Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1997, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1997, Blaðsíða 12
Mynd: Guðný Svava Strandberg AFMÆLIÐ SMÁSAGA EFTIR FINN SÖEBORG ONA Schmidts skrifstofu- stjóra hafði mikla þörf fyrir að gera eitthvað fyrir aðra. - Ég get ekki lifað án þess að gera eitthvað fyrir aðra, sagði hún alltaf. Flestir aðrir höfðu það reyndar best, þegar hún gerði ekkert fyrir þá, en það hafði hún ekki hugmynd um. Nú hafði um hríð verið heldur dauflegt hjá henni, enginn sem hún gat hjálpað nema veikur nágranni, sem hún hafði hjálpað svo mikið að það endaði með því að hann seldi húsið sitt og flutti út á land. Þess vegna þóttist hún hafa himin höndum tekið þegar hún uppgötvaði einn daginn að amma henn- ar væri að verða hundrað ára. - Ég má til að gera eitthvað fyrir hana ömmu á afmælisdaginn hennar, sagði hún við manninn sinn. Það myndi örugglega gleðja hana, að fjölskyldan kæmi saman henni til heiðurs. - Heldurðu það? sagði maðurinn hennar, sem þekkti marga í fjölskyldunni. - Hún verður mjög ánægð, sagði frú Schmidt fullviss. Þegar frú Schmidt hafði fengið hugmynd, hikaði hún ekki við að koma henni í fram- kvæmd. Strax sama kvöldið byijaði hún að hringja í ættingjana til að segja þeim frá áætlun sinni. Þau skyldu öll hittast heima hjá gömlu frú Madsen síðdegis á afmælis- daginn. Frú Schmidt skyldi útvega vín og kransaköku, og svo myndu þau sameiginlega gefa henni fína gjöf, útvarpstæki, hafði frú Schmidt hugsað sér. - Svona gömul kona verður örugglega glöð að fá almennilegt útvarpstæki, sagði hún. Og Egon frændi rekur útvarpstækjaversl- un, hann getur útvegað tækið ódýrt. Flestir í fjölskyldunni vildu gjarnan vera með. - Ef þú tekur að þér undirbúninginn, sögðu þau. - Alveg sjálfsagt, sagði frú Schmidt. Þið vitið að ég elska að fá að gera eitthvað fyr- ir aðra. Það vissu þau öll. Frú Schmidt hélt undirbúningnum áfram næstu dagana. Frú Madsen átti stóra fjöl- skyldu, börn, barnabörn, barnabarnabörn og meira að segja eitt barna-barna-barna- barn, sem reyndar var ekki orðið eins árs, en frú Schmidt lagði samt mikla áherslu á að það kæmi líka. - Hugsið ykkur bara hvað það verður æðislega gaman að hafa fulltrúa frá öllum ættliðunum. Móðir barna-barna-barna-barnsins hugs- aði um hvað það yrði æðislega gaman, og lofaði að taka barnið með. Frú Schmidt fór líka til Egons, frænda síns, til þess að skoða útvarpstæki. Egon sýndi henni nýjustu gerð af tækjum, stærðarferlíki með alls konar tækninýjung- um. - Þið fáið það auðvitað á innkaupsverði, sagði hann og gladdist yfir því að enginn vissi innkaupsverðið nema hann. Og ég kem með það sjálfur og set það upp, ókeypis. Frú Schmidt sagði að það væri fallegt af honum. Eina manneskjan sem ekkert vissi um þennan mikla undirbúning, var sú sem allt snerist um, frú Madsen sjálf. Dag nokkurn fór frú Schmidt til hennar til að segja henni þessi ánægjulegu tíðindi. Olga, hin aldur- hnigna ráðskona gömlu konunnar, varð mjög undrandi þegar hún sá hana. - Það er orðið langt síðan þú hefur sést, sagði _hún. - Ég er svo upptekin, sagði frú Schmidt og rétti henni höndina. Þekkirðu mig ekki, þetta er Edit. - Hver þá? frú Madsen hélt höndinni bak við eyrað og hallaði sér fram. - Edit, hrópaði frú Schmidt. Dóttir hans Karls. - Já einmitt! Frú Madsen kinkaði kolli. Hvernig hefur Karl það? - Já en pabbi dó fyrir mörgum árum, manstu það ekki? - Nei, frú Madsen mundi ekki eftir að hafa heyrt það fyrr, en fréttin virtist ekki hafa nein áhrif á hana. Hún var svo vön að fá fréttir af því að hinir og þessir væru „GEGGJAÐUR OG FÁRÁNLEGUR SKÚLPTÚR" Sýning ó verkum Kioko Mwitiki frá Kenya hefur vakiö mikla athygli skrifar JOHANNA KRISTJONS- DOTTIR og bætir viö aö menn velti því fyrir sér hvort sýningin fari víöar en um Afríku. AÐ er kunnara en frá þurfi að segja að mörg ríki í Afríku berjast við jarðsprengjuplágu ekki síður en sjúkdóma og örbirgð. Listamaðurinn Ki- oko Mwitiki frá Kenya hélt nýlega sýningu á „geggjuð- um og fáránlegum" skúlptúr- um langt inni í Maasilandi og var markmið hans að styðja alheimsbann við notkun jarð- sprengja. Kioko er að líkindum þekktastur kenyskra myndhöggvara utan heimalands síns. Hann hefur haldið sýningar í Bandaríkjunum, en hampar því ekki síður að verk hans hafi verið sýnd í Danmörku. KIOKI Mwitiki Kioko útskrifaðist úr myndhöggvaradeild Kenyattaháskólans í Nairóbí. Hann hefur síðustu átta árin einkum unnið í jám - rétt- ara sagt brotajám og breytt því í fugla, dýr, pöddur og fólk og verk hans bera vitni gráglettnum og á stundum grimmum húmor. Komst í kynni vió logsuóu 09 þar kviknaói áhuginn Hann hefur efnt til sýninga til að afla fjár til stuðnings börnum með alnæmi og nú síðast hefur hann snúið sér að því að 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. JÚLÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.