Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Blaðsíða 10
ÚTSÝNI af Dyngjuhálsi norður til Tröllac LEITAÐ FORNRA M LEITIN beindist að fomum hestagöt- um um austurhluta Sprengisands og Ódáðahraun, norður að Sellandafjalli, til austurs að suðurhlíðum Dyngju- fjalla (nálægt Kattbeking f 1.055 m hæð.) þar sem nú liggur ný slóð, F910 og norðaustur af Fjórðungsöldu um Tunguhraun. Þótt glögg ömefni á miðhálendinu vísi til fomra þjóðleiða milli Suð- ur-, Norður- og Austurlands er ógjömingur að finna þessa reiðvegi þar sem uppblástur og eld- gos síðustu alda hafa breytt yfirborði lands, og vörður fallnar. Eftirtaldir Þingeyingar veittu góða tilsögn um afréttarlönd: Tryggvi í Svart- árkoti, Sveinn á Grænavatni, Sverrir í Reykja- hlíð, Jón frá Helluvaði, Páll í Víðikeri, Finnbogi á Geirastöðum og Svavar vegaverkstjóri á Húsavík. Leit að Eyvindargötu Farið var frá Hrauneyjafossi kl. 8.00 24.8. 1998, beint norður að Halldórskvísl, en það er nýnefni á kvísl 1,5 km innan við Háumýrar- kvísl, hún fékk nafnið í fyrra vegna lagfæringa á vaðinu og bökkunum beggja vegna. Þá var ekið norður Biskupaveg inn með Þjórsá vestan Vegamótavatna eftir raflínustæði á Sprengi, þar er sveigt austur að Fjórðungsvatni. Þá var ekið eftir melum og ásum sunnan Sandbúða. Þar vom vatnsrásir og grýtt, en þegar kom að Jökulfallinu varð enn verra að komast áfram niður með því. Þó hafðist að klöngrast að fljót-' inu þar sem Jökulfallið rennur í það, þama er vont vegastæði og bleytur leynast í drögum. Snúið var við upp með Jökulfallinu og austur yfir það hjá fossi sem er í um 690 m hæð. Þar komust við austur að Lækjardrögum sunnan Stóraflæðu en þessi lækjadrög era vond yfir- ferðar svo við sneram frá og ætluðum að reyna sunnar þar sem fljótið er í 700 m hæð. Þar er hugsanlegt brúarstæði að sögn og sýna loft- myndir það einnig. Eftir þessa ferð kemur það ennþá betur í ljós að Eyvindargata svonefnd, sem Einar Brynj- ólfsson lét Eyvind vísa á við handtöku hans og Höllu, við Innrahreysi í ágúst 1772, er austan Fjórðungsöldu. Heimildir um það era í Hrakn- ingum og heiðavegum, 1. bindi, útg. 1949, eftir Jón Eyþórsson og Pálma Hannesson. Leit var hætt kl. 18.30 við Stóruflæðu og haldið til baka vestur með Fjórðungsvatni. Þar er sendið og dálítið mjúkt hér og þar. Við hitt- um vegagerðarmenn frá Húsavík þegar við komum vestur á slóðina; þeir vora að hefla suð- ur í Nýadal. Augljóst er að leið þeirra Einars Brynjólfs- sonar og Fjalla-Eyvindar er sunnan og austan Fjórðungsöldu um Tunguhraun að Hraun- kvíslum, þar sem þær falla í Skjálfandafljót. Síðar þarf að kanna hið foma vað á Fljótinu og götu norður að Hitalaug ytri, norðvestan Laufrandar. Þátttakendur í þessari könnunar- ferð vora: Steingrímur Pálsson, Asmundur Jó- hannsson, báðir fyrrverandi landmælingamenn og greinarhöfundurinn. Farkostur okkar var Ford-Eeonoline, JH-761. Síðar mun reyna á það hvort Eyvindargata verður endurfundin frá Grænavatni um Suðurárbotna til Suður- lands. EFTIR TILVISUN FJALLA-EYVINDAR EFTIR HALLDÓR EYJÓLFSSON Örnefni á miðhálendinu vísa Hl fornra þjóðleiða milli landsfjórðunga, en uppblástur og eldgos hafa máð út öll ummerki um reiðgötur og vörður eru fallnar. Eyvindargata fundin 1998 22. september 1998 var farið að fjarskipta- stöð á Fjórðungsöldu í 972 m. hæð og þaðan skoðað Tunguhraunið sem er sandorpið og sæmilega akfært; einnig sást til Fljótsins þar sem ályktað vað og brúarstæði er. Ekið var inn í stefnuna við hól sem er í 873 m hæð austan Fjórðungsöldu og síðan nokkuð beint að Fljót- inu þar sem Hraunkvíslarnar renna í það. Við fórum yfir kvíslarnar (en þær vora mjög ótryggar) og dálítið upp með Fljótinu í leit að brúarstæði og vaði. Tvö álitleg brúarstæði sá- um við, þó leist okkur mun betur á það neðra, sérstaklega þar sem Hraunkvíslar era komnar í Fljótið, einnig era þar lægri bakkar. Víða