Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Blaðsíða 5
VÍGI hlaðið á bökkum Varmár, skammt frá Hveragerði. HERBUÐIR Breta í Kaldaðarnesi umflotnar og flugvöllurinn á kafi í vatni 7 .mars 1943. REYNT AÐ bjarga flugvellinum með sprengjuárásum á íshrönnina í Ölfusá 7. mars 1943. BRETAVINNAN: íslenskir vörubílstjórar með bílana sína í flugvallargerðinni 1941. Camp Selfoss. Einnig var nokkuð um það, að konur kæmu úr Reykjavík og tækju sér far með grjótflutningabflum út í Kaldaðarnesi til þess að hitta hermenn, sem þær höfðu kynnzt í Reykjavík. Eitt haustið urðu yfirmannaskipti hjá flug- hernum í Kaldaðarnesi. Efnt var til kveðju- veizlu og Páli Hallgrímssyni sýslumanni boð- ið, Birni Sigurbjarnarsyni og konu hans, Önnu Eiríksdóttur, og nokkrum glæsilegum stúlkum á Selfossi. Veizlan var haldin í stórum, löngum bragga, og mættu þar allir helztu yfii-menn hersins í Kaldaðarnesi. Par var langborð, og var Anna sett til borðs með þeim, sem var að taka við. Hann var Skoti og hét McKenzie og var í bláum búningi flugmanna. Hann gisti síðar í Fagurgerði og var alveg eyðilagður yf- ir að fá ekki viskí. Sagðist ekki geta skilið, hvernig Björn gæti lifað án þess að hafa viskí. I veislunni vai’ð hann hreifur og varð skraf- drjúgt við Önnu. Hann sagði tvo bræður sína hafa fallið í stríðinu og nú væri það skylda sín að sjá til þess að ættin dæi ekki út. Spurði hann Önnu, hvort hann gæti ekki fengið stúlku til þess að þjóna sér, því að hann kynni ekki að stoppa í sokka. Bar var í öðrum enda braggans og veitt þar eins og hver vildi. Svo var farið að dansa við undirleik hljómsveitar flughersins. Spruttu flugmennirnir úr sætum sínum til þess að bjóða stúlkunum í dansinn, og varð af mikil þröng. Toguðust einir tíu á um hverja eina. Upphófust því brátt ógurleg slagsmál, því að allir vfldu ylja sér við æskutöfra Selfoss- dætra. Herlögreglan var kvödd á vettvang, og tók góða stund að koma ró á og sefa ástar- bríma hins konunglega flughers. Höfðu þá nokkrir flugmenn hlotið glóðaraugu. Svo var dansað þindarlaust til óttu. Pá ók flugherinn gestum sínum heim á leið. En einhverjar Sel- fossdætur munu hafa fylgt flugmönnunum aftur út í Kaldaðarnes um nóttina. í ritverkinu Virkinu í norðri eftir Gunnar M. Magnúss segir hann mikill fjölda her- manna hafa verið í Árnessýslu, einkum í Kaldaðarnesi og á Selfossi. Þegar kom fram á árið 1943 segir hann Lúðvík D. Norðdal, hér- aðslækni á Eyrarbakka, hafa lýst „ástandinu" þannig: „Bæði hinar frjósömu meyjar og foreldrar þeirra virðast beinlínis hreykin af sambandi sínu við „verndarenglana." Telpa, 18 ára að vísu, var að flytja úr einum landsfjórðungi í annan og kom við í hinum þriðja á leiðinni. Par hlotnaðist henni það happ að fá að veita einum „verndaranna" þjónustu sína „með góðum árangri." í fyllingu tímans, þ.e. þegar liðnir voru 9 mánuðir frá viðkomunni á ... fæddist fullburða drengur. Amma hans, en móðir meyjunnar, gældi við hann, svo sem vera bar, og var í sjöunda himni. „Ó, hvað hann er sætur - svo sterkur - reglulega her- mannlegur!