Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1997, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1997, Blaðsíða 2
jm Æm mmk. ik Morgunblaðió/Arnaldur SINFÓNÍUHUÓMSVEIT áhugamanna ásamt Kammerkór Suðurlands. SKÁLHOLTSHÁTÍÐ KIRKJUTÓNLIST FRÁ KLASSÍSKA TÍMABILINU r DAG, laugardag, hefst Skálholtshátíð með tónleikum kl. 16 og stendur hún yfir um helgina undir yfirskriftinni Kirkjutónlist frá klassíska tímabilinu. Fyrst leikur Hilmar Örn Agnarsson orgelkonsert eftir Joseph Haydn, en það er frumflutningur verksins á Islandi. Þá verður litla orgelmess- an flutt þar sem Magnea Gunnarsdóttir syng- ur einsöng með nýstofnuðum Kammerkór Suðurlands. Á laugardaginn flytur einnig Sinfóníuhljómsveit áhugamanna undir stjórn Ingvars Jónassonar Salzborgarsinfóníuna eftir Mozart og flutt verða fleiri verk fyrir kór og hljómsveit . Stjórnandi Kammerkórsins er Hilmar Örn Agnarsson og stjórnandi Sinfóníuhljómsveit- ar áhugamanna er Ingvar Jónasson. Kvöldtíð- ir verða kl. 18, þar sem sungin verður tíða- gjörð úr Þorlákstíðum. Sunnudaginn 20. júlí hefst dagskráin kl. 13.30 með því að Haukur Guðlaugsson, söng- málastjóri þjóðkirkjunnar, leikur á orgel. Hátíðarmessa verður kl. 14 og syngur Skál- holtskórinn við athöfnina. Skálholtshátíð lýk- ur svo á samkomu í kirkjunni kl. 16.30 þar sem flutt verða erindi og tónlist. DOTTIR STRINDBERGS FÆR UPP- REISN ÆRU VERK eftir Karinu Smirnoff, dóttur sænska leikskáldsins August Strindbergs, verður leiklesið í Stokkhólmi í næsta mánuði, og er það í fyrsta sinn sem verkið verður flutt á Norðurlöndum en það var samið á þriðja áratug þessarar aldar. Verkið, sem kallast „Ödesmárkt" fjallar um miðaldra karlmann sem verður ástfanginn af ungum dreng. Það kom út árið 1923 á bók og var harð- lega gagnrýnt. Áratug síðar var það hins vegar flutt í Brussel og hlaut ágætar við- tökur. Sagt er að rússneska skáldið Gorkíj hafi kynnst Smirnoff og heillast af verkum hennar, sem hann vildi fyrir alla muni að yrðu þýdd á rússnesku. Aldrei varð þó af því og er byltingu bolsevíka kennt um. Karin giftist rússneskum byltingar- manni, Vladimir Smirnoff, sem var lektor í rússnesku við háskólann í Helsinki. Karin taldi sig finnlandssænska en móðir hennar var finnska leikkonan Siri von Essen. Smirnoff-hjónin fluttu til Svíþjóðar þar sem eiginmanninum var ekki talið óhætt í Finn- landi. Hann hvatti konu sína til dáða á ritvellinum og árið 1915 komu út tvær skáldsögur eftir hana, „Várbrytning" og „Under páverkan" (Undir áhrifum). Síðar skrifaði hún sögu Strindbergs og Siri von Essen og um miðja öldina gaf hún út þijár skáldsögur undir dulnefninu Didrik Berndtsen. Annað leikrit Karinar, „Makt- er“ fékk afleita dóma er það kom út á bók í Svíþjóð en annað var uppi á teningnum er það var sýnt í Hamborg í Þýskalandi. Karin Smirnoff varð 93 ára gömul, lést árið 1973, en upplifði aldrei að sjá verk sín á sviði. LISTDANSSKÓLI ÍSLANDS ORN GUÐMUNDSSON SETTUR SKÓLASTJÓRI ORN Guðmunds- son danskenn- ari tekur við starfi skóla- stjóra Listdansskóla íslands 1. ágúst næstkomandi af fráfarandi skólastjóra, Ingi- björgu Bjömsdóttur, og er hann ráðinn til eins árs. Örn hefur verið búsettur á Álandseyjum undanfarin sjö ár þar sem hann hefur stýrt dansdeild opinbers listaskóla. Örn segist vona að dvöl sín verði lengur en sem nemi einu ári á íslandi, en þær breytingar hafa nú ver- ið gerðar að ekki er lengur ráðið til fjögurra ára eins og áður. Örn sagði að æskilegt væri að samræma íslenska og norræna danskennslu í þeim tilgangi að nemendur