Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 26
JUNIDAGURIJORVIK GREIN: KRISTIN PALSDOTTIR TEIKNINGAR: RAGNAR LÁR Að heimsækja York í Englandi - hina fornu Jórvík - er för langt aftur í aldir sem [ DÍrtir minjar um Rómverja ogv ríkinga. Rómverjar nefndu staðinn Eboracum, síð- arl comu Saxar til sögu og þó hét hann Eoforwick en vík ;ingar nefndu hann Jórvík og þar er nú merkilegt safn sem sýnir muni og myndir af daglegu lífi | Deirra. Shambles, eða Slátraragata. Allt fram til 1930 var hver einasta búð í götunni slátraraverslun. Við húsin voru þá svokölluð „shammels", eða bekkir, þar sem kjötið var haft til sýnis. VÐ lögðum upp frá King’s Cross-járnbrautarstöðinni í London snemma morguns í júnímánuði sl. Förinni var heitið til Jórvíkur (York) og farkosturinn „Skotinn fljúgandi" (The Flying Scotchman). Við létum fara vel um okkur i nytískulegum járnbrautar- -.vagni og fylgdumst með landslaginu á leift- urferð, því ekið var á liðlega 200 km hraða. Ferðin tók rétt rúmar tvær klukkustundir og þegar við stigum út í York var hádegi. Við höfðum pantað herbergi á gistiheimili í gegnum British Tourist Board og fengum nákvæmlega eins herbergi og lofað hafði verið. Gistiheimilið er í hjarta York og eftir stutta göngu vorum við komin inn í „Safna- garðinn" (Museum Gardens). Fyrir augu okkar bar rústir kirkju heilagrar Maríu, sem var rómversk-kaþólsk kirkja. Kirkjan var byggð um 1088 en brotin niður við siðaskipt- ^in, að skipun Hinriks áttunda árið 1539. Garðurinn ber þess greinilega merki að vera mikið notaður. Fólk lá og sat á víð og dreif um garðinn og naut góða veðursins og borð- aði nesti. Þegar við gengum út um aðalhlið garðsins blöstu við okkur rústir frá tímum Rómverja, en við ákváðum að geyma okkur til næsta dags að skoða þær. Við fórum aftur á móti á rölt um götur miðbæjarins. Það var eins og að detta inn í skáldsögu eftir Dickens eða Jane Austen, því húsin eru flest mjög gömul, frá 18. og 19. öld, og sum jafnvel mun eldri. Mikið er um bindingsverkshús og allar götumar þröngar og steinlagðar og mjög víða eru þær eingöngu göngugötur. í flestum þessum húsum er að finna litlar búðir, minjagripabúðir, fatabúðir, konfektbúðir, sápubúðir og mikið af veitingahúsum. Við borðuðum hádegisverð á litlu frönsku veit- *ingahúsi í einu af þessum gömlu húsum og fengum ljómandi góða lauksúpu, makrílkæfu og glas af hvítvíni á góðu verði og sáum strax að mun ódýrara er að borða á veitinga- húsum í York en t.d. London. Það var dá- samlegt að ganga um gömlu götumar í York og skemmtilegt að skoða nöfn gatnanna, Coppergate, Stonegate, Micklegate og Fossgate svo einhverjar séu nefndar og vor- um við fljót að þýða götunöfnin yfir á ís- lensku, Kopargata, Steinagata, Miklagata og Fossgata. Við gengum niður að ánni Ouse, sem við gætum kallað Ósá á íslensku, og tók- um okkur far eftir ánni með útsýnisbát. Það er alltaf ævintýralegt að sigla eftir ám sem standa við borgir, því maður fær nýja sýn á borgina. Þessi var engin undantekning. Við sigldum niður Ouse þar sem hún mætir ánni --Foss. Armótin mynda eins konar þríhyrning. Rómverjar byggðu þar virki sem þeir nefndu Eboracum. Við sigldum framhjá Guildhall (ráðhúsinu), sem byggt var á 15. öld, en fyrr á tímum var York mikil verslunarborg. Guildhall var sprengt upp í seinni heims- styijöldinni, en endurbyggt seinna í upp- haflegri mynd. Meðfram ánni Ouse lágu fljótabátar við festar og aðrir voru á siglingu og við urðum vitni að spennandi róðrar- keppni námsmanna. Afram var haldið og að bátsferð lokinni gengum við upp Market Street og fengum okkur eftirmiðdagste á gamaldags ensku veitingahúsi og fylgdumst með straumi fólksins sem rann hjá. Mikill "Yiluti ferðamannanna sem við fylgdumst með var