Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 7
upp í tímaröð, þannig að gesturinn gangi í gegnum aldimar. En hvað um tæknina; vill hann ganga langt í tæknibrögðum? „Nei, alls ekki“, segir hann. „Ég hef séð slíkt; brúður sem hreyfa sig og annað ámóta og það vil ég ekki. Ég vil heldur ekki ganga svo langt að sviðsetja atburði; setja til dæmis upp sviðsmynd með vígi Snorra Sturlusonar eða einhverju þvílíku. Þó ég sé leikmynda- hönnuður, þá sé ég þetta ekki fyrir mér þannig í Þjóðminjasafninu. Ljósmyndir má hinsvegar nota meira en gert hefur verið. Við gerðum það til dæmis á lýðveldissýningunni. Tilgangurinn ætti að vera að skapa andrúm liðinna alda án þess að fara út í miklar tilgát- ur. Það er stundum hægt að nota hljóð til áhrifaauka, til dæmis tíðasöng frá miðöldum í tengslum við kirkjuna. En Þjóðminjasafnið á ekki að vera leikmyndasýn- ing“; „Ég skoðaði sögusýningu í Lillehammar í Noregi sem Guð- mundur Jónsson arkitekt átti þátt í“, segir Bjöm ennfremur. „Þar er rakin saga Noregs frá ísöld til okkar daga og allt sagt með leikmyndum. Það er afskaplega vel heppnað og áhrifamikið. En það er ekki safn; ekki Þjóðminjasafn, heldur sögusýning. Slíka sýningu mætti vel setja upp hér, en þá gæti til dæmis Ferðamálaráð staðið að henni.“ Danska Þjóöminjasafnið er fil fyrirmyndar En hvernig á þessi öld okkar, sem brátt heyrir til fortíðinni, að birtast á Þjóðminja- safni? Hversu nærri samtímanum ættu fasta- sýningar safnsins að ná? Bjöm kveðst ekki viss um að þær ættu að ná nær samtímanum en fram að lýðveldisstofnun 1944, enda teng- ist stofnun safnsins þeim tímamótum, eða jafnvel ekki lengra en til heimastjórnar- innar 1904. Ann- að verkefni, sem bíður, segir hann að sé Tæknim- injasafn. Þar yrði öllu því fyrir komið sem tækninni tilheyr- ir, stóra stökki íslendinga inn í nútímann. Safnið á ekki eingöngu að vera upplifunar- sýning, segir Bjöm, en samt verður það að vera skemmti- legt. Það er vandi að ganga þannig frá sýn- ingu að hún verði ekki þuir og leiðinleg. En það eru til fyrirmyndir, segir hann, og ein slík gæti danska þjóðminjasafnið verið. Það hefur ný- lega fengið andlitslyftingu; glerbyggingu j'fir port sem fyrir var. Danir hafa leyst þetta vel. Þarna er safnbúð, móttaka, veitingasala, fata- geymsla og bamagæzla. I danska Þjóðminja- safninu em bæði fastasýningar og lausar. Sumar þær fóstu eru dálítið komnar til ára sinna, en jafnt og þétt er verið að endumýja þær. Danir eru smekklegir hönnuðir og þarna fara vel saman munir, ljósmyndir, textaskýr- ingar, kort og falleg framsetning. Athyglis- vert er, segir Björn, hvernig farið er með stóru eirlúðrana, sem fundust í mýmm og hafa varðveizt vel. Þeir era sýndir í glerskáp, en á bak við er stór, svarthvít ljósmynd af mýrinni. Stóm rúnasteinamir sem þeir eiga, standa í möl í yfirbyggðum garði. Birtan fell- ur á þá þannig að letrið sjáist sem bezt og all- ur texti er á glerplötum, en merkar framfarir hafa orðið í allskonar upplýsingamiðlun, til dæmis tölvum, merkiskjám, hljóðkerfum, myndböndum o.s. frv. „Mér finnst áhugaverðast það sem nú er að gerast í söfnum í Noregi og í Englandi", segir Björn. „Norðmenn hafa veitt vemlegum fjár- munum til nýrra safna og sýninga og í Englandi er lottóið látið fjármagna söfnin. Þar er mikil uppsveifla í sýningagerð, til dæmis í ljósatækni og leiðsögn. Menn geta, ef þeir vilja, leitað sér viðbótar upplýsinga og sé gest- urinn þreyttur getur hann tyllt sér niður í sér- stök afdrep og skoðað sérefni á tölvuskjám.