Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 37

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 37
Bæjarhúsin á Skriðuklaustri 1990. Húsið Skriða er fremst til hægri, en Gunnarshús aftar og ofar til vinstri. MOÐURKRAFTUR- INN OG STÓRLEIKI ÍSLENSKRAR VETRARNÆTUR Kristín Gunnlaugsdóttir hef ur málað altaristöflu í kirkjuna í Stykkishólmi og er hún stærsta altaristafla , sem máluð hefur verið á einn dúk í kirkju á íslandi. Myndin er á forsíðu oessa jólablaðs Lesbókar og myndefnið er eins og sjá má, María Guðsmóðir með son sinn nýl ædc Jan. Kristín var beðin um að segja frá ti urð Dessa listaverks og hugmyndinni sem Fyrir henni vakti. Fara skýringar hennar hér á eftir. aðarsamband Austurlands rekið tilraunastöð að Eiðum. I samræmi við gjafabréf Gunnars og áhuga hans á búskap þótti sjálfgefið að nýta jörðina fyrir þessa starfsemi. Var tilraunastöðin þvi flutt í Klaustur vorið 1949 og sett þar upp tilraunabú. Starfsemin var tvíþætt frá upphafi: annars vegar kynbætur og fóði-un sauðfjár og hins vegar ræktunartilraunh'. Fyrsti bústofn- inn var frá Gunnari skáldi. Fyrsti tilraunastjóri á Klaustri var Jónas Pétursson, síðar alþingismaður, og mótaði hann starfsemi stöðvarinnar, einkum á sviði sauðfjár- ræktai'. Hann kom upp stóru fjárbúi og bygg- ingum fyi'ir það, og hóf stórfellda túnrækt. Einnig lét hann nýta Ranann á Jökuldal, sem tilheyrt hefur jörðinni frá fornu fari. Skipulegt úrval og kynbótaræktun á sauðfé hófst 1956 með „Stofntilrauninni“ svonefndu. Bestu fjárstofnar á Austurlandi vora leitaðir uppi, ræktaðir og kynbættir áfram. „I höndum Jónasar Péturssonar varð úr þessari blöndu mjög vel gerður og afurðamikUl kynstofn, sem fljótlega var faiið að leita til með kynbótafé.“ (Sveitir og jarðir í Múlaþingi TV.) Ræktunartilraunir voru oftast í umsjón sér- fræðinga sem til þess voru ráðnir, og tilraunir með áburð voru gerðar hjá bændum á ýmsum stöðum í fjórðungnum. Arið 1962 tók Matthías Eggertsson við stöðu tilraunastjóra á Kiaustri. Hann byggði sér annað íbúðarhús á jörðinni, sem nefnt er Skriða. Sérgrein Matthíasar er á sviði jarðræktar, og efldist sá þáttur á næstu ár- um. Um þetta leyti reis mikil kornræktaralda á Héraði, sem náði hámarki 1963, þegar sáð var korni í 130 hektara. Um miðjan sjöunda ára- tuginn kólnaði veðrátta, og lagðist kornyrkja þá niður, en kalskemmdir urðu víða í túnum á Austurlandi, þó ekki teljandi í Fljótsdal. Tilraunastöðin brást við þessu á þann hátt, að flytja jarðræktartilraunir út á meðal bænda, og fóru þær fram á 20-30 stöðum, frá Bakkafirði suður á Mýrar í A-Skaft., í nánu samstarfi við Búnaðai'samböndin. Tilraunir voru einkum gerðar með mismunandi skammta af tilbúnum áburði, kölkun jarðvegs og grænfóðun'ækt, og var tilgangurinn að leita ráða til að bregðast við áföllum af hinu kalda veðurfari. Jafnframt var jarðræktartilraunum á Skriðuklaustri haldið áfram. Árið 1965 vom sett ný lög um rannsóknir í þágu atvinnuveganna og Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA) var komið á fót. Skyldu nú allar tilraunastöðvar ríkisins heyra undir þá stofnun. Eftir það var sauðfjárræktar- tilraunum á Klaustri stýrt af sérfræðingum RALA, og hafði Stefán Aðalsteinsson (frá Vað- brekku) veg og vanda af þeim. Hafa þær eink- um gengið út á það að rækta upp fjárstofn með kostamikla hvíta ull. Þór Þorbei'gsson gegndi tilraunastjórastarf- inu á Klaustri árin 1971-1984 og hélt áfram jarðræktartilraunum. í hans tíð voru svalir byggðar á Gunnarshús, eins og ráð var fyrir gert, og hafin var nytjaskógrækt á jörðinni um 1982. Árið 1985 var tilraunabúið greint frá annarri starfsemi, og tók Búnaðarsambandið að sér rekstur þess. Sama ár tók Þórminn