Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Blaðsíða 16
ÍSLENSKI VETTVANGURINN í LUNDI I háskólabænum Lundi hittast íslenskir fræðimenn úr ýmsum greinum og ræða rannsóknarverkefni er snerta Island, eins og SIGRUN DAVIDSDOTTIR heyrði og sá. Morgunblaðið/Sigrún HARALD Gustafsson og Hrefna Róbertsdóttir í Lundi. ✓ SLENSK málefni eru víðar rædd en á ís- landi. í Lundi í Svíþjóð hittist reglulega hópur íslenskra og erlendra fræðimanna til að ræða hin aðskiljanlegustu efni á Is- lenska vettvangnum, sem Harald Gustafsson, lektor við Lundarháskóla, átti frumkvæðið að 1996. Við sænska háskóla og þá ekki síst gam- algróna háskóla eins og Lundarháskóla er rík umræðuhefð og það er einmitt grundvöllurinn að íslenska vettvangnum. Og af því umræð- umar fara fram á erlendri grund í hópi ís- lenskra og erlendra fræðimanna þá lýstur saman ýmsum sjónarmiðum, eins og best fer á í innblásnum umræðum. Þannig var einmitt þegar Gunnar Karlsson, prófessor í sögu, mætti á vettvang til að reifa hugmyndir sínar um „Islenska þjóðemisvitund á óþjóðlegum öldum“, en grein hans um það efni birtist í Skími í vor. Gunnar dvelur þessa mánuðina í rannsóknarleyfí í Kaupmannahöfn. íslensk umraeðn á erlendrl grund „Hugmynd mín var að gefa íslendingum hér tækifæri til að tala um íslensk efni á ís- lensku fyrir landa sína, sem hafa kannski ekki sérþekkingu á efninu, en hafa grundvallar- þekkingu á íslenskum málefnum almennt," segir Harald Gustafsson, þegar sú spurning vaknar af hverju efnt hafí verið til vettvangs- ins íslenska. „Á erlendum vettvangi era Is- lendingar oft heftir af því að þurfa að byrja frá byrjun að útskýra allt sem varðar ísland. Með því að tala á íslensku við Islendinga skapast allt aðrar aðstæður." Vettvanginn sækja reglulega fræðimenn frá Lundi og Kaupmannahöfn, bæði íslend- ingar og útlendingar, sem fást við íslensk efni. Samstarfíð yfír sundið hefur þótt takast vel og það er fastur liður í starfinu að fara í heim- sókn einu sinni á vetri á Ámastofnun, þar sem ' heimamenn og gestir kynna rannsóknir sínar á heilsdagsráðstefnu. Ragnheiður Mósesdótt- ir, bókavörður á Árnastofnun, hefur haft um- sjón með þessum ráðstefnum og er tengiliður Vettvangsins í Kaupmannahöfn. Harald er ekki í vafa um að vettvangurinn hefur ekki síður nýst Hafnarbúum vel, því málstofuhefð- in er ekki eins rík þar og í Svíþjóð. Vettvang- urinn í Lundi sé þeim kærkomið tækifæri til að reifa rannsóknarefni sín og fá við þeim við- brögð. Efnin sem tekin hafa verið fyrir era marg- vísleg, en tengjast öll íslenskri sögu og samfé- lagi. í febrúar talaði Jóhanna Barðdal doktor- snemi um fallakerfið og nýjar sagnir í ís- lensku, í mars talaði Sverrir Jakobsson dokt- orsnemi um viðhorf íslendinga til útlendinga á miðöldum og aðlögun innflytjenda að samfé- laginu og í apríl var svo komin röðin að Gunn- ari Karlssyni. í maí talar Hrefna Margrét Karlsdóttir doktorsnemi um stjórnun síld- veiða í Norðaustur-Atlantshafi 1945-1995. Eins og sjá má af umræðuefnunum er um- ræðan ekki bundin við sagnfræði, heldur hin margbreytilegustu efni, enda undirstrikar Harald að efnisvalið sé þverfaglegt. íslend- ingar fjalla um rannsóknarefni sín á íslensku, en erlendir fræðimenn á sínum málum, ef þeir hafa ekki tök á íslensku. íslenskl og erlent samhengi „Það er mikilvægt fyrir íslenskar rann- sóknir á íslenskum efnum að geta viðrað þær í íslensku samhengi," segir Hrefna Róberts- dóttir, sem er við doktorsnám í sagnfræði í Lundi, en hún hefur séð um ýmis fram- kvæmdaratriði við íslenska vettvanginn og stýrt honum eftir jól. Hrefna hefur verið í Lundi í þrjú ár. Verkefni hennar fjallar um hagstjómarhugmyndir 18. aldar eins og þær koma fram í Innréttingunum svokölluðu og ullarverksmiðjunum þar og setur þær í víðara samhengi með því að kanna