Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Kristinn KLISJUM SNÚIÐ Á HVOLF LÁRVIÐAR- SKÁLD BARNANNA ÞOTT brösuglega gangi að finna eftirmann Ted Hughes á lárviðarskáldsstóli og menn deili um framtíð embættisins, hefur fyrsta lárviðarskáld bamanna verið útnefnt refja- laust. Það er teiknarinn Quentin Blake, sem hef- ur verið útnefndur lárviðarskáld bamanna fyrstur manna og heldur hann embættinu í tvö ár og fær um 1200 þúsund krónur fyrir. Lárviðarskáld barnanna er ekki formlega út- nefnt af drottningunni samkvæmt tillögu for- sætisráðherrans, heldur valið af sérstakri dómnefnd og sett til starfans af Önnu prinsessu. Blake var valinn úr hópi 70 manns og stóð valið í lokin milli hans, Anne Fine og Peter Dickensen. I fyrstu var hugsunin sú, að lárviðarskáld barnanna yrði eins konar sendi- herra bamabókarinnar og heimsækti skóla og bókasöfn, en frá þessu var horfið og er tit- illinn hugsaður sem viðurkenning fyrir far- sælan starfsferil og þeim, sem starfanum gegnir, í sjálfsvald sett, hvemig hann rækir hann. Blake stýrði teiknideild Konunglega listaháskólans í 17 ár, hann hefur bæði teikn- að og samið texta nokkurra bóka og mynd- skreytt fjölda annarra, bæði fyrir böm og fullorðna. Quentin Blake sagði í blaðasamtölum, að með útnefningu sinni væri áherzla lögð á, hvemig mynd og texti haldast í hendur. Hann sagðist þegar gera talsvert af því að ferðast um og halda fyrirlestra um þarna- bækur og myndskreytingar og má búast við, að þeim fjölgi frekar en hitt nú þegar hann er orðinn heiðurstalsmaður bamabókarinnar í Bretlandi. TÓNLEIKAR ÁRNES- INGAKÓRSINS ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjavík, undir stjórn Sigurðar Bragasonar, heldur sína ár- legu vortónleika í Seltjamarneskirkju í dag, laugardag, kl. 17. Efnisskrá tónleikanna samanstendur af ís- lenskum og erlendum lögum frá ýmsum tím- um. Einsöng syngja Ámi Sighvatsson, Ingi- björg Marteinsdóttir, Karl Jóhann Jónsson, Kristín Sædal Sigtryggsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson. Ámesingakórinn í Reykjavík hefur starfað í rúm 30 ár og síðustu 11 ár undir stjóm Sig- urðar Bragasonar. Kórinn hefur á liðnum ár- um haldið fjölda tónleika bæði hér heima og erlendis auk þess sem hann hefur gefið út efni bæði á hljómplötum og geisladiski. Kórinn mun gefa út geisladisk seinna á þessu ári. ÞORRI Hringsson opnar einkasýningu í Listasafni ASÍ, Ásmundarsal við Freyjugötu, í dag kl. 16. í sýningarskrá ritar UlfhOdur Dagsdóttir bókmenntafræðingur m.a.: „Þorri tekur klisjur um list og lyst og matargerðarlist og snýr þeim á hvolf í þessum ólystugu listauk- um. Fyrirmyndimar eru uppskriftabækur, „manipúleraðar" myndir sem em þegar eftir- myndir sjálfs matarins, sem er alltaf hinn ómögulegi efnisleiki utan veruleika myndanna. Þessi tvöfalda eftirmynd málverksins hefur sig upp í nýtt form, nákvæm endurgerð yfirfyllir fyrirmyndina og vellur út úr henni, sprengir ramma hennar í sakleysislegum hermileik sín- um.“ Sýningin stendur til 30. maí og er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18. RÓMANTÍK OG GRÁR GÁSKI Á KAMMERTÓNLEIKUM KAMMERTÓNLEIKAR verða í Salnum í Kópavogi á morgun, sunnudag, kl. 20:30. Það eru þau Virginía Eskin, Alína Dubik, Sigrún Eðvaldsdóttir, Sif Tulinius, Helga Þórarins- dóttir og Richard Talkowsky sem flytja Píanókvartett nr. 2 eftir Gabriel Fauré og tvö verk fyrir söngrödd og strengjakvartett, Dover Beach eftir Samuel Barber og La Tentation de Saint Antoine eftir Werner Egk. Ekkert verkanna á efnisskránni hefur áður verið flutt opinberlega á íslandi, svo vitað sé. Píanókvartett Fauré er hugljúft rómantískt verk með sterkum frönskum tón. Virginía Eskin, sem er frá Bosto, er þekktur píanóleik- ari á sínum heimaslóðum og mun leika píanó- konsert Klöru Schumann með Boston Pops síðar í þessum mánuði. Hún hefur leikið konserta með sinfóníuhljómsveitum víða um heim og leikið inn á fjölda geisladiska, m.a. tónlist sem samin var í fangabúðum nasista. Strönd Dover er eitt af æskuverkum Barber, samið við hádramatískt Ijóð enska skáldsins Matthew Arnold. Freisting Antons helga er samið upp úr frönskum alþýðusöngvum frá átjándu öld sem fullir eru af grófum gáska, ekki ólíkt því sem menn þekkja hjá Carl Orff í Carmina Burana, enda var Egk nemandi hans. Morgunblaðlð/Golli SIF Tulinius, Virginía Eskin, Sigrún Eðvaldsdóttir, Helga Þórarinsdóttir, Alína Dubik og Richard Talkowsky á æfingu. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDUST Gallerí Fold, Kauðarárstíg Haraldur (Harry) Bilson. Vatnslitamyndir Tryggva Magnússonar. Til 16. maí. Gallerí Kambur, Rangárvallasýslu Kristján Kristjánsson. Til 30. maí. Gallerí Sævars Karls Kristján Davíðsson. Til 27. maí. Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs Yfirlitssýning á verkum Magnúsar Á. Ámasonar. Til 20. júní. Hallgrímskirkja Björg Þorsteinsdóttir. Til 1. júní. Hafnarborg Sverrissalur: Guðný Hafsteinsdóttir. Aðal- salur: Margrét Jónsdóttir. Til 31. maí. Gallerí Ingólfsstræti 8 Finnbogi Pétursson. Til 13. júní. Kjarvalsstaðir Hönnun eftir Jasper Morrison, Marc New- son og Michael Young. Ljósmyndir Spessa. Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Til 24. maí. Listasafn ASÍ Ásmundarsalur og Gryfja: Þorri Hrings- son. Arinstofa: Svavar Guðnason. Úr eigu safnsins. Til 30. maí. Listasafn Árnesinga Verk í eigu heimamanna og Pétur Hall- dórsson. Til 30. maí. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardaga og sunnudaga 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn fslands Salur 1: Abstraktverk Þorvaldar Skúlason- ar. Salur 2: Andlitsmyndir Jóhannesar S. Kjarvals. Salur 3: Nýraunsæi 8. áratugar- ins. Salur 4: Náttúmhrif. Til 24. maí. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Yfirlitssýning á verkum Sigurjóns. Listhús Ófeigs, Skólavörðustfg Páll S. Pálsson. Til 29. maí. Norræna húsið Myndasögur í Mýrinni. Til 23. maí. Nýlistasafnið Eggert Pétursson, Kenneth G. Hay, Jyrki Siukonen Sol Lyfond, Karin Schlechter og Peter Friedl. Til 30. maí. Mokkakaffi Messíana Tómasdóttir. Til 4. júní. SPRON, Álfabakka Sigurður Örlygsson. Til 9. júlí. Þjóðarbókhlaðan, anddyri Áhugaljósmyndarar í Reykjavík 1950-70. Til 28. maí. TÓNLIST Laugardagur Sclljamarneskirkja: Árnesingakórinn. Kl. 17. Laugardagur Tjarnarbíó: Kvöldstund með Marlene Dietrich. Kerstin Marie Mákelburg söng- og leikkona og Martin Lingnau píanóleik- ari. Kl. 20.00. Sunnudagur Salurinn, Kópavogi: Kammertónlist: Alina Dubik, Virginia Eskin, Sigrún Eðvalds- dóttir, Sif Tulinius, Helga Þórarinsdóttir og Richard Talkowsky. Kl. 20.30. Þriðjudagur Salurinn, Kópavogi: Gerrit Schuil, píanó- leikari og Hlín Pétursdóttir, sópransöng- kona. Kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Rent: sun. 16., fös. 21. maí. Sjálfstætt fólk: Bjartur, lau. 19., fim. 27. mai. Ásta Sóllilja, lau. 15., fim. 20. maí. Tveir tvöfaldir, fös. 21. maí. Abel Snorko býr einn, sun. 16., fós. 21. maí. Maður í mislitum sokkum, lau. 15., sun. 16., fim. 20. maí. Stæltu stóðhestamir: sun. 16. maí. Aðeins ein sýning. Borgarleikhúsið Pétur Pan, lau. 15. maí. Stjóraleysingi ferst af slysfómm, lau. 22. maí. Sex í sveit: lau. 15., fós. 21. maí. Fegurðardrottningin frá Línakri, lau. 22. maí. íslenska óperan Hellisbúinn, lau. 15. sun. 16. maí. Ávaxtakarfan, lau. 15., sun. 16. maí. Loftkastalinn Söngleikurinn Rent, sun. 16. maí. Hattur og Fattur, sun. 16. maí. Iðnó Hnetan, lau. 22. maí. Rommí, sun. 16. maí. Nemendaleikhúsið, Lindarbæ Krákuhöllin, þri. 18. maí. Lcikfólag Akureyrar Systur í syndinni, lau. 15. maí. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða á netfangi fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgun- blaðið, Menning/listir, Kringlunni 1,103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. MAÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.