Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 3
LESBÖK MOH(,l M!I \I)SI\S ~ IMENMNG IJSIIIt 43. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI 80/90 Speglar samtímans heitir sýning sem var opnuð í Listasafni ís- lands í gærkvöldi. Hér er á ferð stærsta yfir- litssýning evrópskrar og bandarískrar sam- tímalistar sem nokkru sinni hefur verið sett upp hér á landi. Á henni eru verk í eigu samtímalistasafnsins í Ósló, Museet for samtidskunst, og nær úrvalið til verka úr eigu safnsins frá siðustu tveimur áratugum. Verkin á sýninguna voru valin í samráði Listasafns Islands og Museet for samtidskunst með það fyrir augum að gefa sem breiðasta yfirlitsmynd af straumum og stefnum í myndlist samtímans. fslenski skrautgarðurinn Skrautgarðurinn íslenzki á sér ekki langa sögu og sjálfsagt vita ekki margir að sá elzti er á bænum Skriðu í Hörgárdal. Á síðustu öld voru skipulagðir og ræktaðir skraut- garðar á Akureyri og í Reykjavík; þar á meðal garðurinn sem Tryggvi Gunuarsson teiknaði við Alþingishúsið. Aðrir þekktir skrautgarðar eru Skrúður Sigtryggs á Núpi og garður Guðbjargar í Múlakoti. Um ís- lenzka skrautgarðinn fjallar Einar G. Sæ- mundsen landslagsarkitekt á tvítugsafmæli Félags landslangsarkitekta. Kalifornía var fyrirheitna landið á stríðsárunum þeg- ar námsmenn gátu ekki lengur farið til Evrópu. Halldór Þorsteinsson, sem hafði verið í Berkeley, segir frá því í grein um Kaliforníu í nýju og gömlu ljósi, að íslenzki hópurinn hafi haldið sig þétt saman, kannski um of. Hann flutti sig til Los Ang- eles 1943 og þar var önnur íslendinganý- lenda. Landarnir vöndu komur sínar í hús þar sem Guðmundur Jónsson söngvari var húsráðandi; þangað kom Sverrir Runólfs- son sem síðar „blandaði á staðnum", Örlyg- ur listmálari Sigurðsson og fleirl. Halldór lýsir einnig þeirri Kaliforníu sem hann sá á ferðalagi löngu síðar. Þjóðminjasafnið er á tímamótum. Framundan eru miklar breytingar og af því tilefni hefur blaðamað- ur Lesbókar rætt við Sturlu Böðvarsson, formami Þjóðminjaráðs, og Þór Magnússon þjóðminjavörð um þær breytingar sem fyr- irhugaðar eru og safnstjórinn, Guðný Gerður Gunnarsdóttir lýsir fyrirætlunum sínum. Um það hvernig nútíma þjóðminja- safn á að vera eru skiptar skoðanir og til þess að bregða Ijósi á fleiri sjónarmið hefur Lesbók rætt við sjálfstæðan sýningarhönn- uð, Björn G. Björnsson og Sigurjón Jó- hannsson leikmyndahönnuður segir einnig álit sitt. FORSÍÐUMYNDIN er í eigu ÞjóSminjasafnsins og birt í tilefni umfjöllunar um safnið. Myndin er af íslenzkum 18. aldar sveitabæ og er úr Ferðabók Eggerts Ólafs- sonar og Bjama Pálssonar. RÖGNVALDUR FINNBOGASON ÞÚ BÍÐUR Ég veit þú bíðui’ mín handan við dyrnar hljóður og þungbúinn en ég er að hlusta á söng sumargesta minna úr tjarnai'sefinu. Þeh- spegla sig í lygnunni engin vindhviða gárar vatnið og sólin gengur seint til viðar, rauðhöfðaönd og álft óðinshani og iómur og duggöndin fagra segja mér drauma sína. Hví skyldi ég haska mér um dyr þínar? Ég veit að haustið kemur með myrkur í fanginu en þangað til hlusta ég á sönginn á nið árinnar, tala við sólina og hafið um tímann og það sem er handan við