“ Flúið undan órflóði Þegar Bretar hófu gerð herflugvallar á bökkum Ölfusár hjá Kaldaðarnesi, var þeim bent á, að oft gerði á vetrum mikil flóð í ána, sem beljaði þá yfir allt flugvallarsvæðið. Pó að ekki bæri á árflóðum íyrstu þrjú árin, ótt- uðust Bretar þetta mjög og báðu sýslumann að koma upp viðvörunarkerfi við Hvitá og til- kynna strax, ef árflóð væri í aðsigi. Veturinn 1943 var óvenju harður á Suður- landi með mikilli snjókomu og frosthörkum. Vai- Hellisheiði alófær bifreiðum frá 12. febr- úar til 23. marz og farin Þingvallaleið, sem herinn hélt opinni með jarðýtum. Hinn 1. marz gerði stórrigningar með asa- hláku, sem hélzt í nokkra daga. Mikill vöxtur hljóp í ár og læki, og Hvítá ruddist fram með miklum jakaburði. Og 5. marz var látlaus rigning með hlýindum. Við Kaldaðarnes fór ísinn að hrannast upp og myndaði klakastíflu milli bakka. Að morgni 6. marz var kominn mikill vatnsflaumur með jakaburði í Ölfusá við Selfoss. Var sýnilegt, að mikið árflóð var hafið. Um kvöldið hljóp Ölfusá upp fyrir austan Kaldaðarnes og flæddi um fjölda herskála í Camp Wood og suður yfir Kaldaðarnesveg og einangraði herstöðina. Flugvöllurinn fór allur undir vatn og brak og benzínbrúsa rak fram á mýri. Fjöldi bragga, sem lægst stóðu, var umflotinn vatni. Norðan árinnar fóru Ölfus- forir undir vatn, og spurðu foringjar hersins í Camp Lee Ögmund bónda í Vorsabæ, hvort þeim væri óhætt þar. Mikil skelfing greip um sig í Kaldaðarnesi við þessar ólgandi hamfarir í náttmyrkrinu. Bretar yfirgáfu marga herskála við flugvöll- inn, og Bandaríkjamenn yfirgáfu stöðvar sín- ar í Camp Eood og biðu brottflutnings í Camp Duncan. Um kvöldið var safnað saman öllum tiltæk- um farartækjum á Selfossi og haldið út í Kaldaðarnes. fyrir þeim fóru tveir herbílar með sterka ljóskastara, og með í for var sýslumaður sem túlkur. Ekkert flóð var sýni- legt í Camp Duncan, en þar var safnað saman ýmsum farangri, bakpokum og svefnpokum og hermönnum, eins og komst á bílana og haldið upp að Selfossi. Á eftir þeim lagði af stað mikill fjöldi hermanna, sem streymdu austur Kaldaðarnesveg á nánast óskipulögð- um flótta og upp með Ölfusá í átt að Selfossi. Einn hermaður villtist af leið og barði að dyr- um í Stekkum, blautur og hrakinn. Björn Sigurbjarnarson lýsti þessu þannig í dagbók sinni 7. marz: „Ölfusá hljóp í Kaldað- arnesi í gærkvöldi. Setuliðið var við þessu bú- ið, og var mikil sveit manna flutt til Selfoss í dag og komið þar fyrir í hermannaskálum, gistihúsum, bflskúrum, á loftinu í vöru- skemmu K.Á. og austur í Mjólkurbúi. Þar var 85 mönnum komið fyrir á háaloftinu. Hiti er þar nægur. Segir sýslumaður mér, að setu- liðsforsprakkarnir hafi tjáð sér, að þeir þyrftu að flytja úr Kaldaðarnesi og koma iyr- ir á Selfossi 15 hundruðum manna. Af þeim voru hýst í húsakosti þeim hér, sem Islend- ingai' lögðu til og talinn er upp hér að ofan, 500 manna. Hinum hefur verið vísað til gist- ingar í hermannaskálum hér. Slíkur múgur og margmenni hefur aldrei áður gist á Sel- fossi.“ í Tryggvaskála var svo mikil þröng, að rétt var hægt að opna útihurðina. I salnum var borðum og stólum staflað upp undir loft og skipzt á um að sofa á gólfinu. Reynt var að þuiTka af þeim fötin og veita þeim beina, eins og unnt var. Um morguninn var þeim veitt te og brauð. Pá var Daníel Bergmann bakari bú- inn að baka mikið af bollum og snúðum fyi'ir bolludaginn, og seldist það allt á skömmum tíma. Síðdegis kom fjöldi herbíla úr Reykjavík og flut.ti hermennina til Reykjavíkur. Farin vai' Þingvallaleið, enda Fjallið lengi búið að vera ófært. Talsvert týndist af borðbúnaði í Tryggvaskála í þessum þrengslum. Brezki yf- irmaðurinn vildi ekki gera veðm- út af því og spurði Brynjólf gestgjafa, hvað kosta myndi að kaupa það allt nýtt. Greiddi síðan allt út í hönd og skrifaði á reikninginn: Fyrir gistingu og serveringu. Höfundurinn er fræöimaður ó Selfossi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MAÍ 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.