Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 34

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 34
Höfuðbólin þrjú í Fljótsdal II * ’%* ‘1 *v Vetrarmynd af Gunnarshúsi á Skriðuklaustri. Ljósm. Guðborg Jónsdóttir SKRIÐUKLAUSTUR EFTIR HELGA HALLGRÍMSSON Skriðuklaustur hefur ávallt verið talið með bestu bújörðum á ísland li. Þó er heimaland ekki sérlega stórt, en fi 'á klausturtímanum hafa nokkrar jarðir aust- an Jöklu, á [ Efra—Jökuldal, tilheyrt Klaustri. Þar stendur stórt og sérkennilegt íbúðarhús, sem Gunnar Gunnarsson skáld lét byggja, og nú gefst listamönnum tækifæri til að starfa þar. Skriðuklaustur fyrir 1930. Lengst til hægri er eldsmiðja. Bærinn Skriðuklaustur, sem nú er vanalega nefndur Klaustur, hét upphaflega Skriða, en breytti um nafn eftir að klaustur var sett þar um 1500. (Gunnar skáld reyndi að endurvekja nafnið Skriða, en það heppnaðist ekki.) Bærinn stendur undir snar- brattri fjallshlíð Klausturhæðar (562 m y.s.), sem er ysti hluti Valþjófsstaðai-fjalls, með grón- um brekkum og melarindum neðanti) en þétt- um klettabeltum ofar. Utan við það skerst hið hrikalega gil Bessastaðaár inn í fjallið. Sjálfsagt hefur verið skriðuhætt á Klaustri, þegar jarð- vegur var meiri ofantil í fjallinu, enda er bærinn á fornum skriðum, en síðustu aldir hafa þar ekki orðið teljandi skriður. Gamla túnið er á tveimur hjöllum, og er bærinn á þeim efri. Hann stendur hærra en næstu bæir í dalnum. Þaðan er mikið og frítt útsýni og staðarlegt heim að líta. Fram- an í neðri hjallanum eru Klausturhamrar, bryddaðir birkitrjám, með blómríkum stöllum. *■ Neðan bæjar er Klausturnesið, marflöt og víðlend framburðarslétta Fljótsdalsánna. Ofan breiðra valllendisbakka var það áður mjög mýr- lent, og voru mýrarnai- notaðar sem flæðiengi, en um 1950 var það ræst fram og að hluta til breytt í tún. Hantó eða Hantón nefndist afbýli, undir fjallsrótum á Hantóarhjalla, innst í land- inu, skammt ofan vegar. Þar var síðast búið um aldamótin 1800, en síðan voru þar beitarhús fram um 1970. Þau haíá verið jöfnuð við jörðu. Nafnið hefur valdið heilabrotum, ekki síður en Hamborgar-nafnið (sjá Bessastaði), en ekki er ólíklegt að sami stofninn sé í þeim báðum. Skriðuklaustur hefur ávallt verið talið með . bestu bújörðum á Islandi. Þó er heimaland ekki ‘'sérlega stórt, en frá klausturtímanum hafa nokkrar jarðir austan Jöklu, á Efra-Jökuldal, tilheyrt Klaustri, þar á meðal jarðirnar Foss- gerði og Kiaustursel, sem nú era gengnar und- an, en eyðibýlin Brattagerði og Þorskagerði í svonefndum Rana eru ennþá talin til Skriðu- klaustursjarðar. Á Skriðuklaustri stendur gríðarstórt og mjög sérkennilegt íbúðarhús, sem Gunnar skáld Gunnarsson lét byggja árið 1939, og er það gjaman nefnt Gunnarshús. Annað íbúðarhús var byggt á jörðinni árið 1967 og kallast það Skriða. Eins og fram kemur síðar í þessum þætti hef- ur á ýmsum tímum verið rekið stórt sauðfjárbú á Klaustri, en óvíst er um framtíð búskapar þegar þetta er ritað. Undanfarna áratugi hefur jörðin verið í umsjá landbúnaðarráðuneytisins í Reykjavík, og 1990 gerði ráðuneytið allan sauð- fjárkvóta jarðarinnar upptækan. Þar er nú eng- inn sjálfstæður búskapur, en Hallgrímur Þór- hallsson og Anna Bryndís Tryggvadóttir á Brekku í Fljótsdal tóku jörðina á leigu 1999 og nýta hana þaðan. Yngsta klaustrið á íslandi Fyrstu klaustrin á íslandi vora stofnuð á 12. öld, en allt fram um aldamótin 1500 var ekkert klaustur í þeim hluta landsins sem nú er Aust- urlandskjördæmi (og ekki heldur í Þingeyjar- þingi). Ástæður