Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 8
YFIRLITSSÝNING Á EVRÓPSKRI OG BANDARÍSKRI SAMTÍMALIST í LISTASAFNIÍSLANDS FJÖLBREYTILEIKI SAMTÍMALISTAR- INNAR í ALÞJÓÐLEGU SAMHENGI I Listasafni íslands var í gærkvöldi opnuð sýningin 80/90 Speglar samtímans, sem er stærsta yfirlitssýning evrópskrar og bandarískrar samtímalistar sem nokkru sinni hefur verið sett upp hér ó lanc Ji. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR slóst í hópinn þegar aðstand- endur sýningarinnar gengu um sali Listasafnsins og kynntu verk :in fjölmiðlafólki. ASÝNINGUNNI gefur að líta úrval verka úr sam- tímalistasafninu í Ósló, Museet for Samtidskunst, sem var stofnað árið 1986 og opnað almenningi 1990, og nær úrvalið til verka úr eigu safnsins frá síðustu tveimur áratugum. Verkin á sýninguna, sem eru alls rúmlega 60 talsins eftir 38 listamenn, voru valin í samráði Listasafns Islands og Museet for samtidskunst með það fyrir aug- um að gefa sem breiðasta yfirlitsmynd af straumum og stefnum í myndlist samtímans. Um val verkanna sáu safnverðirnir Audun Eckhoff frá Museet for samtidskunst og Ólafur Gíslason á Listasafni íslands. Aðspurður um hvemig verkin hafi verið valin saman segir Audun Eckhoff að eðlilega hafí valið takmarkast af listaverkaeign hins unga safns. Annars hafi fjölbreytnin og breiddin verið í fyrirrúmi og þó að norskir listamenn eigi þar hlutfailslega flest verk, þá eigi það sér eðlilega skýringu vegna uppruna safnsins og feli ekki í sér neina tilraun til að túika einhverja norska afstöðu. I grein sem hann ritar í sýningarskrá segir hann enn- fremur að við valið hafí verið lögð áhersla á þau umskipti sem urðu í myndlistinni á ní- unda áratugnum fram til dagsins í dag en að því frátöldu byggist valið ekki á neinni sér- stakri afmörkun viðfangsefnis varðandi form eða landfræðilegan uppruna. Verkin hafi verið valin með það fyrir augum að gefa sem víðtækasta mynd af þeim fjölbreytiieika sem einkennir samtímalistina í alþjóðlegu sam- hengi út frá þeim tiltölulega takmörkuðu listaverkakaupum sem safnið hefur haft efni á, einkum á erlendri list, á þeim stutta tíma sem liðinn er frá stofnun þess. Rýmisverk, innsetningar, l|ós- myndir, myndbönd eg málverk A sýningunni eru verk eftir fjölda heims- þekktra listamanna og veitir hún jafnframt gott yfírlit yfir þann mikla fjölbreytileika sem einkennt hefur skapandi list síðustu ára- tuga beggja vegna Atlantshafsins. Rýmis- verk og innsetningar eru áberandi á sýning- unni, sem og ljósmyndir og myndbönd, en einnig er þar að fínna málverk, sem sverja sig í ætt við handverkshefðina, en bregða jafnframt nýrri sýn á málverkið sem listmið- il, að því er fram kemur í kynningu frá Lista- safni Islands. Meðal kunnra listamanna sem eiga verk á sýningunni eru nokkrir forvígismenn arte povera hreyfingarinnar á Ítalíu, þeir Jannis Kounnelis, Michelangelo Pistoletto og Pier- Paolo Calzolari, sem allir sýna rýmisverk. Einnig má nefna franska listarnanninn Christian Boltanski, Pólverjann Miroslaw Balka, rússnesku listakonuna Mariu Serebri- akowu og Norðmanninn Ulf Rollof, sem einnig sýna innsetningar eða rýmisverk með tilvistarlegu inntaki. Ljósmyndir skipa stór- an sess en meðal.ljósmyndaranna sem eiga verk á sýningunni eru Bandaríkjamennimir Anders Serrano, Nan Goldin og Cindy Sherman, þýsku hjónin Bernhard og Anna UNKNOWN German II, 1996-1998, eftir Anne Karin Furunes frá Noregi. „Furunes nýtir Ijós- myndatæknina um leið og hún birtir okkur myndefnið með því að gata léreftið. Myndefnið týnir formi sínu og útlínum þegar komið er nær myndinni en verður um leið eins og viðleitni til að varðveita minningu, sem hætta er á að glatist. í rýminu milli lérefts og bakveggjar, sem sést í gegnum götin, myndast sjónrænn kraftur sem magnar örlitlar hreyfingar okkar sjálfra þegar við gaumgæfum myndirnar. Með sáraeinfaldri tækni skapar Furunes hverfult mynd- form sem snýst jafnframt um það saknaðarfulla eða hverfula í myndefninu," segir Audun Eckhoff um verk hennar. J 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. NÓVEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.