Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 19
BÓKMENNTIR LÍTILLA MÁL- SVÆÐA í NÚTÍMASVIPTINGUM' Á ráðstefnu í Kaupmannahöfn heyrði SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Helga Ágústsson sendiherra og danska bókamenn ræða lestur og bókmenntir á líðandi stund. En það var einnig minnt á að vel sagðar sögur úreldast aldrei. DÖNSKU átaki um lestur lauk með ráðstefnu undir fyrir- sögninni: Hvað nú, litla land? Þar flutti Helgi Ágústsson sendiherra ís- lands í Danmörku erindi um stöðu lesturs og bókmennta á íslandi, sem vakti verð- skuldaða athygli, enda eru Islendingar þekktir lestrarhestar. Reynsla Islendinga var því til umræðu, en einnig áhrif sjónvarps og hvort losa ætti um höft á bókamarkaðnum eða hafa hann frjálsan. Hið fyrrnefnda er við lýði í Danmörku og til- hugsunin um frjálsan bókamarkað virðist skelfa danska áhugamenn um viðgang bókarinnar, eins og Johannes Riis framkvæmdastjóri Gyld- endal lýsti. Hann bar sig þó vel og sagði að auð- vitað kæmust bókaútgefendur af, þó bókamark- aðurinn yrði gefinn frjáls, en Elisabeth Gemer-Nielsen menningarráðherra róaði bæði hann og aðra áhyggjufulla með því að segja að engar fyrirætlanir væm um að gera breytingu þai-á. Almennt heyrðust fleiri áhyggju- en bjartsýnisraddir, meðal annars yfir að bókin væri að víkja fyrir öðram miðlum. Hins vegar nefndi enginn að nýlega var haldin tölvumessa, þar sem komu fjögur þúsund manns, meðan bókamessa um sömu helgi dró að sér þrjátíu þúsund. Lóðréttog lórétt tengsl milli manna Hans Edvard Norregárd-Nielsen rithöfun- dur og formaður Nýja Carlsbergsjóðsins flutti erindi um manna minni og sameiginleg verð- mæti. Hann hefur nýlega skrifað endurminn- ingabók sína, sem hefur fengið einstaldega lof- legan dóm danskra gagnrýnenda. í bókinni fjallar hann um róttækar breytingar á lífshátt- um og umgengnisvenjum Dana á þessari öld. Norregárd-Nielsen gerði að umræðuefni hvemig atburðir í elstu manna minni væru að hverfa, því tengslin milli kynslóðanna væm orð- in mun minni en áður. Manna minni hefði skroppið saman og næði ekki lengur milli kyns- lóða. Unga fólkið sæti við tölvumar, hlustaði hvert á annað, en ekki á sér eldra fólk. Undir þessa skoðun geta víst margir tekið, en í harmagráti yfir hinu liðna sakar ekki að hafa í huga hvað áunnist hefur. Heimurinn hefur skroppið saman og þó krakkar og unglingar hafi minni tengsl við fyrri tíma era þau því betur tengd samtíma sínum, læra tungumál í'yrr og hafa á takteinum tækni, sem gerir þeim kleift að spanna heiminn, kynnast fólki og sjónarmiðum. Lóðréttu tímatengslin hafa styst, en í þeirra stað era í mörgum tilfellum komin lárétt tengsl milli manna, sem áður vora ekki hugsanleg. Minni skriftir, minni orðaforði Niels Thomsen prófessor við Hafnarháskóla hefur rannsakað hvemig lestur hefur áhrif á samsemd okkar. Hann hafði áhyggjur af að sjónvarpsgláp væri á góðri leið með að gera fólk menningarlega steinrunnið og slík óvirkni ýtti undir sérfræðingaveldi. Áhrifin á lýðræði og iðkun þess kemur oft upp í dönskum umræðum og þá eins á ráðstefnunni. Thomsen benti á að í Bandaríkjunum, þar sem sjónvarpsáhrifa hefur gætt hvað mest og lengst, væri kjörsókn mjög lítil. Hann nefndi hins vegar ekki að mai-gir Bandaríkjamenn sinna borgar- askyldu sinni með ýmsu öðra móti en kosninga- þátttöku með þeim hætti, sem ekki tíðkast á Norðurlöndum, eins og margs konai’ sjálfboð- astörfum og öðrum félagslegum afskiptum. Thomsen benti á að í skrifuðu máli væri nýtt- ur stærri orðaforði en í töluðu máli. Því minna sem fólk skrifaði því minni yrði orðaforðinn. Þetta er athyglisvert, því eins og hann benti á er æ meira af fræðiefni skrifað á ensku. Fræði- og vísindamenn, bæði í Danmörku og víðar, skrifa orðið sjaldan á móðurmálinu, heldur fyrst og fremst á ensku. Auk þess færist það í aukana að einnig sé kennt á ensku. Um mótaðgerðir gegn ofuráhrifum sjónvarps sagði Thomsen að auðvitað væri hægt að grípa til aðferða ömmu og segja sögur, lesa og hvetja börn til að lesa. Og svo skildi hann ekki hvernig