þess era lítt kunnar. Klaustrin urðu snemma miðstöðvar hins kirkjulega auðs og valds, og mun kirkjunnar mönnum hafa þótt nokkuð á skorta, að hafa ekki slíka fótfestu fyrir austan. Því var það, að Steíán Jónsson Skál- holtsbiskup (1491-1518) beitti sér fyrir því, að stofnað var klaustur að Skriðu kringum árið 1495. Lítið er vitað um sögu þessa bæjar fram að þeim tíma. Klausturstofnunin var nátengd kirkjubyggingu á staðnum, sem ef til vill á sér trúarlega orsök, og kann að vera ástæðan fyrir því, að jörðin var gefin til klausturhalds, en formlegt gjafabréf var undirritað 8. júni árið 1500. I bréíinu tilkynnh’ Hallsteinn Þorsteins- son á Víðivöllum, að hann og kona hans, Cecilia Þorsteinsdóttir, gefi jörðina Skriðu: „fyrst að upphafi guði almáttugum, jómfrú Marie og helga b)óð, tii ævinlegs kiausturs.11 Árið 1498 er fyrst getið munka í klaustrinu, en klausturbræður vora alltaf fáir, líklega Eftirmynd af líkneskinu „Klaustur-Maríu“, skorin í eik af Sveini Ólafssyni í Reykjavík. Styttan var gefin Gunnarshúsi 1989. aldrei fleiri en 5-6. Fyi-sti príor var Narfi Jóns- son. Talið er að klaustrið hafi tilheyrt Ágústín- usaireglu. Saga klaustursins varð stutt, því að fljótlega eftir siðaskipin vai1 það lagt niður, lík- lega 1552. Húsalýsing frá 1598 Ekki er vitað hvernig húsaskipan á Skriðu var háttað á klausturtímanum, en vorið 1598 era sex menn þar saman komnir til að meta eignir staðarins, sem nú skal afhenda nýjum umboðsmanni, Jaeob Vijnoch. Þótt húsin hafl hrömað era þar ennþá margar og reisulegar byggingar, sem tilteknar eru í úttektinni: Þá era enn tvö kirkjuhús á staðnum, nefnd Klaust- urkirkja og Heimakii-kja. Sú síðarnefnda er að falli komin, notuð sem geymsla. Önnur hús era t.d. Prestaskáli, Skáli nýr, Stórastofa, Litla- stofa, Stóra-Baðstofa, Litla-Baðstofa, Elda- skemma, Skreiðarskemma, Reiðingaskemma, Hituhús, Eldhús, Búr og Fjós. „Item klaustur- húsin affallin“. Alls era talin 16 hús heima á staðnum. „Hitu- húsið“ hefur líklega verið bragghús klausturs- ins, og hafa klausturbræður því varia verið þurrbrjósta. Ekki er ljóst hvað átt er við með „klausturhúsum" en líklegt að þar sé um íver- ustað bræðranna að ræða. Þessara miklu bygginga sér nú engan stað, en talið er að þær hafi staðið á núverandi bæjar- stæði. Þegar Daniel Braun kom í Klaustur um aldamótin 1900 var honum vísað á tvær tættur rétt fyrir innan og ofan bæinn, sem sagðar vora af klausturhúsum. Önnur var þó of stór til að getaverið af húsi. Við endurbyggingu bæjaiins um 1890 fannst gömul kjallaragröf, með leifum af skyri, að menn héldu, og brunaminjar ofan á, en vitað er að bærinn brann laust eftir aldamótin 1600. Gröfin var 10 x 11 fet að flatarmáli og 3 fet á dýpt. Taldi Jón Jónsson læknir, sem rannsakaði hana, að hún hefði verið fyllt af skyri (Jón Jóns- son: Kjallaragröfin á Skinðu í Fljótsdal. Árb. Fornleifafél. 1897: 22-24.) Skriðuklaustursumboð Þótt klaustrið stæði aðeins í hálfa öld eignað- ist það fjölda jarða um allt Austurland. Er talið að um 50 jarðh’ og hjáleigur hafi tilheyi’t þvi undir lokin. Þegar klaustrið var lagt niður gengu þær undir konung eða „ríki“ þeirra tíma, og vora seldar á leigu. Það var kallað Skriðuk- laustursumboð, og leigutakar umboðsmenn eða klausturhaldarar. Sumir þeiira sátu á Skriðu. Þeir gegndu oft jafnframt sýslumannsstörfum í Múlaþingi. Fyi’stu aldirnai’ var þeim skylt að viðhalda klausturkirkjunni og launa prest eða djákna við hana. Þetta skipulag stóð lítið breytt £ 34 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.