Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 2
FLYTJA JÓLAÓRATÓRIUNA VIÐ SEX GUÐSÞJÓNUSTUR JÓLAÓRATÓRÍA Bachs verður flutt í sínum upprunalegu sex hlutum við jafnmargar guðs- þjónustur í Langholtskirkju frá jóladegi til þrettándans. Flytjendur eru Kór Langholtskirkju, Kammersveit Langholtskirkju ásamt hljóm- sveit og einsöngvurum undir stjórn Jóns Ste- fánssonar, kantors kirkjunnar. Jólaóratórían hefur aldrei verið flutt áður með þessum hætti hér á landi en það er nú gert í tilefni af Kristnihátíð og árþúsundamótum. „Þessi flutningur okkar á Jólaóratóríunni er með þeim hætti sem gert var af Bach sjálfum, í sex messurn," segir Jón Stefánsson. „Hver hluti um sig segir á sinn hátt söguna af fæðingu Jesú. Og hver þáttur hefur sitt svið. Fæðing Jesú og dauði - jól og fasta - hefur frá upphafi kristindóms verið óþrjótandi efni- viður listamanna. I máli, myndum og tónum hafa þessi tvö svið verið túlkuð. Krossinn á Golgata og hin grýtta leið þangað, og svo hin algjöra andstæða, jólin, stjarnan yfir Betlehem, nótt fjárhirðanna með þeim undrum sem fyrir þá bar og ekkert listaverk nær að sýna nema daufan bjarma af, fjárhúsið í Betle- hem, Jósef, María og hinn nýfæddi Gyðinga- konungur í jötunni," segir Jón og bætir því við að Bach hafi ekki að ástæðulausu stundum ver- ið nefndur 5. guðspjallamaðurinn. „Það er mikil guðfræði í tónlistinni hans.“ Jón segir að þeir Jón Helgi Þórarinsson sóknarprestur hafi velt því talsvert fyrir sér hvernig flutningurinn yrði sem best felldur inn í guðsþjónustumar án þess að lengja messuna. „Flutningur hvers þáttar tekur um 20-25 mín- útur og niðurstaðan varð sú að stytta aðra hluta messunnar sem því nemur en láta þó guðspjall dagsins ráða því hvaða hluti yrði fyrir valinu hverju sinni. í aríum hvers þáttar Oratóríunnar er útlegging á því sem guðspjallstextinn segir. Hver kantata er síðan í rauninni predikun á guðspjallstexta verksins. Þetta er því upphaf- Jólaóratoría J.S. Bachs verður flutt vid guðs- þjónustur í Langholtskirkju yflr hátíðarnar. lega samið til flutnings sem hluti af guðsþjón- ustunni og þannig ætlum við að gera þetta.“ Jón segir að það hafi verið draumur sinn allt frá því hann stjórnaði fyrsta flutningi Langholtskórsins á Jólaóratóríunni 1980 að flytja hana með þessum hætti. „Það eru þrjár ástæður fyrir því að okkur þótti vel við hæfi að ráðast í þetta núna. Við fögnum 1000 ára kristnitökuafmælinu. Þetta er einnig hluti af því að sýna Reykjavík sem menningarborg á menningarárinu og loks í þriðja lagi em á næsta ári liðin 250 ár frá dauða Bachs. Fyrsta hugmynd mín var að flytja óratoríuna á tónleik- um þar sem kostnaður við flutninginn er slíkur að treysta verður á aðgangseyri til að mæta honum. Séra Jón Helgi kom með þá djörfu hug- mynd að fá einhvern til að styrkja okkur. Þetta er auðvitað nokkuð djarft af söfnuði sem er nýbúinn að kaupa orgel og steindan glugga fyr- ir nær 40 milljónir. En þegar við lögðum þessa hugmynd fyrir stjórnendur Olíufélagsins hf. leist þeim svo vel á hugmyndina að við ákváðum að ráðast í þetta. íslandspóstur er annar styrk- taraðili og í sameiningu styrkja þessi fyrirtæki okkur svo rausnarlega að þetta var mögulegt fyrir okkur.“ Jón segir að þetta sé einstakt tækifæri fyrir almenning að njóta þessarar fögm tónlistar án þess að þurfa að greiða aðgangseyri, „... og það var auðvitað það sem vakti fyrir stjórnendum þessara tveggja fyrirtækja að bjóða almenningi að njóta Jólaóratóríunnar endurgjaldslaust á jólum og nýári 1999-2000." Því má reyndar bæta við að kostnaður við flutninginn er nokkm meiri en nemur stuðningi fyrirtækjanna tveggja og hefur Kór Langholtskirkju ákveðið að mæta honum. „Kórinn er því í rauninni að borga með sér til að geta flutt Jólaóratóríuna,“ segir Jón Stefánsson stjómandi sem er nú að stjórna óratóríunni i 8. sinn en í fyrsta sinn á þann hátt sem Bach ætlaði hana flutta. „Þetta býður upp á meiri breytileika við flutninginn en á hefðbundnum tónleikum þar sem allt verkið er flutt í einu. Við getum sniðið fjölda flytjenda, stærð kórs og hljómsveitar, að hverjum þætti.