Láivsson við starfi tilraunastjóra, en hann hafði áður starfað á Klaustri við sauðíjárræktartilraunir. Það kom í hlut Þórarins og Guðborgar Jóns- dóttur konu hans, að sjá um nauðsynlegt við- hald og endurnýjun á Gunnarshúsi, og sérstak- ai' framkvæmdir sem efnt var til vegna aldarafmælis Gunnars 1989. Þau hafa orðið að berjast fyrir menningarlegu hlutverki staðai'ins og efndum á gefnum loforðum við skilningslítil stjómvöld. Árið 1990 ákvað Rannsóknastofnun landbún- aðarins að leggja tilraunastöðina á Skriðu- klaustri niður. Þanneð lauk þar 40 ára tilrauna- starfi í þágu íslensks landbúnaðar. Síðan hafa verið haldin þar stutt námskeið í ýmsu er lýtur ■ að búskap og atvinnulífi í sveitum. Sauðfjár- stofninn sem ræktaður var upp á Klaustri var iluttur að bænum Freyshólum árið 1990, vegna niðurskurðar á sauðfé vestan Lagarfljóts, og sl. haust var hann fluttur í Steinholt á Egilsstöð- um. Gunnarsstofnun Oft hefur veiið rætt og ritað um að koma á fót safni eða stofnun til minningar um Gunnar og Franziscu í Gunnarshúsi á Klaustri, sem jafn- framt gæti verið aðsetur fyrir ýmiss konar fræði, bókmenntir og listir í anda gjafabréfs þeirra. Ýtarleg tillaga um „fræðasetur" var sett fram af greinarhöfundi og Þórami Lárussyni áiið 1985, og birt sem „Ávarp til Austfirðinga" í blöðum 1986. Einnig var flutt tillaga á Alþingi um sama efni. Aldarafmæli Gunnars Gunnarssonar var haldið hátíðlegt á Klaustri þann 20. ágúst 1989, eftir að gagngerðar endurbætur höfðu farið fram á Gunnarshúsi og umhverfi þess. Þá vai' formlega orpnuð „Gestaíbúð" í húsinu. Þai' hef- ur síðan verið vinsæll dvalarstaður fræði- manna, rithöfunda og annarra listamanna, og er íbúðin jafnan fullbókuð yfir sumartímann. (Sjá tímaritið Gletting 2 (2), 1992). Snemma árs 1993 afhenti ráðuneyti landbún- aðamála menntamálaráðuneytinu Gunnarshús til afnota og fulls fomæðis. Það var hinsvegar ekki fyiT en vorið 1999 að samkomulag var gert milli ráðuneytanna um skiptingu jarðarinnar. Samkvæmt þvi heyra Gunnarshús og húsið Skriða undir Gunnarsstofnun, ásamt 15 hektara lóð, en að öðru leyti er jörðin leigð til búskapai- (sbr. innganginn). Þann 9. desember 1997 vora „Reglur um Gunnarsstofnun" staðfestar af menntamálaráð- heraa. í fyi'stu grein þeirra segii', að stofnunin skuli starfa á grandvelli gjafabréfs Gunnars og Franziscu frá 11. des. 1948. Hlutverk hennar er: „að leggja rækt við bókmenntir, með áherslu á íitverk og ævi Gunnars Gunnarssonar; að reka dvalai-stað fyrir lista- og fræðimenn; að stuðla að atvinnuþróun á Austuiiandi; að efla rannsóknir á austfirskum fræðum; að stuðla að alþjóðlegum menningartengslsum á verksviði sínu; að standa fyrír sýningum og öðivm lista- viðburðum." Stjóm Gunnarsstofnunar er skipuð af ráð- herra menntamála til þriggja ára í senn. Stjóm- in ræður forstöðumann og setur honum erindis- bréf. „Miðað skal við að ríkissjóður greiði laun forstöðumanns og stjórnar, en stofnunin afli sjálf tekna til rekstrarins að öðra leyti“, segir í reglunum Sumarið 1999 var Skúli Björn Gunnarsson ráðinn forstöðumaður og tók hann til starfa 1. október síðastliðinn. Skúli er frá Litla-Bakka í Hróarstungu, íslenskufræðingur að mennt, og hefur getið sér gott orð sem rithöfundur og rit- stjóri. Hann hefur mótað þá stefnu, að á Skriðu- klaustri verði fágað menningar- og fræðasetur, með umhverfi og innviðum sem hæfa hinu glæsilega húsi Gunnars Gunnai'ssonar. Húsið verður opið fyrir gesti sem vilja skoða það og kynna sér starfsemi þess. Ráðgert er að koma upp vísi að safni um Gunnai' og fjölskyldu hans, og efna til tímabundinna sýninga á listaverkum og öðram munum, auk þess að standa fyrir við- burðum af ýmsu tagi. Gestaíbúðin verður