Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 7
Æ JOHANNESARPASSIAN EFTIR JOHANN SEBASTIAN BACH TLI kirkjugestum við aftansöng á föstudaginn langa árið 1724 í Nikulás- arkirkjunni í Leip- zig hafi dottið í hug að tónverkið sem flutt var í athöfn- inni yrði talið meðal stórverka tónlistarsögunn- ar þegar fram liðu stundir? Skyldi þá hafa órað fyrir því að löngu seinna myndi tónlistarfólk um allan heim líta á þátttöku í flutningi verksins sem stórviðburð í lífi sínu? Þegar ég stend með- al félaga minna í Mótettukómum og legg rödd mína við þeirra í kórum og sálmum Jóhannesar- passíunnar rætist gamall draumur. Það eru mikil forréttindi að fá tækifæri til að kynnast þessu verki innan frá. Fullyrða má að ekkert kirkjutónverk feli í sér aðra eins drama- tík og Jóhannesarpassían og það er einmitt kór- inn sem miðlar henni að stórum hluta. A löngu og ströngu æfingatímabili opnast augu manns fyrir ýmsum atriðum í verkinu sem áður voru hulin, en um leið vakna spumingarj sem erfitt getur reynst að svara. Hvemig á Islendingur nútímans t.d. að setja sig í spor hins blóðþyrsta múgs sem krefst krossfestingar Krists og hvernig á sami maður að fara að því að syngja iðrunarfullt sálmerindi nokkmm augnablikum síðar? Og eigum við að leiða hjá okkur raddir sem halda því fram að Jóhannesarpassían hafi alið á gyðingahatri í áranna rás? Svo byrjað sé á byrjuninni: hvaða saga er það, sem sögð er í Jó- hannesarpassíunni? Verldð er, eins og nafnið gefúr til kynna, byggt á píslarsögu Jesú Krists samkvæmt guðspjallamanninum Jóhannesi. Sagt er frá handtöku Jesú, yfirheyrslu, kross- festingu og dauða. Þegar á 4. öld var flutningur frásagna Biblíunnar af síðustu stundum Krists orðinn fastur liður í helgihaldi kirkjunnar í dym- bilviku. Er komið var fram á 12. öld hafði ein- faldur lestur eða tónun guðspjallsins tekið á sig dramatískara form: þrír menn skiptu með sér hlutverkum frásagnarinnar, tenór söng hlut- verk guðspjallamanns, bassi var í hlutverki Krists og altsöngvari fékk í sinn hlut aðrar pers- ónur og hópa sem fyrir koma í píslarsögunni. Þessi hlutverkaskipan hélst í gegnum aldimar, þótt tónlistin hafi smám saman orðið flóknari og margraddaðri og kórinn hafi bæst við sem sjálf- sagður túlkandi fjöldans. Um það leyti sem Bach var að komast til þroska sem kirkjutónskáld varð mikil bylting í Þýskalandi á sviði passíutónlistar. Menn litu til hinnar vinsælu ítölsku óperu og löguðu ýmsa þætti hennar að kantötum og passíum. Eins og oft vill verða þegar nýir hlutir eru kynntir, var því gamla snögglega ýtt til hhðar. Guðspjallstextinn varð að víkja fýrir frjálsum útleggingum í tónlesum og aríum. Verk af þessu tagi eru nefnd óratóríupassíur. (Mér finnst sú staðreynd að verk í eldri stílnum, sem byggð eru á Biblíutextanum, skuli stundum vera köll- uð passíuóratóríur vera til marks um erfiðleik- ann sem fólginn er í því að flokka og greina tón- verk.) Fyrstu áratugir átjándu aldar verða seint taldir til hápunkta þýskrar bókmenntasögu. Skáldin sem kepptust við að dæla út textum fyr- ir kirkjutónskáldin fóru flest offari í fjálglegu og yfirþyrmandi orðalagi, sem best verður lýst með orðinu „barokk“ í upprunalegri merkingu þess, þ.e. ofhlaðið/ofskreytt. Sá maður sem þekktastur varð fyrir passíutexta var Gottfried Heinrich Brockes, borgarráðsmaður í Ham- borg. Árið 1712 sendi hann frá sér Ijóð undir yf- RODD UR FJÖLDANUM Mótettukór Hallgrímskirkju, ósamt einsöngvurum og Kammersveit Hallgrímskirkju, flytur Jóhannesar- passíuna