Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 17
ORÐLAUST STEFNUMOT VIÐ MÁLSNILLING Mynd/Tone Myklebost JOSÉ Saramago á Brasileira, kaffihúsinu þar sem skáldið og átrúnaðargoðið Fernando Pessoa var fastagestur. Styttan af Pessoa er á stéttinni utan við kaffihúsið. PORTRETT Picassos af skáldinu Luis de Góngorra. ingar. Hún ber heitið „Listamaðurinn og fyr- irsætan", enda eiga myndirnar það m.a. sam- eiginlegt að vera af listamanni með fyrirsætu sína. Fyrirsætumar eru vitaskuld naktar, og það er listamaðurinn líka í flestum tilfellum. Myndirnar eru frá ýmsum tímum, að vísu rúmlega helmingur úr „Suite Vollard", kennd- ir við listkaupmanninn fræga, gerðar 1933, en tímabilið spannar margar konur og margar fyrirsætur, allt fram til 1970. Veggir sýningarsalanna eru prýddir áletr- unum, tilvitnunum í ummæli Picassos, sem gaman er að sjá í þessu samhengi. T.d.: „Ég hef aldrei gert skyssur eða tilraunir. Alltaf þegar mér liggur eitthvað á hjarta, hef ég sagt það á þann hátt sem best hæfir.“ „Þegar allt kemur til alls, era það ekki hugmyndimar sem skapa listaverkin, heldur hendurnar." „Listamaðurinn er eins og ílát sem í streyma tilflnningar úr öllum áttum.“ „Ég sé að ég hef sigrað, þegar það sem ég geri byrjar að tala án mín.“ I anddyri á báðum hæðum safnsins eru sýndir ýmsir gi-ipir sem Picasso hefur gert og málað á myndir, svo sem skálar, diskar og könnur. Þar eru meðal annars þessar áletran- ir á veggjum: „Ég tek könnu og breyti henni í konu. Eg nota gömlu líkinguna: Ég strýk henni um kvið og þá lifnar hún við.“ „Ég er eins og fljót, og í vatnavöxtum tek ég stund- um með mér trén sem næst standa bökkun- um.“ Það verður forvitnilegt að fylgjat með þró- un Picasso-safnsins í Málaga í framtíðinni. I haust er fyrirhuguð ný sýning á verkum frá Christine og Bernard Picasso, en áætlað er að allt húsnæði safnsins verði tilbúið 1. janúar árið 2000. Til Costa del Sol koma um sex milljónir manna í frí árlega, um helmingur þeirra útlendingar. Það er líklegt að bæði Spánverjar og erlenda ferðafólkið noti nú í auknum mæli tækifærið til að skoða fæðing- arstað Picassos og sýningarnar sem þar verða á boðstólum. EFTIR TONE MYKLEBOST EFTIR lestur skáldsögunnar Dánarár Ricardo Reis eftir José Saramago var ég gripin óstöðvandi löngun til að pakka í ráptuðruna og hverfa á vit Lissabon. Ég var einfaldlega tilneydd til að feta í fótspor höf- undarins og kynnast borginni af eigin raun, Ricardo Reis og átrúnaðargoðinu og rithöfund- inum Fernando Pessoa. Þegar Saramago sjálf- ur birtist mér Ijóslifandi á götukaffihúsi í Lissa- bon, hefði mátt ætla að hamingja mín væri full- komnuð. En hvílík vonbrigði. Fundur með rithöfundi getur verið með ýmsu móti. Kæruleysisleg axlayppting, yfir- gengileg hrifning, nagandi vonbrigði, eða hrein- lega undirgefni til eilífðar. Fyrsti fundur minn með Saramago var ósköp þægilegur, annar fundurinn var yfirþyrmandi bókmenntaupplif- un og þriðji fundur okkar varð mállaus von- brigði. I fyrsta skiptið sat hann andspænis mér við hátíðlegan málsverð. Vingjamlegur maður með óhvikult augnaráð og talaði hvorki ensku né þýsku. Ég kom ekki upp um skammariega lélega menntaskólafrönskuna mína og ekkert varð úr samræðum en hann kinkaði vingjamlega kolli og brosti til mín á þann hátt að greinilegt var að hann kunni vel við sig innanum hitt kynið. Næsti fundur okkar var bókmenntalegur og öllu áhrifaríkari. Eftir tíu blaðsíður af Dánarár Ricardo Reis var ég hugfangin, eftir hundrað blaðsíður var ég sannfærð og eftir þrjú hund- ruð fimmtíu og átta vissi ég að Lissabon yrði minn næsti viðkomustaður. Ég kom til borgarinnar við Atlantshafið kvöld eitt í maí. Taskan hefur lent í óskilum og bækur Saramagos, tannburstinn og nafnið á hótelinu em týnd. Morguninn eftir vakna ég á ódýru gistihúsi, vindurinn hvín um húshomin og regnið steypist niður. Það er engu líkara en ég hafi smeygt mér inn á milli spjaldanna í Dánarári Ricardo Reis, inn í niðurrignda veröld Ricardo Reis. Ætti ég að skipta um