slík fýrirbæri í Danmörku og Noregi á sama tíma. „Þegar talað er um íslensk efni fyrir út- lendinga fer oft mikill tími í að útskýra grand- vallaratriði eins og að Island sé eyja í Atlants- hafi sem búið hafí við fámenni og fábreytta at- vinnuhætti," segir Hrefna. „Það er hægt að hoppa yfir þennan sameiginlega þekkingar- grann, þegar talað er um íslensk efni á þess- um vettvangi, en jafnframt nýta sér hið víða samhengi sem hérstaddir fræðimenn starfa í hver á sínum stað. Það er nauðsynlegt fyrir rannsóknir á íslenskum efnum að þróast í samspili við það sem gerist erlendis. Islensk- ur vettvangur erlendis er viðbótarvídd í því samhengi. Hún bendir einnig á að tengslin við fræðimenn í Kaupmannahöfn skipti máli, auk þess sem vettvangurinn hefur verið heimsótt- ur af fræðimönnum frá Gautaborg, Noregi, Þýskalandi, Bandaríkjunum og víðar. Um samanburð vettvangsins við aðstæður á íslandi segir Hrefna að Sagnfræðingafélag- ið sé ötult við að halda málstofur og umræðu- fundi. „En það era of fáir sagnfræðingar hér, sem leggja stund á íslensk efni, til að hægt sé að byggja hann á sagnfræði eingöngu. Með þverfaglegri umræðu verður líka meiri breidd í efnisvali og það hefur líka sína kosti,“ segir hún og bætir við að líklega væri erfiðara að ná saman þverfaglegum hóp á íslandi hliðstætt því sem tíðkast á íslenska vettvangnum í Lundi. „Danskurinn og fjanskurinn á Djúpavogi" Því hefur oft verið haldið á lofti að þjóð- ernisvitund og þjóðernishyggja sé 19. aldar fyrirbæri, því hugmyndir um þjóðríki, eina þjóð í einu ríki, hafi ekki komið til sögunnar fyrr en þá. Þegar Gunnar Karlsson ræðir rannsóknir sínar um þjóðernisvitund á fyrri öldum bendir hann á að Islendingar hafi skrifað þjóðarsögu sína um leið og þeir börð- ust fyrir sjálfstæði. Sjálfstæðisbaráttan hafi því óneitanlega sett svip sinn á söguritunina, en þetta skeið sögutúlkunar hafí liðið undir lok um miðja þessa öld. Þá hafi tekið við hug- myndir um að ofuráhersla á íslendinga sem þjóð endurspegli 19. öldina og sjálfstæðis- baráttuna. Sjálfur segist Gunnar hins vegar hallur undir að þjóðarvitundin íslenska hafi látið á sér kræla fyrr, á óþjóðlegum öldum sem kalla má, öldunum áður en þjóðemisvitund er álitin komin til skjalanna. Sem dæmi bendir hann á að Jón Arason biskup hafi litið á siðaskiptin sem átök íslendinga og útlendinga, rétt eins og 19. aldar menn hafi síðan gert. Skoðun hans kemur skemmtilega fram í kunnri vísu, sem eignuð er honum: Vondlega hefur oss veröldin blekkt villt og tælt svo nógu frekt ef ég skal dæmdur af danskri slekt og deyja svo fyrir kóngsins mekt. Sverrir Jakobsson varpar því fram hvort það hafi ekki haft áhrif á afstöðu íslendinga til hins erlenda valds að kaupmennimir vora á tímabili útlendingar og það hafi þá skapað jarðveg fyrir pólitíska þjóðemishyggju. Og sú hugmynd kemur einnig upp hvaða áhrif tungumálið hafi í að greina þjóðir að. Harald hefur áhugavert sjónarhorn, þar sem hann hefur sjálfur verið að athuga hlið- stæð efni á Norðurlöndum. I nýlegri bók hans um Kalmarsambandið bendir hann á að einmitt hugmyndin um eina þjóð í einu ríki hafi staðið í vegi fyrir þróun Kalmarsam- bandsins, auk þess sem hann vitnar í rann- sóknir er sýna að þegar á miðöldum vora þjóðríki venjuleg viðmiðun. En Harald minnir einnig á að viðmiðanimar hafi verið fleiri, því menn hafi einnig samsamað sig einstökum byggðarlögum. Þýskaland er áhugavert dæmi, því það skiptist í mörg smáríki. Menn töluðu til dæmis bæði um sig sem þýska og lý- bíska, frá Lubeck. Og svo sveif alheimsstofn- unin kaþólska kirkjan yfir vötnunum fyrir siðaskiptin. Á leiðinni til Hafnar hvarflar sú hugsun að hvort rótgrónar hugmyndir um þjóðríki muni standa Evrópusambandinu fyrir þrifum rétt eins og Harald álítur að átt hafi við um Kal- marsambandið. Hver