Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 17
Morgunblaðió/Þorkell AÐSTANDENDUR Tunglskinseyjunnar: Stefán Baldursson, Sigurður Pálsson, Kristfn Jóhannesdóttir, Loftur Erlingsson, Ingveldur G. Ólafsdóttir, Atli Heimir Sveinsson, Signý Sæmundsdóttir og Guðmundur Emilsson. Drottins, styrjöld, átök, pólitík.“ Á einum stað í verkinu er ákaflega falleg Maríubæn. Hvers vegna þetta kristna minni? „írarnir voru kristnir, til dæmis Paparnir og Auður djúpúðga. Maríubænin er þar sem Auð- ur og Unnur eru í sjávarháska, skip þeirra að sökkva. Osjálfrátt syngja þær Maríu til dýrðar og það gerist kraftaverk og þær lenda á þess- ari eyju.“ En hvaðan kemur sagan? „Þetta er hluti af hugmynd sem er fengin úr Sólarskipinu eftir Jón Gunnar; þessi enda- lausa ferð í gegnum lífið og dauðann og tím- ann.“ Þegar óperan var sýnd í Peking, þótti Kín- vetjum hún að vonum nýstárleg, þar sem flutn- ingur á framúrstefnuverkum hefur ekki verið leyfður áður þar í landi. En þú hefur sagt að hún _sé líka nýstárleg fyrir okkur. Hvað áttu við? „Ég reyndi í þessari óperu að gera nýjan stíl, sem ég held að sé á margan hátt aðgengi- legur. Tunglskinseyjan er nýstárleg fyrir alla sem heyra hana í fyrsta sinn. Verkið er nýstár- legt í uppbyggingu og formi. í henni er til dæmis hljóðfæramillispil sem er alveg eins mikilvægt og aríur söngvaranna. Millispilið segir hluti sem aríurnar segja, en á annan hátt. Þetta er sambland af leikhúsi og kammertónleikum. Kínvetjar sögðu að þetta minnti þá á sína hefðbundnu kínversku óperu og það er kannski áherslan á þetta tímalausa, sem er öllum sam- eiginleg - og manneskjuna sjálfa. Það er eng- in leikmynd í sýningunni, heldur mynda búning- at', ljós og örsmáir leikmunir umgjörð hennar." Þú talar um aríur söngvaranna. Þær eru nokkuð ólíkar því sem við eigum að venjast, því söngvaramir stökkva upp í háa tóna, renna sér niður raddstigann og jafnvel beina leið í talað mál. „Það er mjög erfitt fyrir söngvara að syngja þessa tónlist, hún er það ný af nálinni. En þau Signý Sæmundsdóttir, Loftur Erlingsson og Ingveldur G. Ólafsdóttir uxu við hvetja raun. Frammistaða þeirra í Peking var í einu orði sagt, frábær. Það er erfitt að læra þetta verk utan að og finna tónlistinni túlkunarmáta, en það leystu þau öll frábærlega af hendi. Þau tóku miklum framförum með hveni æfingu og ég held að allir sem tóku þátt í uppfærslunni hafi unnið mikinn listasigur." Hvers vegna var Tunglskinseyjan frumsýnd í Kína? „Það var einkum fyrir tilstilli sendiherra okkar í Kína, Hjálmars W. Hannessonar, og kínverskra menningaryfirvalda, sem veittu þessu lið, auk þess sem menntamálaráðuneytið hér veitti styrk til fararinnar. Ennfremur var uppfærslan unnin í samvinnu við Þjóðleikhúsið og drifíjöðrin í öllu var Guðmundur Emilsson, hljómsveitarstjóri, sem hefur staðið með okkur Sigurði Pálssyni í þessu frá upphafi. Hann hefur verið eins konar veraldlegur fram- KÍNVERSKl aðstoðarmenntamálaráðherr- ann óskar tónskáldinu til hamingju eftir frumsýningu á Tunglskinseyjunni í Peking. kvæmdastjóri, ljósmóðir