Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 15
RERIm MIHH.KERI •bjiiL >tr"íwi>*Áu^ ,* tiw< *rw~7“- •3C3i- isrt-mv.' - ■ / iví- ÍSLENSKUR draumur um skrautgarð: Þorbjörn Björnsson teiknaði myndina af Veðramótum í Skagafirði veturinn 1911-12. Þorbjörn átti síðar eftir að „gera garðinn frægan" þegar hann byggði einn glæsi- legasta bæ landsins á Geitaskarði í Langadal. MINJASAFNSGARÐURINN á Akureyri um síðustu aldamót. Jón Chr. Stephanson og Kristjana Magnúsdóttir byggðu upp og ræktuðu garðinn. í gegnum hann liggur ás og þverás, en „torg“ í miðju. SKRUÐUR, garður Sigtryggs Guðlaugssonar a Nupi, sker sig mjög úr umhverfinu. settust hér að. Víðsýni þessa fólks hafði afger- andi áhrif á viðhorf og mótun umhverfisins. Trúin á gagnsemi fjölbreyttrar fæðu fyrir hollustu manna gerir það að verkum að undir lok aldarinnar er matjurtagarður nánast við hvert heimili jafnt í þéttbýli sem í sveitum. Þekktir einkagarðar frá þessum tíma til skrauts og nokkurra nytja eru garður Arna Thorsteinsson landfógeta við Austurstræti í Reykjavík (1862) (Hressógarðurinn) og fleiri garðar í Reykjavík, ennfremur garður Guð- bjargar Þorleifsdóttur (1897) í Múlakoti. A nítjándu öldinni verður loks til fyrsta úti- vistarsvæðið sem ekki er ætlað til annars en að vera til prýði og nota við hátíðleg tækifæri, Austurvöllur. Hann var óbyggður frá land- námi, var notaður til slægna og sem tjald- svæði fyrir þá sem áttu erindi til bæjarins. I tilefni þjóðhátíðarinnar 1874 gaf borgarstjóm Kaupmannahafnar bæjarstjórn Reykjavíkur styttu, sjálfsmynd af Bertel Thorvaldsen. Var henni komið fyrir á miðjum Austui-velli sem þá hafði verið breytt í fyrsta frágengna opna svæðið í þéttbýli, vandlega girt og lagt kross- stíg. Styttan og umgjörðin umhverfís var á Austurvelli fram undir 1930, er menn fluttu styttu Thorvaldsen suður í Hljómskálagarð þar sem styttu af Jónasi Hallgrímssyni hafði verið komið fyrir nokkru áður, en stytta af Jóni Sigurðssyni forseta var sett upp í stað- inn. Austurvöllur var þá opnaður almenningi að nýju eftir að hafa verið afgirtur allt frá því 1875. Nýr landlæknir, Schierbeck, fiyst til lands- ins 1883. Hann hafði sérstakan áhuga á garð- yrkju og hóf hann fyrstur manna skipulegar tilraunir með garðagróður, jafnt nytjaplöntur sem trjáplöntur. Honum var úthlutað ræktun- arreit þar sem gamli kirkjugarðurinn hafði verið, sem lagður hafði verið niður aðeins rúmum 40 árum íyrr. Reykvíkingar mót- mæltu þessarí ákvörðun kröftuglega við bæj- arstjórn. Schierbeck gerði grein fyrir garð- yrkjutilraunum sínum í tímariti hins Isl. bók- menntafélags 1889 og 1895. Garðyrkjufélag íslands var stofnað 1885 um svipað leyti og systurfélög þess á hinum Norðurlöndunum. I Fógetagarðinum má enn finna nokkur tré, sem gróðursett voru í tíð Schierbeck á síðustu öld. Alþingishúsgarðurinn (1895) er orðinn yfir 100 ára gamali. Hann er best varðveitti garð- ur okkar frá þessum tíma, nánast óbreyttur. Þar fór Tryggvi Gunnarsson alþingismaður og bankastjóri fyrir framkvæmdum. Eyddi Tryggvi m.a. síðustu 20 árum ævi sinnar í að hirða um garðinn, og fékk um síðir hinsta leg í garðinum. Uppdráttur af Al- þingishúsgarðurinum er varð- veittur og sýnir hann svo ekki verður um villst að hann var gerður eftir forskrift hönnuðar sem að öllum líkind- um var Tryggvi Gunn- arsson. Aiþingishús- garðurinn er án efa fyrsta lóð við stofnun á íslandi, og er mótaður eftir hugmyndum og tíðaranda aldamótanna, viktoríanskur. Samkvæmt um- ræðu á Alþingi vegna undir- búnings framkvæmda við garðinn þá var hann