Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 14
SÍÐASTI RISINN: STANLEY KUBRICK - SÍÐARI HLUTI LEIKSTJORI ALDARINNAR EFTIR JÓNAS KNÚTSSON Víst er að þær myndir sem Stanley Kubrick skilur eftir sig falla ekki úr gildi á næstu misserum. Kubricker síðasti fulltrúi þeirrar kynslóðar sem óx úr grasi við kvikmyndagláp en hrærðist jafnframt í bókmenntum og öðrum listgreinum. Hjónaerjur í myndinni Duld (The Shining). Jack Torrance reynir að sundurliða sambandið. Bíómyndin Barry Lyndon skipar nokkra sérstöðu meðal mynda eftir Kubrick. Skáldsagan eft- ir Thackeray minnir um margt á Birting eftir Voltaire. Ryan O’Neal var tilvalinn í hlutverk ætvintýramannsins Lyndons. Kubrick hefur ef- laust verið minnugur þess að mynd sem gerð var eftir skáldsögu eftir Henry Fielding, Sögunni af Tom Jones, hlaut einróma lof hjá gagnrýnendum og malaði gull beggja vegna Atlantshafs áratugi fyrr. Þótt Barry Lyndon væri stórbrotið og mikilfenglegt verk kemur AkkOesarhæll Kubricks hér berlega i Ijós ef myndirnar eru bomar saman. Leikstjórann skorti vissa mýkt. Sá frásagnarstíll sem hann ' tamdi sér var ekki leikandi léttur. Snilld hans var umfram annað fólgin í þvi að seiða fram eftirminnilegt umhverfi, skotgrafir í fyrri heimstyrjöld, óravíddir geimsins eða mann- autt hótel í afdölum. Leikstjórinn var nokkuð stirðkvæður en valdi sjaldan yrkisefni sem krafðist annars. Kubrick neitaði að nota raf- magnsljós við gerð myndarinnar Barry Lyn- don og sótti hvert minnið á fætur öðra í mál- verk frá átjándu öld. Hver myndrammi gladdi augað og var í raun réttri sjálfstætt listaverk. Gagnrýnendur skáru aftur á móti upp herör gegn Kubrick. Barry Lyndon var sú mynd eftir leikstjórann sem hlutfallslega minnstum hagnaði skilaði eftir að leikstjór- inn hafði fest sig í sessi. Allir luku þó upp ein- um munni um að handbragðið væri óaðfinn- anlegt. Kubrick var vanur að tefla djarft í efnisvali og efnistökum. Hann vai- þeirri gáfu gæddur að hann kunni öðrum mönnum frem- ur að velja efni í takt við tíðarandann. Skáldsagan Lólíta var á allra vörum á sínum tíma. Myndina Dr. Strangelove gerði hann þegar kjamorkuvá hvfldi eins og mara yfir gjörvallri heimsbyggðinni. Geimferðin langa var fest á filmu í þann mund er maðurinn helgaði sér land á tunglinu. Duld (The Shin- ing) kom úr smiðju Kubricks þegar rithöf- undurinn Stephen King átti hve mestu fylgi að fagna og hryllingsmyndir riðu húsum eftir að risaverin í Bandaríkjunum höfðu hundsað slíkar myndir í hartnær fjóra áratugi. Engu líkara er að Kubrick hafi haft þvflíka trölla- trú á Barry Lyndon að hann hafi talið að myndin hefði alla burði til að laða áhorfendur að þótt því færi fjarri að efnið sem slíkt væri í * brennidepli. Geimferðin langa markaði eins konar formbyltingu; enginn kvikmyndamað- ur hefur tekið á þessu efni af sömu dirfsku og Kubrick þótt kraðak af rándýrum vísinda- skáldsögum hafi ratað á breiðtjaldið síðan leikstjórinn reið á vaðið. Gangverk í Glóaldini (A Clockwork Orange) var römm þjóðfé- lagsádeila og stuggaði við áhorfendum svo að um munaði. Þegar Kubrick réðst í að gera Barry Lyndon valdi hann sér hins vegar mun þrengra sögusvið. Bæði áhorfendur og gagn- rýnendur létu hann gjalda þess. Langflestir sem sáu myndina á annað borð voru þó hug- fangnir. Nú á dögum eru nær allir sammála um að myndin sé meistaraverk hvort sem v hún er gallað meistaraverk eður eigi. Þótt Barry Lyndon hafi ekki slegið aðsóknarmet var myndin Kubrick til sæmdarauka. Duld Kubrick fékk meiru ráðið um gerð mynda sinna en langflestir starfsbræður hans. Hafa ber þó í huga að Kubrick varð oft að lúta í lægra haldi. Myndin Spartakus var stytt og skorin og löguð að duttlungum leikarans Kirks Douglas sem fyrr segir. Eins konar sjálfskipaður rannsóknarréttur sá til þess að Lólíta varð aldrei annað en daufur endur- ómur af skáldsögunni eftir Nabokov auk þess sem tíðarandinn setti leikstjóranum of þröngar skorður. Duld (The Shining) stytti Kubrick af sjálfsdáðum svo að ekki var leng- ur heil brú í