Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1997, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1997, Blaðsíða 7
HÉR ERUM VIÐ AÐ GERA EITTHVAÐ NÝTT út hvernig er best að koma list hverrar þjóðar í alþjóðlegt samhengi þannig að hægt sé að sýna listaverk saman frá öllum heimshornum án þess að úr því verði ein- hver hörmung. Við Japanir erum að reyna og þurfum að samlagast vestrænni mynd- list, ef hægt er að segja sem svo.“ Þegar talið berst að listaskólum í Japan, sem eru ófáir, segir Nakamura að þar sé áherslan öll á tæknina og handbragðið, skapandi hugsun og tilraunir eru ekki vin- sælar hjá gömlu meisturunum, eins og Nakamura kallar þá. „Nemedurnir, sem frétta vitanlega af því sem er að gerast í listheiminum í gegnum listatímarit og ann- að, vita varla í hvorn fótinn þeir eiga að stíga.“ Úr lögum i list Nakamura bjó í London í áratug. Þar söðlaði hann yfir úr laganámi í listaskóla. Heimkominn starfaði hann við að setja upp sýningar, en þau störf hans og skrif um nútímalist féllu í grýttan jarðveg. „Fyrir svona tíu árum var mér boðið hingað til Kitakyushu til að halda fyrir- lestra um myndlist fyrir hóp athafnafólks úr viðskiptalífinu á svæðinu. Þá var ég kominn með hugmyndina að stofnun CCA. Þessi hópur fólks var CASK, stuðningshóp- ur CCA, sem enn þann dag í dag styður við bakið á okkur. Eftir fyrirlesturinn fórum við út að borða og þá fórum við að tala um að gera eitt- hvað hér í Kitakyushu fyrir nútímalist. Fólkið vildi gera eitthvað fyrir unga fólkið og framtíðina. Ég stakk upp á að koma á fót stofnun eins og CCA en þeir sögðu að eins og staðan væri þá, gætu þeir aldrei safnað nógu miklum peningum fyrir það. Því var ákveðið að byrja með sumarnám- skeið, viku í senn, þar sem listamenn komu og leiðbeindu og félagar í CASK söfnuðu peningum til að gera þetta mögulegt. Á hveiju sumri buðum við því 2-3 listamönn- um og um 20-30 ungir listamenn sóttu námskeiðin.“ Fyrir þremur árum fékk Nakamura, eft- ir langt þóf, leyfi til að setja saman alþjóð- lega undirbúningsnefnd fyrir CCA, en það er í fyrsta skipti sem slíkt er gert í Japan að hans sögn fyrir opinbera stofnun eins og CCA, en rekstrarfé skólans kemur frá borginni. „Yfirleitt eru settir einhvetjir gamlir misvitrir embættismenn í svona nefndir, en ég sagði bara þvert nei, skólinn þarfnast alþjóðlegrar nefndar fólks sem veit um hvað málið snýst. Fólkið í henni hefur verið ómetanlegt fyrir skólann. Ekki einungis hefur það lagt til ýmislegt fyrir skólann heldur verið óþreytandi að tala um hann í sjónvarps- og blaðaviðtölum og við ýmis önnur tækfæri.“ Nefndin sem Nakamura er að tala um er skipuð mörgum kunnum listamönnum og sýningarstjórum. Má þar nefna júgó- slavnesku listakonuna Marinu Abramovits og franska listamanninn Daniel Buren, sem bæði kenna við skólann á þessu ári og dvelja í einn mánuð, auk listamannanna Lawrence Weiner og Hamish Fulton og sýningarstjóranna Saskiu Bos og Hans Ulrich Obrist en margir muna sjálfsagt eftir honum síðan hann sótti ísland heim með Do It sýninguna sem haldin var á Kjarvalsstöðum 1995. Síðast kom nefndin saman síðastliðið haust og hélt þá pall- borðsumræðurnar „Tölum um list“, í Tókýó, Kyoto, og Kitakyushu. Afrakst- urinn var tekinn upp á myndband og nýút- komin er bók með sama efni og titli. Það er CCA sem hefur yfirumsjón með gerð bókarinnar en hún er sú fyrsta af mörgum sem skólinn ætlar að gefa út. Að sögn Nakamura stefna þau að því að gefa út allt að tíu bækur á ári sem unnar verða í samvinnu við þá listamenn sem koma til að vinna og kenna við skólann. „Tölum um list“ kom út fyrsta júní síðastliðinn og hefur þegar verið dreift í allar helstu bóka- Fyrsti jqpanski skólinn fyrir nútímamyndlist CCA7 Center for Contemporary Art, hefur hafió starf í verslanir í Japan og