Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1997, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1997, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGENBLAÐSINS - MENNING I.ISIIlí 28.tölublað - 72. árgangur EFNI Bolshoj leikhúsið í Moskvu riðar til falls í tvennum skilningi. Húsið sjálft liggur undir skemmdum og sú listræna starfsemi, sem það hefur hýst, hefur ekki þótt upp á marga fiska. Til þess að koma Bolshoj til hjálpar varð Boris Jeltsín Rússlandsfor- seti að grípa til sinna ráða; hann leysti sijórnanda ballettsins til margra ára frá störfum og fékk annan í hans stað. Ungir listamenn hafa komið fram á sviðið og nú er unnið hörðum höndum að því að bjarga Bolshoj. Sprengisandsleið er kunn frá fornu fari og af ferðalögum þar um fara margar sögur allt frá sögn Landnámu um búferlaflutninga Gnúpa- Bárðs til ferðalaga á okkar tímum. Þarna hafa menn ferðast fótgangandi, á hestum og skíðum og svo vélknúnum farartækjum eftir að þau komu til sögunnar. Góðum sögum fer af mörgum þessara ferða, en sumir lentu í hrakningum, mismiklum og svo eru þeir, sem aldrei náðu í áfanga- stað. Sandurinn er líka sveipaður dulúð þjóðsögunnar. Leikkonan Bára Lyngdal Magnúsdóttir hélt á vit sænsks leikhúslífs og leikstjórans Peter Engkvist fyrir hálfu fjórða ári. Hún hefur náð góðum árangri á undraskjótum tíma og lék á Dramaten sl. vetur. Peter fer hins vegar ótroðnar slóðir, en hann hefur m.a. sett upp verk hér á Iandi í tvígang. Urður Gunnarsdóttir var á ferð í Stokk- hólmi nýlega og hitti þau hjón að máli. Fyrsti japanski skólinn fyrir nútímamyndlist er tekinn til starfa í borginni Kitakyushu. Skólastjóri og aðalhvatamaður að stofnun skólans er Nobuo Nakamura, sem fór til London að læra lögfræði, en hætti við hana og tók að stunda listnám. Heimkominn gerðist hann talsmaður nútímalistar, en talaði fyr- ir daufum eyrum allt þar til leið hans lá til Kitakyushu. Þangað fór líka Þóroddur Bjarnason og Nakamura segir honum frá skólanum, japönsku samfélagi og listalífi. Þreytt en ánægð. Forsíóumyndina tók Jens Erik Larsen af Önnu Antonitsjevu sem er einn þeirra ungu ballettdansara sem nú eiga aó hefja Bolshoj aftur til vegs og viróingar. r 1 SIGURÐUR SIGURÐSSON FRÁ ARNARHOLTI ÚTILEGUMAÐURINN Öxlin er sigin, bakið er bogið af byrði þungri - tómum mal. Leggmerginn hefur sultur sogið og sauðaleit um Skuggadai. Þú gengur hijótt og hlustar við; en höndin kreppist fast um stafinn - þú heyrir vatna nætumið og náhljóð kynleg saman vafin. Ég sé þig elta heim í hreysið við hraunið - máni að baki skín - þinn eigin skugga, auðnuleysið, sem eitt hélt tryggð við sporin þín. - Svo fangasnauð var næðingsnótt ei nokkur fyr, sem tókst að hjara. Þú hlustar aftur - allt er hijótt, nema elfan stynur milli skara. Sigurður Sigurðsson, 1879-1939, fæddist i Kaupmannahöfn, en ólst upp í Reykjavík. Hann var um skeiö sýsluskrifari í Arnarholti í Mýrasýslu og kenndi sig vió þann bæ síóan. RABB LIKAMINN OG LÆKNISLISTIN LÆKNAR sem vilja vera vísinda- legir halda því stundum fram að læknisfræðin eigi að ein- skorða sig við greiningu og meðferð sjúkdóma. Þeir stað- hæfa einnig að í starfi sínu eigi læknirinn að einbeita sér að líkamsstarfsemi sjúklings- ins en skeyta ekki um aðra þætti. Ég er sammála því að starfsemi mannslíkamans er meginviðfangsefni heil- brigðisstétta. En þegar ég tala um lifandi mannslíkama er það lykilatriði fyrir mér að hann er sál-líkamleg heild, en ekki eitt- hvert andlaust vélrænt kerfi. Mér virðist að félagslegur þáttur sé líka óbeint fólginn í hugmyndinni um eðlilega starfandi mannslíkama. Við getum ekki fellt dóma um líkamsstarfsemi manns nema með hlið- sjón af því hvað hann er fær um að gera. Slík hugsun vísar óhjákvæmilega í félags- legt samhengi því samfélagið er vettvang- ur þeirra daglegu athafna sem manneskjan þarf að framkvæma. Mér virðist að of þröngur líkamsskiln- ingur geti stuðlað að ófaglegri læknislist. Ég tel að fagmennska í heilbrigðisþjónustu sé ofin úr þremur meginþáttum: fræði- legri þekkingu á viðfangsefninu, (tækni- legrar) færni til að hafa áhrif á sjúkdóms- ástand og (siðferðilegri) samskiptahæfni. Mér sýnist að í öllum þessum þáttum mættu verða áherzlubreytingar í menntun og starfi lækna. Vart verður deilt um kröfuna um fræði- lega þekkingu á viðfangsefninu, en um hitt má deila hvað slík þekking eigi að fela í sér. Ekki fer þó á milli mála að haldgóð þekking á líkamsstarfsemi manneskjunnar er hér í brennidepli. Samt er full ástæða til að vara við tveimur tilhneigingum sem geta gert slíka þekkingu of einhæfa eða þröngsýna. Fyrri tilhneigingin er sú að líta á líkamann sem vélrænt kerfi fremur en lifrænt í réttnefndum