og fæðingarlæknir við samningu verksins, auk þess sem hann stjórn- aði tónlistinni mjög örugglega." Veistu hvers vegna kínversk stjórnvöld, sem ekki leyfa flutning á vestrænum nútímaverkum, leyfðu flutning á Tunglskinseyjunni? „Nei, ég hef ekki hugmynd um það. Atvinnu- líf og verslun eru orðin mun fijálsari eri verið hefur í Kína, en eftirlit með menningarlífi er meira. En hver sem ástæðan er, tóku þeir mjög vel á móti okkur. Kannski eru menn eitt- hvað að prófa sig áfram.“ En þótt Tunglskinseyjan hafi verið frumsýnd í óperuformi í Kína, hafði hún heyrst áður á erlendri grund, nánar tiltekið í Þýskalandi. „Við fluttum hana í konsertuppfærslu í Biel- feld, Köln og Bonn fyrir tveimur árum,“ segir Atli, „en það var styttri gerð. . .“ Ég get eigin- lega aldrei hætt að breyta verkunum mínum. Það verður að taka þau frá mér.“ Umgjörð sýningarínnar er mjög einföld; fal- legir búningar, einföld lýsing og uppsetning Kristínar Jóhannesdóttur er ákaflega stílhrein og einföld. „Uppsetningin er miðuð við mikla einbeitingu á persónurnar og verkið sjálft," segir Atli og bætir síðan við; „Það er kannski einmitt það sem er svo líkt með kínversku óperunni og gríska harmleiknum. Það er svo gott að vinna með Kristínu og Sigurði Pálssyni, því við þurftum svo lítið að tala saman._ Við þurftum rétt að hittast yfir kaffíbolla. Á meðan við Sigurður vorum að semja verkið töluðum við lítið saman. Hann skrifaði textann og ég gerði mjög litlar athuga- semdir við hann. Sömuleiðis gerði hann litlar, eða engar, athugasemdir við tónlistina. Það voru engin fundahöld. Mér líkar vel að vinna með svona fólki. Við hugsum eiginlega eins. Textinn er laus við útúrdúra; það er komið beint að efninu á fal- legu máli. Við Kristín töluðum saman í upp- hafi um hvers konar sýning þetta ætti að vera og svo vann hún samkvæmt því.“ Eitt af því sem gerir Tunglskinseyjuna að óvenjulegri óperu, er kyrrðin sem í henni felst. Þrátt fyrir átök og styrjaldir, veðurham og aðrar ógnir, eru kaflar sem gera kröfur til ýtrustu einbeitingar. Þeir nálgast það að vera hugleiðslutónlist. „Já, þetta er svolítið eins og hugleiðsla. Allt skraut sem á heima í hinni hefðbundnu óperu er tekið í burtu; kór, hljómsveit, þrumur og eldingar. Öll áherslan er á söngvara og það gerir mjög miklar kröfur til áhorfenda. Það er ekki hægt að hlusta á verkið með öðru eyr- anu, eða njóta þess með öðru auganu. Menn þurfa að hafa augun opin og meðtaka það sem er að gerast á sviðinu. En þessi ópera er mjög aðgengileg, vegna þess að allt sem sést og heyrist er mjög skýrt. Það er verið að segja mjög fallega og ein- falda sögu, um leið og verið er að bjóða fólki að setja sig í spor þess fólks sem verkið ijallar um. Kannski er er þetta líkt því að koma á stað sem maður hefur ekki komið á áður og þarf að nota öll skilningarvit til að átta sig á því umhverfi." Hvernig fannst þér að koma til Kína? „Það var auðvitað alveg frábært; mikið ævin- týri. Að sjá þessa gömlu þjóð og nútímann blandast þarna. Það var líka mikið ævintýri að finna viðbrögð þessa