Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 7
Kazimir Malevich: Bóndahöfuó -1928-29 Kazimir Malevich: Sjálfsmynd -1933 voru aldrei byggð, og hannaði leikmynd og búninga í óperu sem sýnd var í Moskvu árið 1913. Þetta var óperan „Sigur yfir sólinni", sem var samstarfsverkefni milli ljóðskálda, tónlistarmanna og listamanna. Óperan var mjög framúrstefnuleg en áhorfendur voru ekki að sama skapi hrifnir því það var bara haldin ein sýning. Eftir 1930 sætti myndlistin æ meiri rit- skoðun og það, sem ekki var í hefðbundum stfl eins og ríkjandi var um miðja 19. öldina, þótti bera vitni um hnignum og kapítalisk áhrif. Þá tók Malevich að mála portrettmynd- ir af fjölskyldu sinni og vinum. Fyrirsæturnar voru klæddar í þjóðbúninga og myndirnar í ætt við rússnesk íkon. Einnig málaði hann landslagsmyndir, þar sem andi impressionis- mans svífur yfir vötnum. Kazimir Malevich lést 1935 eftir stutt veik- indi. Slíkar voru vinsældir hans hjá rúss- nesku þjóðinni að yfirvöld neyddust til að veita honum viðhafnargreftrun á kostnað yf- irvalda. Á leiði hans var svo settur legsteinn sem er mjög í anda suprematismans, nefni- lega svartur ferningur. Sýningin í Millesgárden stendur til janúar- loka og hægt er að fræðast um hana á vefsíðu safnsins www. millesgarden.a.se. Heimildir: The history of modern art, H.H. Arnason, Thames and Hudson London 1989. Herhúsið í Siglufirði sem nú á að verða menningarhús. SIGLUFJÖRÐUR HERHÚSIÐ FÆR NÝTT HLUTVERK HERHÚSIÐ í Siglufirði mun gegna nýju hlutverki í framtíðinni en stofnað hefur verið félag, Herhúsfélagið, til stofnsetja menning- arhús í gamla Herhúsinu. Ætlunin er að þar verði gestavinnustofa fyi’ir innlent og erlent myndlistai’fólk, skáld eða hverja þá sem vinna að einhvers konar listsköpun . Brynja Baldursdóttir, formaður félagsins, segir að stefnt sé að því að taka á móti fyrstu lista- mönunum næsta haust. Þá verður einnig hægt að halda sýningar, fyrirlestra eða tón- leika í húsinu. Félagsmönnum Sambands íslenskra mynd- listarmanna hefur verið sent bréf þar sem þess er óskað að hver gefi eitt verk til styrkt- ar endurgerð hússins og hefur félagið nú þegar fengið send nokkur verk. Fyrirhuguð sölusýning verður í sýningarsal Ráðhúss Siglufjarðar frá 20. desember og stendur fram í janúar. Þá er einnig í bígerð að fara víðar með sýninguna. Herhúsið var áður samkomuhús Hjálpræð- ishersins, byggt árið 1914. Um áratugaskeið voru þar haldnar samkomur, ýmist fyrir sjó- menn eða heimafólk. Heimildir herma að sr. Bjarni Þorsteinsson sóknarprestur, tónskáld og þjóðlagasafnaiá, hafi látið flytja harmon- íum kirkjunnar í Herhúsið og tekið þátt í samkomum þar ásamt konu sinni, Sigríði Blöndal, en hún lék á gítar og söng kvenna fegurst. Síðustu tvo áratugi, hefur dregið úr starfsemi Hjálpræðishersins og vorið 1999 komst Herhúsið í eigu Herhúsfélagsins sem hefur það að markmið að hefja þar nýtt menningarstarf. Auk Brynju eru í stjórn félagsins Guðný Róbertsdóttir, Hálfdán Sveinsson, Örlygur Kristfinnsson, Ásta Júlía Kristjándóttir og Arnþór Þórsson. Verid velkomin í verslun okkar. tónlistargjafir The Bach Book Jacques Lsussier Tria Der Stein der Weiscn ( Viskusteinninn) Opera eftir Mozart o.fl. Allir þekkja söguna um þessa ævintýralegu uppgötvun sem varpar óvæntu ljósi á Töfraflautuna. Utgáfa Boston Baroque sveitarinnar hefur hvarvetna hlotið lof gagnrýnenda. Hér er sannarlega komin jólagjöf óperuunnandans. Jussi Björling - Till havs Jussi Björling er án efa einn dáðasti söngvari aldarinnar. Diskurinn Till Havs inniheldur öll sænsku lögin sem hann hafði dálæti á, m.a. Tonema, Jag langtar dig og O helga natt, sem enginn söng betur en Jussi. Á disknum em einnig fróðlegar upplýsingar og fágætar myndir f tölvutæku formi. Jacques Loussier Trio -The Bach Book Nú eru 40 ár liðin frá því að J.Loussier gaf út fyrstu plötu sína en þar mátti heyra einstaka blöndu af djassi og klassík. f dlefni af afmælinu gefúr Telarc út geisladiskinn The Bach Book þar sem Loussier útsetur af sinni alkunnu snilld m.a. Brandenborgar konsert nr. 5 og kóralinn Slá þú hjartans hörpustrengi. 112 Tónar I á homi Barónsstígs og Grettisgötu Sími511-5656 12tonar@islandia.is Landsins mesta úrvai af bókum um klassíska tónlist ásamt fjölda myndbanda Erum með alla íslensku jólaútgáfuna Sendum í póstkröfu ] klassík - jazz - heimstónlist - kvikmyndatónlist - raftónlist LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 11. DESEMBER 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.