Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 4
 ■ ■ • . ■ í ■ Á ÞJÓÐMINJASAFNI: Veggteppi, vefstaður, útskorinn stóll, rúmbrik, rúmfjalir, rokkar og kistlar. Ljósmyndirnar af sýningunum tók Vala Dóra Jónsdóttir, en myndir af einstökum munum hefur ívar Brynjólfsson tekið. Þjóðminjasafnið hefur góðfúslega látið blaðinu myndirnar í té. ÞJOÐMINJA- SAFNIÐ Á TÍMAMÓTUM EFTIR GISLA SIGURÐSSON Þjóðminjasafnið verður lokað til 17. júní, 2000, og tím- inn þangað til verður í fyrsta lagi nýttur til þess að end- urgera bygginguna að innanverðu og Ijúka viðbygg- ingu, en í öðru lagi til Dess að hanna nýjar fastasýning- ar til næstu framtíðar Dar sem líklegt má telja að gest- urinn fylgi sögu byggðar á íslandi frá landnámi til ÞJÓÐMINJASAFNIÐ, suðurendi hússins. Þar mun rísa ný viðbygging með aðalinngangi, afgreiðslu og fleiru. Ljósmynd: Lesbók/Þorkell. þessarar aldar. ÞJÓÐMINJASAFNIÐ hefur verið til húsa vestur á Melum í áratugi og landsmenn þekkja það vel og finnst það vera ein af þessum sjálfsögðu stofnunum sem eiga bara að vera á sínum stað og þurfi ekki að taka breyt- ingum frekar en styttan af Ingólfi Amarsyni. A Þjóðminjasafnið hafa flestir komið einhveiju sinni, en sumir margoft, og séð kunnuglega muni sem tengj- ast lífi forfeðra og formæðra okkar í þessu landi. Þar á meðal eru fornir spjótsoddar og altaristöflur, trafakefli og hlutir sem tengd- ust daglegum störfum svo sem rokkar eða lifnaðarháttum eins og askar. Þessi munir, máðir af sliti og aldri, segja sína sögu og síð- an hefur verið safnað þeim hlutum frá þess- ari öld sem sýna tæknibyltinguna og þeim er haldið til haga annarsstaðar. Er þá ekki allt í góðu lagi og nóg að sjá til þess að húsið á Melunum leki ekki? Svarið er nei. Söfii taka breytingum eins og annað og nú er farið að nota ýmisskonar tækni sem hjálpartæki og forráðamönnum safnsins þykir ekki nægilegt að sýna þjóð- minjar eins og gert hefur verið undanfama áratugi. I nálægum löndum hefur gömlum og grón- um þjóðminjasöfnum verið tekið tak og þau gerð nútímalegri. Ætlunin er að það verði einnig gert hér og nú hafa verið sett tíma- mörk, sem alþjóð hafa verið kynnt: Safninu hefur verið lokað til bráðabirgða, en það verður opnað aftur 17. júní árið 2000. Með Þjóðminjalögunum nr. 88 frá 29. mai 1989 og umfangsmikilli reglugerð nr. 334 um þjóðminjavörslu hefur Þjóðminjasafninu ver- ið sniðinn rammi og hlutverk þeirra sem þar starfa hefur verið skilgreint. Um það má lesa í greinargóðum bæklingi sem Þjóðminjasafn- ið hefur gefið út um lög, reglugerð, skipurit og stefnumörkun safnsins. Þar er birt skipu- rit safnsins og trónir menntamálaráðherra efst, síðan Þjóðminjaráð og þjóðminjavörður. Þar undir eru þrjú svið: Safnsvið, útiminja- svið og fjármálasvið. Óhætt er að segja að starf þjóðminjavarðar hafi þótt virðingarstaða, enda hafa þjóðkunn- ir prýðismenn gegnt því frá upphafi. í þjóð- minjalögunum segir m.a. svo um starf þjóð- minjavarðar: „Þjóðminjavörður hefur umsjón með þjóð- minjavörslu í landinu öllu. Hann er forstöðu- maður Þjóðminjasafns íslands og fram- kvæmdastjóri Þjóðminjaráðs." Yfir safnsviði er safnstjórinn, Guðný Gerður Gunnarsdótt- ir, og hefur hún samið verkáætlun fyrir safn- svið til ársins 2000 og fjallar þar m.a. um söfnunarstefnu, ljósmyndaskrá, þjóðhátta- deild, forvörslu og safnkennslu. Guðný Gerð- ur mun bera hitann og þungann af hönnun þeirra sýninga sem koma í ljós eftir breyting- una og hefur sér til fulltingis Þórunni Sigríði Þorgeirsdóttur, leikmyndateiknara. Er óhætt að fullyrða að þær eiga mikið verk iyrir höndum. Yfir útiminjasviði er Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Hefur hann sent frá sér verkáætlun til ársins 2000 og má af henni sjá, að þar er í mörg hom að líta og viðfangsefnin eru um allt land. Undirdeild í útiminjasviði er Húsa- safnið, alls 40 hús og þeirra á meðal allir stærstu torfbæir landsins. ÚTLITSTEIKNING Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts af viðbyggingunni við safnið. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 7. NÓVEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.