Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 9
Morgunbtaðið/Ásdís STILLSTAND II, sviðsett Ijósmynd frá 1998 eftir Mikkel McAlinden frá Noregi. Audun Eckhoff skrifar m.a. í sýningarskrá að lista- maðurinn vinni með sviðsettar ijósmyndir sem í sumum tilfellum nálgist að vera súrr- ealískar. „Stórar litmyndir hans sýna það sem við fyrstu skoðun virðist trúverðugt en við nánari könnun sjáum við bæði marg- breytilegar, sjónrænar þversagnir og hug- myndaríkar, listsögulegar tilvísanir. Ljós- myndasviðsetning hans, Stillstand I og II frá 1998, virðist fljótt á litið sýna venjulegt borð- hald í vinnuskúr með raunsæislegum hætti og frá tveim ólíkum sjónarhólum. En við nánari athugun kemur í Ijós að bellibrögð Ijósmyndatækninnar gegna hér miklu hlut- verki, þótt táknræn smáatriði séu ekki áber- andi. Eins og í öðrum verkum hans er loka- gerð myndanna kópía af mörgum einstökum myndum sem eftir á eru felldar saman í eina mynd með stafrænni úrvinnslu. Þessi sam- setningaraðferð gerir kleift að nota einstakt val á fókus og dýptarsköpun, sem eru brotin upp og sett saman í þeim tilgangi að ná fram sem mest lifandi augnhreyfingu yfir sviðið.“ Blume, Norðmennimir Mette Tronvoll, Mikkel McAlinden, Finn Serck Hanssen og Tom Sandberg og Finninn Esko Mánnikkö. Þá styðjast belgíska listakonan Marie-Jo Lafontaine og Norðmaðurinn Hege Nyborg einnig við Ijósmyndir í verkum sínum. I kynningunni kemur fram að bæði ljósmynd- in og myndbandið hafi sýnilega haft áhrif á þróun málverksins í verkum jafn ólíkra mál- ara og Marianna Hekse, Anne Karin Furu- nes, Thorbjom Sorensen og Dag Fyri. Myndbandalistin á sína ftdltrúa m.a. í þeim Paul McCarthy og Kjell Bjorgeengen. Einn íslenskur listamaður, Ragna St. Ingadóttir, á verk á sýningunni, skúlptúrinn Friendship I. Gjörningur og fyrirlestrar í tilefni sýningarinnar hefur verið gefin út vönduð og myndskreytt sýningarskrá með greinum eftir Audun Eckhoff og Gianni Vattimo, prófessor í heimspeki við háskólann í Torino á Italíu. Hingað til lands er sýningin komin með styrk frá Norsk-íslenska menn- ingarsjóðnum. Bjöm Bjamason menntamálaráðherra opnaði sýninguna í gærkvöldi og í dag, laug- ardag, kl. 15 flytur Audun Eckhoff fyrirlest- ur um sýninguna. Að fyrirlestrinum loknum, eða kl. 16, mun breski listamaðurinn Brian Catling fremja gjöming sem hann nefnir Kýklópar. Cathng er kennari við skúlptúr- deild Ruskin School of Drawings and Fine Arts í Oxford og er einn kunnasti gjörninga- listamaður á Bretlandseyjum. Laugardaginn 21. nóvember kl. 16 flytur Ólafur Gíslason, sérfræðingur við Listasafn Islands, fyrirlest- ur um sýninguna. Sýningin stendur fram til 31. janúar nk. og er opin kl. 11-17 alla daga nema mánudaga. ingu áranna 1980-90. En í formi sínu sækir verkið einnig sitt til mál- arahefðarinnar. Líta má á það sem háðska athugasemd við einfeldn- ina í „ofsafenginni" bylgju nýja málverksins á síðasta áratug eða sem feminísk mótmæli við móderníska „karlrembu“-málverkið með hreinleikaáráttu sinni og fálæti um ónefnanlega smámuni hversdags- lífsins," segir Eckhoff. SQUARE ME, frá 1996 eftir Marianna Uutinen frá Finnlandi. Um verk- ið segir Audun Eckhoff að það líti út eins og það sé gert úr skræp- óttum gjafapappír eða leifum úr fataskáp næturklúbbssöngkonu. „Allt þetta lítur út eins og glitrandi og yfirborðskennd sýning þess sem nefna mætti „naglalakks-fagurfræði". Þannig má sem best segja að í þessu verki sé dregin saman reynslan af bruðli og ómenn- FAMILIEN frá 1991 eftir norska málarann Per Inge Bjorlo er málað djarft og nýtiskulegt yfirbragð, en þetta málverk er líka vel staðsett I með bleki á flónelsdúk. Um það segir Audun Eckhoff að þar komi því órofa samhengi sem umlykur hina frægu abstrakt expressjónista fram „innfjálgir tilburðir, sem í allri efnisnotkun hafa bæði frumlegt, málaralistarinnar." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 7. NÓVEMBER 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.