Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 16
 .VvVVV' >>:>:> Sliwatei ■ Werner Tiibke er gott dæmi þess hvernig austur-þýskum myndlistarmönnum tókst ad tjá sig þrátt fyrir opinbera list Alþýdulýðveldisins. Þetta fræga málverk hans vard til 1967 og nefnist Æviminningar Dr. jur Schultze VII. Blönduð tækni á léreft á tré, 122x183 sm. Listasafnið í Leipzig. ÞAÐ verður ekki af þeim skafið Þjóðverjum, að viðgangur sjónmennta er þeim metnað- armál. Engin þjóð í Evrópu státar af eins mörgum lista- söfnum í hverri einustu stærri borga landsins, engin af jafnmörgum listakaup- stefnum né jafnmörgum bönkum og opin- berum stofnunum er skipulega safna sam- tímalist og mikilsháttar einkasafnarar eru á hverju strái. Þá er sjálfskoðun þeirra viðbrugðið og hvergi er rökrætt jafn- hressilega og deilt jafnóvægið um hlutina á listavettvangi, og í ljósi þessa alls er Þýskaland nútímans fyrirmyndarríki á þeim fleti. Og sem ég hef endurtekið vikið að, er sú tíð löngu fyrir bí að þýskir lista- menn þurfi að fara til Parísar, og út- landsins yfirhöfuð, til að sanna sig. Listin kemur innan frá og út ekki síður en lífið og það mættu norrænir, ekki síst íslenzkir samtímalistamenn, hafa hugfast og standa betur að sínu og sinni sameiginlegu arf- leifð. I þessum síðasta pistli mínum í Les- bók á árinu og jafnframt öldinni, vil ég víkja að öllum þessum sýningum, en hver þeirra og einkum þær stóru eru tilefni sér- stakrar umfjöllunar og þá helst í fleirtölu. Umfang þeirra má ráða af sýningarskrán- um/bókunum, er fylgja þeim sem ég held að samtals vegi nær tíu kílóum, hin stærsta rúm þrjú og fyrirferðin eftir því. En þá er um að ræða sérstaka stórfróð- lega bók, gefin út í tilefni framníngsins, og hefur með þverskurð af tuttugustu öldinni í Þýskalandi að gera; list, menningu, stjórnmál og þjóðfélag í hnotskurn. Fyrir þá sem ekki eru inni í þýskri myndlist er t, þetta gullnáma, því sjónmenntir Þýðverja er eitt merkasta framlag til heimslistar- innar á öldinni og til áréttingar má hér einungis nefna listhópana Der Blaue Reit- er, Die Brúcke og Bauhaus, sem jafnframt var skóli nýviðhorfa í myndlist, hönnun, li- stíðum og arkitektúr. Og þá maður hefur í Berlín á sér stað gríðarlegur framningur á myndlist tuttugustu aldar í Þýskalandi, hófst 4. september með þrem risasýningum og þrjáraðrar minni opnuðu 29. september, ásamt því að bygging- arlist borgarinnar er vel kynnt með reg lulegum skoðunarferðum upp á dag hvern. Lýkur 9. janúar árið 2000. BRAGIÁSGEIRSSON var á vettvangi og rýndi í hlutina. Max Beckmann (1884-1950) er einn þeirra málara sem stödugt vinna á og myndir hans lík- astar tímalausri núllst. Hina yndisþokkafullu mynd, Þenkjandi kona, málaði hann 1937, olía á léreft, 56 x 110 sm. Listahöllin Bremen. kynnst öllum hliðum þýskrar listar af sjón og raun, reynist hún allt annars eðlis en haldið var að ungum listspírum á hjara veraldar fyrir hálfri öld og enn meira en eimir af. Þá er ekki úr vegi að upplýsa um leið, að desember og janúarmánuður eru einstaklega heppilegir til skoðunar stór- sýninga og listasafna. Örtröðinni á sjálfar sýningarnar linnir þó tæpast síðustu vik- una, en hins vegar eru þetta rólegustu mánuðurnir hvað aðrar safnaheildir snert- ir og þær eru nokkrar, nefni hér helst Charlottenburg Safnaeyjunna og Dahlem. Krafturinn í Berlín nútímans segir okk- ur, að þar hafi menn fullan hug á að verða í engu eftirbátar New York, Lundúna né Parísarborgar, helst fremri. Staðreyndirn- ar, að borgin mun innan fárra ára aftur verða orðin mesta safnaborg heimsins, þótt ekki státi hún af hliðstæðu Louvre í París né Metropolitan safninu í New York. Hins vegar hafa þeir í Berlín komið upp listamiðstöð, sem hinar borgirnar státa ekki af né aðrar í heiminum sem er, Kunstforum, með bókasafni, tónlistarhöll, hljóðfærasafni þjóðlistasafni og nýju safni eldri listar sem er tengt áður byggðu list- iðnaðarsafni og aldeilis skoðunar virði, stórhátíð fyrir augu og anda. Skilvirkni og hlutlægni á heildina er að- al þessara stórsýninga og ekkert dregið undan, jafnvel ekki það sem menn nefna fagurfræði valdsins, Die Ásthetik der Macht, sem greinir frá tímabili þjóðernis- sósíalista, og list Alþýðulýðveldisins er að sjálfsögðu gerð skil. Hér hefur sýningar- gesturinn söguna fyrir framan sig og get- ur myndað sér sjálfstæðar skoðanir á hlut- ina því rýnt er í þá frá öllum hliðum en matreiðsla og trúboð úti í kuldanum. Hins vegar er rökrætt og deilt á einstaka þætti framkvæmdarinnar og þar hafa menn sitthvað til síns máls eins og fyrri daginn, m.a. þykir það ljótur blettur á framníngn- um að nokkrir mætustu listamanna þjóð- 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 11. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.