stæði á því að Danir byggju enn við virðisauka- skatt á bókum. íslendingar áhugasamir og sérvitrir í kringum 1970 komu þrjú dönsk skáld til að lesa upp í Norræna húsinu. Salurinn fylltist fljótt og á endanum varð úr að upplesturinn var endurtekinn þrisvar sinnum, alltaf fyrir fullu húsi. Sænskur ferðamaður spurði íslenskan kunningja hvort Islendingar væra svona áhuga- samir um danska ljóðlist eða hvort þeir væru svona sérvitrir. Svarið var að líklega væra þeh’ hvort tveggja. Þessa sögu sagði Helgi Ágústsson í upphafi erindis síns, þar sem hann leitaðist við að út- skýra hvemig Islendingar færa að því að tryggja að lestur og menning heyrðu ekki að- eins sögunni til. Hann rakti ýmsar menningar- legar forsendur á Islandi, þar sem meðal annars væri lögð mikil áhersla á lestur og bókmenntir í skólum. Árangurinn væri meðal annars sá að á íslandi væri gefin út 6,1 bók á mann, 2,9 í Færeyjum, 2,5 í Danmörku, Finnlandi og á Grænlandi, 1,5 í Svíþjóð og 1,4 í Noregi. Lestur i skólum væri mikill eins og alþjóðlegar kannanir sýndu og skýringuna áleit Helgi meðal annars vera að skólabækurnar væra ekki fullar af erlendum orðum. Breytingamar, sem nú gengju yfir, myndu vísast hafa áhrif á íslandi, sagði Helgi, en áhug- anum væri hægt að hlúa að hjá börnum og ungl- ingum. íslendingar væra líka vonandi nógu sér- vitrir til að varðveita tungumálið, sem væri dýrmætasti arfur þjóðarinnar og undirstaða þjóðernis og menningarlegrar samsemdar. Islenskar aðstæður vekja alltaf áhuga Dana, enda vai’ í umræðum spurt út í einstaka þætti á íslandi. í Danmörku era íslendingar ekki að- eins kunnir fyrir bókmenntaáhuga sinn, heldur einnig fyrir málhreinsun og málrækt, sem alltaf er vinsælt umræðuefni hér. Svipmyndir úr heimi útgefenda Johannes Riis útgefandi sagði vart við hæfi fyrir útgefendur að opna munninn öðru vísi en að vera áhyggjufullir og hann væri þar engin undantekning. Áhyggjuefni hans er frjálsræði á bókamarkaðnum, sem hann sagði þó að bókin myndi einnig lifa það af ef til kæmi. Riis dró síðan upp svipmyndir af ýmsu því sem útgefendur, og þá ekki síst útgefendur á litlum málsvæðum, standa frammi fyrir. í Dan- mörku flæða yfir fjölprent, til dæmis frá stóram þýskum útgefendum, sem bæði bóksalar og kaupendur taka á móti með brosi á vör. Um er að ræða bækur um margvísleg efni eins og mat, listir og annað, þai' sem myndir era veigamikill efnishluti. Gallinn við bækumar er bara að þær era óm- arkvissar, því þær eiga ekki aðeins að höfða til Dana, heldur fjölda annarra þjóða. Hættan er að lesendur verði á endanum óánægðfr og óánægja þeirra beinist þá ekki aðeins gegn þessum bókum, heldur gegn bókum almennt. Stór nöfn kalla á stórar upphæðir og þar hafa umboðsmenn rithöfunda átt sinn þátt í að þenja fyrirframgreiðslur til þekktra rithöfunda upp í stjamfræðilegar upphæðir. Þannig hefur stór- um útgefendum verið boðið að kaupa forkaups- rétt að næstu fimm skáldsögum Salman Rus- hdie fyrir sjö stafa upphæð í Bandaríkjadölum talið, án þess að hafa minnstu hugmynd um* hvað hinar fimm óski’ifuðu bækur eiga að fjalla um. Nýlega var Doris Lessing á ferð um Dan- mörku. Hún hafði þá haft orð á að þrýstingurinn á höfunda að skila handritum væri orðinn óbærilegur. Þeir tímar væra liðnir að höfundar fengju að liggja yfir handritum sínum, gjarnan með athugasemdum frá góðum yfirlesuram for- laganna. Þai’ við bætast svo kynningarferðfr og fjölmiðlaframkoma, sem tilheyrir orðið samn- ingum rithöfunda og forlaga. Allt dregur þetta úr gæðum bókmenntaafm'ðanna. Ofan á þetta viðurkenndi Riis fúslega að út- gefendur gæfu einfaldlega of mikið út, bækurn- a ar væru heldur ekki allai’ ýkja fagrai’ útlits og allt gæti þetta orðið til að fæla lesendur frá. Að mörgu leyti mætti því segja að bókaútgefendur væra sjálfum sér verstir. „En það væri h'ka ósk- andi að ungir rithöfundar sinntu því að skrifa vel sagðar sögur,“ hnykkti Riis á í lokin. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 11. DESEMBER 1999 1 9 V

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.