eldra fólk og stórir hópar af krökkum á grunnskólaaldri með kennurum sínum, greinilega á skólaferðalagi. Það sem okkur þótti hvað eftirtektarverðast var að ungir og aldnir virtust bera virðingu hver fyrir öðrum og kurteisi var hvarvetna í fyrirrúmi, hvert sem litið varð. Clifford’s Tower var næsti viðkomustaður, en hann heitir eftir konung- legum kastalaverði fyrri tíma. Turninn var reistur í tíð Vilhjálms sigursæla á árunum 1245-62 og notaður sem virki allt til loka 17. aldar. Clifford’s Tower stendur á nokkuð hárri hæð og þegar upp er komið sér til allra átta yfir borgina. Robert Aske, sem nefndur var „pílagrímur sæmdar“, var hengdur í Clifford’s Tower árið 1536, en hann hafði ásamt fylgdarmönnum sínum ráðist fram gegn her Hinriks áttunda, þegar kóngur lét ræna og rupla og brjóta niður öll klaustur í héraðinu. Frá virkinu gengum við niður Castlegate og komum við þá í Víkingasafnið. Sagan seg- ir að á 5. og 6. öld hafi af og til komið innrás- arherir frá norðri og meginlandinu til York, eða Eboracum, eins og borgin nefndist þá. Þar kom að Saxar lögðu undir sig landsvæð- ið og kölluðu Eoforwic. Árið 625 kvæntist Eðvin konungur Norðimbralands Eðelborgu, hinni kristnu dóttur konungsins af Kent. Hún hafði slík trúarleg áhrif á Eðvin að hann og menn hans létu skírast til kristinnar trúar á páskadag 627 í kirkju heilags Péturs. Kirkjuna hafði Eðvin konungur látið reisa í York og stóð hún á sama stað og dómkirkjan stendur nú. Trúarlegt líf var stöðugt í York næstu öld og árið 735 lýsti páfinn yfir því að York væri erkibiskupsdæmi. Næstu áratugi á eftir, eða árin 766-81, var York eitt af frægustu skólasetrum Bretlands og þótt víð- ar væri leitað í Evrópu. Alcuin, einn af fræg- ustu fræðimönnum þess tíma, var skóla- meistari dómkirkjuskólans í York. Þessum gullna tíma lauk með innrásum víkinga á Bretland, fyrst á Jarrow og Lindis- farne, sem voru mikilvægar stöðvar lærdóms og trúar á þeim tíma. Afram héldu þeir og þar kom að víkingar réðust á York. I þeim bardaga féllu kóngarnir Osbert og Ella ásamt stórum hluta manna sinna, en þeir höfðu ráðið ríkjum í York og Norðimbra- landi. Þeir sem eftir lifðu af mönnum þeirra sömdu frið við víkingana. Það voru því danskir konungar sem réðu ríkjum í York og Norðimbralandi næstu 50 ár og borgin óx og dafnaði og bjuggu þar um tíu þúsund manns þegar mest var. Verslun var og mikil á þeim tíma. Frá tímum víkinga eru merkar minjar um veru þeirra í York og eru í safninu ómet- anlegar heimildir um þær. Við gengum nú upp Shambles, eða „Slátr- aragötu“. Allt fram til 1930 var hver einasta búð í þeirri götu slátraraverslun. Við húsin eru ennþá svokölluð „shammels" eða bekkir, þar sem kjötið var haft til sýnis. Á opnu svæði við Slátraragötu var fólk að selja bæði ávexti og grænmeti á borðum úti. Auk þess voru alls kyns handverksmenn að störfum og gat að h'ta járnsmiði, leirkera- smiði og fleira fólk við iðju sína. Við Little Shambles eða „Litlu Slátraragötu" sáum við eitt af þessum fallegu gömlu bindingsverks- húsum og þegar inn var komið þótti okkur sem við værum komin í ævintýr, svo fallegt var húsið að innan. Það kom í ljós að þetta var veitingahús, sem verið var að opna eftir gagngerðar breytingar. Yfir góðum kvöld- verði sagði þjónninn okkur sögu hússins, sem byggt var árið 1795 og hefur tvívegis lent í eldsvoða, en verið endurbyggt og lítur nú út eins og forðum. Nú var komið að há- punkti dagsins, en það var að fara í dóm- kirkjuna í York. Klukkan var orðin átta um kvöldið þegar við komum í kirkjuna og orðið rokkið úti fyrir. Dómkirkjan í York er talin ein af gersemum Englands. Miðhluti kirkjunnar var byggður á árununum 1291- 1350 og er í gotneskum stíl. Þvergöngin voru byggð nokkrum áratugum