áfram rekin í húsinu, fyrir lista- og fræðimenn, en auk þess verður komið upp vinnuaðstöðu fyrir fleiri slíka. Áætlað er að kaffitería verði í húsinu yfir sumartímann. Stefnt er að því að næsta vor verði undirbúningur það vel á veg kominn, að ferðafólk og aðrir gestir geti sótt staðinn heim og notið þess sem hann hefur upp á að bjóða. Með Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri er vonandi sá draumui' að rætast, að staðurinn íái nýtt hlutverk, í samræmi við óskir skáldsins, er svarað geti kalli tímans, og orðið stoð og stytta fyrir íslenska menningu. Mig langar í fáum orðum að segja frá hvað fyrir mér vakti við gerð þess- arar altaristöflu af Maríu með Jesúbarnið. Eftir að hafa heimsótt nýju kirkjuna í Stykkishólmi og skoðað arki- tektúr hennar þótti mér augljóst að altaris- taflan yrði að vera látlaus, með skýr og hrein skilaboð. Gluggarnir til hliðanna með útsýni yfir haf og himin, hvít hvelfingin og ljósrauður dregillinn kölluðu í huga mínum strax á bláma og tærleika. Einskonar samhljómur fánalit- anna. Nokkur bið vai’ á að verkið gæti hafist vegna persónulegra aðstæðna en brátt hlóðust upp teikningar af verki sem var mér ofarlega í huga sem altaristafla fyrir þessa kirkju. Eftir nokkurra mánaða vinnu var sem kúvending yi'ði, stífla brast og fullkomlega áreynslulaust fæddist ný hugmynd, einskonar framhald af þeirri fyrri. Það kom mér gleðilega á óvart hve skýi- og mild myndin af Maríu Guðsmóður með son sinn birtist mér fyrir hugskotssjónum og ég fann strax að þessi og engin önnur ætti að vera altaristaflan fyrir þessa kirkju. Það mikilvægasta fyrir mig í þessu verki er, að María, móðirin helga, réttir mér son sinn, það dýrmætasta sem hún á, og gefur mér þannig hlutdeild í stærstu gleði sinni. Með því gefur hún mér, þér, okkur öllum, vonina, trúna og kærleikann. Hún er hjúpuð himneskri þögn og guðlegri mildi, hinum mikla stórleika ís- lenskrar vetrai'nætur eins og við þekkjum hann best. Móðurkrafturinn, móðir náttúra, móðir Krists, hins talaða orðs. Það var síðan viku eftir að þessi mynd fæddist að ég komst að því að ég var sjálf með barni. Mig langar til að tileinka persónulega þetta verk minningu móður minnar Gunnborgar Kristinsson, sem lést í maí á síðastliðnu ári, 1998. Minningin um hana og allt það besta sem sönn móðurást gefur og hefur veitt mér, er í raun uppsprettan að þessu verki, það, að við það að gefa, þá öðlast maður. Mig langar sér- staklega að þakka frábært samstarf við vel- unnara kirkjunnar sem kostaði verkið, en þa^^ var ekki síst fyrir þann djúpa skilning sem þar kom fram, þolinmæði og hlýju að þetta verk gat orðið til. Stuðningur og tillitsemi gagnvart því ferli sem verkið krafðist var einstakt. Þá langar mig að senda kveðju til Frans- iskusystranna í Stykkishólmi, ég dvaldi sjálf í aðalklaustri þeirra í Rómarborg á sínum tíma og get sannarlega sagt að við gestgjafarnir höfum lært margt af þessum gestum okkar og lít til þessa verks sem vitnisburðar um það. Ég vona innilega að Stykkishólmsbúar og aðrir bjóði þessa mynd velkomna í hjarta sínu og að með tíð og tíma eignist hún þar sinn var- anlega sess. Það var í hugleiðslu um hina helgur ~ móður allra mæðra, hjá kærri vinkonu minni, Erlu Stefánsdóttur, að myndin af Guðsmóður- inni með barnið birtist mér hvað skýrast. Erla hefur samið ljóð til verksins sem ég kýs að hafa sem titil þess: Uppspretta náðarinnar birtist hin blátæra móðir allra bama jarðarinnar, gamalla sem ungi'a ogréttú'fram frumburð sinn heiminum til heilla. Fyrirheitum trú, von og kærleika um eilífð alla. KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. DESEMBER 1999 37

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.