Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Blaðsíða 11
yngju. Dyngjufjöll eru fjær til hægri. Ljósmynd/Tæknimyndir JÐHÁLENDISLEIÐA VEGUR norður Sprengisand, annarsvegar norður og hinsvegar austur. Framtíðarsýn greinarhöfundarins. færðri slóð, yfír tvo læki með um eins kílómetra millibili. Báðir eru með ósléttan en traustan botn, sá fremri nefnist Háumýrarkvísl, en sá innri Halldórskvísl, þar lýkur vegabótum. 12 km eru þaðan að Fjórðungakvísl um sanda og misgreiðfæra mela, þar er komið að vegamót- um austur í Nýjadal, 10 km greiðfær slóð er þangað. 1 km norðar er traust vað á kvíslinni, hún er í sýslumörkum milli Rangárvalla- og Þingeyjarsýslu. Um 1 km vestar koma Bergvatns og Fjórðungakvísl saman og falla þá þeirra nöfn út en Þjórsámafnið tekur við. Gott brúarstæði á Fjórðungakvíslina er um 300 m ofan kvíslamótanna. Þá er haldið norður eftir sandöldum austan Bergvatnskvíslar að Svein- um (örnefni) en þar austur af, dálítið sunnan Vegamótavatns skiljast leiðir í þrennt: 1. Til Skagafjarðar og Eyjafjarðar, inn með kvíslinni að núverandi vaði á henni. 2. Til Bárðardals, beint áfram um Sprengisandsveg austan Vega- mótavatns. 3. Til Mývatns um endurfundna þjóðleið sem nefna má Eyvindargötu þar til skilmerkilegra nafn finnst. Forn fjallvegur endurfundinn Sunnan Vegamótavatns á Sprengisandi er stefnan tekin sunnan við Fjórðungsöldu en vestan Steinfells eftir lágum greiðfærum sand- öldum (skráð ferðalög árið 1772). Hjá vatni í 770 m hæð suðvestan Fjórðungsöldu er sveigt lítillega til norðurs og stefnt á Dyngjufjöll ytri, vel norðvestan Þríhyrnings eftir sléttum sönd- um að Jökulfalli sem kemur úr norðurhlíðum Tungnafellsjökuls. Það er vatnslítið en jökullit- að, og ágætt vað er á því. Óbreyttri stefnu er haldið yfir Tunguhraun sem er sandorpið og bærilegt yfirferðar að Hraunkvísl, en sand- bleytuhætta er í henni á eyrunum þar sem hún fellur í Skjálfandafljótið. Vað er þama á Fljót- inu og álitlegt brúarstæði skammt frá. Einnig sýnast sambærilegar aðstæður ofan gljúfranna þar sem Langadrag fellur í Fljótið. Dálítill krókur er þangað og nokkur hækkun. Þegar komið er norðaustur yfir fljótið, sem er ekki vatnsmikið þarna, taka við greiðfærir sandar að Laufrönd en norður með henni eru 3 km að Hitalaug í 690 m hæð við Hitalaugardrag. Sein- farið er um 2ja km svæði beggja vegna Laufrandar, sem er óslétt og blaut á köflum. Einstaka vörðubrot gefa vísbendingu um forn- ar aðgerðir i samgöngumálum landsmanna. Öskjugosið og Mývatnseldar 1875 ásamt upp- blæstri þar á eftir hafa eflaust afmáð öll um- merki um götuslóða á þessu svæði. Komið er á fjallveg 910 við Öxnadalsdrög með óbreyttri stefnu á Dyngjufjöll ytri, þessari slóð fylgir Ey- vindargötu-línan að Sandmúladalsárdrögum norðan Þríhymings. Þar beygir F910 til aust- urs að Vaðöldu sunnan Dyngjufjalla og til Austurlands. En Eyvindargata stefnir niður Kolmúladal vestan Dyngjufjalla ytri að Bæjar- læk í Suðurárbotnum og til Grænavatns í Mý- vatnssveit. Nú er öllum hálendisáhugamönnum ljóst að raflína og einn aðalvegur munu liggja þvert yfir öræfin, úr Mývatnssveit og suður á Rangár- velli, líkt og fyrr á öldum. Höfundur er fyrrverandi starfsmaður Landsvirkjunar. 25 km VATNAJÖKULL VIÐ Skjálfandafljót. götuslóðum fylgt norður að Hvanngiljum en sunnan gróðurlendisins er beygt til norðaust- urs og farið yfir Fosskvísl og síðan eftir malar- ási inn á móts við Hvanngiljafoss. Þar blasir við einn af efstu virkjanamöguleikum í Þjórsá, (Hvanngiljafossvirkjun, sem væri einföld í framkvæmd og þarfnast lítilla gróðurlendis- fóma en er lítið í virkjanaumræðum nú síðustu árin.). Ferðamannagöturnar liggja dálítið frá ánni þarna vegna vatnsrása og gilskorninga en stefna í aðalatriðum á Ferðamannaöldu. Þegar komið er móts við Kjalöldu vestari er sveigt dá- lítið til austurs frá hestagötunum eftir sléttum söndum í um 500 m hæð og stefnt að Kvísla- veituvegi við vesturenda Stóravers, þaðan er uppbyggður vegur að Þjórsárstíflu við Háu- mýrar. En hugsalegt raflínustæði mun liggja beint áfram í stefnu austast í Ferðamannaöldu eftir gamla götuslóðanum, og koma í lægðina sunnan Eystra-Þúfuvatns og svo meðfram því að austan. Ef framtíðar orkunotkun lands- manna telur þörf á samtengingu virkjunar- svæða Suður-, Norður- og Austurlands á kom- andi öld, nýtist þetta veg- og línustæði. Frá Þúfuvötnum er uppbyggður vegur eftir ásum, stíflugörðum og melum norður að Háumýrum en línustæðið mun fylgja lægðum vestan vegar- ins þar sem minnst ber á því. Innrahreysi - Vegamólavatn Frá Innrahreysi er farið hjá Þjórsárstíflu, (þar endar uppbyggður vegur) síðan inn með lóninu að austan en vestan Háumýra eftir lag- UpphaHocaöur vegur SlóO HóspennuKna Hálcndivntðsiöó Hraun«yjato»». Mývaln. E««ssUÖv. HróínlwtlsaóiUÖ* Hiurnýrv. Þrthymingur. Ömnwgljúfur. VIÐ Halldórskvísl á Sprengisandi. HRAUN botnar ÓDÁÐA- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MA( 1999 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.