddir mig - til þess að halda inn ímyrkrið. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. APRlL 2000 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.