segir að miðaldasaga hafi enga þýðingu fyrir nútímann? UNDIRBUNINGUR HAFINN FYRIR TÓN- OG DANSVERKIÐ BALDR Morgunblaðið/Þorkell FINNSKI danshöfundurinn Jorma Uotinen er höfundur dansa og leikstjóri í verkinu Ðaldr eftir Jón Leifs sem sett verður upp hér á landi árið 2000. Komu þeir saman um síðustu helgi, hann, Kjartan Ragnarsson, aðstoðarleikstjóri verksins, og Hörður Áskelsson, stjórnandi kórsins, og hlustuðu meðal annars á verkið. FINNSKI danshöfundurinn Jorma Uotinen var nýverið staddur hér á landi vegna undirbúnings við verkið Baldr sem fyrirhugað er að framsýna á afmæl- isdegi Reykjavíkurborgar, 18. ágúst árið 2000, á vegum Reykjavíkur menningarborgar Evrópu. Uotinen er danshöfundur verksins en tónverkið Baldr er eftir Jón Leifs. Byggir það á atburðum norrænnar goðafræði og lýsir átökum góðs og ills. Aðalsögupersónumar era ásinn Baldur sem er tákn hins góða, Nanna kona hans og Loki, hinn undirförli og illgjami t sem þolir ekki ásýnd hins göfuga og fagra. Uppsetning verksins er eitt stærsta verk- efnið sem Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000 tekst á við. Uotinen er leikstjóri verksins, dans- og búningahönnuður. Hann semur dansa og hreyfingar en fyrirhugað er að allt að 20 dansarar taki þátt í sýningunni. Verða þeir frá íslenska dansflokknum og finnska Þjóðarballettnum þar sem Uotinen er dansstjóri. Einnig taka hátt í 25 söngvarar þátt í uppsetningunni og mun Uotinen einnig stjóma hreyfingum þeirra. Undirbúningur að komast á skrið v Að sögn Uotinen er framkvæmd verksins á byrjunarstigi. Undirbúningur hefur farið fram undanfarið og segist Uotinen einna helst hafa hlustað á tónverkið til þess að gera sér grein fyrir gerð þess og einkennum. Þá fund- aði hann með Kjartani Ragnarssyni, aðstoðar- leikstjóra verksins og dramatúrg, og Herði Áskelssyni, stjómanda kórsins Schola Cantorum, um helgina. Hlustuðu þeir á verkið saman og ræddu ýmis atriði. Fjöldi persóna og fyrirbæra koma fyrir í verkinu. Uotinen segir að hann muni þó lík- lega byggja verkið á aðalpersónunum þrem- ur, Baldri, Nönnu og Loka, en óvíst sé hvaða aðrar persónur munu koma fram í verkinu. „Mínar hugmyndir byggja eins og stendur á því að finna óhlutbundið form sem hæfir verk- inu. Eg sé ekki fyrir mér að ég muni fylgja söguþræðinum fúllkomlega þótt ég muni gera það að einhverju leyti. Ég finn að það hjálpar mér mikið að ég hef áður samið verk upp úr goðsögum,“ segir Uotinen og á þar við verkið Kalevala sem hann samdi fyrir dansflokk Borgarleikhússins í Helsinki. Verkið naut mikilla vinsælda og var sýnt fyrir fullu húsi í heilt ár. „Kalevala byggði á finnskum goðsögum og mér finnst ég hafa ákveðna tengingu við goð- sögur, sama frá hvaða landi þær eru. Goðsög- ur eru svipaðar milli landa, þær fjalla gjarnan um baráttu góðs og ills og geta kennt okkur ýmislegt, ef við læram þá yfir höfuð eitthvað," segir Uotinen. Uotinen líst vel á samstarfið sem framund- an er við þá sem koma að verkinu frá öðrum Norðurlandaþjóðum. Eftir að hafa eytt tíma hérlendis segist hann telja að íslendingar og Finnar eigi margt sameiginlegt og líkist hvor- ir öðrum hvað skapgerð og menningu varðar. „Mér líst vel á samstarfið sem er framundan. Ég er heppinn að fá þetta tækifæri og hepp- inn að þekkja vel til á íslandi, en ég setti upp verkið Night hér í fyrra með íslenska dans- flokknum," segir Uotinen. Eftir að Baldr hefur verið frumsýnt hér á landi verður það sýnt í Bergen í Noregi og síðan í Helsinki í Finnlandi. Allir þrír sýning- arstaðirnir eru mjög ólíkir, til dæmis er það sett upp í gamalli verksmiðju í Helsinki og segir Uotinen að spennandi verði að finna lausnir sem henta hverjum stað. , 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MAÍ1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.