Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 24
DRAUMUR UM BETRA LÍF Gullna hliðið er óumdeilanlega eitt þekktasta og ástsælasta leikrit íslenskrar leiklistarsögu. Þó er verkið ekki nema rífl ega hálfrar aldargamalt, nokkrum árum eldra en Þ ’jóðleikhúsið sjálft sem fagnar 50 ára afmæli á næsta vori. Það á því vel við að bjóða upp á Gullna hliðið i á síðustu jólum árþúsundsins sem veganesti han da aldamótakynslóðinni til móts við nýja öld. HÁVAR SIGURJÓNSSON ræddi við leikara og leikstjóra sýningarinnar. LEIKSTJÓRN Gullna hliðsins er frumraun eins af okkar yngstu leik- stjórum, Hilmis Snæs Guðnasonar. Hann er að sjálfsögðu orðinn lands- þekktur sem einn okkar fremsti leikari af sinni kynslóð, þó ekki séu nema 5 ár síðan hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla íslands. Hann hefur nýtt tímann vel. Hilmir vakti athygli sl. vor fyrir leikstjórn á Krákuhöll Einars Arnar Gunnarssonar í Nemendaleikhúsi Leiklistar- skóla íslands. Áður hefur Hilmir leikstýrt sýn- ingum framhaldsskóla á Reykjavíkursvæðinu. Fordómar gagnvart Gullna hliðinu Aðspurður hvort Gullna hliðið hefði staðið hjarta hans nærri áður en til tals kom að hann stjórnaði því fyrir Þjóðleikhúsið segir hann svo ekki vera. „Eg hafði séð það í Sjónvarpinu fyrir ekki svo löngu (endursýning á upptöku frá 1984), en annars hafði ég ekki velt því neitt sér- ptaklega fyrir mér. Ég held að ég hafi verið haidinn svolitlum fordómum gagnvart leikrit- inu að ósekju, talið það minna spennandi en það í rauninni er.“ - Hvað gerir það spennandi? „Þetta er draumur um betra líf, draumur um fyrirgefningu, draumur um ást og kærleika sem nær út yfir gröf og dauða. Svo er þetta líka spaugileg hugleiðing höfundar um alþýðuhug- myndir um himnaríki og helvíti." - Þú tekur verkið þá ekki ýkja alvarlega? „Ekki í þeim skilningi að Davíð Stefánssyni hafi verið mest í mun að segja áhorfendum hvað hann teldi vera himnaríki og helvíti. Hann sagði sjálfur að þetta væri draumur Kerlingar- innar, allt sem gerist í verkinu eftir að Jón er dauður er draumur hennar. Hún fer í huganum til himnaríkis og þar er allt eins hún getur hugsað sér en ekki eins og Davíð hugsaði sér. Það er allur munur á því.“ Engin bylting i túlkun - Er himnaríki þá í huga Kerlingarinnar? „ Já. Við getum spurt hvort himnaríki sé yfir- leitt til. Og hvar er það? Er það í hjarta okkar? Er það ekki sá staður sem við setjum minningu hinna dánu. I þeim skilningi erum það við sem ákveðum hvert fólk fer eftir dauðann. Kerling- unni er mikið í mun að minning Jóns bónda verði jákvæð. Til þess að svo geti orðið verður hún að fyrirgefa honum allt sem hann hefur gert henni. Það fyrirgefur enginn Jóni í Himnaríki. Kerlingin er sú eina sem fyrirgefur honum og þess vegna kemst hann inn í himna- ríkið. Niðurstaðan er kannski sú að himnaríki er heima hjá okkur. Þar er lykillinn að Gullna hliðinu. í höndum okkar sjálfra. í lokin vaknar Kerling upp og er kannski sáttari við líf sitt með Jóni eftir að hafa komið sál hans fyrir á réttum stað í huga sér.“ - Og er þetta grunnhugsun þín í sýningu verksins? „Já, en ég vil undirstrika að þetta er engin bylting í túlkun Gullna hliðsins. Þetta er allt fyrir hendi í verkinu. Davíð sagði sjálfur að verkið væri draumur Kerlingarinnar. Það er að mínu mati eina leiðin til að skilja þetta verk.