hótel? Ég renni yfir list- ann með nöfnum hótelanna. Hótel Braganca! Hjai-tað missir úr slag. Guð minn góður, er hótel Saramagos til í raunveruleikanum? Ég æði út á göturnar og fálma mig fram til Rua do Alecrim. Þarna er það! Niðurnítt, með læstar dyr og brotnar rúður. Lokað vegna ógreiddra reikninga. Ég gægist inn um óhreina glerrúðu og sé móta fyrir bröttum stiganum innanvið. Ofan við stigann tók Salvador hótel- stjóri á móti gestum sínum. Loksins, ég stend í báða fætur í skáldsagnaheimi Saramagos. Aðal- persóna hans, Ricardo Reis, flutti inn á Hótel Braganca þegar hann snéri heim frá Brasilíu eftir 16 ára dvöl þar. Það er árið 1935. Atlants- hafið lemur rúðurnar í desembermyi’krinu. Fasistastjórn Salazars hefur náð völdum og spennan kraumar undir yfirborðinu. A Spáni er borgarastyrjöldin að brjótast út, í Þýskalandi ganga nasistarnir gæsagang, og rithöfundurinn Fernando Pessoa, sem á eftir að verða mesta átrúnaðargoð Portúgals, er nýlátinn. A Hótel Braganca dáist Ricardo Reis að yfir- stéttarstúlkunni Marcendu sem hann leiðir var- lega sér á vinstri hönd og nýtur ásta á hverri nóttu með þjónustustúlkunni Lidiu, einni þekktustu draumórakvenpersónunni í portú- gölskum bókmenntum. Hún smeygir sér upp í rúmið til hans strax fyrsta kvöldið hans á hótel- inu. Hér hittir hann líka Pessoa, sem er aðeins skugginn af sjálfum sér. Ricardo Reis og Pessoa eiga langar samræð- ur um heimspeki, bókmenntir og tilvistarlegar spumingar. En Pessoa er dauður, er það ekki? Jú, en eins og hann segir sjálfur þá tekur það níu mánuði að þroskast í móðurlífinu og jafn- langan tíma að hverfa úr veröldinni. Á hverjum fundi þeirra er Pessoa ógreinilegri og kannski er Ricardo Reis aðeins eitt af mörgum nöfnum Pessoas . . . ? Yissulega er Ricardo Reis aðeins ein af íjöl- mörgum birtingarmyndum Femando Pessoa. Einn þeirra höfunda sem hann skrifaði í gegnum og áttu ekki bara nafn, heldur einnig fæðingar- dag, stjörnuspá, skrift og minnisbók. Síðasta daginn sit ég á Brasileira, uppáhalds- kaffihúsi Pessoa í verkamannahverfinu Bairo Alto. Mér er heitt og ég er þreytt eftir upplifanir síðustu daga. Augun renna hægt yfir sviðið og nema staðar við mann við borð ekki langt frá. Guð, hvað hann er líkur Saramago . . . Em portúgalskir karlmenn kannski allir eins? En svei mér þá, þetta hlýtur að vera hann . . . Hann verður mín var og snýr sér að mér. Ég bendi á hann og hann stendur upp og kemur til mín. Ég; hlýt að hafa fengið sólsting. Skjálfandi stend ég upp, horfi í andlit hans og spyr: Are you Sara- mago? Si, svarar Saramago. Og ótrúlegast af öllu er að hann er ekki stærri upp á sig en svo að hann þekkir mig aftur. - Noruega, bætir hann við. Hér er ég búin að hlaupa um Lissabon í heila viku með bók hans undir hendinni; haft hann svo að segja inn á mér allan tímann. Á sama hátt og Ricardo Reis hef ég þrætt gula strikið upp brekkurnar að kirkjugarðinum þar sem Pessoa er grafinn. Kraflað mig áfram að litla grafhýsinu þar sem honum var komið fyrir á dálítilli hillu af geðbilaðri ömmu sinni. Ég hef ráfað hvíldariaust um götumar í grennd við Hótel Braganca, upp'' brattar brekkur og stórfengleg torg, í roki og rigningu, sól og hita. Gengið með honum frá einni brynningarstöð Pessoa til hinnar næstu. Og svo stendur hann hérna. José Saramago, stendur eins og fyrir kraftaverk í eigin persónu frammi fyrir mér. Eina mannveran í veröldinni sem ég gæti hugsað mér að tala við á þessu augnabliki. En þvílík kaldhæðni almættisins, hvílík von- brigði. Ég skima örvæntingarfull í kringum mig. Túlk!! En tíminn er naumur og augnablikið að renna mér úr greipum. Hann er ekki stærri upp á sig en svo að hann lætur mig setja sig á stól við hlið Pessoa og lætur mynda sig. Svo er hann horfínn. Og ég? Ég verð bara að sætta mig við örlögin. Ég hafði orðsnillinginn í neti mínu, en skorti tungumál. ÍSLENSK NÁTTÚRA VERKAR STERKT Á MIG frá íslandi. Árið 1991 innritaðist ég í íslensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla Islands og var þar