Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Blaðsíða 17
ÞJOÐARBOKH LAÐAN I / POLSKU BLAÐI UM ARKITEKTUR Blöð og tímarit frá Póllandi eru ekki á boðstólum í bókaverzlunum hér, sem varla er von, því ekki eru margir læsir á pólsku. Pólland er gamalgróið menn- ingarland en tungumálið á sinn þátt í því að við fylgjumst margfalt minna með því sem þar á sér stað en í nálægum löndum, til dæm- is á þýzka málsvæðinu, Þýzkalandi, Austur- ríki og Sviss. Fyrir heppni eða tilviljun hefur Lesbók borizt glæsilegt pólskt blað, eða tíma- rit í óvenjulega stóru broti, sem að stærstum hluta er um innlendan arkitektúr, en einnig um hönnun og myndlist. I fáeinum tilvikum er kynnning á erlendum arkitektúr og kemur óneitanlega skemmtilega á óvart að þá skuli blaðið m.a. beina athyglinni að Þjóðarbók- hlöðunni í Reykjavík, eða Biblioteka Nar- odowa Islandii. Eru tvær opnur í blaðinu um Þjóðarbókhlöðuna að utan og innan og fylgja frábærlega vel teknar ljósmyndir eftir Guð- mund Ingólfson í ímynd. Arkitektar Þjóðar- bókhlöðunnar eru Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson. Eins og jafnan þegar opinberar byggingar rísa á Islandi voru afar skiptar skoðanir um þetta hús, en þeir sem eru óánægðir láta venjulega meira í sér heyra og þeir nefndu að húsið væri „alltof klossað" eða að rauði litur- inn á álklæðningunni væri of „æpandi". Seint verður hægt að gera öllum til hæfis með lita- notkun, en hér á að minnsta kosti ekki við sú gagnrýni, að íslenzkir arkitektar þori ekki að nota liti og hafi þessvegna allt í grátónum. Til mótvægis við gagnrýnina á húsið má nefna að Hörður Agústsson, sem skrifað hefur grund- vallarrit um íslenzka byggingararfleifð, tók þátt í atkvæðagreiðslu hér í Lesbók um 10 fegurstu hús landsins og þar greiddi hann Þjóðarbókhlöðunni atkvæði sitt. Þvl miður eru ekki tök á að endursegja pólska textann um Þjóðarbókhlöðuna, en áður hefur komið fram að við gerð hússins hugsuðu arkitektarnir sér ímynd kastala eða virkis. Með því að nota rauðan lit á álklæðninguna er hún látin skera sig frá svo sem kostur er og gerð hennar undirstrikar þessa rammgeru virkisímynd, sem hnykkt er á með því að inn- gangurinn er um leið brú yfir sýkið. Heildar- myndinni er síðan gefin séríslenzk áherzla með fagurlega hlöðnum grjótgörðum, sem eru líkt og húsið, borgarprýði. Af öðru sem kynnt er í þessu pólska blaði má nefna stórhýsi tryggingafyrirtækis í Lubeck þar sem frægir arkitektar eiga hlut að máli, nefnilega Benisch & Benisch. Varla er hægt að ímynda sér ólíkara hús en Þjóðar- bókhlöðuna og þetta tryggingahús, sem að hluta til að minnsta kosti er látið líta út eins og eftir loftárás. Þessi stíll var tízkubóla sem talsvert bar á fyrir nokkrum árum og mátti sjá hann til dæmis í Ríkisþinghúsinu í Bonn, sem Þjóðverjar höfðu nýlega lokið við þegar ákveðið var að flytja þingið til Berlínar. Þá segir blaðið í máli og myndum frá nýrri pól- skri sendiráðsbyggingu í Briissel. Arkitekt- inn, Ludwig Konior, er pólskur en býr í Brus- sel og hefur áður teiknað sendiráðsbyggingar í borginni fyrir Italíu og Lúxemborg. Þetta hús er virðuleg útgáfa af módernisma eins og hlýtur að teljast við hæfi, góð heild og fallega unnin smáatriði. GÍSLI SIGURÐSSON ÞJÓÐARBÓKHLAÐAN í Reykjavík. EINS OG EFTIR jarðskjálfta: Úr stórhýsi tryggingafyrirtækis í Liibeck. PÓLSKA sendiráðið í Brussel. KEaaBmaaaiBxagaflgffguvfaraa' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR i 5. í*tAÍ 1999 !! 'l/

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.