eftir Johann Sebastian Bach 19. og 21. apríl næstkomandi. HALLDÓR HAUKSSON segir hér fró verkinu. irskriftinni „Der fur die Súnde der Welt Ge- marterte und Sterben- de JESUS aus den Vier Evangelisten in gebundender Rede vor- gestellet" (Af Jesú, sem píndur var og deyddur vegna synda heimsins, ort í bundnu máh og byggt á guðspjöllunum). Tónskáld samtímans tóku textanum fegins hendi. Meðal þeirra fjöl- mörgu höfunda sem sömdu tónhst við hann voru frægir menn á borð við Hándel, Tele- mann og Mattheson. Bach sótti einnig í smiðju Brockes, en hann fór aðra leið en kollegar hans. I stað þess að tón- setja textann eins og hann lagði sig, valdi hann nokkur atriði úr honum og þau voru um- orðuð á smekklegan hátt. Þannig má rekja texta sex af einsöng- sköflum Jóhannesar- passíunnar og texta lokakórsins til Brockes. Það er í raun vart hægt að tala um textahöfund passíunnar, það hggur mun beinna við að kalla hann ritstjóra. Þessi ónefndi samstarfsmaður Bachs valdi og um- breytti textum aríu- og aríósókaflanna og felldi þá inn í frásögn Jóhannesar, sem sungin er orð- rétt í resítatívstíl (með tveimur dramatískum innskotum úr Matteusarguðspjalli). Einnig fann hann viðeigandi erindum úr þekktum sálmum stað í atburðarásinni. Hann hefur vafa- laust unnið mjög náið með tónskáldinu að þessu markmiði og stundum er því jafnvel haldið fram að Bach hafi sjálfur borið ábyrgð á textanum. Það voru ekki allir á eitt sáttir um ágæti nýja stílsins í kirkjutónlistinni. Einn af hörðustu and- stæðingum hans var Johann Kuhnau, forveri Bachs í embætti Tómasarkantors í Leipzig. Hann lét þó undan þrýstingi árið 1721 og samdi J. S. Bach passíu í hinum nýja stíl. Leipzigbúar höfðu því ekki mikla reynslu af „óratóríupassíum" þegar kantor Bach op- inberaði fyrstu passíu sína þann 7. apríl 1724. Við vitum lítið um við- brögð kirkjugesta, en því hefur verið haldið fram að borgarráðinu hafi ekki að öllu leyti hugnast verkið og að það hafi verið ástæða þess að Bach breytti því á ýmsan hátt áður en hann flutti það aft- ur ári síðar. Bach var reyndar vanur að end- urskoða verk sín, þeg- ar hann dustaði rykið af þeim og endurflutti þau. Jóhannesarpass- ían átti eftir að hljóma tvisvar í viðbót, árið 1732 og 1749, þannig að í raun eru til fjórar myndir af henni. Það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund að þetta meistaraverk hafi skipað mikilvæg- an sess í huga höfund- ar síns. Árið 1749 átti Bach ekki nema rúmt ár eftir ólifað og var í óðaönn að gera upp tón- smíðaferil sinn. Það átti fyrir Jóhannesarpassí- unni að liggja að vera ekki einungis fyrsta passí- an sem Bach flutti í Leipzig, heldur einnig sú síðasta. Matteusarpassían, hin passían sem varðveist hefur eftir Johann Sebastian Bach, var kölluð „stóra passían“ í innsta hring tónskáldsins, enda er hún lengra og að sumu leyti enn veigameira verk. Jóhannesarpassían hefur hinsvegar vinn- inginn þegar um dramatík og örar tilfinninga- sveiflur er að ræða. Það er reyndar bæði til góðs og ills. Jóhannes hefur í gegnum tíðina legið undir ámæh fyrir að draga upp ljóta og óréttláta mynd af Gyðingum í guðspjalli sínu og því hefur verið haldið fram að fyrir því hafi verið pólitísk- ar ástæður. Marteinn Lúter, sem ber ábyrgð á þeirri þýðingu guðspjahsins sem flutt er í passí- unni, var ekki barnanna bestur í þessu tihiti. Hann samdi alræmd níðrit um Gyðinga. Leipzig var á dögum Bachs lokuð Gyðingum og í textum margra kirkjutónverka þessa tíma var farið niðrandi orðum um