Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 10
Aspaekra í Gunnarsholti á Rangárvöllum. BÓKARKAFLI EFTIR SIGURÐ BLÖNDAL OG SKÚLA BJÖRN GUNNARSSON Um þessar mundir kemur út 264 blaðsíðna bók um hundrað ára sögu skóg ræktaráí slandi. Þar er f. □rið yfir allt sviðið í mál ii og myi idum. Bókarkaflar eru um náttúruskóc :ja á ís i- andi; , skógareyðingu, U| pphaf skógræktar, ann< ái aldarstarfs, Skógrækt ríl< r«. isins, þc 3tt ungmennafélaj 3' anna,: >kóg iræktarfélögin, skógrækt einstak linga, nytjaskóga á bújörðum f sl kóga til útivistar og er c if mörgu fleiru að taka. Út gefandi bókarinnar er M ái og mynd. Hér er birtur u pphafskafli bókarinnar. / Island er meðal yngstu landa jarðar og það land Evrópu sem seinast byggðist. Ónnur lönd voru numin löngu áður. Þetta eyland í Norður-Atlantshafí hafði að mestu einangrast með þeim tegund- um plantna og dýra sem komust þangað í lok síðustu ísaldar. Engir stórir gras- bítar lifðu í landinu og í meira en 13.000 ár fékk gróður að vaxa og dafna óáreittur af öðru en kaldtempraðri úthafsveðráttunni. íslandsskógar fyrir milljónum ára Á seinni hluta tertíertímabilsins í jarðsög- unni, fyrir 10-15 milljónum ára, ríkti heitt- emprað loftslag á þeim eyjum í Norður-Atlantshafi sem mynduðu landgrunn íslands. Hér óx skógur í líkingu við þann sem nú er í suðausturhluta Bandaríkjanna. Fundist hafa steingervingar af um 50 ættkvíslum plantna frá þessum tíma, einkum trjáa. Af lauftrjám hafa hér verið magnolíutré, túlípan- tré, lárviður, valhnota, álmur, eik, hlynur, beyki, hesli, ölur og birki. Einnig hafa barrtré eins og stórviður, fenjatré, lerki, þinur, greni og fura vaxið hér á míósentímabilinu, sem lauk fyrir rúmum fimm milljónum ára. Síðari hluti tertíertímabilsins er nefndur plíósen og á því tímabili fór loftsiag kólnandi. Veðurfar hér hefur á þeim tíma verið temprað og flóran lík því sem nú er um vestanverða Mið-Evrópu. Kaldasti mánuður ársins hefur haft meðalhita um eða yfír 0 C. Á því tímabili höfðu barrskógar yfirhöndina. Skógar á ísöld Fyrir um þremur milljónum ára varð gagn- ger breyting á loftslagi og sjávarhita á norður- hveli jarðar. ísöld tók við með sín jökulskeið og hlýskeið. Þá mynduðust í fyrsta sinn víð- áttumiklir jöklar á Islandi. Fæst tré þoldu loftslag jökulskeiðanna og skógamir náðu ekki að rétta sig af á hlýskeiðum á einangraðri eyju eins og þeir gerðu á meginlöndunum. Steing- ervingar benda þó til þess að frá upphafi ísa- ldar og þar til fyrir rúmri einni milljón ára hafí fura, ölur, birki og víðir vaxið hér. En þá dó furan út og ölurinn fór sömu leið fyrir um 500.000 áram, á síðasta og kaldasta jökulskeiði ísaldarinnar. Á síðustu tveimur hlýskeiðum ísaldar hefur gróður hér verið orðinn svipaður og nú er, með birki og víði sem eina trjágróðurinn. Þó er lík- legt að bæði einir og reynir hafi lifað af ísöld- ina. Birkið breiöist út Loftslag á Islandi virðist hafa verið fremur þurrt og hlýtt fyrir 9.000 árum. Vaxtarskilyrði birkis vora hin ákjósanlegustu og breiddist það út um landið. Þetta hlýviðrisskeið stóð í rúm 2.000 ár og er nefnt birkiskeið hið fyrra. Þegar því lauk tók við svalara tímabil sem leiddi til stækkunar mýrlendis og votlendis- plöntur sóttu á í flórunni. Kuldinn hélst í 2.000 ár og er það tímabil kallað mýrarskeið hið fyrra. Hið síðara birkiskeið _ hófst fyrir um 5.000 áram og stóð í 2.500 ár. Á því tímabili var veðurfar hér á landi afar gott og hefur aldrei verið betra síðan fyrir síðasta jökulskeið. Þá breiddist birkiskógur og kjarr út um allt land. Talið er að mestallt hálendi íslands hafí þá einnig verið gróið. Þeir birkilurkar sem finnast víða í mýrum eru frá þessu tímabili. Einnig er talið að leifar birkiskóga, sem nú liggja hæst í rúmlega 600 metra hæð yfir sjávarmáli, séu menjar af skógum þessa tíma. Mýrarskeið hið síðara Fimm hundruð árum fyrir Kristsburð kóln- aði aftur. Birkiskógurinn hopaði aftur úr mýr- lendinu og skógarmörk færðust neðar í fjalls- hlíðum. Mýrarskeið hið síðara tók við og stendur enn. Þegar landnám hófst var skógurinn því far- inn að hopa. Samt má merkja af frjókorna- rannsóknum og ýmsu öðru að þá fyrst fór að síga verulega á ógæfuhliðina. Ósnortin náttúra við landnám Fyrstu landnemar Islands hafa án efa heill- ast af^ósnortinni náttúrunni sem tók á móti þeim. Irskir munkar, sem allt bendir til að hér hafi fyrst tekið land, áttu ekki að venjast slíku náttúrafari. Á Bretlandseyjum hafði kvikfjár- rækt verið stunduð um aldir og skógar hopað fyrir graslendi. Munurinn var sjálfsagt ekki eins mikill fyrir víkingana frá Noregi, sem sög- ur herma að numið hafi hér land á 9. öld. Miðað við hve landið byggðist hratt hafa fréttir af þessari búsældarlegu eyju þó vakið mikla at- hygli. Auðæfi til lands og sjávar virtust óþrjót- andi og auðvelt að draga björg í bú. Skógurinn sem tók á móti landnámsmönnum náði milli fjalls og fjöru þar sem jarðvegur var þurr. Þó að þetta hafi ekki verið hávaxinn skógur má leiða getum að því að víða hafi vaxið há og bein birkitré eins og enn finnast. Ornefni benda til þess að skógur hafi verið mestur á Suðurlandi, Vesturlandi, við Eyjafjörð, í Suður-Þingeyjar- sýslu og á Áusturiandi, en minnstur á Vest- fjörðum, við Húnaflóa og á Norðausturhorn- inu. Við búsetu manna tók allt vistkerfi landsins miklum breytingum. Rannsóknir á frjókom- um í jarðvegi hafa leitt í ljós, að fljótlega eftir landnám fækkar birki- og víðifrjóum en gras- 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR i 1. DESEMBER 1999 ri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.