dyrnar. Rögnvaldur Finnbogason, 1927-1996, var Hafnfirðingur að uppruna, nam guðfræði og var sóknarprestur víða um land, síðast á Staðastað á Snæfellsnesi. Fyrri Ijóðabók hans, sem vakti verulega athygli, Hvar er land droumo?, kom út 1995 og sú síðari, Heilsa og kveðjo, kom út á sama ári og hann féll frá. RABB KIMNIGAFA ftir því sem erlendar slettur gerast ágengari við íslenskt mál heyrast sjaldan góð og gegn orð sem hafa þróast með þjóðinni um aldaraðir og fela í sér visku kynslóðanna. Þar á meðal er orðið kímni- gáfa. Það er svo gegnsætt að engra útskýringa er þörf en ekki veit ég til þess að í tungum annarra þjóða séu til viðlíka samsetningar. Við eigum einnig orðið spauggreind sem er tæplega eins þjált en felur í sér svipaða hugsun, nefni- lega þá að sérstaka hæfileika þurfi til að sjá heiminn í spaugilegu Ijósi. í allri þeirri litningaumræðu sem farið hefur fram að undanfömu vaknar sú spurning hvort kímnigáfa sé arfgeng og hvort fínna megi genið, sem stjórnar henni, á sama hátt og talað er um genin sem gera menn að alkóhólistum eða af- brotamönnum. Að minnsta kosti er ekki fyrir það að synja að meiri glaðværð ríkir í sumum fjölskyldum en öðrum og dæmi eru um að spaugsemi gangi mann fram af manni. Og svo ég geri mig seka um svolitla aulafyndni væri ekki ónýtt að hafa upp á þessu geni og lækna með því nokkra af þeim endemis fylupúkum sem stöðugt verða á vegi manns. Það dugir kannski ekki alveg því að mér skilst að nútímasálarfræði hafi fært sönnur á hið forna spakmæli úr Njálu að fjórðungi bregði til fósturs. Samkvæmt því er ein- staklingur, sem elst upp í umhverfi þar sem mikil rækt er lögð við bros og gleði, líklegur til að þroska með sér þennan eig- inleika að minnsta kosti að einum fjórða. En hvort sem kímnigáfan en meðfædd, áunnin eða hvort tveggja í bland hefur hún ekki ævinlega þótt æskilegur eigin- leiki. Svo er að sjá sem hún hafi verið for- dæmd á blómatíma rétttrúnaðarins sem leit á jarðvistina sem allsherjar táradal og í bókmenntum frá þeim tíma er fátt eitt sem vakið getur nútímamanni bros og hlátur. A hitt ber að líta að spaugsemi fylgir tískunni hverju sinni. Gömul kona, sem ég þekkti í æsku minni, gat hlegið sig máttlausa í hvert sinn sem Heljarslóð- aroiTustu Benedikts Gröndals bar á góma en mér hefur aldrei stokkið bros við lest- ur þeirrar bókar. Tæplega hefur höfund- ur Njálu ætlast til að lýsing hans á vopn- fími Gunnars á Hlíðarenda vekti kátínu en sjaldan er eins mikið hlegið í Njálu- tímum hjá mér og þegar kappinn stekkur hæð sína í öllum herklæðum og sveiflar sverðinu svo hratt að þrjú sjást á lofti. Skemmtanaþörfin virðist hins vegar hafa fylgt mannkyninu frá öndverðu. Um það vitna ýmsar heimildir og kómedíur frá tímum Forn- Gríkkja hafa staðist tím- ans tönn og hvers kyns tískusveiflur á þessum vettvangi. Góðir farsar, sem byggja á orðaleikjum, tvíræðni og mis- skilningi geta orðið klassískir séu þeir samdir af skynsamlegu viti. Svo virðist nefnilega sem viskan sé klassísk hvort sem hún birtist okkur í sorg eða gleði og í þessu ljósi skulum við skoða orðið kímni- gáfa en það felur í sér miklu dýpri merk- ingu heldur en rómanska