hugsaður til afþreyingar alþingismönn- um. Skipulegar skógræktartil- raunir hefjast um aldamótin á Þingvöllum og að Grund í Eyjafirði. Dani sem höfðu kynnst aðstæðum hérlendis fýsti að gera tilraunir með skógrækt en auk þeirra komu áhugamenn innanlands að þeim. Hafa verður í huga að ekki eru nema rúm 100 ár síð- an hafist var handa um skipu- lega og almenna ræktun trjágróðurs til nytja og yndis. Trjárækt í görðum við einstöku sveitabæi og hús í bæjum á nítjánduöldinni var upphafið en mjög lítið er nú sýnilegt af þeim tilraunum nema garðarnir að Skriðu og Víkurgarðurinn. Saga kirkjugarða á íslandi er jafn- gömul kristni hérlendis (1000) eða nær þúsund ára gömul og verður að skoðast sem hluti garðsögunnar. Framan af öldum mótað- ist kirkjugarðurinn að íslenskum aðstæðum, s.s. veðurfari og erfiðum samgöngum þannig að kirkjugarðar voru mjög víða. Siðir og venj- ur mótuðust síðar mjög í samræmi við nor- ræna og síðar danska lögskipan. Eldri og yngri kirkjugarðar Reykjavíkur endurspegla þá þróun sem orðið hafa í aldanna rás. Víkur- kirkjugarðurinn á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis var legstaður Reykvíkinga í rúmar 8 aldir frá því ár 1000 til 1838. Helstu áhrif frá kirkjugörðum í garðmenn- ingu okkar er án vafa girðingamar, hlaðnir torf- eða grjótgarðar til að vemda hinstu leg forfeðranna fyrir ágangi búsmala. Menn gerðu sér grein fyrir mikilvægi skjólsins og friðunar sem myndaðist við gerð heilla garða. Umhverfis ræktunarreit Schierbeck í Aðal- GARÐURINN við hallirnar í Versölum er víðfrægur en fæstir átta sig á stærð hans. Hér hafa útlínur Heimaeyjar í Vestmannaeyjum verið teiknað- ar ofan í grunnmynd garðsins og skilst þá betur umfang hans. stræti var gerð heil skjólgirðing, einnig gii'ð- ing úr járnplötum umhverfis ræktunarstöðina á Akureyri um aldamótin síðustu. . Aldamótaskrautgarðurinn Aratugirnir fyrir og eftir aldamótin síðustu voru miklir umbrotatímar í íslensku þjóðlífi, enda sjálfstæðisbaráttan á lokastigi og miklir flokkadrættir með mönnum. Þessi gróska fór um allt þjóðfélagið og birtist í ótal myndum. Garðasagan, sem hér hefur verið rakin í stuttu máli, fór ekki varhluta af vorinu sem var í lofti, enda fátt sem var jafn sýnilegur vottur um nýja tíma fyrir þjóðai-vitundina, eins og að ná tökum á ræktun trjágróðurs og skrautjurta. Margir helstu framámenn þjóð- lífsins gerðust brautryðjendur í ræktunar- málum, einkum og sér í lagi garðrækt. í byrjun aldarinnar verða skil milli ræktun- argreina, Búnaðarfélags íslands og Garð- yrkjufélagsins sjá um ráðgjöf við ræktun nytjagróðurs. Einnig safnar Garðyrkjufélagið á fyrrihluta aldarinnar merkum upplýsingum um garða víðsvegar um landið. Skógræktin og tilraunir með nýjar tegundir trjáplantna vex þegar líður á öldina en um 1940 hefst inn- flutningur erlendra trjátegunda frá vestur- heimi fyrir alvöru. Um aldamótin koma til starfa garðyrkju- menntaðir menn. Einar Helgason er sá sem markaði dýpstu sporin í garðyrkju á íyrri- hluta aldarinnar og fram yfir 1930. Hann lauk námi í garðyrkju rétt fyrir aldamótin og varð síðar íyrsti garðyrkjustjóri landsins og starf- aði hjá Búnaðarfélagi Islands. Hann ritaði þekkt fræðslurit í garðyrkju, Bjarkir, Hvann- ir og Rósir. Eftir 1920 kemur til landsins fyrsti íslendingurinn sem lýkur háskólagráðu í garðyrkju, Ragnar Asgeirsson. Garðyrkju- skóli ríkisins að Reykjum í Ölfusi var stofnað- ur 1939 og með tilkomu hans verða straum- hvörf á þessu sviði. Einkenni fyrir sögu þeirra garða sem varð- veittir eru frá fyrstu árum