Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Blaðsíða 4
STYRJALDAR ÁRINÁ SUÐURIANDI EFTIR GUÐMUND KRISTINSSON Nýlega er komin út bók um ár síðari heimsstyrjaldar- innar á Suðurlandi, en ein af þýðingarmeiri herstöðv- um breska hernámsliðsins var í Kaldaðarnesi þar sem gerður var flugvöllur á bökkum Olfusár. I bókinni er margt rifjað upp sem nú er gleymt, til dæmis að Dýsk herfluqvél qerði skotárás á Olfusárbrú oq síðar á flugvöllinn í Kaldaðarnesi og braggahverfin þar. Hér er gripið niður í bókina á tveimur stöðum. ARLA morguns 10. maí 1940 urðu Sunnlendingar þess varir, að allt síma- samband við Reykjavík hafði verið roflð. Fréttist brátt austur fyrir fjall, að um nóttina hefði landið verið hernumið. Hermenn streymdu á land í Reykjavík og hefðu tekið mikilvægustu staði. Austur á Selfossi var ótt- azt, að þetta væri þýzkur her, enda voru sögusagnir um ókennilegar flugvélar yfír Reykjavík. Oddviti Sandvíkurhrepps, Þor- varður Guðmundsson, róaði fólk og sagði: „Þeir taka ekki landið með tíu flugvélum!" Brátt fréttist þó, hvers kyns var, og létti þá mörgum. Þetta var 800 manna herlið úr Kon- unglega brezka landgönguliðinu, 2nd Royal Marine Battalion, undir stjóm Roberts Stur- ges ofursta. Þeir höfðu látið úr höfn við Clydefjörð á vesturströnd Skotlands aðfaranótt 8. maí með beitiskipunum Berwick og Glasgow í fylgd tveggja tundurspilla, Fortune og Fearless. Efnt hafði verið til herfararinnar í skyndi, og herliðið var vanbúið og lítt þjálfað. Vélbyss- um og sprengjuvörpum hafði verið skipað um borð í kössum beint frá verksmiðjunum. Þeg- ar komið var út á rúmsjó, voru kassarnir opn- aðir, og hermennirnir fengu að æfa sig með því að skjóta út á sjó. Á leiðinni skall á útnyrðings stormur, svo að hægja varð á siglingunni. Lögðust land- gönguliðamir unnvörpum í sjóveiki og urðu lítt búnir til stórræða. Og þegar kom að sjálfri landgöngunni, kom í ljós, að ekki voru um borð nema tvö kort. Annað var Islands- kort en hitt var uppdráttur af Reykjavík, sem einhver hafði teiknað eftir minni. Upp úr hádegi komu íyrstu fímm herbíl- amir austur að Selfossi með hermenn, sem báru riffla og byssustingi. Þetta var um 40 manna lið, eitt „platoon“ úr B-Company. Eft- ir smástanz við Tryggvaskála, þar sem þeir keyptu brauð, héldu þeir rakleiðis út að Kald- aðamesi. Þar vom sléttir valllendisbakkar við Ölfusá, þar sem þýzki flugmaðurinn Wolfram Hirth hafði lent einshreyfils flugvél 1. ágúst 1930 eftir 11 stunda flug frá Orkneyjum. Nú reið mikið á að verða á undan Luftwaffe Gör- ings á staðinn. Þegar herinn ók í hlað að Kaldaðamesi, var þar mikill mannsöfnuður íyrir norðan íbúðar- húsið. Hreppstjóri Sandvíkurhrepps, Lýður Guðmundsson í Litlu-Sandvik, var þar í óða önn að bjóða upp kýr. Þar var staddur Jón Sigurðsson frá Kald- aðarnesi, skrifstofustjóri Alþingis, og tók her- mennina tali. Tjáði hann foringjanum, að þetta væri almennt uppboð á dánarbúi fðður síns^ Sigurðar Ólafssonar, sem var sýslumað- ur Árnesinga 1891-1915 og bjó í Kaldaðar- nesi. Foringinn spurði, hvar flugvöllurinn væri og var sagt, að hann væri þarna á bökk- unum við ána. Auðséð var að hermennirnir trúðu því ekki, að þetta gæti verið flugvöllur en gengu þangað og skoðuðu aðstæður... Fyrsta verk þeirra var að grafa gjótur og skurði í bakkana við Ölfusá til þess að gera Þjóðverjum ókleift að lenda þar flugvélum. Virtust þeir óttast, að þýzkt fallhlífalið kæmi á hverri stundu og hertæki þennan eina lend- ingarstað flugvéla, sem þá var kunnur á Suð- urlandi. Bretar hervæða Kaldaðarnes Hinn 17. maí komu fyrstu herflokkar brezka landhersins til Reykjavíkur með far- þegaskipunum Franconia og Lancastria, alls 3.816 hermenn. Það voru 1/6 og 1/7 battalí- onir Duke of Wellington Regimenti og 1/5 West Yorkshire Regimenti úr 147. stórfylk- inu, Infantry Brigade, sem var hluti af 49. herdeildinni undir stjórn Harry Curtis her- foringja. Liðsmenn 1/7 Duke of Wellington regimentis fóm með tundurspili til Hafnar- fjarðar og settu upp aðalstöðvar í Flens- borgarskóla, en A-company bjó um sig í fisk- húsi við höfnina. Daginn eftir var eitt platoon úr A- company, undir stjóm Elliots Hallas lautin- ants, sent austur að Kaldaðamesi. Walter Downs var yngstur þeirra, aðeins 19 ára, og býr nú í Huddersfield. Hann lýsir þessu þannig: „Við vomm sendir til afskekkts sveitabæj- ar á bökkum Ölfusár. Þar var okkur ætlað að búa í stóra sýningartjaldi, en við sömdum við bóndann að fá inni í útihúsi. Hlutverk okkar var að fylgjast með flatlendinu, þar sem talið var mjög hentugt að lenda fallhlífaliði. Við vomm þarna í tæpa tvo mánuði og fómm þá aftur til Hafnarfjarðar. Nokkmm mánuðum síðar fómm við þangað aftur. Þá hafði brezki flugherinn gert þar flugvöll og mikið um að vera.