Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 3
LESBÖK VIOIM.l M!I \I)S1\S - MENNING USI IIt 14. TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR EFNI Lóan er komin Lóan er vorboðinn á Isiandi framar flestu öðru og lóukvak lætur í eyrum landsmanna eins og hin fegursta tóniist. Um heiðlóuna í islenskri og erlendri þjóðtrú skrifar Sigurður Ægisson. Þjóðbúningar eru ísienskur menningar- arfur og að þekkja og varðveita þá er hverri þjóð þýðingarmikið. Ásdís Birgis- dóttir og Dóra Jónsdóttir hafa tekið saman grein um þetta efni og fylgja með myndir af margskonar útfærslu á ís- lenskum þjóð- búningum. Auðnir hólendisins Nú er það naumast spurning lengur að hin- ar ósnortnu auðnir hálendisins eru auðiind. Verður hægt að vernda auðnirnar, spyr Gísli Sigurðsson í grein og ekki er spurt að ástæðulausu. Menn hafa kallað það „svarta náttúruvemd" í háðungarskyni þegar amast er við mannvirkjum á hálendinu, en það er skoðun greinarhöfundar að sú náttúmvemd eigi líka rétt á sér. v Danskir mólarar voru í litlu eða engu eftirbátar starfs- bræðra sinna sunnar í álfunni á fyrri helm- ingi nítjándu aldar og eitt höfðu þeir fram- yfír þá, sem var hið klára ljós norðursins, segir Bragi Ásgeirsson í tilefni af sýningu í Hamburger Kunsthalle, sem opnar aftur í Thorvaldsen-safninu í Kaupmannahöfn hinn 18. aprfl. FORSÍÐUMYNDIN er af Tungufellskirkju í Hrunamannahreppi, sem lengst er frá sjó allra kirkna á íslandi. Um kirkjuna er fjallað í blaðinu. Ljósmynd: Gísli Sigurðsson. JÓNAS HALLGRÍMSSON A SUMARDAGS- MORGUNINN FYRSTA Þökksé þér, Guð! fyrir þenna blund, er þá ég um síðstu vetrarstund; hann hresstimig, oghuga minn huggaði fyrh'máttinn þinn; nú hefír sumai-sólin skær sofnaðan þínum fótum nær vakið mig, svo að vakni þín vegsemdin upp á tungu mín. Höfundur, faðir alls, sem er, um alheimsgeiminn hvar sem fer, þú, sem að skapar ljós og líf, landinu vertu sverð oghlíf; myrkur og villu oglygalið láttu nú ekki standa við, sumarsins góða svo að vér sannlega njótum rétt sem ber. Vorblómin, sem þú vekur öll vonfógurnú um dal ogfjöll, og hafblá alda’ og himinskin hafa mig lengi átt að vin. Leyfðu nú, Drottinn! enn að una eitt sumai' mér við náttúruna; kallirðu þá, egglaðurget gengið til þín hið dimma fet. Jónas Hallgrímsson, 1807-1845, lislaskáldið góða, eins og hann hefur verið nefndur, þarf varla að kynna. 1 kvæðinu tolar náttúrufræðingurinn og skáldið við Drottin, en feigðargrunurinn leynir sér ekki í siðustu Ijóðlínunni. Ljóðið er birt í tilefni þess að sumardagurinn fyrsti er skammt undan. RABB tli menn sér að fjalla um daginn ogveginníþætti sem þessum, verða þeir að kunna skil á menningar- straumum í land- inu, auk þess að halda sér nokkuð að þeim fræðum, sem þeir lögðu stund á í skóla og ætluð voru haldgott veganesti. Mér er enn í minni heimsókn sem við hjónin fengum við mörgum árum. Þá vor- um við búsett í Laufási við Eyjafjörð, á því setri þar sem „manni allt á móti hlær“, eins og einn forvera minna þar, séra Magnús 01- afsson, orðaði það í lýsandi lofgjörð um óviðjafnanlegan stað: Laufás