“ RÓÐUKROSS frá Kaldaðarnesi. Wmj&j ÚR LJÓSMYNDASAFNI Þjóðminjasafnsins. Að ofan: Vopnafjörður um 1880. að neðan: Jarð- arför Bernhöfts bakara í Reykjavík. Báðar myndirnar tók Sigfús Eymundsson. AÐ GERA ÞJOÐAR- SÖGUNA SÝNILEGA SIGURJÓN JÓHANNSSON leilcmyndahönnuður er áhugamaður um muni og menningu fyrri alda og hefur fengizt við sýningahönnun. Hann setti á blað nokkra punkta um breytingar sem hann sér fyrir sér að gætu orðið í Þjóðminjasafninu. ÞJÓÐMINJASAFN ætti eftir mínum skilningi fyrst og fremst að vera sögusafn íslenskrar þjóðar, sögu bú- setu í landinu, en hún yrði gerð sýnileg með híbýlahátt- um, verkmenningu, búskap- arháttum, menningu og trú- arbrögðum. Sigurður málari, annar tveggja fmmkvöðla og stofnenda Þjóðminjasafns- ins og fyrsti starfsmaður þess, setti á svið lifandi myndir, byggðar á köflum úr Islendingasögunum í stað þess að mála sögulegar myndir, sem var ætlunar- verk hans. Þessa gömlu hug- mynd mætti taka upp og framkvæma í dag með öllum þeim tækninýjungum sem „visual commun- ication" býr yfir. Gera má siglingaafrek fornmanna á vík- ingaöld sýnileg í heimsmynd þeirra tíma og þar með landafundi á Norður-Atlants- hafi: landnám á Vínlandi sem mistókst, landnám á Grænlandi sem leið undir lok og landnámið hér sem enn heldur velli. Húsakostur er mjög sýni- legur mælikvarði menningar sem vitaskuld yrði gerður með eftirlíkingum. Líkön af Flóabardaga eða öðrum stóratburðum lokaskeiðs þjóðveldis gæti aukið mönn- um skilning á merkilegri at- burðarás. Islenska þjóðveldið stóð lengur en Bandaríki Norð- ur-Ameríku hafa staðið í dag. Kaþólska kirkjan stóð hér í 500 ár og var ríki í rík- inu. Hús Þjóðminjasafnsins er byggt í einskonar stíl basilíku sem er tilvitnun í byggingarlag dómkirknanna á Hólum og í Skálholti og býður uppá eftirlíkingu. Nóg á safnið af kirkjumunum til að prýða það umhverfi. Leifar helgimynda frá Möðm- felli eða Flatartungu mætti fella inn í stór- brotna umgjörð dómsdags- eða postula- mynda. Þannig mætti lengi telja en höfuðmark- miðið er að gera þjóðarsöguna sýnilega, skiljanlega og áhugaverða. Góðir gripir og fáséðir gera það trauðlega einir sér. INGÓLFUR STEINSSON AÐ HUGSA HEIM Afhverju er það að hugsa heim alltaf tengt sömu fjallshlíðinni sem mætir heiðinni, aflíðandi og fellur í stöllum niður á skagann fram úr klettunum þarsem við hlóðum virkin og héldum til í sól og regni langt fram á ágústkvöld sem voru full af þessu hlýja húmi sem hvergi er einsog þar? Af hverju er heima alltaf þar þó að ég hafí lifað af í átján löndum og séð hálfan heiminn og allan eftir kóngs dag og kynnst svo mörgum og týnt fíestum aftur? Af hverju þar, sem æskan glataðist og ástin dó, heimurinn hrundi; - og baktalið, og svo þetta kurteislega afskiptaleysi þegar maður er ekki lengur til? Afhverju er það að hugsa heim þessi tregi og söknuður einsog heima sé þessi yndislegi staður sem maður hefur glatað þarsem suðvestan golan hvíslar í birkinu og fjöllin hvolfast yfír og ég stend í fjörunni og læt hnúkaþeyinn baka mig og mig dreymir hús þarsem enginn býr lengur? Höfundur er ritstjóri hjó Nómsgagnastofnun. SÓLVEIG K. EINARSDÓTTIR FRUM- KVÆÐI Hún raðaði rauðum laufum á rykuga arinhilluna lagaði súpu Við glasaglaum liðinnar tíðar gaspraði hann um frumkvæði karla að kærleiksmálum: „Því taka ekki konur oftar ögrandi frumkvæði?“ Ein þeirra kímdi kankvís því kjarkinn vantaði ekki Brosandi blá kampavínsflaska barmastór glös bhk í auga töfrandi tónar tælandi klæði tætast í burtu Hún ók í hlað hárauðum trylU graskerjasúpan rann ljúflega niður þóttist þá vita að þar værí komin frumkvæðakonan Leikur að laufum leikur að bleikum laufum Höfundurinn er rithöfundur og býr í Ástralíu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. NÓVEMBER 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.