þá, m.a. í texta Brockes. Allt það sem Jóhannes hefur eftir æðstuprestum Gyðinga og sjálfum lýðnum, öU hrakyrði og allar háðsglósur í garð Jesú, tónsetur Bach á dæma- laust áhrifamikinn hátt fyrir kórinn. Illska og hatur múgsins, eins og Jóhannes lýsir því, fær ofsafengna útrás í tónlist Bachs. Ég hef staðið mig að því á æfingum að láta tónhstina og tilfinningamar sem hún túlkar hrifsa mig svo algerlega með sér að samviskubit hefur gert vart við sig. Að það skuli vera svona gaman að leika skúrk! Þessi sannfæringarkraft- ur tónhstarinnar hefúr einmitt farið fyrir brjóstið á þeim sem gagnrýnt hafa verkið fyrir að útbreiða vafasöm gildi. Það er vissulega var- hugavert að blása hugsunarlaust á slíkar efa- semdir, en ég held að náin kynni af þessu verki hljóti í flestum tilvikum að lokum að leiða til annarrar niðurstöðu. Átök Jóhannesarpassí- unnar eiga sér nefnilega ekki einungis stað á yf- irborðinu, heldur ekki síður í brjósti hvers flytj- anda og áheyranda. Allt frá hinum stórkostlega upphafskór og tU enda verksins beijast sterkar tUftnningar um yfirhöndina. Á vel völdum stöð- um er frásögnin stöðvuð og einsöngvaramir, fulltrúar okkar, hugleiða hina hryggUegu at- burði og velta fyrir sér hvernig þeir eigi að bregðast við þeim, í yndislegum aríum passí- unnar. Á meðan við stöldmm við á þessum bið- stöðvum frásagnarinnar er eins og tíminn standi í stað og eilíf fegurð ríki í allri neyðinni. Og söngvarar kórsins hafa rétt sleppt orðinu í heiftarlegri árás á frelsarann, þegar þeir þurfa að setja sig í spor hins iðrandi safnaðar í sálma- söng. Sálmútsetningar Bachs í Jóhannesar- passíunni em hver annarri fallegri og verða ein- mitt enn áhrifameiri í samhengi passíunnar. Boðskapur sálmanna um að syndir allra manna hafi hmndið atburðarás píslarsögunnar af stað opna, í tjáningarfullum útsetningum Bachs, augu manns fyrir því að hin ýmsu hlutverk sem kórsöngvaramir þurfa að leika, æðstuprestar, þjónar, rómverskir hei-menn, hinn kristni söfn- uður, era bara óhkar hliðar sama fyrirbærisins: hinnar ófullkomnu manneskju. Þetta er þörf áminning um það hversu auð- veldlega maðurinn lætur stjómast af aumustu kenndum sínum og hve ginnkeyptur hann er fyrir að fylgja fjöldanum. Allt í kringum okkur í heiminum sjáum við illgresi spretta af þessum ódrepanlegu fræjum enn þann dag í dag. Hópar sem minna mega sín verða fyrir barðinu á heift og hatri fjöldans. Meira að segja á htla íslandi, sem okkur ftnnst stundum svo ósköp saklaust, skýtur kynþáttahatur upp kolhnum, eins og blaðagreinar undanfamar vikur bera vitni um. Jóhannesarpassían kennir okkur að við erum öll í áhættuhópnum, svo notað sé nútímaorð. Öll getum við orðið bæði fómarlömb og böðlar. Sumum kann að þykja þessar vangaveltur heldur langsóttar. Er þetta ekki bara falleg tónhst við texta um löngu liðna atburði? Vissu- lega má horfa á Jóhannesarpassíuna frá fagur- fræðilegu sjónarhomi og leiða boðskap hennar hjá sér. En ég held að þeir sem það gera, komi ekki auga á innsta kjama verksins. Að mínu mati varpar Jóhannesarpassían sterku Ijósi á ei- lífan sannleika, sem erfitt er að tjá á jafn skýran hátt með orðum einum. Tónlist Bachs veitir okkur innsýn í hluti sem við sjáum ekki með berum augum. Hún er þúsund sinnum öflugri en nokkur ljósleiðari. ERLEJVDAR RÆKfJR Spennusaga „THEBROKEN HEARTS CLUB“ eftir Ethan Black. Ballantine Books 2000.336 síður. ETHAN Black er dulnefni á blaðamanni í New York sem skrifar spennusögur um holl- enskættaða lögreglumanninn og