áður, á árunum 1220-1270. Kórinn var síðan reistur á fyrri- hluta 15. aldar. I þvergöngunum eru mjög margir frægir og fallegir steindir gluggar. Gluggarnir „Five Sisters" eru taldir þeir frægustu. Þeir voru gerðir um 1260 og eru elstu heilu gluggarnir í dómkirkjunni. Glerið í gluggunum er að mestu í grænum og grá- um lit og mynstur geómetrískt. Við fylgd- umst með hópi grunnskólanemenda sem kom þar ásamt kennara sínum. Kennarinn lét nemendur ganga eftir þvergöngunum hald- andi fyrir augu og sagði síðan: „Lítið öll upp og horfið á eitt af djásnum Guðs.“ Kór kirkjunnar er talinn mjög merkur út frá byggingarlegu sjónarmiði, en á framhlið hans eru styttur af fimmtán konungum Eng- lands, allt frá Vilhjálmi fyrsta til Hinriks átt- unda. Það var orðið dimmt þegar við gengum gömlu göturnar í York heim á leið í Martins Guest House. Gömlu húsin í York voru að sjá eins og teikningar í ævintýrabók. Safnagarð- urinn var upplýstur þegar við gengum gegn- um hann og páfuglar spókuðu sig innan girð- inga. Það var gott að gista á Martins Guest House. Við tókum daginn snemma, því lest- ina áttum við að taka til baka til London klukkan sjö um kvöldið. Við ákváðum að fara með farangur okkar á járnbrautarstöðina og setja í geymslu yfir daginn. Það var furðuleg tilviljun fannst okkur, að sami leigubílstjór- inn ók okkur á járnbrautarstöðina um morg- uninn og hafði ekið okkur daginn áður frá stöðinni, á gistiheimilið. Hann kannaðist strax við okkur og spurði hvernig okkur lík- aði. Við sögðumst vera afar ánægð, en vær- um búin að uppgötva, að við þyrftum að minnsta kosti viku til að skoða allt það mark- verðasta og yrðum því að koma aftur til York. Þetta líkaði bílstjóranum að heyra. Frá járnbrautarstöðinni og inn í gamla bæinn liggur að hluta einn af virkisveggjun- um frá tímum Rómverja og gengum við eftir honum. Ekki er vitað mikið um sögu York fyrir komu Rómverja þangað, en á árunum 71-73 reistu þeir virki sem þeir kölluðu Eboracum til að verjast uppreisnarseggjum úr norðri. Virkið var reist á þríhyrndum tanga, þar sem á eina hlið var ófær mýri, en árnar Ouse og Foss til hinna hliðanna. Virkið var síðan endurbætt í gegnum tíðina og end- urnýjað á miðöldum, á þann hátt sem það er nú. Á þriðju öld var Eboracum orðið að sjálf- stæðri nýlendu og fjögur þúsund hermenn voru staðsettir þar. Árið 306 lést Konstan- tínus keisari í Eboracum og sonur hans, sem síðar varð Konstantínus mikli, lýstur keisari í hans stað. Konstantínus mikli skipti Bret- landi upp í fjögur umdæmi og var Eboracum eitt þeirra. Eboracum varð að höfuðstað her- stjórnenda sem réðu Hadríunasarmúrnum norðar í landinu. Sífelldur ófriður og styrj- aldir leiddu til þess, að um 410 urðu Róm- verjar að draga lið sín til baka til að verja sjálfa Rómaborg. Á bak við borgarbókasafn York gat að líta mjög merkan uppgröft og sáum við söguna svo að segja í „lögum“, allt frá tímum Róm- verja til miðalda. Þessi uppgröftur er þannig unninn að hann er sýndur í lögum. Neðsta lag er frá rómverskum tíma og skjöldur hef- ur verið festur upp fyrir hvern tíma. Þarna eru rústir Multangular-turnsins sem var reistur á fjórðu öld og í grunni hans eru fornar steinkistur, líklega frá miðöldum. Það var sérkennilegt að skoða rústir frá tímum Rómverja og líta svo til hliðar inn um glugga borgarbókasafnsins og sjá fólk vera að vinnu við tölvur. Að loknum hádegisverði, sem við snædd- um á litlum ítölskum stað, gengum við eftir Goodramgate og dáðumst að húsunum. Fyrr en varði sáum við afar glæsilegt hús, umlukt mjög fallegum garði. Við settumst á bekk í garðinum til að hvfla lúin bein. Garðurinn * 26 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 18. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.