“ - Fyrir hvern er Gullna hliðið? Börn eða full- orðna? „Það er fyrir bæði börn og fullorðna. Ég lít svo á að við séum að setja hér upp fjölskyldu- sýningu. Við leggjum talsvert upp úr þeim möguleikum til gamansemi sem verkið býður upp á og nýtum okkur tæknina sem leikhúsið býr yfir. Við reynum að segja þessa skemmti- legu sögu á sem líflegastan hátt og skapa fjöl- breytni í kringum hana,“ segir Hilmir Snær Guðnason leikstjóri. Morgunblaðið/Kristinn Leikritið lýsir hugarheimi Kerlingarinnar," segir Hilmir Snær leikstjóri LEIKARAR OG LISTRÆNIR STJÓRNENDUR GULLNA HLIÐIÐ eftir Davíð Stefánsson. Tónlist: Páll ísólfsson o.fl. Leikarar: Edda Heiðrún Backman, Pálmi Gests- son, Guðrún Gísladóttir, Erlingur Gíslason, Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir, Kjartan Guðjónsson, Randver Þorláksson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Atli Rafn Sigurðsson, Ólafur Darri Ólafsson, Anna Kristín Arngrímsdótt- ir, Stefán Karl Stefánsson. Leikstjóri: Hilmir Snær Guðnason. Leikmynd: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Búningar: Elín Edda Árnadóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Tónlistarumsjón: Jóhann G. Jóhannsson og Sigurður Bjóla. Píanóleikur: Jóhann G. Jóhannsson. Brynjólfur Jóhannesson, Arndís BjörnsdóYtir og Gunnþórunn Hall- dórsdóttir í fyrstu sýningu Þjóðleik- hússins 1951. Rúrik Haraldsson, Guðbjörg Þor- bjarnardóttir og Gunnar Eyjólfsson í sýningu Þjóðleikhússins 1966. Guðrún Þ. Stephensen, Helgi Skúla- son og Árni Tryggvason í uppfærslu Þjóðleihússins 1976. SYNINGARSAGA GULLNA HLIÐSINS LEIKFÉLAG Reykjavíkur frumsýndi Gullna hliðið á jólum 1941 í leikstjórn Lár- usar Pálssonar. Davíð Stefánsson hafði lengi áður velt fyrir sér að gera leikrit úr þessum efnivið en þjóðsagan um Sálina hans Jóns míns hafði lengi verið honum hugstæð. Alþekkt er kvæði hans Sálin hans Jóns míns sem birtist á prenti 1933 og hvert mannsbarn kunni skil á. I kvæðinu kemur Jón hóndi þó ekki við sögu heldur lýsir Davíð ferð kerlingar til hins gullna hliðs á himnum og hvernig hún kemur skjóðunni með sálinni hans Jóns inn fyrir með brögðum. En oft hún til þess fann, að skjóðan - hún var margfalt, margfalt, meira virði en hann. í lcikritinu hefur persóna Jóns bónda bæst við og ekki síst óvinurinn sjálfur sem gegnir veigamiklu hlutverki og er reyndar svo forframaður að vera sá eini af per- sónum verksins sem mælir í bundnu máli eingöngu. Frumuppfærslan lífseig í frumuppfærslunni fóru þau Brynjólfur Jóhannesson og Arndís Björnsdóttir með hlutverk Jóns og kerlingar. Urðu þau heilli kynslóð algjörlega óaðskiljanleg frá þessuni persónuin og léku þau margoft síðar. Lárus lék sjálfur Ovininn. Uppfærsla Lárusar varð lífseig. Hún var tekin aftur til sýninga þegar Leikfélaginu bauðst að fara í sínu fyrstu leikferð út fyrir landsteinana 1948. Var farið til Finnlands og í kjölfarið var Gullna hliðið leikið um 35 sinnum í Iðnó. Lárus setti upp Gullna hliðið í Þjóðleik- húsinu 1951 og voru Brynjólfur og Arndís enn í aðalhlutverkum. Þau léku enn aðal- hlutverkin í afmælissýningunni árið 1955 er 24 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.