milljóna- mæringinn Conrad Voort. Hann er sagður ríkasti rannsóknarlögreglumaður borgarinn- ar en Voort-ættin hefur löngum lagt lögreglu borgarinnar lið og Conrad er engin undan- tekning. Black hefur aðeins skrifað tvær spennusögur um lögreglumann þennan. Sú fyrsta kom nýlega út hjá Ballantine-útgáf- unni í vasabroti og heitir Ástarsorg eða „The Broken Hearts Club“, en nú mun önnur Voort-saga á leiðinni og heitir hún Ómót- stæðilegur eða „Irresistible". Glæsimenni á velli „The Broken Hearts Club“ er athyglis- verður sálfræðilegur tryllir um lítinn hóp af Hættulegir menn í ástarsorq karlmönnum sem eiga það sameiginlegt að kærusturnar hafa sagt þeim upp en þeir mæta reglulega á fundi til þess að tala illa um þær og það gengur jafnvel svo langt að þeir hugleiða morð. Ethan Black vinnur úr efni- viðnum spennusögu sem er ágætlega upp- byggð og geymir ófá leyndarmál. Honum tekst vel að lifa sig inn í þá sem segja má að séu óþokkarnir í sögunni auk þess sem lögg- an hans, Voort þessi, er forvitnileg persóna. Hins vegar tekur það höfundinn alltof langan tíma að enda söguna. Hún spólar í sama far- inu undir lokin og missir við það nokkuð af spennunni þegar síst skyldi. Conrad Voort er 29 ára gamall piparsveinn og ekki eins skelþunnur og klisjukenndur og honum er lýst; hann er glæsimenni á velli með sín „miðjarðarhafsbláu augu“, hár og grannur og axlabreiður og ljóshræður. Astæðan fyrir ríkidæmi hans er sú að forfaðir hans vann mikla hetjudáð í frelsisstríðinu og fékk til eignar jarðnæði á Manhattan-eyju sem síðan hefur verið í eigu fjölskyldunnar (þess má geta að aftast í bókinni birtist stutt viðtal sem höfundurinn tekur við persónu sína). Voort er reyndar ekki eina ríka löggan í sögunni. Félagi hans, Mickey, er næst ríkasti rannsóknarlögreglumaður borgarinnar fyrir sakir velheppnaðra fjárfestinga og það er ástæðan fyrir því að þeir vinna saman; þeir eru hvor um sig ríkari en lögreglustjóri borg- arinnar. „Stundum gerðu hinar löggurnar grín að þeim, stundum reyndu þær að fá lán hjá þeim.“ Gott innsæi Þannig er að hópur manna hittist reglulega í litlum sal í steikhúsi í miðbæ New York og ræðir þar sín hjartans mál og sérstaklega konurnar sem höfnuðu þeim. Einn þeirra er bankamaður, annar er vélvirki, sá þriðji er umboðsmaður rithöfunda. Einn stóll er jafn- an auður. Fundinum stjórnar sálfræðingur þeirra, Ian Bainbridge. Þeir em allir sjúkl- ingar hans. Hann hefur kallað þá saman en það virðist ætla að hafa einkar slæmar afleið- ingar. Eftir hvern fund deyr ein af konunum sem sveik þá, myrt á hroðalegan hátt. Voort er settur yfir rannsókn málsins og það undarlega gerist að á meðan á því stend- ur segir kærastan hans, hin glæsilega Cam- illa, honum upp en sálfræðingur Camillu er einmitt téður Bainbridge. Ethan Black kryddar þessa sögu sína með bersöglislegum kynlífslýsingum, sem erfitt er að sjá að þjóni sérstökum tilgangi, en helsti kostur sögunnar er gott sálfræðilegt innsæi höfundarins í þá villu sem þjáir aðalpersón- una, þ.e. sálfræðinginn, og hvernig hann kem- ur henni til skila þannig að persónan opnast manni smátt og smátt með tilvísun í æsku hennar. Það er ákveðin spenna því fylgjandi um leið og Voort og félagar þrengja hringinn í kringum hann. „The Broken Heart Club“ er þannig hin sæmilegasta afþreying miðað við fyrstu bók höfundar, án þess að rista mjög djúpt. Arnaldur Indriðason LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. APRÍL 2000 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.