“ Einsöngvarar em þau Nanna Man'a Cortes, Þorbjörn Rúnarsson, Olafur Kjartan Sigurðai’- son, Valgerður Guðrún Guðnadóttir, Jónas Guðmundsson, Eiiíkur Hreinn Helgason, Ólöf Kolbmn Harðardóttir, Bergþór Pálsson, Þóra Einarssdóttir og Stefanía Valgeirsdóttir. Fyrsti hluti Jólaóratóríunnar verður fluttur við hátíðarmessu á jóladag kl. 14, síðan annan jóla- dag kl. 14, þá við aftansöng á gamlársdag kl. 17, síðan við hátíðarmessu á nýársdag kl. 14, þá við hátíðarmessu sunnudaginn 2. janúar kl. 14 og sjötti og síðasti hlutinn verður svo fluttur kl. 18 við aftansöng á þrettándanum. STYRKVEITINGAR ÚR NORRÆNA MENNINGAR- SJÓÐNUM Ragna Róbertsdóttir, Finnbogi Pétursson og Kristjón Guðmundsson skoða grafikmöppuna, sem kemur út í 38 eintökum. GRAFIKMAPPA MEÐ VERKUM ÞRIGGJA LISTAMANNA Á STJÓRNARFUNDI Norræna menningar- sjóðsins sem haldinn var í Kaupmannahöfn á dögunum vom veittir styrkir að upphæð um 58 milljónir króna. Þar af hlutu íslenskir aðil- ar styrki að upphæð röskar 7 milljónir; Listasafn Sigurjóns Ólafssonar hlaut röskar tvær milljónir vegna myndlistarsýningarinn- ar Hærra til þín. Ungmennafélag íslands f.h. samtaka norræna ungmennafélaga fékk sömu upphæð vegna verkefnisins Menning og æska og hafði áður fengið um 2,8 milljónir króna til sama verkefnis. Dalabyggð fékk um 1,4 milljónir króna vegna hátíðar Leifs Eir- íkssonar í ágúst 2000 og Alþjóðleg bók- menntahátíð í Reykjavík árið 2000 fékk um 750 þúsund krónur. Þá hlutu eftirtaldir aðil- ar styrki. Sigurður Flosason tónlistarmaður vegna verkefnisins Nordic big band music, Norræna húsið í Reykjavík vegna sumartón- leika, Ljósálfar í Kópavogi vegna ljósmynda- sýningar og Isark vegna verkefnisins, Gleymdir staðir. Verkefni Norræna menningarsjóðsins er að styðja menningarsamvinnu á Norðurlönd- um, í fyrsta lagi samvinnu á sviði menningar, lista og fjölmiðlunar auk menntunar- og rannsóknarverkefna sem tengjast menningu. I öðru lagi verkefni þar sem þessi menning- arsvið skarast og í þriðja lagi menningar- samstaf milli Norðurlanda, grannsvæðanna (Eystrasaltslandanna og Norðvestur-Rúss- lands) og annarra svæða Evrópu. Veitt er úr sjóðnum tvisvar á ári, í júní og desember. Umsóknarfrestur er annars vegar 15. mars og hins vegar 15. september ár hvert. Full- trúar íslands í stjórn sjóðsins eru þau Rann- veig Guðmundsdóttir alþingismaðui- og Þor- steinn Gunnarsson arkitekt og leikari. ÚT ER komin á Islandi og í Þýskalandi grafíkmappa sem hefur að geyma verk þriggja listamanna, Rögnu Róbertsdóttur, Finnboga Péturssonar og Kristjáns Guðmundssonar. títgefendur eru Gallerí i8 og Galleri Michael Sturm í Stuttgart og er upplagið lítið, nítján eintök verða til sölu á hvorum stað fyrir sig. Edda Jónsdóttir hjá Galleríi i8 segir þetta cinstakt tækifæri til að eignast verk eftir listamennina. Mappan kostar fimmtiu þús- und krónur fram til 20. desember að gal- leríið fer í jólafrí, en. þegar opnað verður aft.ur, 6. janúar, hækkar hún að sögn Eddu. Sýning á verkum þremenninganna stend- ur nú yfir í Galleri Michael Sturm í Stutt- gart. Verkin eru þrykkt af Thomas Ruppel / Stuttgart sem er, að sögn Eddu, eitt; besta grafíkverkstæði í Evrópu. Þar á bæ þrykktu menn meðal annars mikið fyrir Dieter