yrðu betur undirbúnir til frekara náms og myndi sú ætlun einkenna starf hans hjá Listdansskólanum. Auk kennslu sinnar hefur Örn kynnt sér starfsemi dans- skóla víða um Norðurlöndin og segir hann þá reynslu munu nýtast í nýju starfi. Fimm umsækjendur sóttu um stöðu skólastjóra Listdansskólans og setti menntamálaráðuneytið Örn að fenginni umsögn skóla- nefndar. Morgunblaðió/ ÖRN Guðmundsson danskennari. MENNING LISTIR MYNDLIST Þjóðminjasafn íslands Sýningin Kirkja og kirkjuskrúð, miðalda- kirkjan í Noregi og á íslandi. Listasafn Islands Sögn í sjón; sýning á verkum sem byggð eru á íslenskum fornritum. Listasafn ASI, Freyjugötu 41 - Ásmundarsalur Jóhannes Geir sýnir til 3. ágúst. Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveins- sonar Árbæjarsafn í sumar verða sýndar ljósmyndir frá Reykjavík, ásamt ljóðum skálda. Kjarvalsstaðir - Flókagötu íslensk myndlist til 31. ágúst. í vestursal er landslagsmálverk frumheijanna og verk abstraktmálara, í miðrými verk eftir lista- menn úr SÚM-hópnum og verkið Science Fiction eftir Erró. í Austursal eru verk yngri málara. Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaða- stræti 74 Sýning á úrvali vatnslitamynda eftir Ás- grím. Norræna húsið - við Hringbraut Sýning á íslensku handverki, Þingborgar- hópurinn sýnir verk sín til 17. ágúst. Verk Guðjóns Bjamasonar til 17. ágúst. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v/Suðurgötu Sögn í sjón. Hátíðarsýning handrita, opin daglega kl. 13-17. Þjóðarbókhlaða ísland - himnaríki eða helvíti. Sýning út ágúst. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b Magnús Pálsson sýnir í Gryfjunni, Gallerí Gúlp og_ Undir pari eru með sýningu í Forsal, Áslaug Thorlacius sýnir í Bjarta og Svarta sal, í SÚM-salnum er haldið upp á 20 ára afmæli Suðurgötu 7 og gest- ur safnsins er Jón Reykdal. Gallerí Hornið Gunnar Þjóðbjörn Jónsson sýnir til 30. júlí. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 19. Kristinn M. Pálma sýnir til 6. ágúst. Mokka - Skólavörðustíg Hlín Gylfadóttir sýnir sílikondýr til 6. ágúst. Tuttugu fermetrar, Vesturgötu 10 Pétur Magnússon sýnir til 3. ágúst. Hafnarborg - Strandgötu 34 Hf. Sýning á verkum Wulf Kirchners, Nönnu Paligard Pape, Magni Jensen og Svein Thingnes. Listasafn Sigurjóns - Laugarnestanga 70 Sumarsýning á völdum verkum Siguijóns. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Sýning á málverkum Tuma Magnússonar. Gallerí Listakot Magdolna Szabó sýnir til 2. ágúst. SPRON, Álfabakka 14, Mjódd. Aðalheiður Valgeirsdóttir sýn. til 8. ágúst. Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn Fjarvera/nærvera - sýning á verkum Christine Borland, Juliao Sarmento og Kristjáns Guðmundssonar. Byggðasafn HafnarQarðar Undir Hamrinum - Áf lífi hafnfirskrar alþýðu til 30. sept. Sjóminjasafn íslands við Vesturgötu Hf. Almenn sýning og sýning á olíumyndum Bjarna Jónssonar. Listaskálinn í Hveragerði Yfirlitssýning á verkum Einars Hákonar- sonar. Norska húsið Stykkishólmi Sýning á verkum R. Weissaves. Opið dag- lega kl. 11-17. Þriðjudagur 22. júlí Ingveldur Ýr Jónsdóttir og Gerrit Schuil halda tónl. kl. 20.30 í Listasafni Siguijóns Ólafssonar. LEIKLIST íslenska óperan Evíta laug. 19., föst. 25. júlí. Hermóður og Háðvör Að eilífu fös. 25. júlí. Loftkastalinn Veðmálið frums. mið. 23. júlí. 2. sýn. föst. 25. júlí. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691181. Netfang: Kolla @mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. JÚLÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.