skilningi þess orðs. Tvennt getur tapazt við þetta. Annars vegar skapast hætta á að horft verði fram- hjá því að lifandi mannslíkami er mann- eskjan sjálf með tilfinningar, vilja og þarf- ir sem taka þarf tillit til og virða í öllu meðferðarferlinu. Það hefur vissulega skil- að mikilvægum árangri í lækningum að læknar hafa orðið sífellt sérhæfðari fræð- ingar í einstökum líffærum og líffærahlut- um. En jafnframt hefur það aukið hættuna á að þeir skoði sjúklinginn eingöngu undir þröngu sjónarhorni sérhæfingar sinnar og aðskilji líffærastarfsemina frá þeirri lifuðu líkamsheild sem manneskjan er. Undir þessu sjónarhorni er ekki litið á persónuna sem á í vanda, heldur á tiltekið líffæri sem þarf að komast að og lagfæra með læknis- aðgerð. Sjúklingurinn er þá séður sem ein- bert sjúkdómstilfelli og aðrir þættir gleym- ast. Hin meginhættan sem skapast við að líta á líkamann sem vélrænt kerfi er að horft verði fram hjá því að lifandi manns- líkami er flókið náttúrulegt vistkerfi sem kann að lúta öðrum lögmálum en þeim sem hægt er að gera grein fyrir með hugtökum líffærafræðinnar. Fræg er setning þýzka hugsuðarins Ludwigs Feuerbach, „Der Mensch ist was er i8t“, eða manneskjan er það sem hún étur. Mér virðist að ríkj- andi læknisfræði hafi vanmetið þessa mik- ilvægu staðreynd og vanrækt rannsóknir á þýðingu mataræðis fyrir heilsu manna. Samfara þeirri vanrækslu skortir okkur viðameiri þekkingu á verkan náttúrulegra lyfja sem fólk hefur þó notað sér til gagns víða um heim um aldir. Undir áhrifum frá aflfræðilegri heimsmynd Galileos tókst læknisfræðin á við viðfangsefni sitt sem vélrænt kerfi og sleit bönd við hefðir sem reistar voru á aldalangri reynslu kynslóð- anna. Það hefur því skort skilning milli þeirra sem kenna sig við náttúrulækningar og þeirra sem telja sig stunda réttnefndar vísindalegar lækningar og afgreiða allt annað sem bábilju. Við erum vön að tengja fordóma við vanþekkingu. En sjaldan rekst maður á sterkari fordóma en þá sem eiga sér rætur í vísindalegri þekkingu á við- fangsefni sem hefur verið of þröngt skil- greint. Það hygg ég að hafi gerzt í nútíma- læknisfræði. Hún er ekki réttnefnd nátt- úruvísindi nema hún verði náttúrulegri. Annar meginþátturinn í fagmennsku heilbrigðisstétta er (tæknileg) færni til að beita tiltækum úrræðum í því skyni að hafa áhrif á sjúkdómsástand. í sambandi við þennan þátt er ástæða til að vara við tilhneigingu sem virðist vera rík meðal lækna sem aldir eru upp við þá sýn á við- fangsefnið sem ég lýsti hér að ofan. Hætta er á að sá hugsunarháttur verði ríkjandi að læknirinn verði jafnan „að gera eitt- hvað“, nýta sér þann tæknibúnað og lyfja- lager sem hann á kost á, en sjái síður önn- ur úrræði. Þetta er angi af því sem kallað hefur verið tæknihyggja lækna. Þar með er ekki amast við tækninni sem slíkri, held- ur því hugarfari að mikilvægt sé að gera allt sem er hægt, jafnvel þótt réttast og bezt væri að gera sem minnst. Þess vegna eru oflækningar oft fylgifiskur læknisfræði- legrar tæknihyggju. Það getur verið freist- andi að nota tæknina með þessum hætti því það friðþægir oft sjúklingum þótt það gagnist þeim ekki. Öðru nær: með slíkum vinnubrögðum getur heilbrigðisþjónustan skaðað skjólstæðinga sína, sem fá alrangar hugmyndir um kvilla sína og snúast við þeim á vitlausan hátt. Það blasir jafnframt við að tæknilega þenkjandi læknir er ekki líklegur til að hvetja einstaklinginn til að taka ábyrgð á eigin heilsu með heilnæmum lífsháttum, því hann einskorðar verksvið sitt við vísindalega greiningu og meðferð sjúkdóma. Þriðja markmiðið sem ég tel að hafa beri að leiðárljósi í samskiptum læknis og sjúklings er einmitt að efla sjúklinginn til sjálfsbjargar. Það er rík tilhneiging í tækni- sinnaðri læknisfræði að sjá sjúklinginn sem einberan þolanda, þ.e. sem einstakling sem er kominn undir læknishendur og gengst undir þá meðferð sem honum hentar sam- kvæmt beztu vísindalegu þekkingu. Þetta hefur sína kosti, en því má aldrei gleyma að allajafna er markmið meðferðar að ein- staklingurinn geti lifað við sjúkdóm sinn og tekist sjálfur á við hann af raunsæi og ábyrgð. í allri meðferð er mikilvægt að gera sjúklingi grein fyrir þvi að viðbrögð hans við vandanum geta haft úrslitaáhrif um það hvernig til tekst. Þess vegna gildir það ekki sízt að efla sjúkling til sjálfsbjarg- ar, hjálpa honum að virkja krafta sina til bata. Þótt þetta stangist á engan hátt á við vísindalegt hlutverk læknisins, verður læknirinn i þessu tilliti öðru fremur að leyfa sér að vera manneskja. VILHJÁLMUR ÁRNASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. JÚLÍ1997 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.