Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1997, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1997, Blaðsíða 15
HONG Kong er þriðji stærsti framleiðandi kvikmynda í heiminum á eftir Banda- ríkjunum og Indlandi og þar hafa kvikmyndagerð- armenn vaxandi áhyggjur af kvikmyndaiðnaðinum nú þegar Hong Kong hef- ur komist undir yfirráð kommúnistastjórnarinn- ar í Kína. Nokkrir þekktustu kvikmyndagerðar- mennimir hafa þegar flutt sig vestur til Holly- wood og gert þar bíómyndir eins og leikstjór- arnir John Woo („Broken Arrow“, ,,Face/Off“) og Tsui Hark („Double Team“) og leikarar á borð við Jackie Chan og Chow Yun-Fat. Woo mun að líkindum aldrei hverfa aftur til Hong Kong en Chan og Tsui munu sennilega halda áfram að starfa þar. Biða og sjó hvað setwr En hvað bíður þeirra og annarra kvikmynda- gerðarmanna í Hong Kong? Fá þeir fullt frelsi til að gera þær myndir sem þeir vilja? „Ég held að næsta eina og hálfa árið muni reyna á báða aðila,“ er haft eftir leikstjóranum Wong Kar-Wai („Shanghai Express") í bandaríska kvikmyndatímaritinu Premiere. „Ég held að flestir kvikmyndagerðarmennirnir hugsi mjög stutt fram fram í tímann." „Við verðum bara að bíða og sjá hvað setur,“ segir annar leik- stjóri fæddur í Hong Kong, Wayne Wang, sem flýtti sér að ljúka við nýjustu mynd sína, „Chinese Box“ með Jeremy Irons, Gong Li og Maggie Cheung, áður en Kínveijar tóku yfír Hong Kong. Kvikmyndagerðarmenn höfðu nokkurn veg- inn algerlega fijálsar hendur undir stjórn Breta í Hong Kong. Þeir hafa reyndar aldrei lagt neina áherslu á pólitískar myndir heldur miklu fremur léttmeti og afþreyingu, gamanmyndir og kung fu myndir ætlaðar til útflutnings. En þeir eru sér vel meðvitandi um hvað flokksfor- ingjarnir í Kína vilja sjá og ekki sjá og eru þegar teknir að gefa eftir að því er segir í Premiere. „Of ofbeldisfullt? Þeim líkar það ekki,“ segir Chan. „Of mikið kynlíf? Þeim líkar það heldur ekki. Ef þú ætlar að fjalla um stjórn- mál, stjórnarbyltingu eða eitthvað slíkt, mun þeim ekki líka það heldur. Fjalla um verkföll - þeim mun ekki líka það. Við þurfum ekki að hafa orð á því en við vitum að við verðum að fara varlega.“ Ástar/haturs samband „Við höfum aldrei þurft að hafa áhyggjur af því sem við höfum verið að gera,“ segir leikkonan Maggie Cheung. „Það skipti ekki máli hvort við gerðum mjög persónulegar myndir eða gamanmyndir um stjórnmálamenn - það varðaði engan um það. En ritskoðun á kvikmyndum er mjög stíf í Kína um þessar mundir og margt frábært kvikmyndaverkið hefur ekki fengist sýnt. Það getur valdið ótta að búa við allt þetta frelsi í allan þennan tíma og upplifa það svo allt í einu að fylgst er ná- kvæmlega með öllu sem þú gerir.“ Leikstjórinn Wong Kar-Wai hraðaði gerð myndar sinnar „Buenos Aires Affair" svo hún yrði tilbúin áður en Kína tók yfir Hong Kong. Tvær aðal- persónumar í myndinni eru samkynhneigðir karlmenn. „Sambandið milli þessara tveggja manna er kínversku stjórninni mikið viðkvæmn- ismál," segir hann. Þótt stjórnmálaumfjöllun sé fátíð í Hong Kong myndunum gildir öðru máli um kvik- myndirnar frá meginlandinu. Fremstu leikstjór- ar kínversku nýbylgjunngar, Chen Kaige („Farw- ell My Concubine") og Zhan Yimou („Raise the Red Lantern") eru af svokallaðri fímmtu kyn- slóð kínverskra kvikmyndagerðarmanna. Báðir fjalla þeir í myndunum sínum um sögu Kína, báðir hafa þeir hlotið verðlaun utan heimalands- ins og iðulega er bannað að sýna myndir þeirra í Kína. Kínversk stjórnvöld eiga það til að mótmæla sýningum þeirra á hátíðum víða um heim. En þó er eins og um nokkurskonar ást- ar/haturs samband sé að ræða á milli kínverskra stjórnvalda og kvikmyndagerðar- manna því stjórnvöld banna þeim ekki að gera bíómyndir. Leikstjórinn Woo telur sig hafa skýringu á því: „Eg held að kínversk yfirvöld JOHN Woo býst ekki við að starfa framar í Hong Kong. LEIKARINN og leikstjórinn Jackie Chan telur að tfmarnir munu