minn er listabær, lukkumaður sá honum nær; mannialltámótihlær, mest á vorin þegar grær. Á fyrstu árum okkar hjóna í Laufási bar þar eitt sinn að garði fyrrverandi læriföður minn, dr. Pórir Kr. Þórðarson. Við tókum tal saman og eitthvað vék ég þá að því við prófessorinn, að ekki hefði ég nú haldið mig nógu vel að fræðunum á háskólaárunum og sennilega væri mér hollt að fara í eitthvert sérfræðinám erlendis, til þess að bæta fyrir þessar vanrækslusyndir. Dr. Þórir hló við og sagði: „Þetta er dæmalaus fjarstæða. Þú átt að fá þér nægan pappír oglipra ferðarit- vél og ferðast. Já, því ekki til Italíu og velja þar fagran og kyrrlátan stað við Miðjarðar- hafið og hugsa og skrifa.“ Ég hygg að ég hafi sjaldan fengið hollari viðurkenningar- og uppörvunarorð en fannst ég raunar ekki verðskulda þau. Hins vegar voru aðstæður með þeim hætti, að minni hyggju þá, að Ítalíuferð var ekki hugsanlegur möguleiki fyrir barnakarl og kartöflubónda, sem þjónaði þrem sóknum. Aftur á móti var þó SINUELDAR ekkert, sem gat komið í veg fyrir aukin pappírskaup, enda jukust þau við þessa óvæntu hvatningu doktorsins. Efnivið skorti ekki, því við hvert fótmál rakst ég á söguleg viðfangsefni þar heima í Laufási og mörg þeirra áhugaverð. Margir höfðu for- verar mínir þar látið að sér kveða á ýmsan hátt, ekki síst við bóklega iðju. Þangað kom árið 1622 fræðimaðurinn og skáldið, sr. Magnús Olafsson, sem hafði þá gegnt rekt- orsembætti hér heima á Hólum í Hjaltadal veturinn 1620-1621, en fékk þá Laufás og hélt staðinn til æviloka þann 22. júlí 1636. Þegar hugað er nánar að uppruna þessa rit- færa manns er faðir hans sagður hafa verið nefndur Ólafur Helgason að Hofsá í Svarf- aðardal, en Magnús „tekinn af móður sinni örendri, er var á vergangi". Drengnum var þá komið fyrir á Urðum í Svarfaðardal og alinn upp af Bessa Hrólfssyni bónda þar. Aðrir segja að hann hafi hlotið uppeldi hjá Benedikt, sýslumanni ríka, Halldórssyni á Möðruvöllum. En víst er að hingað heim að Hólum átti leið hans eftir að liggja til náms. Lærði hann í Hólaskóla og var síðan í há- skólanum í Kaupmannahöfn og kom þaðan aftur til landsins árið 1599. Árið 1620 kom Magnús aftur hingað heim að Hólum og gegndi rektorsembætti við Hólaskóla vet- urinn 1620- 21. Þá fékk hann Laufás 1622 og hélt til æviloka. Hann var mikill fræði- maður. Eftir hann er prentað í Kaup- mannahöfn 1650 Specimen lexici Runici og latnesk þýðing Snorra Eddu einnig útgefin í Kaupmannahöfn 1665. Raunar er hægt að gleyma sér við afrek þessa ágæta Laufáss- klerks og margt hægt að telja upp af af- reksverkum hans í ritun og útgáfum, sem haldið hefur verið til haga. Þannig fór að efnivið til rannsókna skorti ekki á prestskaparárum mínum heima í Laufási. Einn var sá prestur, sem þar hafði setið og var þjóðkunnur fyrir brennandi áhuga á brýnu hugsjónamáli. Það var séra Magnús Jónsson (f. 1828), faðir Jóns al- þingismanns og forsætisráðhen-a (f. 1859). Sr. Magnús hafði sjálfur átt við áfengis- vanda að stríða, en vann bug á honum. Lét hann ekki þar við sitja, heldur ritaði og gaf út væna bók, sem