“ Hinn 16. júní kom til landsins ein battalíon úr Royal regiment of Canada, eins og áður er getið. Eitt fótgönguliðs-company um 100 manns var sent austur fyrir Fjall til gæzlu strandarinnar. Föluðu þeir bamaskólana á Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfossi en var synjað og fóra þá að Kaldaðarnesi. Þar vom þeir til 25. október 1940, er þeir sigldu til Bretlands. Þangað var nú komið allfjölmennt herlið, sem fór að búa sig til frambúðar. í fyrstu bjuggu yfirmenn í austurálmu Kaldaðarnes- hússins en undirmenn í heyhlöðunni. Stórar tjaldbúðir vora reistar norður af bænum, flugvallargerð hafin og reistur fjöldi herskála um haustið. Skotæfingar vora stundaðar norður við Fjóshól og ratt þar úr hríðskota- byssum, bændunum til hrellingar. Gerðist brátt svo þröngt um búskap Guðmundar bónda, að Stjórnarráðið sagði honum fyrir- varalaust upp ábúðinni 21. júlí, en þá var Kaldaðarnes orðið eign ríkissjóðs. Var honum gert að yfirgefa staðinn samdægurs. Hins vegar fengu þau Þorgrímur Grímsson og Guðrún Guðmundsdóttir að búa á hjáleig- unni Kálfhaga til vors 1942. Áttu þau margt LOFTMYND af Kaldaðarnesflugvelli í maí 1941. Þar má sjá 6 Hudson og 13 Fairey Battle flugvélar. ina. Setti upp hestaleigu, og krakkarnir teymdu undir hermönnunum, sem sumir vildu helzt ótemjur, sem hentu þeim af sér. Þá seldi hann þeim egg og mjólk, sem þeir keyptu við lok mjalta í blikkmál, sem tóku lítra. Þá bjuggu þau Sigurgeir Ólafsson og Sig- urlín Bjarnadóttir með tveimur gjafvaxta dætram sínum á hjáleigunni Hreiðurborg, sem er l'/2 km suðaustur frá Kaldaðarnesi. Þar kom herinn sér upp útvarðstöð vorið 1941. Nokkrir hermenn komu gangandi frá Kaldaðarnesi og grófu átta litlar skotgrafir í túninu og hlóðu snyddum umhverfis. En þær vora aldrei notaðar. Þegar kanadísku hersveitirnar komu til landsins 7. júlí 1940, var eitt kompaní Fusili- ers Mont Royal sen að Kaldaðarnesi til gæzlu flugvallarins og eitt platoon vélbyssúsveitar Cameron Highlanders of Ottawa. Þeir slógu tjöldum á flötunum fyrir vestan Kotferju, um 3 km fyrir austan Kaldaðarnes. Þar var steyptur öflugur, tveggja hæða varðturn, þar sem varðmenn voru lengi á verði og gættu sprengjubyrgjanna vestur í Hraknesi. Sveitin var systursveit skozku Cameron Highlander sveitarinnar og gengu liðsmenn hennar því í pilsum, hinum skrautlega þjóðbúningi Skota. Með þeim kom stórskotaliðssveit úr 273. Fi- eld Artillery Battery með 5 punda loftvarna- byssur. í ágúst 1940 komu liðsmenn 98. flugsveitar brezka flughersins að Kaldaðarnesi til þess að undirbúa komu fyrstu flugvélanna og komu upp spítala fyrir flugherinn. Um vetur- inn vann herinn af kappi að flugvallargerð með fjölda íslendinga í vinnu. Þá voru stöðugir flutningar austur að Kaldaðarnesi með vistir og efni til flugvallarins. Hiö Ijúfa líf Ekki fer af því mörgum sögum, að her- menn hafi stofnað til náinna kynna við konur á Suðurlandi, enda var þeim bannað að sælqa dansleiki íslendinga. Sjálfir efndu þeir nokkrum sinnum til dansleikja í Camp Lee hjá Vorsabæ og Camp Cameron uppi á Núpa- fjalli. Var hópum kvenna ekið þangað á her- bílum úr Reykjavík, og einnig voru stúlkur úr nágrenninu ávallt velkomnar. Og nokkram sinnum var stúlkum boðið á skemmtun í HERMENN hans hátignar, Bretakonungs, við Tryggvaskála. Þessir tveir virðast kornungir og varla líklegir til stórræða. barna, sem vora orðin stálpuð. Ekki taldi fjöl- skyldan sig hafa lent í neinum erfiðleikum í svo náinni sambúð við þetta fjölmenna herlið og herlögreglan hafi verið þeim mjög vinsam- leg. Á jóladag var þeim boðið á konsert í stóru hlöðunni þar sem fjórar leikkonur skemmtu, og þáðu þau síðan veitingar hjá offíseranum í Kaldaðarneshúsinu. Heyskap stunduðu þau úti í Straumnesi fyrir vestan flugvöllinn og fengu vegabréf hjá herlögregl- unni í varðstöðinni fyrir vestan Kálfhaga og ávallt fylgd um flugvallarsvæðið. Þorgrímur hafði góð viðskipti við hermenn- ^^sxs^mssmsssmsmssemmsEBsm LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LiSTiR 15. MAÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.