er til sölu í öllum helstu söfnum í heiminum. Orðstír skólans breiðist því ört út, eða það er alltént það sem Nakamura vonar. Kitakyushu. Skólastjóri og aóalhvatamaóur aó stofnun skólans er Nobuo Nakamura. Hann sagói ÞÓRODDl BJARNASYNI frá skólanum, japönsku samfélagi og listalífi. CCA er á þriðju hæð þessa húss, sem hann deilir með alþjóðlega háskólanum í Kitakyushu. NOBUO Nakamura skólastjóri CCA. Morgunblaðió/Þóroddur Einn útlendingur í CCA eru nú 29 nemendur, 28 japansk- ir en einn erlendur. Nakamura segir að stefnan sé að reyna að hafa um 10 erlenda stúdenta á hveiju ári en nú hafi aðeins einn útlendingur af þeim sem fengu skóla- vist getað fjármagnað námið og komið. Ég vildi að við hefðum getað fengið fleiri erlenda nemendur hingað núna. Það er nauðsynlegt fyrir skólann og það hvetur líka japönsku nemendurna áfram. Ég á von á því að á næsta ári komi fleiri nemendur en auðvitað tökum við ekki hvern sem er. Við veljum mjög gaumgæfilega og viljum koma upp góðum hópi nemenda hér ár hvert. Nemendur eru á aldrinum 20 ára til 40 ára, flestir í kringum þrítugt og hafa verið í skólum í Japan, einkum í listaháskólanum í Tókýó, en einstaka hefur dvalið erlendis, í Englandi og Frakklandi svo dæmi sé tek- ið. Skólinn vekur skiljanlega eftirtekt í borginni, sérstaklega þar sem hann er í Yahata, sem er ein af fjórum borgum sem mynda Kitakyushu borgina og einna róleg- asti hluti hennar. Á þessu ári hefur verið og verður þó nokkuð um komur og dvöl erlendra lista- manna og sýningarstjóra. Þá hafa Marina Abramovits, Jean Hubert Martin, Dom- inique Gonzales Foerster og John Miller komið og dvalið við skólann í lengri eða skemmri tíma og væntanlegir eru Chen Zhen, Langlands og Bell, Daniel Buren og japanski listamaðurinn Tatsuo Miyajima, svo einhveijir séu nefndir. Kennaraliðið er því óneitanlega álitlegt enda, eins og Naka- mura bendir réttilega á, þá státa skólar í Evrópu og Bandaríkjunum sjaldnast af nema einum til tveimur þekktum lista- mönnum sem þá kenna sjaldnast nema stuttan tíma í einu. Hér dvelja listamenn í heilan mánuð og hafa nægan tíma til alls, enda langt út úr hringiðu heimsins, nemendum til góða.“ Japan heillar En hvað er það sem dregur listamenn, sem flestir eru bókaðir lungann úr árinu við sýningarhald, hingað til Kitakyushu í Japan, til staðar sem hingað til hefur ver- ið lítt áberandi á landakortinu. „Við erum að gera hér eitthvað sem er svo nýtt. Við erum að fara af stað með skóla og lista- stofnun í nýju húsnæði með allt nýtt og á stað þar sem nútímalistasaga er alls ekki fyrir hendi. Það er þetta sem dregur lista- menn á stað sem þennan. Það er eitthvað við skólann sem þeim finnst ögrandi og spennandi að taka þátt í, það eru ekki peningarnir því þeir fá enga peninga hér,“ segir Nakamura og skellir uppúr, „en þeir njóta þess að koma og sýna áhuga á því. Ef eitthvað þessu líkt færi af stað í Þýska- landi eða Frakkklandi til dæmis þá væri það kannski ekki eins spennandi. Það er Japan sem heillar." Nakamura ætlar ekki að láta staðar numið með listaskólann í CCA heldur hef- ur hann þegar hafið viðræður við borgar- stjórann í Kitakyushu um að koma á fót annarri deild innan skólans, CCA Media Center, þar sem unnið verður með tæknina og nýja miðla líkt og alnetið og gervi- hnattasjónvarp. Ég vona að þetta geti orð- ið að veruleika árið 2000 eða 2001. Það fólk sem útskrifast úr þeim skóla kemur til með að bæta úr skorti á sérhæfðu fólki til að vinna menningarefni fyrir fjölmiðla auk annars. Við munum geta starfað með sjónvarpsstöðvum víða um heim um skipti á sjónvarpsefni þannig að við getum viðað að okkur efni og byggt upp gott safn. Þetta er framtíðin.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. JÚLÍ 1997 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.