hann nefndi Bindindis- fræði. Þar er þetta mikla vandamál og þjóð- félagsböl krufið til mergjar á ýtarlegan hátt og því fylgdi hreyfing um stofnun bindind- isfélaga víða um land, sem leiddu þá til mik- illar blessunar fyrir frelsisbaráttu þjóðar- innar. Áhugi sr. Magnúsar var vekjandi og hafði áhrif til margþættra framfara. Nú er böl af völdum óreglu og eiturlyfja orðið það vandamál, sem brýnast er að tak- ast á við á nýrri öld. Vert er að hafa það í huga, þegar framundan eru margþætt og vegleg hátíðahöld í öllum landsfjórðungum á komandi sumri. Fátt er mikilvægara en það, að þjóð gangi algáð til þeirrar hátíðar. Vonandi þarf þá enginn að líta svipaða sýn á komandi tíð og Hjálmar skáld Jónsson í Bólu, er orti svo um lest, sem hann mætti á förnum vegi: „Aumt er að sjá í einni lest áhaldsgögnin slitin flest, dapra konu og drukkinn prest, drembinn þræl og meiddan hest.“ í upphafi þessa rabbs var vikið að því, hverja nauðsyn menn telja á því að kunna skil á efnahagsmálum og margþættum straumum í stjórnmálum. Ekki er ástæða til að finna að því. Hinu má ekki gleyma, að vísasti vegur til farsældar er ábyrg afstaða til þess eiturlyfjavanda, sem nú ógnar þjóð- inni. Þjáð af völdum þess böls má æska þessa lands eigi ganga til móts við nýja öld. Halldór Laxness flutti eitt sinn ávarp ungu fólki á Þingvöllum á hvítasunnudag. Þar komst hann m.a. svo að orði: „Það er aðal æskunnar að hafa frjálsa og heilnæma sýn á lífinu í kringum sig, réttlætiskröfur henn- ar og fegurðarþrá eru snar þáttur af lífs- krafti hennar sjálfrar, en ekki svikin verzl- unarvara, sem hún sé fús að selja með afslætti, ef henni er borgað út í hönd, eins og oft er einkenni á „hugsjónum" hinna rosknari manna, sérstaklega í opinberu lífi. Það er eðli heilbrigðrar æsku að vera ósátt- fús við alla þá aðila, sem eru lífsöflunum fjandsamlegir, að láta aldrei múta sér til samkomulags við slíka ki-afta.“ (Aðal æsk- unnar, Vettvangur dagsins, útg. 1942.) Skáldið sló þar á strengi, sem hljóma hátt á þeim tíma, sem við lifum nú, þegar máttur fjármagnsins er tilbeðinn eins og voldugur hjáguð og eiturlyf brjóta niður viðnámsþrótt íjölda ungra og aldinna og leiða böl yfir saklaus börn. Kirkjan getur ekki setið hjá og látið sem henni komi þessi vá ekkert við. Margir hafa hlýtt því kalli að vara við hættunni og koma til móts við þá, sem hafa orðið fyrir höggum þessa vágests. Þau þungu högg hljóta að vekja okkur til ábyrgrar afstöðu. Kirkjunni ber að styðja þau félagasamtök, sem hlýða þeirri köllun að vinna gegn þessari eiturvá. Hún má ekki láta sér vaxa í augum þau margþættu við- fangsefni, en taka til hendi þar sem þess gerist þörf. Það yrði henni til sannarlegs ávinnings á nýrri öld, að hafa frumkvæði og baráttuvilja í átökum gegn andstæðingum heilbrigðra lífshátta. Ohrædd við hvers konar sinuelda, sem reynast þegar til kast- anna kemur, brennandi nauðsyn til siðbót- ar og almannaheilla. BOLLI GÚSTAVSSON Á HOLUM LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. APRÍL 2000 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.