orðið húmor sem virðist nú allsráðandi. I samfélagi nútímans sjá herskarar at- vinnumanna um að kitla hláturstaugar al- mennings. Við höfum teiknimyndir, gam- ansögur og farsa og Spaugstofuna auk allra erlendu skemmtiþáttanna með dósa- hlátrinum. Þar að auki fara menn með gamanmál á misjöfnum kostum í innlend- um og erlendum ljósvakamiðlum, á skemmtistöðum, árshátíðum og öðrum mannamótum. Að sjálfsögðu kemur þetta framboð til móts við mikla eftirspurn eftir skemmtun. Skemmtanaþörfin getur orðið að fíkn en það sem verst er: fólk vill ekki skemmta sér heldur láta skemmta sér. Menn verða óvirkir þolendur og þegar upp er staðið fyllast þeir gjarnan tómi því að þeir sjálfír eiga sjaldan hlutdeild í þessari skemmtun. Hana skortir hina hárfínu, notalegu tilfinningu sem fylgir þroskaðri kímnigáfu og er ekki fólgin í því að hlæja þegar einhver dettur á rass- inn, fær framan í sig rjómatertu eða segir klósettbrandara. Orðið kímnigáfa hefur orðið til í samfé- lagi þar sem fátt var til skemmtunar, þar sem dans var bannaður og hvers kyns léttúð talin syndsamleg. I þessu samfé- lagi skiptust á plágur og fjárfellir og öll óáran þótti refsing fyrir óguðlegt athæfi. Prestar og aðrir embættismenn kepptust við að hræða það sem eftir var af líftór- unni úr mörlandanum með sögum af valdi myrkrahöfðingjans sem var yfir og allt um kring. Til að lifa af þessi ósköp spunnu menn af miklu hugviti sögur af bragðarefnum Sæmundi fróða, sem hafði þann í neðra að svo miklu ginningarfifli að þrautpíndur almúginn gat brosað, jafnvel hlegið og hrist af sér óttann um sinn. Gamla konan, sem hló hástöfum að Heljarslóðarorrustu, gat ekki ímyndað sér neitt fyndnara en að sjá hátignarlega konunga og fylgifé dubbað upp í vaðmáls- brækur og bregða fyrir sig málfari sem tíðkaðist í Skagafirði þegar hún var ung og svalt heilu hungri. Og skyldu ekki allir Clintonbrandararnir, sem hafa riðið hús- um að undanförnu, vera sömu ættar þótt misgóðir séu? Ekki er mér kunnugt um hvort stöðluð gi-eindarpróf reyna á skopskyn manna eða kímnigáfu. Sé ekki svo tel ég lítið mark á þeim takandi því að þessi eigin- leiki er flestum öðrum haldbetri í hörðum heimi. Hann getur bægt frá ótta og gert lítið úr valdsmönnum. Hann getur verið svolítið kvikindislegur á stundum ojg sum- um finnst hann einmitt bestur þá. I þeim hópi er ég ekki. Mér finnst kímnigáfan hollust þegar ég get beint henni að sjálfri mér og mínu nánasta umhverfi og ég held að við höfum öll gott af því að sjá okkur sjálf í spaugilegu Ijósi endrum og sinnum. Það kemur í veg fyrir að við tökum okkur alltof alvarlega og það kennir okkur að bera þjáningar því að sorgin og gleðin eru systur. Orðið gáfa er dregið af sögninni að gefa og af sömu sögn er komið nafnorðið gæfa. Þótt gáfur gangi í arf samkvæmt litninga- fræðunum gegnir ekki sama máli um gæfuna því að hún kemur annars staðar frá. Hinn gæfusami þroskar þá eiginleika sem honum eru gefnir, þar á meðal einn þann elskulegasta, þ.e. kímnigáfuna. Þetta má lesa úr íslensku máli. GUÐRÚN EGILSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. NÓVEMBER 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.