Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 2
Tónlistarmennirnir sem flytja Jólabarokk í Salnum í Kópavogi JÓLABAROKK í KÓPAVOGI Morgunblaðið/Þorkell JÓLABAROKK-tónleikar verða í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs annað kvöld, sunnu- dagskvöld, kl. 20.80. Sú hefð hefur skapast í Kópavogi að hafa sérstaka barokktónleika tvisvar á ári; jóla- barokk og páskabarokk. Jólabarokks- tónleikarnir eru að þessu sinni lokatónleikar allra þriggja áskriftarraða í Tíbrá og munu hljóðfæraleikararnir leika á sautjándu aldar ALDARMINNING EINARS OLAFS SVEINSSONAR ÞESS veður minnst, með samkomu og opnun sýningar í Þjóðarbókhlöðu, á morgun, sunnu- dag kl. 15, að öld er liðin frá fæðingu Einars Ól- afs Sveinssonar. Vésteinn Ólason, for- stöðumaður Arnastofnun- ar, flytur erindi, Herdís Þorvaldsdóttir og Sveinn Skorri Höskuldsson lesa upp, og Kór MH undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur syngur nokkur lög við texta eftir Einar Ólaf. Meðal annars verður frumflutt lag eftir Þorkel Sigurbjömsson. Þá mun Sveinn Einarsson ávarpa samkomuna og afhenda Landsbókasafni gögn úr fórum föður síns, m.a. bréf frá Halldóri Lax- ness. Landsbókasafn íslands - Háskólabóka- safn og Stofnun Árna Magnússonar á íslandi standa sameiginlega að samkomunni með stuðningi Háskóla íslands, Félags íslenskra fræða og Vísindafélags Islendinga. Hf IMASÍÐA UM JOHANNES UR KÖTLUM í TILEFNI af því að 4. nóvember sl. voru 100 ár liðin frá fæðingu skáldsins Jóhannesar úr Kötlum hefur fjölskylda hans komið upp heimasíðu um skáldið á Netinu með slóðinni: http:/Æ>okband.com/joh.html. Á síðunni er að finna þær greinar sem hafa birst að undanfömu um Jóhann- es, skrá yfir bækur hans og útgáfur, hljóðupptöku á upplestri Jóhannesar á Land míns föður, flutt á lýðveldishátíðinni á Þing- völlum 17. júní 1944 og Ijósmyndir frá hátíðarsam- komu í Þjóðarbókhlöðunni 4. nóvember sl. Einnig em þar Ijós- myndir frá ýmsum æviskeiðum skáldsins, sem ekki hafa komið fyrir almennings sjónir áður. Að gerð síðunnar stóðu þeir Svanur Jóhann- esson, sonur Jóhannesar, og Páll Svansson, sonarsonur hans. hljóðfæri. Þau Camilla Söderberg, blokk- flautur, Elín Guðmundsdóttir, semball, Guð- rún S. Birgisdóttir, barokkflauta, Martial Nardeau, barokkflauta, Ólöf Sesselja Óskars- dóttir, viola da gamba, Peter Tompkins, barokkóbó, Snorri Örn Snorrason, teorba, og Svava Bemharðsdóttir, fiðla, flytja efnisskrá með verkum eftir DelaLande, Biber, Couper- in, Philidor og Mari Marais. SJ0FN Har. myndlistarmaður opnar mál- verkasýningu á vinnustofu sinni og í aðalsal Listacafe í Listhúsinu í Laugardal í dag, laugardag, kl. 15. Sýningin nefnist „Colors from the Ice“, Litir úr ísnum. Listakonan er nýkomin frá New York, þar sem hún sýndi á miðri Manhattan í boði American Scandinavi- an Society í nóvember sl. Sýningin samanstendur af 16 olíumálverk- um, en eins og áður málar Sjofn Snæfellsjök- í DESEMBERHEFTI breska tónlistartíma- ritsins Gramophone birtist dómur gagnrýn- anda ritsins, Guy Rickards, um nýlegan geisla- disk með verkum Jóns Leifs sem BlS-útgáfan sænska gefur út. Á disknum, Heklu, eru Islan- dsforleikur (Minni Islands), Sálumessa, Galdra Loftur - hljómsveitarsvíta, Endurskin úr norðri, Hekla og Hinsta kveðja. Sinfón- íuhljómsveit Islands leikur undir stjórn Ens Shaos. Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola cantorum syngja undir stjórn Harðar Áskels- sonar. I inngangi að dómnum segir að þessi útgáfa verka Jóns Leifs sé sú besta og fjölbreyttasta sem út hafi komið til þessa og spanni að auki nánast allan feril hans. Guy Rickards nefnir til samaburðar í um- fjöllun sinni aðrar útgáfur flestra verkanna á disknum, útgáfur frá Chandos, Islenskri tón- verkamiðstöð, og Ondine. „Tónvefur Heklu er eins gríðarlega flókinn og Vorblóts, svo flókinn að nánast ómögulegt Á fyrri hluta tónleikanna verða flutt Dans- ar eftir Michel-Richard Delalande (1657- 1725), Sónata no. 14. eftir Heinrich Franz von Biber (1644-1704), Concert Royale no IV eft- ir Francois Couperin (1688-1733). Eftir hlé flytja þau Quatrieme Suite in A mineur eftir Pierre Danican Philidor (1681- 1731), Svítu í g-moll eftir Marin Marais (1656-1728). ul í allri sinni litadýrð, segir í fréttatilkynn- ingu. Þetta er 11. einkasýning Sjafnar en hún lauk sex ára námi frá Myndlista- og hand- íðaskóla íslands og sem cand. phil. í myndlist frá Konunglegu Dönsku listaakademíunni. Sýningin