einn vetur. Ég naut þess að lesa nú- tímabókmenntir en var ekki að sama skapi hrifin af fornsögum og málfræði. Flestir sam- nemenda minna virtust hafa mestan áhuga á fornbókmenntum en ekki á hinu lifandi tungu- máli. Á þessum tíma var ég með vinnustofu í Borgartúni ásamt fáeinum öðrum listamönn- Sænska listakonan Anna Hallin er mörgum íslendingum kunnug. Hún hefur verið skiptinemi við MHÍ, lagt stund á íslensku bæði í Svíþjóð og í Reykjavík. EINAR ÖRN GUNNARSSON hitti hana að máli í Þýskalandi. * ARIÐ 1987 var ég í myndlistarnámi í Gautaborg,“ segir Anna. „Þá ákvað ég að fara á kvöldnámskeið sem boðið var upp á við háskólann þar. íslensku valdi ég því að mér finnst hrynjandi tungu- málsins falleg. Ég hafði séð myndir frá íslandi sem kveiktu áhuga minn á landi og þjóð. Sem betur fer var ég heppin með kennara því hann lét okkur fljótlega lesa athyglisverðar smásög- ur í stað þess að henda í okkur einhverjum leiðinlegum og sundurlausum kennslutexta. Eftfr lestur smásögu Ástu Sigurðardóttur Frá sunnudagskvöldi til mánudagsmorguns var áhugi minn á nútíma íslensku vaknaður fyrir alvöru. Árið 1988 var ég skiptinemi við Myndlista- og handíðaskóla íslands þar sem ég lagði áherslu á höggmyndalist og keramík. Þar kynntist ég mörgu af því listafólki sem nú er áberandi í íslensku listalífi. Það var stór kostur að komast að í Myndlista- og handíðaskólanum því þar ríkti mefra frelsi til að fást við ólík við- fangsefni en ég var áður vön. Innan veggja Myndlista- og handíðaskólans gætir alþjóð- legra áhrifa meira en í ýmsum öðrum skólum. Þó að Reykjavík sé lítil borg þá er ótrúlega mikil gróska í listalífinu. Hinn almenni borgari er virkari þátttakandi í menningarlífinu en víð- ast hvar annars staðar. Það ríkir lifandi and- rúmsloft í listaheiminum þar sem listauppá- komur eiga sér stað á ólíklegustu stöðum. Sami listamaður getur til dæmis sýnt verk sín einn mánuðinn á hjólbarðaverkstæði eða kaffihúsi en síðan þann næsta á Kjarvalsstöðum. Það ríkir mikið frelsi og fordómaleysi í sýningar- haldi. Islensk náttúra verkar sterkt á mig því að hún er kraft- mikil. Landslagið býr yfir stórbrot- inni formgerð. Birt- an er einstök og það má sjá að áhrifa hennar gætfr í litavali og efnis- meðferð íslenskra listamanna. íslenskar nú- tímabókmenntir búa yfír ákveðinni dulmögnun sem sjaldan er að finna í sænskum bók- menntum. Það er ákveðin dulúð á ferðinni og áhrifa töfraraunsæis gætir þar. íslenskir rit- höfundar virðast vera óhræddir við að draga upp veraldir og mála þær sterkum litum með orðum sínum. Eftir dvöl mína á Islandi hélt ég aftur til Gautaborgar og lauk námi mínu þar. Loka- verkefni mitt var unnið undir sterkum áhrifum Anna Hallin um. Ég fór í framhaldsnám til San Francisco þar sem ég nam ljósmyndun og höggmyndagerð. Þar fór ég að vinna með ýmis efni sem ég hafði ekki áður notað til listsköpunar. Á síðasta ái'i tók ég þátt í samsýningu í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Þar átti ég átján ljósmyndaverk og fjóra skúlptúra. Ástæða þess að ég er nú stödd hér í Kún^ stlerdorf Schöppingen er sú að mér var boðið hingað í framhaldi af sýningu minni sem var á sænsku listaakademíunni í Stokkhólmi. Hér mun ég dvelja um tveggja mánaða skeið. Hinn 18. september var opnuð sýning á verkum mín- um í Galleríi F6 í Schöppingen þar sem ég sýni ljósmyndaverk og nokkra muni. Það sem fyrir mér vakir með þeirri sýningu er að reyna að draga fram það sameiginlega í hinu stóra og því smáa. Ásýnd ólíkra fyrirbæra getur verið svipuð þegar grannt er skoðað. Sem dæmi má nefna þegar mynd af nafla er margfalt stækk- uð þá tekur hún á sig útlit loftmyndar af stór- brotnu landslagi. Ég hef mikinn áhuga á að fara til Islands- næsta sumar og búa þar um nokkurra mánaða skeið. Mér finnst gott að vinna þar og ómetan- legt að viðhalda því sambandi sem ég hef við íslendinga og hið lifandi tungumál.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. NÓVEMBER 1998 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.