Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1997, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1997, Blaðsíða 13
dánir að hún hafði fyrir löngu gefist upp á að fylgjast með. Frú Schmidt hikaði lítilsháttar áður en hún sagði gömlu konunni hin miklu gleðitíð- indi. Hún hafði heyrt að gamalt fólk gæti hreinlega dáið af gleði. En sú varð ekki raunin hér, þvertámóti virtist amma ekkert sérlega hrifin. - Ég vil helst vera í friði, sagði hún áhyggjufull. Ég er svo þreytt, og ég vil frek- ar vera ein þegar presturinn kemur. - Presturinn? Frú Schmidt leit undrandi á hana. Hvaða prestur? - Þessi með kaffið. Presturinn kemur alltaf með pund af kaffi til allra sem verða hundrað ára. - Það held ég ekki, sagði frú Schmidt. Það getur verið að það hafi verið gert á stríðsárunum, en það er ekki þannig lengur. - Jújú, ég veit það. Frú Madsen dýfði smáköku í kaffið. - Heyrðu mig nú, amma. Það fór alltaf í taugarnar á frú Schmidt ef fólk var ekki nægilega þakklátt fyrir það sem hún gerði fyrir það. Við ætlum að gefa þér gjöf. Er ekki eitthvað sem þú óskar þér? - Nei, það held ég ekki. Frú Madsen hugsaði sig um. Jú, mig vantar nýja inniskó. - Nýtt útvarpstæki kannski? Frú Schmidt lét sem hún hefði ekki heyrt þetta um inniskóna. - Ég á útvarpstæki, sagði frú Madsen. - Já en það er gamalt og lélegt. Þú þarf að fá nýtt og gott tæki. - Ég vildi nú frekar fá inniskó, sagði frú Madsen. Þótt frú Madsen kærði sig ekki um neitt tilstand haggaði það ekki áætlunum frú Schmidt. Að sjálfsögðu átti að hylla gömlu konuna og að sjálfsögðu átti hún að fá út- varpstæki. Hvernig átti svona gömul mann- eskja að vita hvað hún sjálf vildi. Hún hélt áfram undirbúningi af tvöföldum krafti, og þegar afmælisdagurinn rann upp var allt tilbúið. Hún hafði meira að segja enn meiri glaðning í pokahorninu handa ömmu og hún mætti heima hjá henni svolítið á undan hin- um ættingjum til að segja henni frá því. - Veistu hvað, amma, sagði hún hreyk- inni röddu. Ég hef séð til þess að það komi maður frá blaðinu til að taka viðtal við þig. - Maður frá blaðinu? Frú Madsen virtist hálfringluð. Er ég ekki búin að borga? - Jú amma, hann kemur til að tala við þig, af þvi að þú átt hundrað ára afmæli. - Ég borga að minnsta kosti ekki tvisv- ar, sagði frú Madsen. Frú Schmidt leist stöðugt verr á hana. Um tvöleytið byijuðu gestirnir að koma og brátt var stofa gömlu konunnar full af háværum ættingjum á öllum aldri. Olga gekk um og bauð portvín og kransaköku. í tilefni dagsins hafði hún klætt sig eins og stofustúlka og það fór henni hræðilega. Frú Schmidt hélt svolítla ræðu fyrir af- mælisbarnið og hún nefndi það aðeins fjórum sinnum í ræðunni, hver hefði átt frumkvæð- ið að veisluhöldunum. Síðan var hrópað fer- falt húrra og sungið: Hún lengi lifi. Frú Madsen sat og var ráðvillt á svipinn. Stóra stund hátíðarinnar rann upp þegar Egon kom með fjölskyldugjöfina, útvarps- tækið fína, inn í stofuna. Það heyrðist að- dáunarkliður frá samkomunni, að undanskil- inni frú Madsen, þegar hann lyfti tækinu upp úr kassanum. Það var sannarlega glæsi- legt, með þvílíkum flölda af tökkum að það var gersamlega útilokað að frú Madsen myndi nokkurn tíma geta lært á þá alla. Einbeittur á svip fjarlægði Egon gamla útvarpstækið hennar frú Madsen, sem hún hafði fram til þessa verið ánægð með. - Ég tek það með mér í búðina og sel það fyrir þig, sagði hann. Ég fæ sjálfsagt