aldarinnar, alda- mótaskrautgarðanna, er að þeim er öllum ætl- að ákveðið hlutverk áður en hafist er handa við byggingu þeirra. Þeir eiga að vera til fyr- irmyndar fyrir aðra og þeir eru flestir verk áhugafólks og eni gerðir fyrir samtakamátt áhugamanna. Draumur hugsjónafólks sem vill fegra og bæta umhverfi sitt og láta aðra njóta með sér. Skrúður í Dýrafirði sem byggður er á árun- um 1905-09 var að mestu leyti hugverk séra Sigtryggs Guðlaugssonar. Garðurinn hafði þann tilgang frá upphafi að vera kennslugarð- ur fyrir ungmenni í Alþýðuskólanum að Núpi, þar komust þau í snertingu við garðrækt og gróðursetti hver árgangur í skólanum tré í garðinn. Garðurinn er eins og eyja í stór- brotnu landslagi Dýrafjarðar. 1993 hófst gagnger endurbygging garðsins sem lauk 1997 og var samstarf Garðyrkjuskólans og áhugamanna. Skrúður er nú í umsjá Isafjarð- arbæjar. Lystigarðurinn á Akureyri sem unn- ið var að á árunum 1910-12. Tilurð garðsins má þakka áhuga hóps kvenna á Akureyri á að bæta útlit bæjarins. Nú er Lystigarðurinn ein af perlum Akurejrrar og hefur hann vaxið og þróast í að vera grasagarður. Mótun umhverfis Tjarnarinnar í Reykjavík hófst 1914 þegar Skógi-æktarfélag ísl. fékk úthlutað landi til ræktunar við Bjarkargötu. Síðar var hafist handa við Hljómskálagarðs- ins 1922. Segja má að umhverfi Tjarnarinnar sé röð af görðum og opnum svæðum sem hafa verið í mótun fram á þennan dag. Hellisgerði í Hafnarfirði 1923 er verk málfundafélagsins Mímis. Þar ræddu menn um það á fundum hjá sér hvað þeir gætu gert til að bæta og snyrta umhverfi í bænum. Sameiginlegt með þessum þekktu görðum frá þessu tímabili er að saga þeirra, í upphafi, er mjög vel varðveitt í dagbókum og fundargerðarbókum þeirra einstaklinga fé- lagasamtaka sem stóðu að verki. Simsonsgarðurinn á Isafirði frá 1926 er sérstakt dæmi um framtak einstaklings á kreppuárunum til að gera umhverfi sitt fal- legra. Kvenfélagsgarðurinn á Norðfirði 1936 og Skallagrímsgarðurinn í Borgarnesi 1939 eru dæmi um þekkta garða sem kvenfélög höfðu forgöngu um og Tryggvagarður á Selfossi frá 1940 sem ungmennafélagið á staðnum hóf framkvæmdir við. Mikilvægi umhverfis í og við þéttbýli verð- ur mönnum ljóst er líður á öldina. Mótun þessa umhverfis tekur að þróast t.d. með frið- un Heiðmerkur 1950, „griðlandi allrar Reykvíkinga", og í kjölfarið fylgir gróðursetn- ing og umbætur til að taka á móti gestum. Sömuleiðis Kjarni, útivistarsvæði við Akur- eyri, skömmu seinna. Tímabilið frá 1950 til okkar daga er efni í nýjan pistil og verður því staðnæmst hér. Þá kemur fyrsti landslagsarkitektinn til starfa (1953) og má segja að þá hefjist fyrir alvöru nýtt skeið í mótun garða á Islandi og alls um- hverfis við híbýli fólks. Þessi brot úr sögu ís- lenska garðsins eru tekin saman í tilefni af því að á þessu ári eru 20 ár síðan Félag íslenskra landslagsarkitekta var stofnað, 24. febrúar 1978. Landslagsarkitektastéttin er ekki fjöl- menn, telur nimlega 40 einstaklinga. Starfs- greinin er ung og hefur verið í mikilli mótun. Við nánari skoðun er margt sem saga garða á íslandi geymir. Verk frumherjanna og reynsla þeirra við að móta umhverfi manna, sérstaklega á þessari öld, mun verða lands- lagsarkitektum mikilvægur leiðarvísir inn í nýja öld. Síðari greinin af sama tilefni, „Landslag að- ferðafræði við flokkun og mat“ eftir Yngva Þór Loftsson, landslagsarkitekt, birtist í næstu Lesbók. Höfundurinn er landslagsarkitekt. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. NÓVEMBER 1998 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.