fólks. Þetta var mikil spenna, því það var ekki auðvelt að koma öllu heim og saman. í leikhúsinu er talað um hvort ‘-v frumsýning heppnist eða ekki. Þessi frumsýn- ing heppnaðist mjög vel. Signý Sæmundsdóttir hefur stórt hlutverk í Tunglskinseyjunni. Hún syngur meira en hin tvö til satnans. Hún er á blómaskeiði ferils síns og það er dálítið merkilegt að fylgjast með henni þessa dagana. Hún er að syngja Kátu ekkjuna og leikur sér að því að fara á milli þessara gerólíku verka. Loftur Erlingsson er ungur en mjög þroskaður og öruggur söngv- ari. Það kæmi mér ekki á óvart, þótt hann ætti eftir að ná langt. Hann hefur raddfegurð og góða menntun og á alla möguleika sem söngvari. Ingveldur G. Ólafsdóttir er með minnsta hlutverkið en hrærði mig mjög mikið, sérstaklega í atriðinu þar sem konurnar eru komnar til íslands og þernan er að deyja. Það var gert af miklu næmi og innileik. Svo fannst mér mjög gaman að hafa Sigurð Pálsson sem sögumann, vegna þess að skáld lesa oft ljóð sín svo vel sjálf. Sem sögumaður er hann að segja frá, útskýra og gera athuga- semdir við sitt eigið verk og það kom mér eigin- lega á óvart hvað Sigurður er góður leikari. En þarna myndaðist mjög góður hópur - sem er nauðsynlegt, þegar verið er að takast á við nýstárlega hluti og ferðast með þá yflr í framandi menningarumhverfi og tungumál." Og það er óhætt að segja að hópurinn hafí lagt sig fram um að þessi kynning á menningu okkar litlu þjóðar yrði okkur til sóma í því stóra landi sem Kína er. Það var unnið frá morgni ' til kvölds dagana fyrir frumsýningu, æft af kappi og farið aftur og aftur í gegnum smáatr- iði til að fínpússa hvetja hreyfingu, hvern tón. Og nú gefst okkur íslendingum tækifæri til að heyra þessa nýju óperu, áður en hún heldur til fleiri hafna, handan við önnur höf. „Stundum þykir mér höfundar vera að skrifa niður til krakkanna," segir Þorgrím- ur, „en slíkt kemur niður á höfundunum sjálfum því að krakkarnir sjá í gegnum þá.“ - Hvað þarf góð barnabók að hafa til að bera? „Ég hef löngum svarað því þannig að hún þurfi umfram allt að vera skemmtileg," seg- ir Illugi, „börn missa strax áhugann ef bók- in er ekki skemmtileg. Bókin þarf að vekja áhuga og halda honum. Börn falla ekki fyr- ir einhverri pennasnilld, ef sagan er ekki skemmtileg þá leggja þau bókina frá sér.“ „Einu sinni heyrði ég þekktan bandarísk- an barnabókafræðing segja að það yrði að vera von í barnabókum,“ segir Þorgrímur, „og ég get alveg tekið undir það. Oft er líka talað um að barnabækur þurfi að hafa boðskap en að mínu mati má ekki reyna að prenta neitt inn í börnin; mér þykir best að reyna að vekja spurningar með sögunni sem börnin þurfa sjálf að leita svaranna við, fela boðskapinn í rás sögunnar án þess að orða hann beint við lesandann. Annars held ég að bók þurfi fyrst og fremst að vekja efnislega forvitni hjá krökkunum í upphafi svo þau vilji lesa áfram.