nokkrar krónur handa þér fyrir það. - Takk. Frú Madsen, sem hafði hugsað sér að laumast til að nota áfram gamla tækið sitt, skildi að hún hafði nú hlustað á útvarp í síðasta sinn í lífinu. Það kom í ljós að nýja tækið gat ómögu- lega staðið á borðinu þar sem það gamla hafði staðið. Borðið var allt of lítið. Egon sópaði saman fjöldanum öllum af postulíns- hundum sem stóðu á kommóðunni og kom útvarpstækinu fyrir þar. - Sjáðu nú til, sagði hann, þegar hann- hafði tengt tækið. Ef þú vilt til dæmis hlusta á Ameríku, þá ýtirðu á þennan takka hér, og snýrð svo þessum til vinstri. Þessi hérna hækkar og lækkar og þessi takki er fyrir háu tónana og þessi þarna fyrir þá djúpu. Frú Madsen sem örugglega dreymdi ekki um að hlusta á Ameríku, var óhamingjusöm á svipinn. - Þetta er afbragðsgott útvarpstæki, sagði Egon, því honum fannst gamla konan ekki nándar nærri nógu hrifin. Það er hæ-fæ steríó, með stuttbylgju og sjálfvirkum bal- ans. Þessar upplýsingar gerðu gömlu konuna bara óttaslegna. Hún ók sér órólega í stóln- um til að reyna að komast eins langt og hún gat frá þessum hræðilega hlut. - Amma er alveg yfirkomin af hrifningu, hvíslaði frú Schmidt til nærstaddra. Ég held að hún hafi viknað. Það héldu hin líka. Meðan á sýningunni stóð birtust blaða- maður og ljósmyndari. Frú Schmidt færði ömmu inn i horn í hinni stofunni. Henni fannst það vera skylda sín að aðstoða hana við viðtalið. - Ertu með kaffið? Spurði frú Madsen, þegar blaðamaðurinn óskaði henni til ham- ingju. - Hvaða kaffi? Hann leit undrandi á hana. - Þetta er ekki presturinn, amma, sagði frú Schmidt. Þeir eru frá blaðinu. - Ég er búin að borga, ungi maður, sagði frú Madsen. - Við viljum gjarna fá að spyija þig nokk- urra spurninga í tilefni dagsins, sagði blaða- maðurinn. - Já, ég borga ekki tvisvar. Frú Madsen hristi höfuðið. - Þú verður að tala hátt, sagði frú Schmidt, sem fór svolítið hjá sér fyrir hönd gömlu konunnar. Amma heyrir ekki vel leng- ur. - Þú ert mjög vel ern eftir aldri, hrópaði blaðamaðurinn, sem vissi vel hvernig hundr- að ára gamalt fólk er venjulega. - Já, já, frú Madsen kinkaði kolli. Hún hafði ekki hugmynd um hvað hann sagði. - Ömmu hefur hrakað svolítið í seinni tíð, upplýsti frú Schmidt. Hún á erfitt með að hreyfa sig. - Já einmitt. En annars er hún hraust og hress, það get ég vel skrifað. Og hún hefur góða sjón og heyrn ennþá býst ég við. - Amma heyrir reyndar svolítið illa og hún sér heldur ekki mjög vel. - En miðað við aldur, sagði blaðamaður- inn, getur maður sagt að hún sé alveg ótrú- lega hress. - Um hvað eruð þið að tala? Frú Madsen fannst hún vera orðin utanveltu í samtalinu. - Við erum að tala um þig, hrópaði blaða- maðurinn. Þú hlýtur að muna eftir mörgu, þú sem hefur lifað svona lengi. - Já ég man það vel, sagði frú Madsen. Ég man vel að ég er búin að borga. - Manstu t.d. nokkuð eftir stríðinu átján- hundruð og . .. ? - Stríðið. Frú Madsen hugsaði sig um. Jú, ég man vel eftir því. Það voru margir Þjóðveijar, sem gengu um og sungu, og svo flautaði loftvarnarflautan og við fórum öll niður í kjallarann. Svo var Hitler líka . . . og Englendingar komu .. . - Ekki það stríð amma, sagði frú Schmidt pirruð. Það var miklu seinna. Blaðamaðurinn sagði að það skipti ekki máli. Hann vildi bara að lokum fá að vita hver gamla konan teldi sjálf að væri ástæð- an fyrir því að hún hefði náð þessum háa aldri. - Hefur amma þín verið