má fá traust vöð á þessu svæði, við ókum því yfir þar sem vætt var á bússum. Við norðurbakkan komum við að heitri uppsprettu um 30 gráða heitri. Þá var ekið í átt að Hita- laug ytri, en sökum ókunnugleika fundum við ekki laugina, en staðfesting fékkst á því að rétt er farið með í gömlum bókum þegar þessari þjóðleið er lýst, frá Hlíðarenda um Sprengisand sunnan Fjórðungsöldu og um Hitalaug, eftir Kolmúladal að Grænavatni um Suðurárbotna. Nafnlaus alda er í um 15 km fjarlægð, í 833 m. hæð, en línan er vel sunnan hennar. Snúið var til suðurs enda áleitnum spurningum svarað um týndar þjóðleiðir á mið- hálendinu. Götuslóðar finnast þó engir og vörð- ur flestar fallnar. Þykir því ráðlegast að stað- hættir og fornar leiðalýsingar ráði mestu um val hugsanlegra vega og raflínustæða í kom- andi framtíð. Mjög greiðfærir sandar era frá hól í 873 m hæð og til suðvesturs, sunnan við poll í 770 m hæð og áfram eftir vatnaskilum Fjórðungakvíslar og Bergvatnskvíslar á sand- öldu móts við Sveina, en þá er komið á hina fornu Sprengisandsleið og um 4 km eru þá að Fjórðungakvísl. Ferðin gekk vonum framar enda gott veður, engar kflómetratölur voru skráðar. Tenging F910 við Eyvindargötu svonefnda yrði við Sandmúladalsár-drög norðvestur af Þríhyrn- ingi og á eystri bakka Fljótsins við brú eða vað. Sprengisandsleið til framtíðar Farið var frá Hrauneyjafossi inn að Tjald- kvísl á Þóristungum, þar vestur yfir Köldukvísl á brú, en þá er komið á fomar biskupagötur frá Haldi og norður, allt til Norður-Múlasýslu. Hinn fomi Sprengisandsvegur liggur þama inn sandana austan Búðárháls að Klifshagavalla- kvísl, í um 400 m hæð, en sveigir þar upp hjall- ana austan í Innri-Búðarhálsi og er fornum Áfangar 1. Frá Hrauneyjafossi að Þjórsárstíflu við Háumýrar. 80 km vegur »1,5 klst. • m.h. (meðal hraði) 53 km. 2. Frá Háumýrum að Vegamótavötnum um gamla vaðið á Fjórðungakvísl, sæmilega greiðfært meðfram vörðum (betra svolítið vestar). 28 km slóð • 1 klst. • m.h. 28 km. 3. Frá Vegamótavötnum í stefnu á vest- urhlíðar Trölladyngju en sveigt til vesturs þegar komið er austur fyrir Fjórðungsöldu, þá er stefnt á lægðir vestan Steinfells (847 m hæð) svo að núverandi Skjálfandafljótsbrú. 35 km slóð • 2 klst. • m.h. 17,5 km. 4. Frá brúnni niður með fljótinu að aust- an, hjá Steinfelli um Laufrönd (ásar og ógreiðfærir melar) að vestri upp- tökum Krossár, niður með henni að vestan og að fljótinu, eftir Hafurs- staðaeyrum að sæluhúsi á Réttarfit (víða seinfarið enda engar vegabæt- ur). 64 km slóð • 4,5 klst. • m.h. 14,2 km. 5. Frá sæluhúsinu niður með Skjálf- andafljóti, meðfram Hrafnabjargahlið um Suðurárhraun, á þjóðveg 843. 18 km slóð • 1,5 klst. • m.h. 12 km. 6. Um þjóðveg að Víðikeri, Svartárkoti, norður með Sellandafjalli að Græna- vatni og til Reykjahlíðar. 71 km. F • 2 klst. • m.h. 35,5 km. 7. Frá Mývatni suður um Sellönd og Ut- bruna (úfið og seinfarið hraun) þá um Dyngjufjalladal sem er mjög greiðfær, suður á Gæsavatnaleið á móts við Kattbeking. F910 (þarna er ný Gæsa- vatnaleið). 87 km. F • 4 klst. • m.h. 21,8 km. 8. Frá Dyngjufjöllum vestur að Fjalls- enda eftir F910, um hraun og mela norðan og vestan Þríhyrnings um Efribotna að brú Skjálfandafljóts. 61 km. F • 3,5 klst. • m.h. 17,5 km. 9. Frá Skjálfandafljótsbrú eftir vegi 910 í Nýjadal. 31 km. F • 1,0 klst. • m.h. 31 km. 10. Frá Nýjadal um veg F26 að Hraun- eyjafossvirkjun. 103 km. F • 2,5 klst. • m.h. 41,2 km. Alls 578 km. Engin stopp eða útsýnis- krókar eru tekin með í km eða klst. Ferð- in gekk áfallalaust, einbíla. Aðstoðarmað- ur í ferðinni var Sindri Sighvatsson. Nokkur fróðleikur varð af ferðinni, sem gagnast getur ef raflínur og vegi þarf að leggja um hálendið milli Suður-, Austur- og Norðurlands. 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MAÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.