söguhetjunni. Aðalleikarinn Jack Nicolson kvartaði sáran. Nicholson tamdi sér nýjan leikstíl fyrir myndina. Leik- arinn hafði áður haldið sig við þann rauns- sæisstfl sem tíðkaðist á sjötta áratugnum og var í algleymingi næstu áratugi. Nicholson reyndi nú að færa meira í stflinn og varð að vonum sárreiður þegar leikstjórinn stytti myndina svo að brjálsemin hjá persónunni kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum í stað þess að stigmagnast. Kubrick í Víetnam Kubrick var hundingi eða raunsæismaður eftir því hvemig á það er litið og fjallaði oft um hið illa í manninum. Að þessu leyti eru myndir eftir Kubrick gjörólíkar venjulegum Hollywood-myndum sem lýsa baráttu góðs og ills og láta mörkin þar á milli vera degin- um ljósari. Ungliðamir (Full Metal Jacket) er tvímynd. Leikstjórinn lýsir því í fyrri kafl- anum hvemig æskumenn em stæltir í stríðs- menn sem engu eira. Höfundur segir frá af- drifum grænjaxlanna í Víetnam í seinni hluta myndarinnar. Engum sem sér þessa mynd dylst að leikstjórinn er ekki náfrændi Pollýönnu. Sagt er að í miklum listaverkum sameinist fágun hinu frumstæða. Myndir sem Kubrick gerði voru fínpússuð listaverk, knúin kynngimögnuðum fmmkrafti í bland við slavneska bölsýni. Þar má greina fæðingu tækniheims sem er manninum fjandsamleg- ur og þar gefur að líta menningarheim í dauðateygjunum. Arekstur þessara heima virðist vera eitt meginstefið hjá Kubrick og leikstjórinn er hvergi betri en þegar hann lýsir því hvernig þeirri veröld sem var og þeirri nýju lýstur saman. Hann er því sá kvikmyndamaður er gleggst hefur lýst öld- inni sem nú líður undir lok. Leikstjóri aldarinnar Þótt kvikmyndin sé eins konar óskilgetið afkvæmi tuttugustu aldar minnir sá andi sem svífur yfir vötnum í langflestum leiknum myndum fremur á rómantísku stefnuna og bjartsýni og fyrirheit nítjándu aldar en þá öld sem senn er um garð gengin. Við annan tón kveður í myndum eftir Kubrick. Þær era lausar við væmni og velgju. Af þessum sök- um var leikstjóranum oft borið á brýn að vera haldinn mannfyrirlitningu. Kubrick átti alla tíð miklu fylgi að fagna meðal ungs fólks. Skýringin er ef til vill sú að myndir eftir hann eru samhljóma tuttugustu öldinnni og kallast betur á við hana en flest önnur verk sem rata á breiðtjald. Huldumaður Eins og margir amerískir listamenn á öld- inni hélt Kubrick í sjálfskipaða útlegð og sneri aldrei aftur. Kubrick var vanur að hafa öll ráð í hendi sér og líkaði illa að vera kom- inn upp á náð og miskunn blaðamanna eða annarra misindismanna. Hann var því ekki gjarn á að veita mönnum viðtal. Önnur ástæðan til þess að Kubrick fór huldu höfði var sú að hann þoldi illa gagnrýni. Leikstjór- inn hélt sig til hlés og varð eins konar J.D. Salinger eða Howard Hughes í kvikmynda- heiminum, snillingur sem læðist með veggj- um og heldur sig fjarri skarkala heimsins. Persóna leikstjórans leynist hins vegar ein- hvers staðar bak við tjöldin og togar í hvern spotta af mikilli natni án þess að birtast sýn- ingargestum. Ótroðnar slóðir Hefðin er sú að evrópskir kvikmyndamenn sigli vestur um haf til að vinna lönd og lagi sig að staðháttum eða snúi aftur kalnir á hjarta. Kubrick fór í þveröfuga átt. Það eitt er stór- merkilegt. Enn merkilegra er að honum skuli hafa tekist það. Sagt hefur verið að snillingur sé maður sem sameinar ólík eigindi _ sem sjaldan er að finna í sama einstaklingi. I Ku- brick takast á ósættanleg öfl. Annars vegar vísindamaðurinn, grúskarinn, hins vegar listamaðurinn og tónlistarvinurinn. í mynd- unum Geimferðinni löngu (2001: A Space Odyssey) og Gangverki í glóaldini (A Clockwork Orange) stangast þessar and- stæður á með miklum látum. Oft hefur verið látið í veðri vaka að Kubrick hafi skipulagt hvert smáatriði áður en tökur hófust. Rétt er að gríðarleg undirbúningsvinna lá að baki hverri mynd. Eigi að síður var margt skáldað á tökustað, líkt og hjá Charles Chaplin 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 11. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.