“ Sá hópur sem þyrfti aó sinna sem best Þremenningarnir eru allir sammála um að það þurfi að efla íslenska barnabókaút- gáfu. „Það er öfugsnúið," segir Árni að lok- um, „að það skuli vera jafn erfitt og raun ber vitni um að gefa út barnabækur en börnin eru einmitt sá hópur sem þyrfti að sinna sem best. Barnabækur krefjast fleiri lita og meira myndefnis en aðrar bækur og eru því dýrari í vinnslu en aðrar bækur. Höfundar bera auk þess lítið úr býtum og útgefendur einnig en um leið skattleggur ríkið þessa útgáfu. Þetta er ekki í lagi og þyrfti að skoða betur.“ Morgunblaðið/Ásdís SIGRÍÐUR Ásgeirsdóttir myndlistarmaður. LJÓÐALESTUR í STÖÐLAKOTI INGIBJÖRG Haraldsdóttir skáld mun á morgun, sunnudag, lesa ljóðin sem mynda kjarnann í níu af verkunum á sýningu Sigríð- ar Ásgeirsdóttur í Stöðlakoti sem lýkur á morgun. Lesturinn hefst kl. 16.00 en hann er endurtekinn frá opnun sýningarinnar. Verkin á sýningunni eru þrívíðar teikning- ar sem eiga sér rætur í vangaveltum um tján- ingu og skilning, óljós skil orðs og myndar, að því er fram kemur í máli Sigríðar. „Ólæs maður skynjar skrifaðan texta sem ákveðið form án þeirrar merkingar sem læs maður skilur; á sama hátt skynjar maður sem ólæs er á blindraletur texta á því letri sem ákveð- ið form en ekki sem skrifaðan texta.“ Arnþór Helgason hjá Blindrabókasafninu sá um prentun verkanna á blindraletri. VORTÓNLEIKAR í GRAFARVOGI ÞRENNIR vortónleikar á vegum Tónlistar- skólans í Grafai-vogi verða haldnir í Grafar- vogskirkju í dag, laugardag. Tónleikar yngri deildar skólans verða kl. 10 en kl. 11 fyrir eldri deild. Tónleikar nem- enda sem eru lengra komnir verða kl. 14. FJÓRIR KÓRAR SYNGJA í 10 TÍMA FJÓRIR skólakórar í Kársnesskóla í Kópa- vogi syngja á maraþontónleikum í Félags- heimili Kópavogs í dag. Sungið verður frá 9 að morgni til 19 að kvöldi og markmiðið er að safna í ferðasjóð fyrir Stórakór Kársness. Stjórnandi kóranna er Þórunn Björnsdóttir. VORTÓNLEIKAR TÓNSKÓLA SIGURSVEINS VORTÓNLEIKAR almennrar deildar Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar verða laugardaginn 3. maí kl. 14 í Hraunbergi 2 og kl. 17 í Listasafni Siguijóns Ólafssonar. SAMKÓR SEL- FOSS SYNGUR í SELFOSSKIRKJU SAMKÓR Selfoss heldur sína árlegu vortón- leika í Selfosskirkju í dag, sunnudag, kl. 20.30. Flutt verða hefðbundin kórlög og dægurlög. Stjórnandi kórsins er Jón Kristinn Cortes, undirleikari Þórlaug Bjarnadóttir. Morgunblaðið/Þorkell DANSAÐ í Kátu ekkjunni. Káta ekkjan kveður NÚ fer hver að verða síðastur til að heimsækja gleðifellurnar á Maxím í Is- lensku óperunni. í kvöld hefur Óperan auglýst allra síðustu sýningu á gaman- óperettunni Kátu ekkjunni eftir Lehár. Sýningar hafa nú staðið yfir frá febrú- arbyrjun og hafa aðsókn og undirtektir verið góðar, segir í tilkynningu. Með hclst.u hlutverk í óperettunni fara Signý Sæmundsdóttir, Garðar Cor- tex, Marta Halldórsdóttir, Þorgeir Andrésson, Sigurður Björnsson og Jón Þorsteinsson. Auk þeirra koma fram margir söngvarar og leikarar í smærri hlutverkum, m.a. Magnús Jónsson, Kristinn Hallsson, Sieglinde Kahmann og Arni Tryggvason. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. MAÍ 1997 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.