sérstök bind- indismanneskja eða stundað íþróttir eða eitt- hvað annað sérstakt sem við getum skrifað? spurði hann og sneri sér að frú Schmidt. - Ne-ei, eftir því sem ég best veit hætti hún að reykja fyrir aðeins örfáum árum. - Nú, þá hefur tóbakið haldið henni ungri, áleit blaðamaðurinn. Svo þurfti að taka fáeinar myndir. Afmæl- isbarninu var stillt upp með dagblað fyrir framan sig til að sýna að hún gæti enn les- ið gleraugnalaust. Ljósmyndarinn var að fara að smella af, þegar það uppgötvaðist að dagblaðið var á hvolfi en því var snar- lega kippt í liðinn. - Jæja, sagði hann. Sittu svo eins og þú sért að lesa í blaðinu. Frú Madsen kipptist við þegar ljósið á flassinu leiftraði. Hún missti dagblaðið á gólfið og seig saman í stólnum. Andartak héldu þau að hún hafði dáið af sjokkinu, en með sameinuðum kröftum tókst þeim að lífga hana við. Ljósmyndarinn heimtaði að fá að taka aðra mynd, og honum til mikillar undrunar lifði hún seinni myndatökuna líka af. - Ég átti svei mér ekki von á því, viður- kenndi hann fyrir blaðamanninum þegar þeir stóðu á tröppunum fyrir utan. Frú Madsen gamla var aftur dregin inn í samkvæmið í hinni stofunni. Það fyrsta sem hún spurði um, var hvort presturinn væri búinn að koma. Það var hann ekki. í fjarveru hennar höfðu gestirnir dregið sig saman í smáhópa sem spjölluðu ákaft saman. Flestir höfðu ekki séð ættingjana lengi og sumir höfðu aldrei hist áður. Frú Schmidt gekk á milli og spjallaði svolítið við hvern og einn til að komast að því hvernig þeir væru skyldir henni þótt fæstir virtust hafa nokkurn áhuga á því. Hópur unglinga var að kynna sér nýju græjurnar hennar ömmu og hávaðinn í útvarpinu yfirgnæfði næstum öskrin í barna-barna-barna-barninu, sem leið ekki sérlega vel. Það kom sér vel fyrir frú Madsen að vera farin að tapa heyrn. Hún sat ein og yfirgefm, óhamingjusöm á svipinn og beið bara eftir því að presturinn kæmi með kaffið. Gestirnir höfðu smám sam- an steingleymt að hún væri til, aðeins frú Schmidt kom af og til og spurði hvort henni þætti ekki gaman að allir ættingjarnir skyldu hafa komið til hennar, og gamla konan sagði jú og varð enn óhamingjusamari á svipinn. v Loks kom að því að gestirnir tíndust í burtu. Frú Madsen fannst sem þeir hefðu verið þarna í marga daga. Einn af öðrum kom og kvaddi hana og fjórir þeirra sögðust myndu koma aftur þegar hún yrði tvö hund- ruð ára og hlógu mikið að eigin fyndni. Þeg- ar Egon kvaddi bað frú Madsen hann endi- lega að slökkva á útvarpinu. Sjálf hafði hún enga hugmynd um hvernig ætti að slökkva og hún sá fram á það sér til skelfingar að í húsinu yrði stöðugur hávaði það sem hún ætti ólifað. - Frú Schmidt fór síðust af öllum. - Var þetta ekki góður dagur amma? ^ spurði hún. Frú Madsen kinkaði kolli. - Ég skil bara ekki af hveiju prestur- inn ... byijaði hún. - Hættu nú að tala um þennan prest, sagði frú Schmidt. Henni var smám saman orðið meinilla við þennan fjárans prest. Á skrifstofu fréttablaðsins var blaðamað- urinn að leggja síðustu hönd á viðtalið við gömlu konuna. „Frú Madsen er ung í anda eins og hún væri fimmtug“ var fyrirsögnin. „Getur lesið blaðið sitt gleraugnalaus.“ „Frú Madsen segir frá því þegar Prússarn- ir ruddust yfir Jótland." „Segir sjálf að tóbakið hafi haldið henni ungri.