breyt- ast í Hong Kong nú þegar Kínverjar hafa fengið völdin. LEIKARINN Chow-Yun Fat er að hasla sér völl f Hollywood. inguna í Asíu,“ er haft eftir leikstjóranum Stan- ley Tong (,,Supercop“). Erfiðara er að fmna flármagn í Hong Kong myndir en áður og laun kvikmyndastjamanna hafa hækkað. Afleiðing- in kemur fram í formúlumyndum, minni fram- leiðslu og minni áhuga almennings. í Bandaríkj- unum hafa Hong Kong leikstjóramir á hinn bóginn slegið í gegn á síðustu árum og eru eftirsóttir af kvikmyndavemnum. Þannig er það ekki af pólitískum ástæðum einum sem hæfileikafólkið í kvikmyndagerðinni hefur flutt sig í auknum mæli til Bandaríkj- anna. Ef leikstjórar á borð við John Woo og Ringo Lam geta gert bíómyndir í Hollywood af hverju ættu þeir þá ekki að gera það? Þar em peningamir margfalt meiri og markaðurinn mun stærri. Tong vinnur nú fyrir Disneyfélag- ið að gerð kvikmyndar er byggir á teiknimynda- seríunni um mr. Magoo. Hann segir að Hong Kong iðnaðurinn hefði verið kominn í ógöngur án þess það komi Kínveijum við á nokkurn- hátt. „Kvikmyndaiðnaðurinn á í miklum vand- ræðum fyrir og ef ég ætti þess kost að starfa í Bandaríkjunum mundi ég gera það.“ „Ég er enn mjög reiður vegna atburðanna á Torgi hins himneska friðar árið 1989,“ segir John Woo. „Ég kemst ekki enn yfir þá mar- tröð. En ég hef trú á því að kínverska þjóðin eigi eftir að lifa betri tíma.“ „Foringjar kín- verska kommúnistaflokksins vilja hægfara breytingar en þeir vilja bara ekki tala um það,“ er haft eftir Jackie Chan. „Hversu lengi getur kommúnisminn varað?" spyr leikkonan Che- ung. „Það eru nánast engin kommúnísk ríki eftir í heiminum. Þetta getur ekki haldið svona áfram að eilífu. Breytingamar munu koma skref fyrir skref. Ég vona að ég muni sjá ein- hveijar breytingar áður en ég dey. Ég er bjart- sýn á það.“ Kvikmyndaiónaóurinn í Hong Kong er sá þrióji stærsti í heiminum og þaóan hafa leikstjórar á boró vió John Woo, Jackie Chan og Stanley Tong komió og vakiÓ heimsathygli segir ARNALDURINDR- IÐASON. Nú þegar Bretar eru farnir frá Hong Kong og Kínverjar hafa tekió vió stjórninni hafa kvikmyndageróarmenn áhyggjur af framtíó hins fjöruga kvikmyndalífs staóarins. CHEN Kaige: Höfum skyldum að gegna. líti á þá með velþóknun. Þau skilja þá og vilja að þeir haldi áfram að starfa í heimalandi sínu vegna þess að þeir njóta heimsfrægðar.“ Það er þó enginn leikur að komast hjá skær- um ritskoðunarinnar. „Síðasta áratuginn höfum við reynt að koma þeim í skilning um að við erum aðeins listamenn og það eina sem við viljum er að fjalla um Kína nútímans en ekki að taka afstöðu gegn stjórnvöldum,“ segir Chen Kaige. „Ég hef engan áhuga á stjórnmál- um en því miður er allt blandað pólitík í Kína, hvað sem þú gerir. Segja má að þeir hafí lítinn skilning á listsköpun." En hvers vegna heldur hann áfram að gera myndir í Kína? „Vegna þess að við finnum til ábyrgðar gagnvart okk- ar kynslóð, sem lifði af menningarbyltinguna. Við viljum vera heiðarlegir gagnvart þjóðfélag- inu, fólkinu og okkur sjálfum. Þannig að stund- um líður mér frekar eins og hermanni en kvik- myndagerðarmanni.“ Hong Kong myndir i vanda Kvikmyndaiðnaðurinn í Hong Kong átti í vanda töluverðu áður en Bretar hurfu þaðan. Margt hæfileikafólkið hefur farið til Hollywood og gæðin eru ekki þau sömu ef marka má Jackie Chan, sem nýtur talsverðra vinsælda hér á landi og fær ótrúlega fína gagnrýni fyr- ir slagsmálamyndirnar. „Eg horfi aldrei á Hong Kong myndir," segir Chan, „vegna þess að margar þeirra eru svo lélegar nú um stundir. Ég þráast við að viðurkenna það en mér sýn- ist Hong Kong myndir vera á fallanda fæti.“ í fyrsta sinn í fjölda ára hafa bandarískar bíó- myndir meiri markaðshlutdeild á svæðinu. „Hollywood hefur styrkt mjög kvikmyndadreif- KVIKMYNDIRNAR, HONG KONG OG KÍNVERJARNIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. JÚLÍ 1997 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.