á vinnustofunni og í Listacafe verður opin frá kl. 12 alla daga í desember og í samræmi við opnunartíma Listhússins. Að- gangur er ókeypis. er að flytja verkið í úrslitaútgáfu þar sem allt fær að njóta sín,“ segir í upphafi dóms Guys Rickards. „Sé einn þáttur verksins dreginn fram, hverfur annar í skuggann. Svo er því og farið þegar bornar eru saman þær upptökur sem til eru af Heklu. Bjöllurnar sem hljóma framarlega í verkinu eru ekki eins hljómskýrar í þessari nýju útgáfu, þó í henni séu önnur at- riði greinilegri. Það skrifast helst á yfirvegað- an hraða sem En Shao kýs verkinu, enda er það þremur og hálfri mínútu lengra undir stjórn hans en hjá Zukovsky í frumflutningi verksins 1991 og tveimur mínútum skemmra en undir stjórn Segerstams ... Kostir þess að hægja á verkinu eru mun fleiri en gallarnir og draga fram tónlist sem hæglega gæti hljómað sem gífuryrði. Báðar fyrri útgáfur verksins eru prýðilegar, en nýjasta er að mínu mati sú eigulegasta ... Það er ótvírætt merki um vax- andi vinsældir [Jóns] Leifs að hægt er að bera öll verkin nema eitt saman við fáanlegar aðrar útgáfur.“ MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn: Verk Ásmundar Sveinssonar. Galleri@hlemmur.is: Sara Björnsdótt- ir. Til 19. des. Gallerí OneoOne: Gjörningaklúbburinn. Gallerí Reykjavík: Ebba Júlíana Lár- usdóttir. Til 1. jan. Gallerí Sævars Karls: Vignir Jóhannesson. Til 19. des. Gerðarsafn: Verk úr safni Þorvaldar Guðmundssonar. Til 30. jan. Gerðuberg: Eiríkur Smith. 9. jan. Hafnarborg: Sigurður Magnússon. Hrönn Axelsdóttir. Lárus Karlsson. Tan Baoquan og Wu Zhanliang. Til 13. des. Hallgrímskirkja: Leifur Breiðfjörð. Til 16. feb. i8, Ingólfsstræti 8: Ola Kolehmainen. Til 23.jan. Islensk grafík, Tryggvagata 17, (hafn- armegin) Smámyndasýning. Til 19. des. Skúffug- allerí félagsmanna. Kjarvalsstaðir: Ragna Róbertsdóttir. Til 19. des. Listasafn ASÍ: Arinstofa: Verk úr eigu safnsins. Listasafn Einars Jónssonar: Lokað í des. og jan., en höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Islands: Ásgrímur Jónsson- .Verk í eigu safnsins. Til 21. des. Kaff- ist. Dunganon. Til 31. des. Við aldamót. Til 10. jan. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Lokað í des. og jan.. Listhúsið Laugardal: Sjpfn Har. Til 31. des. Norræna húsið: Kalevala. Til 31. des. Nýlistasafnið: Didda Hjartardóttir Leaman, Þórunn Hjartardóttir, Olga Bergmann og Anna Hallin. Til 12. des. Sparisjóður Garðabæjar: Átta mynd- listakonur. Til 31. des. Stofnun Árna Magnússonar: Handrita- sýning opin þriðjudag-föstudaga kl. 14-16. Til 15. maí. TÓNLIST Laugardagur Langholtskirkja: Gunnar Gunnarsson og Sigurður Flosason. Kl. 17. Sunnudagur Bústaðakirkja: Árnesingakórinn í Reykjavík. Kl. 16. Salurinn, Kópavogi: Jólabarokk. Cam- illa Söderberg, Elín Guðmundsdóttir, Guðrún S. Birgisdóttir, Martial Nar- deau, ’Olöf Sesselja ’Oskarsdóttir, Pet- er Tompkins, Snorri Örn Snorrason og Svava Bernharðsdóttir. Kl. 20.30. Hveragerðiskirkja: Camerarctica. Kl. 20.30. Varmárskóli Mosfellsbæ: Álafosskór- inn. Kl. 20.30. Víðistaðakirkja, Hafnarfirði: Frím- úarakórin. Kl. 17. Þriðjudagur Islenska óperan: Emma Bell, Finnur Bjarnason, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Gerrit Schuil. Kl. 20.30. Mosfellskirkja: Diddú og drengimir. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sigurður I. Snorrason, Kjartan ’Oskarsson, Brjánn Ingason, Emil Friðfinnsson og Bjöm Th. Ámason. KI. 20.30. Miðvikudagur Bústaðakirkja: Jóhann Friðgeir Valdi- marsson, Anna Sigríður Helgadóttir og Kór Bústaðakirkju. Kl. 20.30. Föstudagur Langholtskirkja: Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju. Kl. 23. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: . Abel Snorko býr einn, lau. 11., sun. 12., mið. 15. des. Borgarleikhúsið: Bláa herbergið, sun. 12. des. Litla hryllingsbúðin, lau. 11. des. Leitin að vísbendingu..., lau. 11. des. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þess- um dálki verða að hafa borist bréf- lega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgun- blaðið, Menning/list- ir, Kringlunni 1,103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. Hulduheimar 1998, eftir Sjefn Har. SJ0FN HAR SÝNIR í LISTHÚSINU Einar Ólafur Sveinsson Jóhannes úr Kötlum OTVIRÆTT MERKIUM VAXANDIVINSÆLDIR JONS LEIFS 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 11. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.