Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 20
HIN NYJA Sýningin Við aldamótverður opnuð í Listasafni íslands í dag. Verða þar sýnd verk íslenskra listamanna sem haslað hafa sérvöll á undanförnum áratug. Er þetta fyrri sýningin af tveimur sem eiga að varpa Ijósi á stöðu íslenskrar myndlistar við aldarlok • en um næstu helgi verður opnuð sýning á verkum frumkvöðlanna. ORRI PÁLL ORMARSSON skoðaði sýninguna undir leiðsögn Ólafs Kvarans forstöðumanns safnsins. ALDAMÓTIN, hvenær sem þau svo koma, eru kveikjan að sýningunum tveimur sem opnaðar verða í Listasafni Islands í dag og um næstu helgi. Etja húsbændur þar saman yngstu kynslóð ís- lenskra myndlistarmanna og frumherjunum frá því fyrr á öldinni. Verkin á sýningunni sem opnuð verður í dag eru öll úr eigu Listasafns Islands og flest hafa verið keypt á undanförnum tveim- ur til þremur árum. Listamennirnir eru allir fæddir á árunum í kringum 1960 og eiga það jafnframt sammerkt að hafa komið fram á sjónarsviðið í íslenskri myndlist á síðustu tíu árum. Sýningin verður í sölum 3 og 4. Ólafur Kvaran forstöðumaður Listasafns íslands segir að þessi nýja aldamótakynslóð hafi oft verið kennd við endalok nútíma- -•'hyggjunnar eða póstmódernisma. „Það er að vísu loðið hugtak og margrætt og ekkert endanlegt samkomulag um merkingu þess. En sé það rétt að veigamiklar grundvallar- forsendur gömlu aldamótakynslóðarinnar séu ekki lengur til staðar má kannski tala um að upp sé komið póstmódernískt ástand við aldarlok. Það er fyrst og fremst verkefni hinnar nýju aldamótakynslóðar að takast á við þennan flókna vanda og leggja grundvöll að nýrri hugsun í myndlistinni - er rímar við nýjar þjóðfélagsaðstæður." Óráðin gáta Myndlist gömlu aldamótakynslóðarinnar, sem verður í öndvegi á seinni sýningunni, er orðin drjúgur þáttur í sögu og sjálfsmynd íslenskrar þjóðar. Um það verður ekki deilt. ^.Að áliti Ólafs er hin nýja aldamótakynslóð um margt óráðin gáta. „Hún endurspeglar stöðuga viðleitni sérhverrar kynslóðar til að leita sér að sjálfsmynd og skapa sína sögu.“ Það er einmitt sjálfsmyndin sem er í brennidepli á sýningunni, að dómi Ólafs. Sjálfsmyndin í menningunni og ekki síður sjálfsmyndin í náttúrunni. „Náttúran hefur löngum verið sterkasti þátturinn í íslenskri n Stefán Jónsson: Án titils. Hrafnkeil Sigurðsson: Ljósmynd. HUGSUN Þorvaldur Þorsteinsson: íslensk myndlist. MorgunblaðiS/Golli tækifæri. „Þessi nýja kynslóð sér bæði nátt- úruna og menninguna í gegnum söguna og þess vegna er einmitt áhugavert að tefla gömlu aldamótakynslóðinni fram líka. Frumherjarnir eru nefnilega hluti af sög- unni. Þetta verða spennandi samræður þessara tveggja skauta í listinni.“ Enda þótt gaman sé að bera þessa tvo hópa saman eru hlutverk þpirra ólík, að því er fram kemur í máli Ólafs. „Hlutverk brautryðjendanna, Þórarins B., Asgríms, Kjarvals, Jóns Stefánssonar og þessara manna, var að búa til íslenska myndlist. Það hlutverk verður aldrei endurtekið. I því felst þeirra sérstaða. Hlutverk nýju kyns- lóðarinnar er eigi að síður afar mikilvægt og ég er sannfærður um að margir af þeim listamönnum sem hér eiga verk koma til með að lifa góðu lífi í listasögunni." Helstu tilhneigingar Eftirtaldir listamenn eiga verk á sýning- unni: Anna Líndal, Birgir Snæbjörn Birgis- son, Kristín Gunnlaugsdóttir, Sigtryggur B. Baldvinsson, Daníel Magnússon, Þorri Hringsson, Sigurður Árni Sigurðsson, Har- aldur Jónsson, Þorvaldur Þorsteinsson; Ivar Brynjólfsson, Hrafnkell Sigurðsson, Ólafur Elíasson, Kristinn E. Hrafnsson, Katrín Sigurðardóttir, Stefán Jónsson, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson, Ólöf Nordal, Inga Þór- ey Jóhannsdóttir og Húbert Nói. Ólafur segir mikla breidd í þessum hópi og þó hér sé eingöngu um verk úr eigu safnsins að ræða gefi hún ágæta mynd af helstu tilhneigingum í íslenskri myndlist á undanförnum áratug. Sú mynd sem þarna er upp brugðið sé þó engan veginn endan- leg. Þá kröfu sé ekki hægt að gera. „Á þess- ari sýningu gefst gott tækifæri til að meta hvort safnið hafi keypt inn með skynsamleg- um hætti á undanförnum árum - og leið- rétta ef fylla þarf upp í. Við höfum gott svigrúm til að leiðrétta mistök. Við erum til dæmis ennþá að kaupa verk eftir brautryðj- endurna. Við eigum því örugglega eftir að bæta við verkum eftir þessa ágætu lista- menn síðar.“ Anna Líndal: Brúður. myndlist, þótt það sé á ólíkum hugmynda- fræðilegum forsendum, þessi kynslóð ekkert síður en frumherjarnir eða afstraktmálar- arnir. Það er I raun sama hvar borið er nið- ur, rótin liggur alltaf í landslaginu, náttúr- unni. Á þessari sýningu má sjá marga nýja vinkla á þessu viðfangsefni enda spyr þessi kynslóð margra áleitinna spurninga um sína eigin sjálfsmynd og um landslagið og nátt- úruna. Það eru merkingarrík skilaboð í þessum verkum.“ Ólafur bendir á að þarna séu líka verk eins og eftir Önnu Líndal og Þoi-vald Þor- steinsson sem fjalla frekar um samfélags og menningarleg skilyrði með því að vinna raunveruleika hversdagsins og umbreyta honum í tákn og líkingar. Ólafur segir einnig gaman að etja alda- mótakynslóðunum tveimur saman við sama * 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 11. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.