“ Ég held sannarlega að ég hafi glatt hana ömmu með því að undirbúa þessa veislu, sagði frú Schmidt um kvöldið við manninn sinn. - Það var gott að þú gerðir það. Það var verst að ég skyldi ekki geta komið, sagði hann og leit undan. - Það er alltaf svo góð tilfinning að hafa gert eitthvað til að gleðja aðra, sagði frú Schmidt. Ég hef heldur ekki gert svo mikið fyrir hana ömmu hingað til. - Nei, eiginlega ekki, sagði maðurinn hennar. Olga hjálpaði frú Madsen í rúmið. - Þetta hefur verið alltof erfitt fyrir þig, sagði hún. Nú skaltu bara sofa. - Ertu viss um að presturinn hafi ekki komið? spurði frú Madsen. - Hann kemur sjálfsagt á morgun, sagði Olga huggandi. Heldurðu það ekki? Frú Madsen hinkaði kolli með tárin í aug- unum. Olga hjálpaði henni upp í rúmið og breiddi teppið þétt ofan á hana. - Sofðu nú reglulega rótt og vel, sagði hún og slökkti ljósið. Augnabliki síðar var frú Madsen sofnuð. Hana dreymdi að presturinn kæmi og gæfi henni heilan sekk fullan af kaffi. í þakklætis- skyni gaf hún honum nýja útvarpstækið sitt. styðja að lagt verði alheimsbann við notkun jarðsprengja. Sýningin í Maasai mun verða sett upp í allmörgum Afríkuríkjum þegar henni lýkur og fregnir herma að forstöðumenn lista- safna í Evrópu hafi spurst fyrir um sýning- una. Sjálfur er hann mjög ánægður og segir að tilgangi sínum sé þá náð ef honum tak- ist að vekja sem mesta athygli. Hann telur að listsköpun þurfi ekki að vera grafalvar- leg jafnvel þótt til stuðnings stóralvarlegum málum sé og bendir á skrif rithöfunda fyrr og síðar sem hafi skrifað í léttum dúr en náð meiri áhrifum en ýmsir sem ekki hafi getað sleppt hátíðleikanum. Hann komst í kynni við logsuðu og vinnslu úr brotajárni þegar hann var nem- andi í Kenyattaháskólanum. Það var árið 1986 þegar stúdentar gerðu uppreisn og voru reknir úr skólanum. Þá fékk hann starf við logsuðu í álveri og lærði hana þar. Eft- ir að hann og flestir stúdentanna komust aftur í náðina og fengu að halda áfram í skólanum dundaði hann sér við logsuðu í frístundum sínum og segist hafa skemmt sér við að gera sem fáránlegust verk. Eftir að hann lauk námi hefur hann síð- an snúið sér nánast einvörðungu að þessu og þegar Alþjóða Rauði krossinn bað hann nýlega um verk segist hann hafa orðið him- MANNESKJA sem hefur misst fót. HUÓÐFÆRALEIKARI. inlifandi vegna þess að fram að því hefði verið á mörkunum að sumir tækju það alvar- lega sem hann var að fást við. Verkin eru fáránleg eins og jarösprengjurnar Kioko hefur einnig tekist að fá ýmsa afríska listamenn í lið með sér enda er ekki vanþörf á því nýstofnaður sjóður í þessu skyni er enn heldur mjósleginn. Á áðurnefndri sýningu segist Kioko skipta verkunum niður eftir því hvaða boðskap þau flytja. Þar er til dæmis brotajárns- hljómsveit með gítara og trompeta og þar er verk af konu og barni og í þeim er sér- stæð hreyfing enda segir hann þau vera á flótta. Fleiri af verkunum sýna fólk á flótta og svo eru önnur af fólki sem orðið hefur fórnarlömb og misst handlegg eða fót. Síðasti hluti sýningarinnar tengist von- inni, skúlptúr af barni innan um járnlauf og fjöldi fólks er að ryðja sér braut gegn- um laufskrúðið til barnsins þar sem allir geta verið öruggir. Verkin er gríðarstór og mikil um sig öndvert við „leikföng dauðans" eins og jarðsprengjur eru stundum kallaðar. 011 eru verkin í ákveðnum fáránleika. „Þau eru geggjuð," segir hann. „Eins og jarðsprengjur eru.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. JÚLÍ 1997 1 3 T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.