heit- inn Roth. STYRKIR SNORRA STURLUSONAR LIN Hua, Christos Chrissopoulos og Catalin Avramescu hafa hlotið styrk Snorra Sturluson- ar, sem nú hafa verið veittir í áttunda sinn. Lin Hu, þýðandi í Beijing, fær styrk til að vinna að þýðingum á íslenskum fornbókmenn- tum, Christos Chrissopoulos, rithöfundur í Aþenu, til að vinna að bók um ísland og Catalin Avramescu, heimspekingur í Búkarest, til að fást við hugmyndir um stjórnmálaheimspeki í frásögnum um Island frá sautjándu öld og fram á þá nítjándu. Þrjátiu umsóknir bárust frá tuttugu og einu landi. í úthlutundarnefnd styrkjanna eiga sæti Úlfar Bragason, forstöðu- maður Stofnunar Sigurðar Nordals, Kristján Árnason dósent, og Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur. Varamaður Kristjáns er Bergljót Kristjánsdóttir dósent og tók hún þátt í starfi nefndarinnar að þessu sinni í forföllum hans. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn: Verk Ásmundar Sveinssonar. Galleri(a)hlemmur.is: Sara Björnsdótt- ir. Til 19. des. Gallerí OneoOne: Gjörningaklúbburinn. Til 4. jan. Gallerí Reykjavík: Ebba Júlíana Lár- usdóttir. Til 1. jan. Gallerí Sævars Karls: Vignir Jóhannesson. Til 19. des. Gerðarsafn: Verk úr safni Þorvaldar Guðmundssonar. Til 30. jan. Gerðuberg: Eiríkur Smith. Til. 9. jan. Hallgrímskirkja: Leifur Breiðfjörð. Til 16. feb. i8, Ingólfsstræti 8: Ola Kolehmainen. Til 23. jan. íslensk grafík, Tryggvagata 17, (hafn- armegin) Smámyndasýning. Til 19. des. Skúffug- allerí félagsmanna. Kjarvalsstaðir: Ragna Róbertsdóttir. Til 19. des. Listasafn ASÍ: Arinstofa: Verk úr eigu safnsins. Listasafn Einars Jónssonar: Lokað í des. og jan., en höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Islands:Kaffist. Dunganon. Til 31. des. Vormenn íslenskrar mynd- listar. Til 16. jan.Við aldamót. Til 10. jan. Listasafn Sigurjóns Olafssonar: Lokað í des. ogjan.. Listhúsið Laugardal: Sjpfn Har. Til 31. des. Norræna húsið: Kalevala. Til 31. des. Sparisjóður Garðabæjar: Átta mynd- listakonur. Til 31. des. Stofnun Árna Magnússonar: Handi’ita- sýning opin þriðjudag-föstudaga kl. 14-16. Til 15. maí. TÓNLIST Laugardagur Háskólabio: Jólatónleikar Sinfón- íuhljómsveitar íslands. Kl. 15. Dómkirkjan: Dómkórinn. Kl. 21. Sunnudagur Neskirkja: Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna, Inga Bachman, Jónas Ingi- mundarson og þrír barnakórar. Kl. 17. Hallgrímskirkja: Mótettukór Hall- grímskirkju. Sigurður Flosason, Marta Halldórsdóttir. Kl. 20. Kópavogskirkja: Skólakór Kársness. Kl. 22. Salurinn, Kópavogi: Jóladjass. Kl. 20.30. Mánudagur Ilafn ar fj ar ð ar k i rkj a: Camerarctica. Kl. 21. Þriðjudagur: Kópavogskirkja: Camerarctica. Kl. 21. Miðvikdudagur Dómkirlgan: Camerarctica. Kl. 21. Föstudagur Langholtskirkja: Kór Langholtskirkju flytur 1. hluta Jólaóratóríu Bachs. Kl. 14. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Gullna hliðið, frums. 26. des. Þrið. 28., mið. 29. des. Glanni glæp- ur í Latabæ, fim. 30. des. Abel Snorko býr einn, þrið. 28., mið. 29. des. Borgarleikhúsið: Bláa herbergið, þrið. 28. des. Litla hryllingsbúðin, fim. 30. des. Sex í sveit, mið. 29. des. Al’aspil frums. 26. des., mið. 29., fim. 30. des. Fegurðardrottningin frá Línakri, þrið. 28. des. Leitin að vísbendingu..., fim. 30. des. Iðnó: Stjörnur á morgunhimni, frums. 29. des. Fim. 30. des. Hafnarljarðarleikhúsið: Salka, ástar- saga, mið. 29. des. Leikfélag Akureyrar: Blessuð jólin, lau. 18., sun. 19.,, þrið. 28., mið. 29., fim. 30. des. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtai’ verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölv- upósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.